Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Blaðsíða 12
MINNING Helga M. Níelsdóttir F. 2 Á mánudag verður jarðsett í Reykjavík Helgu M. Níelsdóttir ljósmóðir, sem lést 28. apríl sl. á 83ja aldursári. Um Helgi má með sanni segja að þar fór framsýn kona sem vissi hvað hún vildi og gerði það sem gera þurfti án þess að spyrja um fé eða fyrirhöfn. Margt hafði ég heyrt af Helgu, sem var amma skólasystur minnar Auðar Eir Guðmunds- dóttur. Það var þó ekki fyrr en 1977 þegar ég gat afsakað forvitn- ina með blaðamannsnafnbót að ég heimsótti hana í fylgd Auðar ogátti við hana samtal, reyndar mun lengra en síðurnar tvær sem ég hafði í Þjóðviljanum þoldu. Það sýndi sig líka að fleiri vildu kynnast lífsstarfi Helgu, því ævi- saga hennar „Þegar barn fæðist“ sem Gylfi Gröndal skráði, seldist upp þessi sömu jól. En hvað var það sem vakti löngunina til að kynnast þessari .6. 1903 D. 28.4. koriu nánar? Ég hafði m.a. heyrt að Helga hefði ásamt tveimur ljósmæðrum öðrum verið kærð og naumlega sloppið við tugthús árið 1936 fyrir það eitt að vilja svæfa sængurkonur þvert á þann bókstaf biblíunnar sem segir að konan skuli fæða barn sitt með þjáningum. - Að hún hefði reist Fæðingarheimilið við Eiríksgötu af eigin rammleik, haldið úti at- vinnumiðlun fyrir einstæðar mæður sem ekki áttu í nein hús að venda eftir barnsburð og rekið barnaheimili svo þessar sömu konur gætu unnið fyrir sér, kom- ið undir sig fótunum og loks tekið börnin til sín. Ég hafði reyndar líka heyrt að hún hefði verið kvenna fyrst til að taka meirapróf á bfl og keyrt vörubfl um götur bæjarins á því herrans ári 1931 sem ekki þótti víst par kvenlegt! í stuttu máli sagt reyndist þetta allt saman satt og meira til. 1986 Helga M. Níelsdóttir hóf ljósmóðurstörf í Reykjavík 21 árs gömul eftir 6 mánaða nám en sigl- di fljótlega til Hafnar og kom þaðan 1927 með fyrstu einkunn. Þá voru skipaðar ljósmæður í bænum aðeins þrjár og ekkert fæðingarheimili til. Konur fæddu börn sín heima við misjafnar að- stæður og vandalausar konur sem ekkert áttu heimilið gátu fengið inni hjá góðhjartaðri gamalli konu á Bragagötunni, þar sem ljósmóðirin vitjaði þeirra. Helga taldi það sína gæfu að hafa aldrei þurft mikinn svefn og víst hlýtur það að hafa komið sér vel 1930 þegar hún tók á móti 28 börnum á 25 dögum. Það var atvinnuleysi í Reykjavík, fátæktin var mikil og allsleysi á mörgum heimilum. Feðurnir fengu viku vinnu í Flóa- áveitunni gegn framvísun vott- orðs frá Ijósmóður um að kona þeirra lægi á sæng. Helga var ein þeirra sem ekki spurði um greiðslu áður en hún líknaði kon- um í barnsnauð en ljósmóður- launin voru þá 45 krónur sem jafngiltu vikulaunum verka- manns. Á þessum árum eignaðist hún trausta vini og þegar hún réðst í byggingu Fæðingarheimi- lisins 1931-1932 án minnsta opin- bers stuðnings komu þessir feður og unnu dagstund við bygginguna án þess að taka fyrir það greiðslu. Þeir mundu að Helga hafði ekki tekið neitt fyrir að sitja yfir hjá þeim um árið, þó ekki þekkti hún þá lengur með nafni. Á Fæðing- arheimilinu var rúm fyrir 16 kon- ur og þangað og á Fæðingar- heimilið Sólheima við Tjarnarg- ötu leituðu einstæðar mæður sem eftir fæðinguna höfðu fyrir minnst tveimur að sjá. Starfa Helgu lauk ekki þegar hún hafði skilið á milli. Konumar vantaði vinnu, barnapössun og húsnæði ef þær áttu ekki að láta börnin frá sér. Meðan þær voru að koma undir sig fótunum voru börnin í umsjá Helgu og þegar Fæðingar- heimilinu var lokað 1940 af því sjúkrasamlagið hætti að greiða vist nema á