Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 19
Bréf til Þóm Hermann V. Guðmundsson skrifar Sæl og blessuð Þóra mín og þakka þér fyrir greinina í Þjóð- viljanum 10. maí sl.. Ég hélt nú satt að segja að þú myndir ekki fara að tíunda fyrir alþjóð að þú hefðir hrökklast úr Alþýðu- bandalaginu eins og þú nefnir það. En úr því að þú fórst út í þá sálma á annað borð hefði nú ver- ið skemmtilegra fyrir alla aðila að þú hefðir sagt satt og rétt frá þeirri sögu og þessvegna vil ég nú leirétta ýmsar meinlegar villur sem þar hafa slæðst inn og varpa nokkru ljósi á þá hálfkveðnu vísu sem þú kveður í þinni grein. ÍA.B.S. er mjög sterkur kjarni dyggra stuðningsmanna sem bor- ið hafa uppi starf þess á Seyðis- firði til alþingis- og sveitar- stjórnakosninga í mörg ár. Rétt er það að upp hafa komið deilur og þá um menn en ekki málefni. En það skeði hinsvegar ekki fyrir þessar kosningar. Deilurnar voru um framkvæmd forvals í félaginu v/bæjarstjórnarkosningar sem ég tel tvímælalaust að sé hluti af pól- itísku starfi. Sá ágreiningur stóð einfaldlega um hvort allir þeir sem þátt tóku í forvalinu hefðu rétt til þess vegna skulda við fé- lagið og þá hvort þeir væru í fé- laginu af þeim sökum. Þegar fundurinn samþykkti að öll at- kvæði í forvalinu skyldu talin, gat ég ekki sætt mig við það og sagði mig úr félaginu. En þið fjögur, sem greinilega tölduð forval ágreining milli ætta eða hópa, sátuð hjá við atkvæðagreiðsluna, en skunduðuð síðan út á pósthús eftir fund og senduð staðfest skeyti um að þið væruð hætt í fé- laginu. Ykkur var margboðið að koma aftur í félagið og bjóða fram í nafni þess, en þið höfn- uðuð því. Síðan var forvalið brennt og þar með brann á- greiningur minn við mína félaga og ég er að sjálfsögðu aftur genginn í félagið. En þá varst þú búin að bjóða fram svo það er ekki rétt að þú hafir hrökklast úr félaginu vegna þeirra sætta, þannig að þú verður að finna ein- hverja aðra afsökun fyrir þínu framboði. í dag eruð það þið sem deilið um menn, en ekki málefni, við A.B.S.. Nokkur orð um framboðið ykkar. Á S-listanum eru 3 flokks- bundnir Alþýðubandalagsmenn, þar af aðeins einn sem gaf kost á sér í forvali A.B.S. og er í neðsta sæti hjá ykkur. Þar að auki eruð það þið fjórmenningarnir sem skipið 1., 2. og 9. sæti listans og voruð flokksbundin í A.B.S. í 34 daga og hættuð þá í félaginu án skýringa, en þrjú ykkar gáfu reyndar kost á sér í forvali félags- ins. Svo ég nefni þann sem skipaði 17. sæti listans þá óskaði hann eftir því við kjörstjórn að nafn hans yrði strikað út af listan- um, þegar hann áttaði sig á að hann var ekki í framboði fyrir Al- þýðubandalagið, eins og honum var sagt þegar hann tók sæti á listanum. Þetta dæmi sýnir kann- ski best þann blekkingarvef sem reynt var að hjúpa þennan lista á Seyðisfirði og virðist hafa tekist að hluta til, útifrá. Allavega gengur það vel í fjölmiðla og nafngiftin á listanum er vissulega villandi. Lista Alþýðubandalagsins skipar eingöngu flokksbundið fólk og þér eru það kannski tíð- indi, að þrátt fyrir pólitískan doða, sem þú nefnir, gengu 17 nýir félagar í A.B.S. á síðasta fundi og ég get lofað þér þvf að þeim fjölgar meira fyrir kosning- ar. Þér er velkomið að ganga í flokkinn og þínu framboði öllu ef þið í alvöru eruð tilbúin til