Þjóðviljinn - 26.04.1986, Side 6
Marokkó
V.Pýskaland
ÍÞRÓTTIR
Uerdingen
í 3.sæti
Bayer Uerdingen, lið Lárusar
og Atla, komst í 3. sæti Bundeslig-
unnar í knattspyrnu í fyrrakvöld
með 1-0 heimasigri gegn Ein-
tracht Frankfurt. Fyrir lokaum-
ferðina í dag er Bremen með 49
stig, Bayern Munchen 47, Uer-
dingen 43, Mönchcngladbach 42
og Stuttgart 39 stig.
—VS/Reuter
Ólympíuleikar
Engir at-
vinnumenn
Juan Antonio Samaranch,
forseti Alþjóða Olympíunefndar-
innar, tilkynnti í gær að engir
atvinnumenn fengju að taka þátt í
Ólympíuleikunum í Suður-Kóreu
árið 1988. Þeim yrði veittur að-
gangur í fyrsta lagi árið 1992.
Samaranch sagði flókið og erfitt
mál að breyta reglunum og að
tíminn fyrir næstu leika væri of
skammur.
—VS/Reuter
England
Mikil
forföll
Ensku landsliðsmennirnir Pet-
er Reid og (iary Lineker leika
tæplega með Everton í leiknum
þýðingarmikla við Nottingham
Forest í 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar í dag. Báðir eru
meiddir, Reid meiddist á hné í
landsleiknum gegn Skotum á
miðvikudagskvöld.
Liverpool leikur heima gegn
Birmingham og veröur líklega án
Kenny Dalglish, Steve McMa-
hon, Gary Gillespie, Mark Lawr-
enson, Jan Mölby og Alan Han-
sen sem allir eru meiddir. West
Ham leikur heima gegn Coventry
og stillir upp sínu sterkasta liði.
Liverpool, Everton og West
Ham berjast um enska meistara-
titilinn.
—VS/Reuter
Körfubolti
Lakers
áfram
Los Angeles Lakers tryggðu sér
sæti í 8-liða úrslitum bandarísku
NBA-deildarinnar í körfuknatt-
leik í fyrrakvöld með sigri á San
Antonio Spurs, 114-94. Lakers
unnu þrjá leiki liðanna með yfir-
burðum. Denver Nuggets komust
einnig áfram, unnu Portland Tra-
il Blazers í þriðja sinn í fjórum
leikjum, 116-112.
—VS/Reuter
ÍR-hlaupið
Jón varð
fyrstur
Jón Diðriksson, FH, kom fyrst-
ur í mark í Víðavangshlaupi ÍR
sem haldið var að vanda á sumar-
daginn fyrsta. Hann hljóp vega-
lengdina á 13.08 mín, en Sigurður
P. Sigmundsson, FH, varð annar
á 13.10. Marta Ernstsdóttir, Ár-
manni, sigraði í kvennaflokki og
Hulda Pálsdóttir varð önnur.
—VS
Fengu á sig eitt
mark í undankeppninni
Fyrsta Afríkuþjóðin sem komst í úrslit HM. Leiknir og bírœfnir,
vantar kraft og skipulag. Kóngssynir með hirð og þjóna á varamannabekk
Þjóðviljinn kynnir Marokkó, eina af minnst þekktu þjóðunum sem þátt tekur ílokakeppni HM í
knattspyrnu. Aður hafa Suður-Kórea, írak og Alsír verið kynnt. Höfundur er Jón E. Haraldsson,
kennari á Isafirði.
Fyrir 16 árum brutu Marokkóbúar
blað í sögu knattspyrnunnar, þá urðu
þeir fyrsta Afríkuþjóðin sem tryggði
sér rétt til að leika á lokakeppni HM,
sem reyndar var haldin í Mexíkó.
Þeir stóðu sig nokkuð bærilega,
töpuðu2-1 fyrirV.-Þýskalandiog
gerðu jafntefli við Búlgaríu 1 -1.
