Þjóðviljinn - 26.04.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Side 8
MENNING Gigt og gyllinæð í stað andarteppu og heilaskemmda Níels Hafstein flytur myndverk í útvarp Fyrir rúmlega hálfum mánuði hóf göngu sína í útvarpinu (Rás 1) þáttaröð um myndlist undir stjórn Níelsar Hafsteins. Þættirn- ir eru á dagskrá annað hvert þriðjudagskvöld og hafa tveir þættir þegar verið fluttir. Þar sem dregist hefur að ég fjallaði um fyrsta þáttinn verða þessi skrif helguð honum, en vonandi líður ekki á löngu þar til öðrum þættin- um verða gerð skil. Fyrsti þátturinn var að mestu helgaður myndverki sem mig minnir að hafi heitið „Ófullkom- ið forrit", eða eitthvað þess hátt- ar og var það flutt af höfundinum Níelsi Hafstein og Kolbrúnu Pét- ursdóttur leikkonu. Þetta mynd- verk í leikbúningi var að sumu leyti lukkað, en að öðru leyti mis- lukkað. Tilraunin var þó góðra gjalda verð og athyglisverð sem slík. Astæða þess að verkið sjálft heppnaðist ekki sem skyldi var sú að það var alltof leikrænt. í raun- inni var þetta leikrit en ekki myndverk; frásögn með nokkuð einfeldnislegum hljóðeffektum, a.m.k. í samanburði við hljóð- blöndunina í barnaleikritinu á dögunum, þessu sem gert var eftir kafbátasögu Jules Vernes. I textanum slapp Níels heldur ekki undan ákveðnum einfeldnis- einkennum, s.s. þeirri vellulegu síbylju sem svo oft einkennir myndrænar frásagnir byggðar á mórölskum og predikunarkennd- um dæmisögum. Betra hefði verið að nota hljóðmaskínuna af meiri útsjón- arsemi og hafa textann óræðari ogtilbrigðaríkari íflutningi. Þrátt fyrir þessa augljósu galla tel ég að tilraun Níelsar hafi tekist vonum framar, því með henni sýndi hann fram á möguleika þess að flytja myndverk á öldum ljósvakans. Ég tek því ofan fyrir þessu fram- taki hans. A undan leikritinu hélt Níels tölu í formi inngangs og líkt og hans var von og vísa var djúpt tekið í árinni. Málefnið sem hann reifaði í þessu spjalli sínu er að vísu orðið nokkuð gamalt og tuggið, en engu að síður er það ennþá nægilega safaríkt til að vekja umræður og umtal. Inngangurinn gæti heitið „Föndurskólinn" og var hann lítt Litblöndunarvélin skilar túbunni HALLnÖR B. RUNÓLFSSOf dulin árás á svonefndar úreltar kennsluaðferðir sem tíðkast í ís- lenskum myndlistarskólum. Inn- takið var eitthvað á þá leið, að á tímum þegar komnar eru vélar sem gera höggmyndalist að augnabliksleik og málaralist að þægilegri og þrifalegri skemmtan, eru íslenskir mynd- listarnemar látnir púla í eiturguf- um og krítarryki með afdönkuð- um verkfærum og skaða þar með heila og lungu fyrir aldur fram. Ég get verið fyllilega sammála Níelsi um það að myndlistar- menn eru stundum íhaldssamari en páfinn þegar tækninýjungar eru annars vegar. En ég fæ ekki skilið hvers vegna hann ræðst í því sambandi á kennsluaðferðir í íslenskum myndlistarskólum. Hvers vegna leggur hann ekki til atlögu við alla hina alþjóðlegu myndlist sem virðist að mestu leyti sprottin af því sem hann kallar úrelt verkfæri? Eða hvar í hinunt alþjóðlega listheimi er framtíðarmaskínur Níelsar að finna og hvaða lista- menn eru það sem þær brúka? Ég spyr í fávisku minni því mér leikur forvitni á að kynnast afurð- um slíkra tóla. Því þótt ég þekki til fjölmargra heimsfrægra rnynd- listarmanna sem ekki mundi muna um að kaupa sér tylft slíkra appírata án þess að þurfa að slá til þess bankalán, hef ég ekki rekist á nein dæmi um þá maskínufram- leiðslu sem Níels talar um, hvorki í alþjóðlegum listtímaritum né sýningaskrám frá heimsins þekktustu sýningasölum. Þegar ég var staddur í New York fyrir um ári síðan, rakst ég ekki á neinar tölvustýrðar vélakúnstir í söfnum eða sölum þeirrar borgar og ekki nefndu myndlistarnemar í þeirri borg, hvorki íslenskir né erlendir, neinar slíkar vélar í mín eyru. I þessum nafla leiktækja- landsins vestan hafs voru allir að bjástra við „úreltu" miðlana, rík- ir jafnt sem fátækir, væntanlega með hausana fulla af eiturgufum og lungun af ryki. Ef tækniundrin í listinni er ekki að finna í Vesturheimi, þá er mér til efs að þau séu brúkuð af lista- mönnum í gamla heiminum. Ég fæ ekki séð fyrir mér evrópska listamenn sitjandi í mjúkum hæg- indunt og styðja á takka til að blanda liti eða brjóta grjót, þegar amerískir