Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Flugslysanefnd Áhyggjur af Landhelgisgæslunni Viðhaldsmál loftfara Landhelgisgæslunnar í ólestri. Flókið viðhald þyrilvœngja framkvœmt í óupphituðu húsnœði. Landhelgisgœslunni helst illa á mannskap vegna þessa Flugslysanefnd boðaði frétta- menn á sinn fund í gær í tilefni þess að ársskýrsla nefndarinnar fyrir árið 1985 var að koma út. í skýrslunni og í máli nefndar- manna í gær kom fram að hún hefur verulegar áhyggjur af við- haldsmálum flugflota Landhelg- isgæslunnar. Hefur nefndin farið fram á það við Landhelgisgæsl- una að þessum málum verði kippt í lag og hefur ábendingum verið vel tekið en ekkert hefur samt verið gert. Bent er á að viðhald flugfara Landhelgisgæslunnar fer fram í óupphituðu húsnæði. í því sam- bandi var bent á að viðhald þyril- vængja er svo flókið og viðkvæmt verk að útilokað er að fram- kvæma það eins og þyrfti við þær aðstæður sem flugvirkjum Land- helgisgæslunnar er boðið uppá. Bent var á að mannabreytingar í viðhaldsdeild Landhelgisgæsl- unnar séu mjög tíðar og m.a. hef- ur verið skipt um yfirmenn deildarinnar þrisvar sinnum á einu ári. í skýrslu Flugslysanefndar kemur fram varðandi þyrluslysið hjáLandhelgisgæslunni 1983 hef- ur Landhelgisgæslan tekið vel ýmsum ábendingum nefndarinn- ar. Aftur á móti hafa Sikorskí verksmiðjurnar ekki viljað fallast á niðurstöður rannsókna Flug- slysanefndar og nefndin ekki vilj- að fallast á niðurstöður Sikorskí verksmiðjanna. Var leitað til AIB eða Accidents Investigation Branch og er skýrsla frá þessum aðilum komin og verður hennar getið í næstu ársskýrslu Flugslys- anefndar. -S.dór Akranes 20 börn bíða Sem stendur bíða um 20 börn eftir plássi á dagheimili hér á Akranesi, en dagheimilispláss i bænum eru hins vegar 44. Tæp- lega 130 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi, en við höfum alls 153 pláss á leikskóla, sagði Guð- geir Ingvarsson félagsmálastjóri á Akranesi í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Biðlisti eftir dagheimilisplássi styttist talsvert á Akranesi þegar dagheimilið við Skarðsbraut var tekið í notkun í vor, en þá voru tæplega 30 börn á biðlista að sögn Guðgeirs. Dagheimilisplássum hefur aðeins fjölgað um 16 á síð- ustu árum á Akranesi. Einstæðir foreldrar hafa al- gjöran forgang á dagheimilum, og hafa þurft að bíða eftir plássi í nokkra mánuði, en aðrir hafa þurft að bíða í allt að 3 ár eftir plássi, sem þýðir nánast að ómögulegt hefur verið fyrir það fólk að fá börn sín vistuð á dag- heimili. Nýir skólar Grandaskoli og Selásskóli Tveir nýir grunnskólar taka til starfa á höfuðborgarsvæðinu á komandi hausti: Grandaskóli og Selásskóli. Umsóknarfrestur um skólastjórastöður við viðkom- andi skóla er runninn út fyrir skömmu og er von á að mennta- málaráðuneytið gangi frá ráðn- ingu í stöðurnar fljótlega eftir helgina. Um skólastjórastöðu við Grandaskóla sóttu þessir: Elín Karítas Thorarensen, Guðrún Helga Sederholm, Helgi Árnason, KristjanaM. Kristjáns- dóttir, Margrét Hvannberg, Kristján Sigfússon, Ólöf Sigríður Rafnsdóttir og Sigurlín Sveinbjarnardóttir. Um skóla- stjórastöðu við Selásskóla sóttu þessir: Guðrún Helga Seder- holm, Kristín Hólmfríður Tryggvadóttir, María Norðdahl, Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Þorsteinn Ólafur Alexandersson. Ing. Bensín lækkar Lítrinn af bensíni lækkaði í gær úr 30 krónum í 28 krónur. Hefur bensín þá lækkað um 20% frá áramótum. Innkaupsverð