Síðan hefur reyndar slatti af vatni
runnið til sjávar, en Marokkó hefur
endurtekið leikinn og sett markið
hærra, því að þeir ætla sér núna að
verða fyrstir Afríkuþjóða til að ná
lengra en í fyrstu umferð. Markmiðið
er í sjálfu sér ágætt, en hitt er annað
mál, að veðmangarar ýmsir virðast
hafa meiri trú á öðrum liðum til þejs
háttar afreka.
Saga knattspyrnunnar í Marokkó
er frá upphafi tengd franskri knatts-
pyrnusögu, af þeirri einföldu en jafn-
framt ósjálfsögðu ástæðu að Mar-
okkó var frönsk nýlenda um áraraðir.
Landið varð fyrst sjálfstætt árið 1956,
en fram að þeim tíma höfðu nokkuð
margir Marokkóbúar leikið í frön-
skum landsliðum. Þeirra þekktastur
var eflaust sú hin „svarta perla" Larbi
Ben Barek, sem ef ég man rétt var
samtímamaður annarrar perlu, hvítr-
ar, í franskri knattspyrnu. Sú hvíta
var Albert Guðmundsson núverandi
ráðherra. Þá, sem og nú, voru knatts-
pyrnumenn frá Marokkó kunnir fyrir
leikni með bolta og bíræfni í einkafra-
mtaki á vellinum. Leikgleði þeirra og
barátta fellur áhorfandanum yfirleitt
vel í geð, en líkamsstyrkleiki og leik-
skipulag að evróprskri fyrirmynd eru
ekki þau atriði, sem mest er lagt upp
úr.
Saga sjálfstæðra ríkja í Afríku er
yfir höfuð ekki löng, en síðustu þrjá
áratugi hafa Marokkóbúar sett mik-
inn svip á knattspyrnu í álfunni. Það
að hinn arabíski hluti álfunnar hefur
verið meira í sviðsljósinu hvað knatt-
spyrnu varðar, heldur en hinir svörtu,
má eflaust setja í beint samband við
annars vegar efnahag, og hins vegar
betur uppbyggða knattspyrnupólitík,
sem að nokkru leyti má útskýra með
því hversu stutt er frá Suður-Evrópu
til Norður-Afríku. Marokkó varð
upp úr miðjum 7. áratugnum ein
mesta knattspyrnuþjóð Afríku, og
hélt því sæti fram á miðjan 8. áratug-
inn, þegar lægð kom í fótboltann.
Verst gekk árið ’79, en þá töpuðu
Marokkóbúar fyrir Alsír á heimavelli
5-1. Það þótti sumum bölvað, svo
ekki sé meira sagt.
Gerð var einskonar bylting í hinu
konunglega knattspyrnusambandi
Marokkó - FRFM. Stærstu knatts-
pyrnufélögin snerust gegn stjórninni
og það leiddi til þess að ríkisstjórn
landsins kom því til leiðar að stjórnin
var látin fara frá.
Við yfirstjórn knattspyrnusam-
bandsins tók ráðuneytisstjóri úr
Æsku- og íþróttamálaráðuneytinu:
Fabdoul Benzerodal. Hann hafði ver-
ið nokkurs konar leiðangursstjóri hjá
Marokkóbúum á HM 1970 og þekk-
ing hans á knattspyrnumálum kvað
vera meiriháttar. Undir hans stjórn
hafa knattspyrnumál í Marokkó verið
endurskipulögð að evrópskri fyrir-
mynd. Það eru nú 20 lið í 1. deild, og
56 í 2. deild, sem er skipt upp í svæði.
Fyrirtæki styrkja nú félögin og sumir
leikmenn eru ráðnir hjá þessum fyrir-
tækjum, þannig að kalla má að þeir
séu atvinnumenn.
