Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 14
1. MAI Svavar Gestsson Markmiðið er meirlhluti Mörg hundruð manns voru saman komnir í 1. maí kaffi Alþýðubandalagsins í Reykjavík. LjósmrSig. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins hélt ræðu á 1. maí fundi verkalýðsfélaganna á Siglufirði. Kaflar úr ræðu hans fara hér á eftir. „... Á fslandi hefur fámennur minnihluti, forríkur, tekið völdin og stjórnar í krafti kaupráns- flokkanna sem hafa lækkað kaupið á síðustu árum um 25% þó að þjóðarframleiðsla hafi aukist á sama tímabili til loka þessa árs um 15 miljarða króna á verðlagi þessa árs. Þessi minni- hluti kaupránsflokkanna hefur rakað þessum auðæfum til sín; við sjáum brotabrot af arðráninu birtast okkur í okurlánamálinu seni sagði frá einum manni sem velti 200 miljónum króna og hirti aðrar 200 miljónir af fátæku fólki. Við vitum hvernig óvissan og nauðungaruppboðin hafa leikið fjölskyldurnar, börnin og foreldrana og skapað stórfelld fé- lagsleg vandamál sem eiga engan sinn líka í síðari tíma sögu íslend- inga. Við vitum að þessir fjár- munir eru ekki í framleiðsluat- vinnuvegunum; þar er allt á von- arvöl. Við vitum að þessir fjár- munir eru ekki hjá launa- mönnum hvorki í þéttbýli eða dreifbýli. Við vitum hvernig fjárframlög til verklegra fram- kvæmda hafa verið skorin niður um hundruð miljóna króna á sama tíma og skattar hafa verið lækkaðir af stóreignamönnum og hátekjumönnum og hlutafjár- gróða um hundruð miljóna króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs á að verja um 670 milj- ónum króna til sameiginlegra verkefna ríkis og sveitarfélaga; þá vantar annað eins til þess að upphæðin væri sambærileg við framkvæmdagetu framlaganna 1983.... Tölurnar um framlög til verk- legra framkvæmda eru pólitík - þær sýna forgangsröðina og af- hjúpa stjórnarflokkana". Vísvitandi niðurbrot verkalýðs- hreyfingarinnar „Vorið 1983 var vísitala launa rifin úr sambandi og á sama tíma hækkuðu skuldirnar samkvæmt lánskjaravísitölu. Misgengi launa og lána hófst, en vísitala launa og lána hafði þróast nákvæmlega hlið við hlið - munurinn var að- eins 1% - frá 1980 og fram í mars 1983. Þá hófst arðránið sem enn stendur. Hvorki stjórnarandstað- an né verkalýðshreyfingin hafa í raun megnað að rísa upp til varn- ar eða til þess að sækja á ný ránsfenginn. Kjarasamningarnir í vetur breyttu ekki í grundvallar- atriðum skiptahluföllunum í þjóðfélaginu. Verkalýðshreyf- ingin beið ósigur með ásásunum 1983 og hún hefur enn ekki getað reist sig til baráttu á nýjan leik. Það er alvarlegasta staðreynd síð- ustu ára jafnframt því sem trú manna á verkalýðsfélögunum og verkalýðshreyfingunni hefur minnkað. Það er vegna þess að hún semur um minni hluta launanna en áður; kauptaxtarnir eru víða aðeins til á pappírnum en auðugu milliliðafyrirtækin borga þeim langt yfir taxta sem faktornum Bogesen fellur við á hverjum tíma. Þessi stefna er ekki tilviljun. Hún er vísvitandi aðferð til þess að brjóta verka- lýðshreyfinguna niður í frumein- dir þannig að hún verði máttlaus drusla. Fundarsókn í verkalýðs- félögunum er til marks um það að fólk telur sig harla lítið þangað að sækja. Valdið iiggur hjá okkur öllum „Um áratugaskeið hefur ís- lensk verkalýðshreyfing verið sundruð og þar hefur skort hina stjórnmálalegu samstöðu. Þessi reynsla verður að fara að kenna okkur lexíu. Reynsla síðustu ára er vonandi nægileg til þess að sýna hver skylda oRkar er - okkar sem erum í fyrirsvari fyrir stjórnmálaflokkum sem tengjast verkalýðshreyfingaunni. En þá heyrum við gjarnan: Þetta þýðir ekki neitt. Það er búið að reyna allt. Það er búið að fara í verkföll. Það er búið að fara í kröfu- göngur. Það er búið að halda úti- fundi. Það er búið að reyna að koma fulltrúum okkar í ríkis- stjórnir, bæjarstjórnir og stjórnir verkalýðsfélaga - og það þýðir ekki