ríkisspítölunum, voru þar 10 börn til heimilis, mest ung- abörn. Helga M. Níelsdóttir var kona sem gekk hiklaust til verks, hún þekkti ekki tæpitungu eða hál- fkák. í jafnréttis- og kjarabaráttu líðandi stundar hættir okkur oft til að sjást yfir verk þeirra sem á undan eru gengnir. Framlagi Helgu M. Níelsdóttur skulum við þó ekki gleyma því enn er þörf baráttu til að allar konur hafi góða aðstöðu til að fæða og sjá fyrir börnum sínum. Ég votta dætrum Helgu, Auði og öðrum aðstandendum hennar innilega samúð mína. Alfheiður Ingadóttir. HVAÐ ER AÐ GERAST IALÞÝÐUBANDALAGINU? Alþýðubandalagið í Reykjavík Framhaldsaðalfundur 4. deildar verður haldinn mánudaginn 5. maí í Miðgarði Hverfisgötu 105 kl. 20.30. 1) Kosning stjórnar, 2) Starfið framundan. Stjórn 4. deildar AB Akureyri Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18. Opið frá 13-19. Framlögum í kosningasjóð veitt viðtaka á skrifstofunni og á tékkareikning nr. 8790 í Alþýðubankanum Akur- eyri. Kosningasímar eru 26013 og 25875. Kosningastjóri er Helgi Guðmundsson og starfsmaður á skrifstofu Arnfríður Kjartansdótt- ir. AB - Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð að Bárugötu 9 (Kreml). Opið fyrst um sinn kl. 20-22 á þriðjudögum og kl. 14-16 á laugardögum og sunnu- dögum. Síminn er 1570. Umsjónarmaður skrifstofunnar er Einar Birgir Steinþórsson. AB Akureyri Félagsfundur verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 3. mai kl. 14.00. Dagskrá: 1) málefnahópar leggja fram drög að stefnuskrá ABA í bæjamálum, 2) önnur mál. Áríðandi að sem allra flestir mæti. - Stjórnin. AB Hafnarfjörður Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð í Skálanum Strandgötu 41. Opin daglega 15.- 18.30 fyrst um sinn svo og á laugardagsmorgnum. Síminn á skrifstofunni er 651925. Kosningastjórn Kosningaskrifstofa G-listans Mosfellssveit Skrifstofan hefur verið opnuð í Kvennabrekku (beygja til hægri fyrir neðan Reykjalund). Skrifstofan er fyrst um sinn opin frá kl. 20.00 til 22.00 á virkum dögum, kl. 10.00-16.00 á laugardögum og 14.00 til 17.00 á sunnudögum. Síminn er 667113. Nefndin AB Kópavogur Frambjóðendur G-listans eru boðaðir til fundar í Þinghóli þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30. AB Siglufirði Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð að Suðurgötu 10 Siglufirði. Opið fyrst um sinn frá kl. 13-18 alla virka daga. Síminn er 71294. AB Kópavogi Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð í nýjum sal ABK Þinghóli, Hamraborg 11. Oþið frá kl. 15-19 og frá kl. 10-17 á laugardögum. Símarnir eru 41746 og 641712. Kosningastjórinn, Ásgeir Matthíasson, veitir allar upp- lýsingar. ABK AB Akranesi Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð í Rein. Opið fyrst um sinn frá kl. 15-18 alla daga. Síminn er 1630. Kosningastjóri er Jóna Kr. Ólafsdóttir. Kjörskrá liggur frammi. - Kosningastjórn AB. AB Keflavík Kosningaskrifstofa G-listans Skrifstofa hefur verið opnuð að Hafnargötu 49 annarri hæð. Skrif- stofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 20-22 á virkum dögum, 10-16 á laugardögum og 14-17 á sunnudögum. Síminn er 4198. AB Mosfellssveit AB Akranesi Félagar og stuðningsmenn! Lokafrágangur stefnuskrár laugardaginn 3. maí og sunnudag- inn 4. maí í Rein kl. 14-18. Mætum öll - Kosningastjórn Alþýðubandalagið í Reykjavík Opið hús um málefni fatlaðra verður í Miðgarði Hverfisgötu 105 sunnudaginn 4. maí kl. 14-18. Stutt framsöguerindi: Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi, Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Kristín