í Marokkó búa u.þ.b. 20.000.000
manna. Af þeim spila 25.000 fót-
bolta. Vallarmál eru gegnumsneitt í
ólestri, og flestir vellir eru í eigu hins
opinbera, þannig að það er ekki allt
til fyrirmyndar. Hið kapítalistíska
Marokkó hefur ekki eins og hið sósí-
alistíska Alsír búið til gervigrasvelli,
enda þyrfti sjálfsagt stærra hlutfall af
þjóðinni að spila knattspyrnu ef slíkar
framkvæmdir ættu að borga sig.
Hin allra síðustu ár hefur þó allt
verið á uppleið hjá Marokkóbúum. í
síðustu forkeppni voru þeir slegnir út
af Cameroun, 1983 unnu þeir Miðj-
arðarhafsleikana í Casablanca, 1984
komust þeir á OL í Los Angeles og
1985 tryggðu þeir sér þátttökurétt í
lokakeppni HM í Mexíkó, þá léku
þeir líka eins og meistarar og fengu
ekki á sig mark fyrr en í 8. og síðasta
leiknum. Á bak við þessa velgengni í
fyrra og hitteðfyrra stóð náungi einn
frá Brasilíu, José Faria að nafni.
Hann kom til skjalanna 1984, þegar
hann leysti af landsmann sinn Jaime
Valente. Faria var hjá félaginu Flum-
inese í Ríó, fyrst sem leikmaður og
seinna sem þjálfari. Þá fór hann til
Qatar og þaðan til Sameinuðu Ara-
bísku furstadæmanna og endaði sem
sagt í Marokkó. Þessi litríki þjálfari
sem þekktur er fyrir tóbaksfýsn sína
leiddi græntreyjurnar frá Marokkó
beint út á sigurbraut. Fyrst unnu þeir
Sierra Leone 1-0 úti og 4-0 heima. Þá
unnu þeir Malawi 2-0 heima og gerðu
jafntefli 0-0 úti, þetta segir ef til vill
ekki mikið, þar sem hvorugt þessara
liða hefur á sér neinn sérstakan gæð-
astipmil. En það hafa Egyptar aftur á
móti, allavega í þessum heimshluta,
og þeir voru mótherjar Marokkó í 3.
umferð. Egypsk félög hafa látið mjög
á sér bera undanfarin ár, en landsliðið
hefur ekki náð að fylgja þeim eftir. Á
Nasser leikvanginum í Kairó voru
mættir 100.000 áhorfendur á fyrri leik
liðanna. Sóknarleikur Egypta var í
molum og leiknum lauk með jafntefli
0-0. f Marokkó unnu heimamenn svo
með 2-0 eins og að drekka vatn. Þá
var aðeins Líbýa eftir, þeir piltar
Gaddafis höfðu heldur ekki fengið á
sig mark þegar hér var komið sögu,
og þótti það nokkur nýlunda að Lí-
býumönnum gengi svo vel í fótbolta,
en tilfellið mun vera að þar hafi einnig
orðið ótrúlegar framfarir á því sviði.
Telja margir einsýnt að „Oberstinn"
hafi lagt allan sinn metnað, og hann
ku vera töluverður, í að ná upp sterku
fótboltalandsliði. Líbýa er alla vega
komin í röð fremstu landa Afríku í
þeirrí íþrótt að sporna knetti.
Það eru fáleikar með Líbýu og
Marokkó í íþróttum sem í pólitík.
