Þjóðviljinn - 26.04.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 26.04.1986, Page 13
Umsjón: Lúðvík Geirsson Ragnar Arnalds þingflokksformaður ____Alþýðubandalagsins_ Svartnætti í ríkis- fjármálum Forystulaus ríkissjórn. Sundrung og innbyrðis deilur. Ausið úr ríkissjóði til að halda uppifalskri vísitölu Ragnar Arnalds: Veröbólgutölur falsaðar meö óhemjulegri skuldasöfnun ríkissjóðs. Mynd-Sig.Mar. Það hefur cinkennt þinghaldið alveg sérstaklega í vctur, hversu ríkisstjórnin hefur haft litla for- ystu og lítið frumkvæði. Þetta einkenni kom í Ijóst strax í þing- byrjun. Stjórnin lagði óvenju fá mál fram og hefur haft tiltölulega lítið af málunt í gangi í vetur. Það hefur því verið tiltölulega létt að Ijúka þingstörfum mánuði fyrr en venja er til, sagði Ragnar Arnalds um þinghaldið í vetur. Haft frumkvæði að á annað hundruð málum Þau mál sem hafa verið hér í gangi og geta flokkast sem stór- mál eru mál sem aðilar vinnu- markaðarins liöfðu undirbúið. Unt þingmál að öðru leyti vildi ég minnast á það að við Alþýðu- bandalagsmenn höfum flutt í vet- ur urntul af málum en þau eru á annað hundrað sem við höfum haft frumkvæði að hér í þinginu. Þar á meðal eru mjög mörg laga- frumvörp, sum býsna ýtarleg, eins og það sem við lögðum fram nú síðast um framhaldsskólann. Það fruntvarp markar alveg nýja stefnu í málum framhaldsskólans og hefur að geynta fjöldamörg merkileg nýmæli, en það er dæmigert fyrir framtaks- og áhugaleysi ríkisstjórnarinnar, að í málum franthaldsskólans hefur nákvæmlega ekkert gerst á valda- tíma stjórnarinnar. Hvernig hefur gengið að fá af- greidd þau mál sem Alþýðu- bandalagið hefur borið fram? —Það er alger meginregla hjá stjórnarflokkunum að því er virð- ist, að afgreiða engin mál sem stjórnarandstaðan er með. Þetta hafa þeir bókstaflega viðurkennt í okkar eyru. Ég flutti hér tillögu um opinn háskóla sem hlaut al- mennt góðar undirtektir og var sagt að það væru allir sammála unt framgang þess rnáls og átti von á að það yrði afgreitt en það er síðan auðvitað látið sofna í nefnd og þannig er nteð mörg önnur ágæt mál. Það virðist hafa verið gefin út dagsskipun að sam- þykkja engin mál sem stjórnar- andstaðan er með. Þetta er gjör- ólíkt því þegar við Alþýðubanda- lagsmenn vorum í stjórn. Þá voru fjöldamörg dæmi þess að mál stjórnarandstöðu næðu fram að ganga vegna þess að það voru góð mál. Þá var nt.a. stjórnarand- stæðingur forseti neðri deildar og mikið samráð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um framgang ntála en það er alveg sérstakt of- stæki ríkjandi í þessum efnum hjá núverandi stjórnarflokkum. Það var áberandi síðustu vikur þingsins að það voru stjórnar- þingmenn sem héldu uppi mál- þófi í ýmsum málum og reyndu að stöðva ntál stjórnarinnar. Hver er skýringin á þessu? —Það er greinilega mikið ósættí ríkjandi niilli stjórnar- flokkanna og ýmsir stjórnarþing- menn og jafnvel ráðherrar eru úr leik, eða í bullandi andstöðu við stjórnina í ýmsurn málaflokkum. Það hefur t.d. aldrei gerst fyrr að einn af ráðherrum ríkisstjórnar- innar neitaði að mæta á fundunt stjórnarinnar eins og verið hefur nú um skeið. Hvernig líst þér á stjórnmáiaástandið og stöðu ríkisfjármála? Óhugnanlegur halli á ríkissjóði —Þessi óhugnanlegi halli á rík- issjóði sem viö stöndum frammi fyrir í dag er bersýnilega ávísun á mjög erfiða stööu n'kissjóðs í framtíðinni sem hlýtur fyrr eða síðar að koma fram í stórauknuni sköttum. Það er verið að hlaða þarna upp skuldastíflu sem hlýtur að flæóa yfir þjóðina fyrr en síðar, og þó að ntenn séu að benda á lágar verðbólgutölur, þá veröa menn að hafa í huga, að verðbólgan er dulin. Vísitalan er verulega fölsuð og vitað mál að verðbólguhraðinn væri ntiklu meiri ef ríkissjóður væri ekki rek- in nteð þessum stórhalla. Hvað með komandi haustþing. Hefur þú trú á því að þaö verði langt þing eöa að komi til kosn- inga næsta haust? —Ég held aö það komi ekki upp nein ný viðhorf fyrr en með haustinu þegar þeir fara að reyna að berja saman fjárlögin. Þá munu menn standa frammi fyrir því, að það vantar geysilegar upphæðir á að endar nái saman og það verður þá einnig orðið mun ljósara fyrir öllum en það er í dag, að það er ekki hægt til lengdar að halda niðri verðbólgu með því að ausa endalaust fjár- munum úr ríkissjóði. Þessi duldti verðbólga mun þá koma upp á yfirboröið. Spurningin er sú hvort ágreiningur stjórnarflokk- anna verði það ntikill unt fjár- lagaafgreiðsluna að