að etla sósíalisma með því að kjósa Al- þýðubandalagið, ekki bara til bæjarstjórnar heldur líka til Al- þingis. Að lokum, Þóra mín, þú ættir nú bara að skrifa Alþýðubanda- lagsfélaginu á Seyðisfírði ef þú finnur einhverjar afsakanir fyrir því að þú hættir í félaginu og fínn- ur hjá þér þörf fyrir að útskýra það eða bara slá á þráðinn, það er miklu líklegra til sátta en að hlaupa með svona vitleysu í blöð- in, þau hafa aldrei sætt neitt. Al- best væri þó að við hittumst og ræddum málin. Með von um að þú fyrirgefir framhleypnina. Hermann Vestri Guðmundsson er varaformaður A.B.S., bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins og efsti maður á G-listanum á Seyðisfirði. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboöum í frágang norðurhluta lóöar við Heilsuverndarstöð Reykja- víkur Barónsstíg 47. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 28. maí nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 , UTBOÐ VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í klæðn- ingar á Vesturlandi 1986. (Efra burðarlag 33.000 m3, klæðning 200.000 m2). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21. þ.m.. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 2. júní 1986. Vegamálastjóri Grasköggla- verksmiðja Stjórn graskögglaverksmiðjunnar Vallhólms hf., Skagafirði, hefur ákveðið að leita eftir kauptilboði í allar eignir félagsins. Um er að ræða: byggingar, vélar og tæki, ræktun og u.þ.b. 1600 tonn af graskögglum. Tilboð geta miðast við þessar eignir með eða án birgða. Tilboðum ber að skila fyrir 24. maí n.k. til Sigurðar I. Halldórssonar, hdl., Borgartúni 33, Reykjavík, sími 29888 eða Árna Jónssonar, Laugavegi 120, Reykjavík, sími 29711, sem jafnframt gefa nánari upplýsingar. _________KVEÐJUORÐ_______ Hreinn Ásgrímsson Fœddur 30. maí 1947 - Dáinn 7. maí 1986 í dag verður Hreinn Ásgríms- son til moldar borinn frá Kálfa- strandarkirkju en hann lést á sjúkrahúsi í London 7. maí sl.. Hann var fæddur á Þórshöfn 30. maí 1947, sonur hjónanna Helgu Margrétar Haraldsdóttur og Asgríms Hólm Kristjánssonar og var næstelstur í níu systkina hópi. Bernsku og unglingsár liðu á Þórshöfn, skólanámið var honum létt sem leikur og snemma byrj- aði hanna að sækja sjó með föður sínum á handfærum og stunda með honum annan veiðiskap. Haf og heiðar við Þistilfjörð, fuglabjörg og fiskimennska áttu æ síðan rík ítök í huga hans og hingað norður leitaði hugur hans oft eftir að hann var sestur að syðra, ekki síst þegar vora tók. Að loknu skyldunámi tók Hreinn landspróf frá Eiðaskóla, fór síðan í Menntaskólann á Ak- ureyri en þaðan í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennara- prófi vorið 1970. Áður hafði hann kennt, vetur- inn 1966-1967, við Barna- og ung- lingaskólann á Þórshöfn og kom þar fljótt í ljós að kennsla færist honum vel úr hendi. Að loknu kennaraprófi réðst Hreinn kenn- ari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum én flutti síðan í Voga á Vatnsleysuströnd þar sem hann varð skólastjóri árið 1972. Þar í nágrenninu hafði hann kynnst konuefni sínu, Huldu Kristinsdóttur úr Höfnum, dótt- ur hjónanna Gyðu Hjálmarsdótt- ur og Kristins Guðjónssonar. Þau hófu sambúð á Þórshöfn og eignuðust tvær dætur, Helgu Margréti, 4. nóv. 1965, og Krist- ínu