Fyrri leikurinn í Rabat í Marokkó var
harður og völlurinn bætti ekki leikinn
nema síður væri. Lfbýumenn lágu vel
flestir í vörn, og Marokkóbúar kom-
ust ekki áleiðis fyrr en undir lok fyrri
hálfleiks, að Mustapha Merry skoraði
úr víti. Merry þessi spilar í Valenci-
ennes í frönsku 2. deildinni og á
bróður í landsliðinu. Sá kallar sig
Krimau og leikur með Le Havre í Fra-
kklandi. Síðast í seinni hálfleik bættu
Marokkóbúar við öðru marki, það
skoraði Aziz Bourderbala frá Sion í
Sviss, eftir sendingu frá leikstjórn-
anda Marokkó, Moamed Timoumi,
sem í fyrra var kosinn knattspyrnu-
maður Afríku. Líbýumenn sóru að
hefna sín og reiknuðu með að það
yrði létt verk á gervigrasinu þar
heima, en Marokkóbúar fóru til Fra-
kklands og æfðu sig þar á gervigrasi
fyrir leikinn. Leikurinn var leikinn í
Benghazi að viðstöddum 45.000
Borðtennis
íslands-
mótið
Síðari hluti Islandsmótsins í
borðtennis verður haldinn í
dag og á morgun í Laugardals-
höll. Keppni í dag gefst kl.
13.30 og stendur til kl. 19. Á
morgun verður byrjað kl. 13
og keppni lýkur um kl. 20.
áhorfendum og unnu Líbýumenn
með 1-0. Markið skoraði Ferjani.
Fyrirliði Marokkó, markmaðurinn
Ezaki Badou, kallaður Zaki eins og
frægur markmaður í Mývatnssveit
hér áður á árum, hafði fengið á sig sitt
1. mark í heimsmeistarakeppni, og
Marokkó var komið í lokakeppnina í
Mexíkó í 2. skipti.
Mótherjar Marokkó í Mexíkó eru
engin lömb að leika sér við. Fyrst
leika þeir gegn Póllandi, þá gegn
Englandi og að síðustu gegn Portúgal
og meðal þessara þrautreyndu knatts-
pyrnuþjóða eru möguleikar Marokkó
til að komast áfram í keppninni ekki
það miklir að ég færi að hætta hluta af
kennaralaunum mínum til að veðja á
þá. Marokkóbúar eru reyndar vanir
hita, en þeir eru ekki vanir svona
sterkum andstæðingum. Líklegt er að
leikkerfi þeirra breytist úr 4-4-2 yfir í
4-5-1, með aðeins einn sóknarmann.
Hið rólega miðvallarspil þerira ásamt
vöntun á yfirsýn gæti orðið þeim að
fótakefli. Einnig álíta sérfræðingar að
hætt sé við að mórallinn verði lélegur
ef á móti blæs að ráði.
Faria þjálfari hefur valið 42 menn
til æfinga. 10 eru frá flughersfélaginu
FAR, sem vann Afríkubikarinn fyrir
félagslið 1984, 7 eru frá KAC í Ken-
itra, sem er í efsta sæti deildarinnar
núna og 5 eru frá WAC í Casablanca.
Aðeins örfáir leikmenn verða kallað-
ir heim frá Evrópu, þar sem félögin
þar hafa ekki verið mikið fyrir að
leyfa þeim að fara heim til lands-
leikja. FRFM reiknar með að leika 4
æfingaleiki fyrir lokakeppnina, áður
en þeir halda til Mexíkó. 2 þessara
leikja eru heimaleikir, en ekki veit ég
við hverja.
Það má svo hnýta því hér aftaní að
kóngurinn Hassan 2. á tvo syni sem
gjarnan fylgja landsliðinu og horfa á
leiki þess sitjandi á varamannabek-
knum, með hirð sína og þjóna á bak
við sig. Hvort slíkt verður leyft í Mex-
íkó veit ég ekki, en það gæti orðið
skrautleg uppákoma.