Jónsdóttir þroska- þjálfi, Ólöf Ríkharðsdóttir forstöðumaður félagsmáladeildar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni, Sigurrós Sigurjónsdóttir varaformaður Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. Fyrirsþurnir og umræður. Tónlist, kaffi og kökur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ABR AB Kópavogur Hver er stefna ABK? Fáið frambjóðendur Alþýðubandalagsins í Kópavogi á vinnustaði og spyrjið þá um stefnu ABK í bæjarmálum. Kosningaskrifstofan hefur milligöngu um að senda frambjóðendur á fundi. Kosninga- skrifstofan er opin daglega frá 15-17 og kl. 10-17 á laugardögum. Símarnir eru 41746 og 841712. Alþýðubandalagið í Kópavogi AB- Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum að Bárugötu 9 (Kreml) er oþin mánudaga-fimmtudaga kl. 20-22, föstudaga kl. 15-19 og 20-22, laugardaga 14-16. Lítiö inn og ræðið bæjarmálin. Kaffi á könnunni. Síminn er 1570. Kosninga- stjóri er Einar Birgir Steinþórsson. ABV AB Akureyri Bæjarmálaráð er boðað til fundar í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 mánudaginn 5. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1) Farið yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. maí, 2) Önnur mál. Stjórnin. AB Selfoss og nágrennis Opið hús laugardaginn 3. maí kl. 14-17 að Kirkjuvegi 7. Gestur dagsins er Garðar Sigurðsson alþingismaður. Kaffi og meölæti. Allir vel- komnir. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opið hús Opið hús verður hjá Alþýðubandalaginu í Hafnafirði í Skálanum Strandgötu 41 á laugardagsmorgnum frá kl. 10 - 12 fram að kosningum. Félagar og stuðningsmenn eru hvattir til að líta inn og taka þátt í kosningastarfinu. Heitt á könnunni og frambjóðendur á staðnum. - Kosningastjórnin. Utankjörstaða-kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins • Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 16. maí. • Kjörskrá liggur frammi fyrir allt landið. • Kjósendur eru hvattir til að athuga hvar og hvort þeir eru á kjörskrá. • Að láta skrifstofuna vita af þeim sem verða líklega ekki heima á kjördag 31. maí n.k. (vegna páms, atvinnu, sumarleyfa, ferða- laga o.s.frv.). • Kosningaskrifstofan er í Miðgarði Hverfisgötu 105, risi. Símarnir eru 91-12665 og 12571. Umsjónarmaður skrifstofu er Sævar Geirdal. Alþýðubandalagið AB Reykjavík X-G OPIÐ HÚS DAGLEGA X"G í kosningamidstödinni Miðgarði Hverfisgötu 105 Kosningaskrifstofa ABR í Miðgarði er opin kl. 10-18 alla virka daga. Það er hægt að fá upplýsingar um kjörskrá og leiðbeiningar um utankjörfundarkosningu og kærur. Alltaf heitt á könnunni! Þú nærð sambandi við starfsmenn skrifstofunnar, þau Steinar Harðarson, kosninga- stjóra, Björk Vilhelmsdóttur og Gísla Þór Guðmundsson í síma 17500. SJALFBOÐALIÐA VANTAR Góður árangur í baráttunni við íhaldið byggist ekki síst á öflugu og vel skipulögðu starfi. Margar hendur vinna létt verk! Alþýðubandalagið í Reykjavík vantar heilan her sjálf- boðaliða til ýmissa starfa. Líttu við eða hringdu og láttu skrá þig til starfa. HVAÐ SEGJA FRAMBJÓÐENDUR? Hvað hefur verið að gerast í Reykjavík undanfarin 4 ár? Fyrir hverja hefur verið stjórnað? Fáðu frambjóðendur ABR á fund á vinnustað eða í skólann! Ekki veitir af að fólk heyri eitthvað annað um borgarmálin en auglýsingar um borðaklippingar og hornsteina Davíðs Oddssonar. Kosn- ingaskrifstofan hefur milligöngu um að senda frambjóð- endur á fundi. Sláðu á þráðinn í síma 17500. Kosningastjórn 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.