Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Kjamorkan og við Þaö er frá því skýrt í fréttum, aö geislunin frá kjarnorkuverinu, sem bilaði í Tsjernobyl, sé ekki eins alvarleg og menn óttuöust. Og velviljaðir menn hljóta aö vona aö þaö sé rétt. Sovétmenn hafa kvartað mjög yfir því aö vestrænir fjölmiölar hafi velt sér upp úr þessu slysi og reynt að gera úr því ádrepu á sovéskt þjóðfélag. Það er vitanlega ekki nema satt og rétt að æsifréttamennskan brá á leik. Þaö var heldur ekki viö ööru að búast. Þau viðbrögö eru partur af þeirri mengun hins pólitíska andrúms- lofts, sem stirð sambúð öflugustu ríkja heimsins hefur í för með sér. Og enginn gerir ráð fyrir því að Sovétmenn stilli sig um gagnrýnar athuga- semdir og illkvittni þegar eitthvað fer úrskeiðis í vestrænum tækniheimi. Á Vesturlöndum er reyndar um nokkuð svo blendin viðbrögð við kjarnorkuslysinu að ræða. Það er lögð mikil áhersla á það, að slysið hafi orðið fyrst og fremst vegna þess, að sovéskur öryggisbúnaður sé lakari en sá sem tíðkast til dæmis í Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjunum. j Ástæðan fyrir því að mikið er lagt upp úr slíkri túlkun er augljós: kjarnorkuiðnaðurinn vill bjarga sínu skinni með einhverjum ráðum. Máltækið segir að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Og má vera að jákvæð afleiðing hins hörmulega slyss verði sú, að menn taki til endurskoðunar allt það sem liggur á bak við líkindareikning valdsmanna tækn- innar. Sovétmenn halda því fram að kjarnorkuverið í T sjernobyl haf i verið vel úr garði gert. Sjaldgæf- ur samsláttur atvika hafi hrundið af stað slysinu. En slysið varð samt. Þegar slysið varð á Three Mile Island í Bandaríkjunum fyrir sjö árum var það rækilega tekið fram, að þar hefði gerst það sem var ein- staklega ótrúlegt. Og að ekki hefðu sloppið út geislavirk efni að ráði. En slysið varð og það var viðurkennt að litlu hefði mátt muna að enn verr færi. Og enn í dag er unnið við tiltektir í kjarnorkuverinu, því geisla- virkni hverfur ekki, eins þótt takist að byrgja hana inni. Líkindareikningurinn fer líka út í þá sálma að segja sem svo: vissulega hafa menn orðið fyrir heilsutjóni af völdum slysa í kjarnorkuverum. Nokkrir hafa dáið. En þetta er samt allt tiltölu- lega smár háski miðað við margt annað. Tugir þúsunda manna farast í bílslysum á ári hverju. Reykingar eru miklu meiri krabbameinsvaldur er kjarnorkan. Það er rétt. En menn telja ástæðu til að berj- ast gegn hryðjuverkum eins þótt þau kosti margfalt færri mannslíf en umferðarslys. Og gegn kjarnorkuvá, eins þótt kjarnorkuver séu enn ekki eins skaðleg og sígarettur. Meðal annars vegna þess, að menn ráða því hvort þeir reykja eða ekki. En eru dæmdir til kjarnorkuslysa. Og svo líka vegna þess, að kjarnorkan er óútreiknanlegri en flestir aðrir „lærisveinar galdramannsins” sem mannfólkið hefur haft reynslu af. Það er margfalt erfiðara að bæta þann skaða sem meiriháttar kjarnorku- slys veldur en flestan annan. íslendingar mega hrósa happi yfir því að kjarnorkan hefur aldrei komist á dagskrá hér. Að vísu var svo talið um tíma, að kjarnorka yrði svo ódýr og þægilegur kostur í orkumálum, að ekki yrði mögulegt að koma vatnsorku í verð; þær röksemdir réðu víst miklu um álsamning- ana við Alusuisse. Við gætum því fundið til vissrar Þórðargleði, þegar óhöpp og andóf og auknar öryggiskröfur gera kjarnorkuna að óhagstæðum kosti. En við vitum líka að það er meira en hæpið að gleðjast yfir óförum annarra. Að svo miklu leyti sem við komum við sögu í kjarnorkuumræðunni ættum við að skipa okkur í fylkingu með þeim, sem hafa sem allra strang- asta fyrirvara um kjarnorkuframleiðslu, með þeim sem gera strangar kröfur um meðferð geislavirks úrgangs, með þeim sem leggja áherslu á aðra og hreinlegri kosti. •..■ y««■ ■11 • ■ ■ ■ ■ * *1 ■ *1 ■■•••••..... i... .... LJOSOPIÐ Mynd: Sigurður Mar DIOÐVmiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdis Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðvlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. maí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.