á bens- íni fer nú lækkandi og kostar 152 dollara tonnið en var í byrjun árs- ins 210 dollarar hvert tonn. Birgðir eru til í landinu til 4 mán- aða. Blúsað á Borginni. Megas og Bubbi Morthens héldu magnaða tónleika á Hótel Borg að kvöldi 1. maí, og luku þar með yfirreið sinni um landið. Að sjálfsögðu var húsfyllir og í lokin sungu þeir fólagarnir Fram allir verkamenn við góðar undirtektir. Megas mun næst koma fram á Rokkhátíð Þjóðviljans sem verður haldin í Háskólabíói klukkan 14 næsta laugardag. Mynd: Snorri. Tímarit Hringdi Þorsteinn í Iðjufélaga? Þjóðlíf greinir frá nýafstöðnum stjórnarkosningum í Iðju og af- skiptum Sjálfstœðisflokksins af þeim r Inýútkomu tölublaði Þjóðlífs er grein eftir Auði Styrkársdóttur þar sem segir frá kosningum til stjórnar og trúnaðarráðs í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykja- vík. Þar er því haldið fram að Bjarni Jakobsson fráfarandi for- maður Iðju hafi hlotið umtals- verðan stuðning frá Morgunblað- inu og Sjálfstæðisflokknum en það hafi samt ekki dugað til að tryggja honum endurkjör. I greininni er sagt að ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokícsins, svo sem Þorsteinn Pálsson for- maður hans, þingmenn og for- ystumenn í verkalýðshreyfing- unni, hafi hringt í „sína“ menn í félaginu og beðið þá að styðja Bjarna. Einnig hafi það vakið at- hygli að fjórblöðungi sem fram- boðslisti Bjarna gaf út hafi verið dreift til félaga af snyrtilegum ungum mönnum sem greinilega voru ekki Iðjufélagar. Rifjuðu þá margir upp þau ummæli Bjarna áður en kosningabaráttan hófst að hann ætti traustan hóp vold- ugra bandamanna utan félagsins. „Nefndi hann sérstaklega í þessu sambandi Heimdall og Samband ungra Sjálfstæðismanna,“ segir í Þjóðlífi. í þessu tölublaði Þjóðlífs er einnig að finna grein um Samein- ingu BÚR og ísbjarnarins og óá- nægju starfsfólks með hvernig að henni var staðið. Grein er í blað- inu um Olof Palme, önnur um Pablo Picasso, Hugo Þórisson sálfræðingur fjallar um samskipti kennara og nemenda í skólum, Örn Ólafsson fjallar um ungling- abækur og ritstjórinn fjallar um þær lagalegu, siðferðilegu og fé- lagslegu spurningar sem vakna með hröðum framförum á sviði erfðatækni „sem sumir halda fram að muni gera móðurlífið óþarft," eins og segir í blaðinu. Ýmsar fleiri greinar eru í blað- inu sem er 92 bls. að stærð. Auður Styrkársdóttir er ritstjóri Þjóðlífs en Jón Guðni Kristjáns- son hefur látið af störfum við blaðið. ___|g Ársþing Landssambands lögreglumanna Harðorð kjaramála- ályktun Landssamband lögreglumanna hélt tólfta þing sitt dagana 21 .-23. apríl sl. Þar var samþykkt kjar- amálaályktun þar sem krafist var róttækra úrbóta í kjaramálum stéttarinnar. í ályktun þessari var m.a. farið fram á að réttarstaða lögreglumanna verði skýrgreind mun betur en nú er, og að reglur verði settar um vopnaburð lög- regiumanna og átelur þingið stjórnvöld fyrir að láta lögreglu- menn bera vopn við gæslustörf þegar reglur eru engar til um þau mál. Einnig ámælir þingið stjórnvöldum fyrir að bjóða löjy- reglumönnum slík kjör að menntaðir lögreglumenn snúi sér í æ ríkara mæli til annarra starfa, svo og þeirri stefnu stjórnvalda að eyða miklum fjármunum í við- hald úr sér genginna tækja þegar endurnýjun þeirra væri mun betri kostur. Þingið telur hér ekki aðeins um framtíð stéttarinnar að ræða heldur einnig öryggi borgaranna. Ing Laugardagur 3. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.