kollegar þeirra púla pungsveittir við að meitla stein og maka á léreft eftir ævafornum leiðum. Hitt er nokkuð skondið, hvað atvinnusjúkdómum viðvík- ur, að hugsa sér hvernig heila- skemmdirnar og steinlungun hverfa um leið og gigt og gyllinæð halda innreið sína í myndlistina sem afleiðingar þrásetu framan við tölvustýrðar myndlistarvélar. Þegar ég hélt því fram að rök- semdir Níelsar væru nokkuð gamlar og tuggnar, var það vegna þess að mér var hugsað til Alþýð- ubókar Halldórs Laxness og er ég ekki einn um það. Svo sláandi er skyldleikinn milli formála Níelsar og hinnar nærfellt sextíu ára gömlu ritgerðar Halldórs, „Myndir" (Alþýðubókin, bls. 92- * Galdra [OFTUR $tð.ustu symngar í dag og sunnudag kl. 20.30 11 LEIKFÉLAG l/U HAFNARFJARÐAR LEIKFÉLAG HAFNARFJARÐAR Níels Hafstein: tilraunin tekst vonum framar 113, skv. 3. útg. Helgafells, 1949), að ekki getur annað verið en Níels hafi haft hana til hlið- sjónar við samningu sína og bergt af áhrifamætti hennar. Munurinn á ritgerð Halldórs og formálsorðum Níelsar er þó töluverður. Að stíl og orðfæri frá- töldu, stendur eftir heimsádeila Halldórs andspænis héraðsnöldri Níelsar. Það er vegna þess að þeim fyrrnefnda dugar ekki minna en ráðast að rótum heimslistarinnar á 19. og 20. öld, að viðbættum skeytum sem hann sendir listum fyrri alda. Hann verður því hetj ulegur í fullyrðing- um sínum. Níels skotrar sér undan allri gagnrýni á heimslist- inni, sem þó væri réttmætt sam- kvæmt röksemdum hans og full- yrðingum. Þess í stað beinir hann spjótum sínum á fölskum for- sendum að óburðugum kennslu- stofnunum íslenskrar myndlistar, eflaust gegn betri vitund. Slíkt getur vart talist karlmannlegt eða sanngjarnt. Hægt er að deila á íslenska myndlistarskóla, en það verður að gera út frá allt öðrum forsendum en Níels gefur sér. Vegna plássleysis verð ég að láta hér staðar numið. En í næstu grein, sem ber heitið „Slefandi rakki“, mun ég halda áfram að fjalla um þau mál sem varða inn- takið í formála Níelsar. HBR Akureyri/Húsavík Norrænt fyrir noröan Nú um helgina hefst norræn vika á Akureyri og Húsavík, skipulögöaf Norrænafélaginu, Norrænahúsinuog bæjarstjórnum. A Akureyri verða sýningarnar Tónlist á íslandi og Þjóðsagna- myndir Ásgríms opnaðar á sunn- udag í Amtsbókasafni, og klukk- an fjögur flytja þeir Páll H. Jóns- son og Garðar Jakobsson merka dagskrá í tónum og tali um „Tón- mannlíf í Suður-Þingeyjarsýslu á 19. og 20. öld“. Um kvöldið verða ljóðatónleikar í Dyn- heimum og syngur þar sænska söngkonan Marianne Ekelöv. Á mánudag hefst sýning á sænskri grafík í Dynheimum og í vikunni er Færeyjakvöld í umsjón Hjart- ar Pálssonar, Grænlandskvöld, kvikmyndasýningar (Bróðir minn Ljónshjarta, ísfuglarnir) og norræn kvöldvaka eftir viku í um- sjón Signýjar Pálsdóttur og Jóns Hlöðvers Askelssonar. Á Húsavík hefst vikan með Kalevala-sýningu í Safnahúsinu á sunnudagskvöld og þar ræðir Njörður Njarðvík um finnska verðlaunahöfundinn Antti Turi. Á Húsavík hefst vikan með ljóðatónleikum Marianne Ekel- öv á sunnudag kl. 15.00 í Félags- heimilinu, en síðar um daginn hefst Kalevalasýning í Safnahús- inu og um kvöldið fjallar Njörður Njarðvík um finnska verðlauna- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN höfundinn Antti Turi. Á mánu- dag verður Kalevala-kvöld í Safnahúsinu í umsjón Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Karls Guð- mundssonar. Vikan heldur svo áfram með Grænlandskvöldi, Færeyjakvöldi og kvikmyndasýn- ingum, og lýkur með tónmannlífs-dagskrá Páls og Garðars á föstudagskvöld. Fyrirlestur Dönskukennsla Jorn Lund, prófessor í danskri málfræöi viö Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, flytur opinberan fyrirlestur í boöi heimspekideildar Háskóla íslands og Det danske Selskab Iaugardaginn26.apríl 1986 kl. 15.00 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Fra Hpegh-Guldberg til Bertel Haar- der. Danskfagets historie í Dan- mark med særligt henblik pá den aktuelle debat“ og verður fluttur á dönsku. Jdrn Lund er einn þekktasti núlifandi málvísindamaður Dana. Hann situr í dönsku mál- nefndinni og er einkar kunnur fyrir umfjöllun sína um danskt mál í fjölmiðlum. Öllum er heimill aðgangur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.