Mikkelínu, 4. maí 1971. Þær eru nú búsettar í Keflavík hjá móður sinni. í Vogunum hlóðust á Hrein margvísleg störf önnur en skóla- stjórnin, fleiri en hér verði frá skýrt enda fór það saman að hann var óvenjulega hæfur til margra hluta og vel til forystu fallinn. Því var oft til hans leitað og Hreinn kunni ekki að segja nei ef hann gat með nokkru móti greitt fyrir fólki og rétt því hjálparhönd. Á síðasta sumri kom í ljós að Hreinn var haldinn alvarlegum sjúkdómi og að framundan væri tvísýn barátta milli lífs og dauða. í þeirri baráttu kom ef til vill best í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Auðvitað voru allir slegnir kvíða og áhyggjum en Hreinn átti bjartsýni og æðruleysi sem hann miðlaði öðrum af fram til hinstu stundar. Við höfðum gert okkur góðar vonir um að vel heppnuð mergskipti hefðu í för með sér sigur lífsins en hætturnar voru margar og fyrir nokkrum dögum kom fram sýking í lunga sem dró hann skyndilega til dauða. Við fráfall hans eiga margir um sárt að binda og þeim öllum vil ég votta samúð mína. Sjálfur vil ég ljúka þessum fátæklegu kveðju- orðum með því að lýsa þakklæti mínu fyrir allar okkar fjölmörgu samverustundir. Minningarnar sópast að og það er bjart yfir þeim öllum. Sennilega verður mér hug- föstust síðasta ferðin þín hingað norður þegar þú vissir að þú værir ef til vill að sjá heimahagana í hinsta sinn. Ferðin með þér inn á Öxafjarðarheiði á yndisfögrum haustdegi mun skilja eftir ein- staka minningu í mínum huga. Það var gæfa að fá að kynnast þér Hreinn og eignast þig að mági og vini. Ódauðlegt erindi úr Hávamál- um kemur í hugann og eiga við engan betur en þig. Deyr fé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sarna; en orðstír deyr aldrigi hveim sér góðan getur. Angantýr Einarsson Sumar fregnir eru þannig að maður neitar að trúa þeim. Þann- ig fór fyrir mér er ég frétti lát Hreins. Vonin um bata hafði vax- ið og eftir að hafa dvalið hjá hon- um og átt með honum ómetan- legar stundir núna í aprfl, horft á lífið kvikna allt í kring um okkur, þá efaði ég ekki að heim kæmi hann hress í sumarbyrjun. En ekki fór allt eins og ég ætlaði. Mikil barátta er á enda. Hetja hennar er tvímælalaust hann sem æðrulaust tókst á við veikindi sín og horfði alltaf bjartsýnn fram á betri daga. Það var, er og verður mér ómetanlegt að hafa átt vin- skap hans. Þeir eru ekki margir sem fórna sér eins mikið fyrir aðra og Hreinn gerði, enda var hann sérlega vel liðinn í starfi bæði sem kennari og skólastjóri. Hann hafði tekið þann kost að hverfa frá því starfi s.l. vor og brugðust íbúar Voga skjótt við og sameinuðust um að skora á hann að starfa áfram við skólann. Hug- ur hans var í mörgu tengdur Vog- um og þessi viðurkenning var honum mjög mikils virði. Ég veit að þið Helga Margrét og Kristín munið alltaf geyma minninguna um góðan föður, og þið Helga og Hólmi minninguna um ljúfan og góðan son. Huggun okkar sem eftir lifum er sú að hafa fengið að eiga svo góðan dreng og fullvissa um að honum sé ætlað stærra hlutverk annars staðar. Deyr fé, deyja frœndur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldrigi hveim sér góðan getur. (úr Hávamálum) Blessuð sé minning hans. Sævar Árnason Laugardagur 17. mai 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.