neitt. Þetta er hættulegur hugsunarháttur auk þess sem hann er rangur. Hvert ætli kaupið væri í dag ef verkalýðshreyfingin hefði ekki barist? Hver ætli land- helgin væri í dag ef sósíalistar hefðu ekki knúið fram stækkun hennar 1958 og 1971? Hvernig væri atvinnuástand á Siglufirði ef félagslegra sjónarmiða hefði ekki notið við? En hitt er rétt það hef- ur ekki tekist að verjast sókn gróðahyggjunar á síðustu árum. Það er vegna sundrungarinnar og það er vegna þess að fólk skynjar ekki lengur mátt samtakanna. Alþingi götunnar þarf að kveðja sér hljóðs einmitt nú - og á stöðugt að vera að störfum. Það þýðir ekkert að treysta á einstaka foringja - valdið liggur hjá okkur öllum saman þar sem hver einasti einn gerir skyldu sína. Ef þú sinn- ir þessum skyldum ekki, þá er tvennt í hættu: í fyrsta lagi lífs- kjör þín og í öðru lagi lýðræðið sjálft. Barátta, þátttaka, er því í senn spurning um lífskjör og lýð- ræði. Þessi tengsl sáust aldrei bet- ur en þegar stjórnarflokkarnir bönnuðu alla kjarasamninga á síðari hluta ársins 1983. Þá var lýðræðið tekið úr sambandi og sett herlög á verkalýðshreyfing- una. Það er tæpast hægt að halda því fram að hún hafi náð sér á strik ennþá.“ Meirihluti sem berst fyrir hagsmunum fjöldans „Samstarf félagshyggjuafla hlýtur að byggja á alhliða sókn þar sem baráttan fyrir jafnrétti og lýðræði og baráttan fyrir þjóð- frelsi íslendinga mynda jafn- þungar óhjákvæmilegar og skil- yrðislausar einingar. Jafnframt hlýtur slíkt samstarf að byggjast á baráttu gegn íhaldinu og völdum þess hvar sem þau birtast. Staða íhaldsins í verkalýðshreyfingunni verður þar að koma til sérstakrar athugunar; það gengur ekki að andstæðingar verkafólks hafi úr- slitaáhrif innan verkalýðssamtak- anna á sama tíma og kaupmáttur launa hefur lækkað um fjórðung við óvenjuhagstæð ytri skilyrði. Við hljótum að eiga okkur stærri metnað en þann að ganga til sam- starfs við íhaldsöflin um lands- stjórnina: Okkar markmið á að vera meirihluti sem starfar í sam- ræmi við hagsmuni fjöldans og ekkert minna. Við sem nú skipum forystusveit róttækra flokka á íslandi eigum ekkert betra erindi við samtíðina en það að skapa aðstæður til þess að slík- ur meirihluti verði til, ekki aðeins í einum kosningum heldur verði varanleg staðreynd í íslenskum stjórnmálum." „Kjarasamningar hafa aldrei fært okkur varanlegar breytingar á þjóðfélaginu; þeir hafa í besta Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Hæst verdur afangasigur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar hélt ræðu á fundi fulltrúaráðsins á Lækj- artorgi. Kaflarúrræðu hennar farahéráeftir. „Þegar litið er yfir 1. maí ávarpið fer ekki hjá því að sumt kemur manni kunnuglega fyrir sjónir. Þegar ég hugsa nú til baka til þeirra féiaga sem voru með í 1. maí göngu á fjórða áratugnum vegna þess að þeir skildu að betra þjóðfélag kostar baráttu þá verð- ur mér æ ljósara hvað baráttan er ævarandi. Það verður að halda þrotlaust áfram og taka bæði sigri og ósigri. Ég hef aldrei trúað því að auðvaldið hvort sem er hér á landi eða annarsstaðar sleppi því sem það heldur án átaka, hitt er svo annað að baráttuaðferðir breytast í tímanna rás.“ „En við höfum því miður stað- ið upp frá öllum kjarasamningum þannig að vissir hópar hafa setið eftir og í raun og veru ekki haft fyrir nauðþurftum. Með alls kon- ar ákvæðisvinnu hefur launabilið aukist, innbyrðis úlfúð vaxið og tillitsleysi og óbilgirni vaxið fisk- ' ur um hrygg í okkar eigin röðum... Ég trúi því þó enn að engin ríkisstjórn á íslandi... geti brotið verkalýðshreyfinguna á bak aftur ef hún er lifandi og virk og stendur saman. Sú ríkisstjórn sem við höfum nú, stóð andspænis miklum erfið- leikum þegar hún var mynduð. Það er sannfæring mín að hvaða ríkisstjórn sem var hefði orðið að gera erfiðar ráðstafanir. En höggið sem þessi greiddi í byrjun starfsferils síns var allt of einhliða og þungt. Það bitnaði meira og minna á öllu launafólki í landinu og hreinlega barði niður þá verst settu meðan alls kyns fjármála- furstar fögnuðu dátt.