í heimsmeistarakeppni í knatt-
spyrnu ber ávallt mest á liðum frá
Suður-Ameríku og Evrópu, en í und-
anförnum lokakeppnum hafa lið frá
Afríku vakið nokkra athygli. Túnis
stóð sig prýðilega í Argentínu 1978,
vantaði aðeins 1 stig til að komast í
milliriðil. Cameroun tapaði ekki leik
á Spáni 1982, og í sömu lokakeppni
unnu Alsírbúar V-Þjóðverja, og sjálf-
sagt minnast einhverjir umræðnanna
sem spruttu upp eftir leik Austurrík-
ismanna og V-Þjóðverja, þegar
margir héldu því fram að samið hefði
verið um úrslit fyrirfram, allavega
urðu úrslitin til þess að Alsír komst
ekki áfram.
Að lokum vil ég minnast lítillega á
áðurnefndan miðvallarleikmann
Marokkó Mohamed Timoumi. Hann
var sem áður segir kosinn knattspyrn-
umaðuar Afríku 1985, og er tvímæla-
laust sá leikmaður sem drýgstan þátt
átti í velgengni Marokkóbúa á síðasta
ári. Timoumi er 170 cm á hæð og 70
kg á þyngd.
Hann hefur góða yfirsýn yfir leiki
og þykir eiga frábærar sendingar a la
Sören Lerby, Platini og Ásgeir, einn-
ig skorar hann töluvert af mörkum.
Hann þykir einstaklega skapgóður,
og á 10 ára ferli sínum í deildakepp-
ninni í Marokkó hefur honum aldrei
verið sýnt kort, hvorki gult né rautt.
Hann hefur ekki einu sinni fengið til-
tal eða viðvörun frá dómara. Mörg
evrópsk stórfélög hafa sýnt áhuga á
að fá hann í sínar raðir, en stjórn
FAR, félags hans, hefur komið í veg
fyrir slíkt, og í því máli meðal annars
notið aðstoðar Hassans kóngs.
Marokkóbúar líkja Timoumi
gjarna við gömlu stjörnuna (perluna)
Ben Bareck, og þá hlýtur hann að
vera góður. Ég ráðlegg því mönnum
• að fylgjast vel með þessum manni, ef
sjónvarpið býður upp á leiki með
Marokkó í sumar.
Mohamed Timoumi, knatt-
spyrnumaður ársins í Afríku 1985.
Knattspyrna
Stórsigur
Valsmanna
Valsmenn eru komnir í
undanúrslit Reykjavíkur-
mótsins í mfl. karla eftir 7-1
sigur á Ármanni í fyrrakvöld.
Þetta var úrslitaleikur um
annað sætið í riðlinum en
lokastaðan í honum varð
þessi:
Víkingur...........3 3 0 0 6-2 6
Valur............. 3 2 0 1 9-3 5
IR.................3 0 1 2 2-4 1
Ármann.............3 0 1 2 2-10 1
Þróttur og Fram mætast í
lokaleik riðlakeppninnar ann-
að kvöld, sunnudagskvöld, kl.
20.30. Fullvíst má telja að
Valur leiki við Fram og KR
við Víking t' undanúrslitum
mótsins.
—VS
Knattspyrna
England
sigraði
Englendingar sigruðu Skota 2-
1 á Wembley á miðvikudags-
kvöldið í hinum árlega leik þjóð-
anna. Terry Butcher og Glenn
Hoddle skoruðu fyrir Englend-
inga en Graeme Souness fyrir
Skota.
Úrslit vináttulandsleikja á
miðvikudag:
England-Skotland..................2-1
Irland-Uruguay....................1-1
N.írland-Marokkó..................2-1
Belgía-Búlgaría...................2-0
Rúmenía-Sovétríkin................2-1
Spánn vann Ungverjaland 4-1
og England og Italía skildu jöfn,
1-1, í undanúrslitum Evrópu-
keppni undir 21-árs. Spánn og ft-
alía leika til úrslita í keppninni.
í 2. deildinni ensku vann Bra-
dford City sigur á Middlesboro-
ugh, 2-1 og í 3. deild tapaði Darl-
ington 0-1 fyrir Bolton.
—VS/Reuter
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN'
Laugardagur 26. apríl 1986