Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 16
DÆGURMAL Listapopp fyrir opnum dyrum Listahátíð gerir vel við rokk- unnendur þetta árið: tvær viður- kenndar og rótgrónar sveitir, Stranglers og Madness, og jafnmargar ungar og upprenn- andi, en þó það þekktar að les- endur breskra popprita kannast vel við þá, að ekki sé nú talað um þá sem fylgjast með hljómplötu- útgáfu. Skoska sveitin Lloyd Cole and the Commotions hefur gefið út 2 breiðskífur og Fine Young Canni- bals eina þar sem m.a. er að finna útgáfu þeirra á Presley-laginu Suspicious Minds. Tveir þeirra þriggja sem mynda Fine Young Cannibals voru áður í bresku ska- hljómsveitinni The Beat, þeir Andy Cox gítarleikari og David Steele bassaleikari. Er því vel til Jundið að láta þá koma fram á hljómleikum með Madness, sem á rætur í sömu músik. Það er á þjóðhátíðardaginn sem Brjálæð- ið og Kannibalisminn leikur lausum hala í Höllinni. Kvöldið áður leikur Stranglers og Lloyd Cole and the Commotins. Jafn- framt kemur fram ein íslensk hljómsveit hvort kvöld. Hljómleikarnir hefjast kl. 20 bæði kvöldin og er gert ráð fyrir að þeir standi í 5 klst., en aðgöng- umiðaverð er 800 kr.. Líklega verður erfitt fyrir suma að gera upp á milli hljómleikanna, hafi * þeir ekki efni á að fara bæði kvöldin. Listapopp verður haldið fyrir opnum dyrum Hallarinnar, en svæðið í kringum hana verður af- girt og þjónusta og gæsla að mestu í höndum unglinga í sam- starfi við Æskulýðsráö.TJmsjón- armenn Listapopps leggja áherslu á að ef ekki tekst að hafa ailt með sóma, bæði hvað viðvík- ur framkævmdahlið og fram- komu hljómleikagesta, verði langt í næstu rokkhljómleika á Lloyd Cole and the Commotions. Madness. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - Sími 25500 Aldraðir vesturbæingar Félagsstarf aldraðra, ávegum Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar, opnar nýja félagsmiðstöð í KR heimil- inu við Frostaskjól næstkomandi mið- vikudag 21. maí, kl. 14. Dagskrá: 1) Opið hús kl. 14. 2) Kaffi- veitingar. 3) Ávarp borgarstjóra, Da- víðs Oddssonar. Verið velkomin í nýja félagsmiðstöð. Félagsstarf aldraðra Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Utboð Veitingarekstur Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd stjórnar tæknisýningar í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í leigu á aðstöðu til veitingareksturs í Borgarleikhúsinu meðan á sýningunni stendur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboð- in verða opnuð á sama stað fimmtudaqinn 5 iúní n.k. kl. 11 f.h.. J INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fine Young Cannibals. vegum Listahátíðar. Þá er það von manna, að Listapopp verði fastur liður á hátíðinni og festi sig svo í sessi að hljómlistarmenn sækist eftir að fá að taka þátt í því, svo sem eins og er með Hróar- skeldurokkhátíðina í Danmörku. En menn eru sem sagt aðeins uggandi vegna hinnar vondu framkomu sem áramótagestir Stuðmanna sýndu í Laugardals- höll, og ef slíkt endurtæki sig, gæti orðið erfitt að fá hingað góð- ar hljómsveitir. Þess má geta að Stranglers koma með 4-5 aðstoðarhljóð- færaleikara með sér, enda músik þeirra nokkuð breytt frá því að þeir komu hingað fyrir 8 árum. Alls mun Listahátíð greiða 27.500 pund fyrir að fá hljóm- sveitirnar 4 til að spila hér. A Einstiirzende Neubauten, Alg- óryþmar, Mikki Dean & De Vunderfo- olz, Sv/hv draumur, Sveinbjörn Beinteinsson á rokkhátíðinni Þýska bomban - hrynjandi byggingar í Rox- zý 2. í hvítasunnu kl. 21. Búast má við óvenjulegheitum og öðru kukli. Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN The Shadows með Cliff Richard í kvikmyndinni The Young Ones árið 1961: Bruce, Cliff og Hank Marvin, gítaristinn sem var fyrirmynd margra gítarhetja bítlakynslóðarinnar. Bruce Welsh ryþmagítarleikari og söngvari var með Hank í tríóinu Ijúfa Marvin, Welsh og Farrar sem til varð eftir að Shadows „hættu" 1969. Trommarinn ágæti Brian Bennett hefur leikið eigin verk við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Lundúnaborgar. Síðasta hljóm- leikaferðin? The Shadows munu leika hér í veitingahúsinu Broadway 12.- 18. júní, og eru hljómleikar þeirra liður í Listahátíð. Ólíkt öðrum hljómsveitum 7. áratugar- ins voru The Shadows þekktastir og vinsælastir fyrir „instrúment- al“ lög enda voru Shadows á ferð- inni áður en Bítlarnir sigruðu Bretland og heiminn. Apache var fyrsti smellurinn þeirra, árið 1960, og jafnframt þeirra þekktasta lag. Meðfram spiléríi á eigin vegum voru The Shadows undirleikshljómsveit Cliffs Richards. Hank Marvin og Bruce Wells hafa verið í Shadows frá upphafi og gott betur - stofnuðu saman hljómsveitina The Drifters árið 1958 og léku undir því nafni með Cliff Richard í laginu Move it, sem var hans fyrsti smellur. Þeir breyttu nafni sveitarinnar ári síð- ar til að þeim yrði ekki ruglað saman við hina bandarísku Drift- ers. Mannaskipti voru tíð í sæti trommara og bassaleikara, en 1961, síðla árs, gekk Brian Benn- ett til liðs við Shadows. Þessir þrír mynda núverandi Skugga en koma hér fram ásamt 7 aðstoðar- mönnum. Hvisast hefur að þetta verði síðasta hljómleikaferð Shadows, þar sem Hank Marvin, sá snyrti- legi sólógítaristi, sé að flytja bú- ferlum til Ástralíu. A Utboð Reidhöll I Víöidal Fyrir hönd Reiðhallarinnar hf. óskar Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen hf. eftir tilboðum í jarðvinnu á lóð reiðhallarinnar í Víðidal. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðarThoroddsen hf., Ármúla4, Reykjavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. maí 1986 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSENS HF. VERKFRÆÐIRÁÐGJAFAR FRV. 108 Reykjavík Ármúll 4 Sími (91) 8 44 99 fFóstra - Egilsstaðir Fóstrur óskast til starfa á leikskólann Tjarnarland Egilsstöðum. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-1283.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.