“ „Ég ætla ekki að fjölyrða um síðustu kjarasamninga en tek undir það sem 1. maí ávarpið segir um þá. En ég verð að kveða fastar á um lægstu launin. Það er ekki hægt að skilja alltaf eftir hópa sem ekki geta haft lífsviður- væri af 8 stunda vinnudegi. Það er ekki hægt að standa þannig upp frá samningum hverju sinni.“ „Nú á þessum vetri hefur verið mikil umræða um fátækt á ís- landi. Vitaniega hefur fátækt alltaf verið til. Hún hefur alltaf verið sár en í þessu allsnægtar þjóðfélagi er hún óþörf og sið- laus... Það fer ekki mikið fyrir fátæku fólki. Það er rnpg erfitt að fá það til að tala um sín mál.... Langvarandi fátækt brýtur niður sjálfsvirðinguna og er öllum til tjóns. Við sem höfum lifað tím- ana tvenna og munum þá al- mennu fátækt sem áður var ger- um okkur kannski betur grein fyrir hvað þjóðfélagið er orðið auðugt í dag. Við vitum það líka öll að hér hefur safnast meiri auður á fárra hendur en litlu þjóðfélagi er hollt. Verkalýðs- baráttunni ber að vera í farar- broddi í nýrri sókn til að jafna lífskjörin. Og við sem nú erum bjargálna en þekkjum skortsins glímutök megum ekki veita okk- ur þann munað að gleyma. Við megum aldrei fagna og munum aldrei fagna á meðan velferðar- þjóðfélagið felur í afkimum sín- um fátækt fólk sem ekkert vill fremur en sjá sómasamlega fyrir sér og sínum. Félagar! Við höfum enn fyrir mörgu að berjast. Stöndum saman. Berjumst sam- an. Eyðum ekki kröftum í að berja hvert á öðru. Við höfum annað þarfara við þá að gera. Við keppum ekki að varnarsigri í næstu kjarasamningum, heldur áfangasigri. Fram til baráttu fé- lagar. Hittumst heil og baráttugl- öð við samningana í haust.“ falli skilað okkur aðeins áleiðis og reyndar stundum, því miður, aftur á bak fremur en nokkuð á leið. Eina leiðin til þess að breyta þjóðfélaginu er því með pólitísk- um aðgerðum. Kjörseðillinn er vopn í kjarabaráttunni: nú þarf að nota hann til þess að refsa stjórnarflokunum eftirminni- lega. Fái þeir ekki harklega úteið í kosningunum í lok þessa mán- aðar munu þeir líta á kosningarn- ar sem staðfestingu og sigur stefnu sinnar. Það má ekki ger- ast.“ Samstaða brýn Góðir fundarmenn! í dag er hátíðis- og baráttudag- ur verkalýðsins. Ég hef hér kosið að tala um kosningarnar fram undan og um skilyrðin fyrir sam- starfi vinstrimanna og verkalýðs- sinna og um nauðsyn þess að við stöndum saman. Við náum aldrei árangri í þeim efnum með því að núa hvor öðrum um nasir ávirð- ingum og vandamálum liðins tíma. Dagskrárefnin eru svo brýn að við megum ekki láta vandamál liðins tíma trufla okkur. Það er eðlilegt viðfangsefni á hátíðis- og baráttudegi verkalýðsins að finna það sem sameinar og leggja síðan til atlögu. Sveitarstjórnarkosn- ingarnar eru hluti af þessar bar- áttu - kjarabaráttu verkalýðsins og þjóðfrelsismálin eru líka óað- skiljanlegur hluti þessarar bar- áttu - því hvað stoða okkur lífs- kjör og kaup ef við höfum glatað fjöregginu, sjálfstæði þjóðarinn- ar, í tröllahendur. Þess vegna eru þessi mál öll dagskrárefni einmitt nú. Þess vegna fagna ég ákvörð- un verkalýðsfélaganna á Sigluf- irði um að kalla hér til tvo flokks- formenn flokka sem hafa talið sig til verkalýðsbaráttunnar á und- anförnum áratugum. Kannski verður þessi fundur á Siglufirði þannig tímamótafundur að við hefjum samstarf til þess að sækja fram, sigra og verja unninn sigur. En þá dugir ekki að mæna á for- ingjana; einleikur þeirra hrekkur skammt. Þar mun hreyfing og vilji fólksins ráða úrslitum og að hver einasti einn leggi allt sitt fram. Gleðilega hátíð. Lifið heil! 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. maí

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.