þeir ákveði að efna til kosninga í byrjun nóv- embermánaðar eða syndi ein- hvern veginn í kringum svartnættið i ríkisfjármálum og bíði með kosningar fram á vorið. Þú átt þá allt eins von á kosn- ingum í haust? —Mér finnt það allt eins lík- legt, því það sjá allir að það er tjaldaö til einnar nætur og þetta getur ekki staðið til lengdar. Það verður að taka ríkisfjármálin al- veg upp en hvort þeim tekst það með haustinu, ég er ekki mjög trúaður á það,sagði Ragnar Arn- alds. -Ig. Guðrún Agnarsdóttir. Guðrún Agnarsdóttir Kvennalista Daufara en áður —Þetta hefur verið daufara þing en hin tvö. Ekki eins átaka- mikið en það hafa vissulega verið stórmál á ferðinni og ég held að kjaramálin hafi einkennt þetta þing og sett stærstan svip á þing- haldið, sagði Guðrún Agnars- dóttir þingmaður Kvennalistans. —Það eru ýmis mál sem við höfum verið með sern hafa vakið umræðu og þá nú síðast tillaga okkur um að heimilisstörf verði metin til starfsreynslu. Umræðan um þetta mál sýnir að það er meiri skilingur að vakna þó við 108. löggjafarþingið Stutt og sviplítið þinghald Þingmenn virðast sammála um að nýlokið þing hafi vcrið sviplaust og ekki mjög starfssamt framan af enda komu flest þau stórmál sem ríkissstjórnin fékk afgreidd ekki inn á borð þingmanna fyrr en á síðustu vikum þingsins. Þó þingið hafi ekki verið rismikið þá var einkennandi fyrir það, að stærstu og umfangsmestu frumvörpin scm afgreidd voru; hús- næðisfrumvarpið og sjóðakerfi sjávarútvegsins voru ekki samin af stjórnvöldum heldur aðilum vinnumarkaðarins og hagsmunaðilum í sjávar- útvegi. Þingið stóð í samtals 159 daga eða um tveimur mánuðum skentur en í fyrra.Alls voruhaldnir 275 þingfundir í deildunt og sameinuðu þingi. 80 frurn- vörp voru samþykkt af 154 sem lögð voru frarn, þar af 75 stjórnarfrumvörp og 5 þingmannafrumvörp og þremur varvísað til ríkisstjórnarinnar. Af lOOþings- ályktunartillögum sem lagðar voru frani, lauk ekki umræðu um 72, samþykktar sem ályktanir alþingis voru 23 og 5 var vísað til ríkisstjórnarinnar. Þá lögðu þingmenn frant 171 fyrirspurn og var öllum nema 7 svarað. —lj>. höfum ekki fengið það sem okkur fannst að hefði átt að koma út úr afgreiðslunni. Ég held að óbein áhrif af veru okkar hér séu mikil og þau skili sér yfir í hina stjórnmálaflokkana og þjóðlífið almennt. Hvernig hefur ykkur gengið að koma ykkar málum fram? —Við höfum fengið tvær þings- ályktunartillögur samþykktar. Það er afraksturinn og um leið viðurkenning á því að menn taka á vissan hátt undir okkar sjónar- mið en við gerum okkur fulla grein fyrir því að Róm var ekki byggð á einum degi. Hvað um haustþing og næstu kosningar? —Það er mjög erfitt að spá. Ég held að úrslit sveitarstjórnar- kosninga og hvernig þær ákvarð- anir sem teknar voru í kjölfar kjarasamninganna unt húsnæð- ismálin skila sér ntuni verða úr- slitaþættir þess hvort farið verður út í kosningar í haust eða ekki, sagði Guðrún Agnarsdóttir.—Ig. Jóhanna Sigurðardóttir Alþýðuflokki Valdið mér vonbrigðum —Þetta þing hefur að mörgu leyti valdið mér vonbrigðum bæði að því er snertir árang- ur og að því er snertir vinnubrögð í þinginu. Mál liggja í nefndum langtímum saman og síðan er þeim öllunt slengt inn í þingið á síðustu dögum, þetta þarf að bæta, sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir þingmaður Alþýðuilokks- ins. —Ég tel að ýmis þau mál sem við Alþýöuflokksmenn lögðum fram hafi ekki fengið þær undir- tektir sem við vonuðumst eftir. Við vorum með ýniis ntál er snerta eigna- og tekjuskiptingu, skattamál og breytta efnahags- stjórn, en það sem ég held að hafi valdið okkur mestum vonbrigð- um var að ná ekki fram hugmynd- um okkar um kaupleiguíbúðirn- ar. Hvað finnst þér hafa einkennt þingið í vetur? Jóhanna Sigurðardóttir. —Nýju kjarasamningarnir hafa sett mestan svipinn á þingið í vetur en með þeim kjarasamn- ingum var ljóst að aðilar vinnu- markaðarins tóku raunverulega stjórn landsins í sínar hendur og mótuðu stefnuna fyrir ríkis- stjórnina. Heldur þú að upphlaup stjórn- arþingmanna nú á lokadögum þingsins bendi til haustkosninga? —Þetta er ekki nýtt fyrir stjórnarandstæðinga að horfa uppá þessi upphlaup stjórnar- þingmanna. Þetta var á síðasta þingi í sama dúr og ég vona að það undirstriki og gefi vísbend- ingu um haustkosningar því það veitir ekki af að fara að skipta um stjórn í þessu landi. Ég hef trú á Laugardagur 26. apríl 1986 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.