Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 17
HEIMURINN Tsjernóbíl Þær heita Natasja og Nada. Þær voru nágrannar á heimilum sínum nálægt Tsjernóbíls. Slysið breytti lífi þeirra eins og svo margra annara. Nú búa þær í sórstökum búðum fyrir þær tugþúsundir sem voru fluttir burtu frá slysstaðnum. Lundúnum — Bandarískur læknir sagði í gær að nú hefðu 13 manns látist vegna kjarn- orkuslyssins í Tsjernóbíi. Robert Gale, beinasérfræðing- ur við Kaliforníuháskóla sem ver- ið hefur í Moskvu til aðstoðar við meðferð þeirra sem fengu í sig geislun, sagði í gær að 11 manns hefðu látist vegna geislunar, tveir fórust í kjarnorkuverinu þegar slysið átti sér stað. Gale sagði ennfremur að minnsta kosti 100.000 manns yrðu að láta fylgj- ast með sér alla ævi vegna áhrifa geislavirkni. Hann sagðist ásamt sovéskum læknum hafa áhyggjur af langtímaáhrifum geislavirkn- innar. í Bonn tilkynnti v-þýska stjórnin að hún ætlaði að þrýsta á um að Sovétstjórnin borgaði þær hundruð milljónir dala sem hún ætlaði að borga v-þýskum bænd- um í skaðabætur vegna minnkaðrar sölu út af geisla- virkni. Stjórnin setti takmarkanir á sölu landbúnaðarafurða þegar vart varð mikillar geislavirkni í ýmsum héruðum V-Þýskalands. Talsmaður stjórnarinnar Fried- helm Ost, sagði: „Sú vöntun upp- lýsinga og þær röngu upplýsingar sem bárust ekki og bárust frá Moskvu, neyddu okkur til að taka ákvarðarnir sem ollu skaða. Þann skaða verður nú að borga fyrir.“ Ost gagnrýndi Gorbatsjof Sovétleiðtoga fyrir að nefna eícki bætur til annarra ríkja í sjón- varpsávarpi sínu um Tsjernóbíl í vikunni sem leið. Talsmaður sovéska utanríkis- ráðuneytisins sagði að Sovét- menn myndu ekki greiða vest- rænum ríkjum skaðabætur vegna Tsjernóbíls slyssins. Hann sagði að mynduð hefði verið fölsk ólga og því hefði orðið að grípa til fyrr- nefndra varnaraðgerða. Sovésk yfirvöid tilkynntu einnig í gær að ef v-evrópskur tækjabúnaður sem var í kjarnaofninum, hefði valdið slysinu, myndu yfirvöld þar í landi fara fram á skaðabætur frá vestrænum yfirvöldum. Paul Zieber, forstöðumaður stofnun- ar í Hamborg sem sér um mark- aðsrannsóknir í A-Evrópulönd- um, sagði að í öllum sovéskum kjarnaofnum væri mælitækja- búnaður sem framleiddur hefði verið í V-Evrópu, mikið til í Fra- kklandi og V-Þýskalandi. Kiev Varúð með matvömr Moskvu — Þremur vikum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl er sala á mjólkurafurðum og grænmeti ekki leyfð á,22 úti- mörkuðum í Kiev í Úkraínu sem er 130 km. frá kjarnorku- verinu. í frétt sovéska dagblaðsins Sovjetskaja Rossja segir að öll framleiðsla, jafnvel blóm, sé geislunarprófuð og þvegin áður en hún er send á markað. Dag- blaðið gagnrýndi einnig þær frétt- ir vestrænna fjölmiðla að úkra- ínskur landbúnaður hefði orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna slyssins. „í raun og veru er aðeins um að ræða 30 ferkílómetra svæði umhverfis kjarnorkuverið sem gagnrýndi Gbrbatsjof viðbrögð á vesturlöndum og sagði að þau hefðu haft neikvæð áhrif á mögu- legan leiðtogafund Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. Yfirmaður Intourist (ferða- skrifstofa ríkisins) í Kiev, Vla- dimir Fedorsjenkó, sagði í gær að tæki til að mæla geislavirkni í far- angri fólks og á því sjálfu, hefði verið komið fyrir á öllum hótel- um í borginni. Enn hefði engin geislavirkni yfir hættumörkum mælst við þessar mælingar. Fe- dorsjenkó sagði að um það bil 1300 ferðamenn væru nú í borg- inni, fólk frá Argentínu, V- Þýskalandi, Kanada, Indlandi og Frakklandi. fór illa út úr slysinu. Landbúnað- ur annars staðar gengur eðlilega fyrir sig,“ sagði í frétt úkraínska dagblaðsins. Landbúnaðarsérfræðingar á Vesturlöndum hafa undanfarnar vikur velt því fyrir sér að slysið muni hafa haft alvarlegar afleið- ingar á sovéskan landbúnað þar sem gjöfulustu landbúnaðar- svæði Sovétríkjanna eru í Úkra- ínu. Nú samþykkja þeir flestir hins vegar að áhrifin af slysinu verði lítilvæg hvað varðar land- búnað. Stjórnvöld í Moskvu hafa hvað eftir annað gagnrýnt vest- ræna fjölmiðla og yfirvöld fyrir að ýkja fréttir af afleiðingum slyssins. Síðast í fyrrakvöld Grœningjar Svindl Trieste á ftalíu varð að Tsjemóbíl Róm — Frakki sem í vikunni var sakaður um aö hafa selt platkvikmynd af kjarnaofnin- um í Tsjernóbíl til ítalskra og bandarískra sjónvarpsstöðva, hefur verið handtekinn og kærður fyrir svindl. Thomas Gareno heitir maður- inn, 24 ára að aldri. Gareno var handtekinn á miðvikudaginn á skrifstofum bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar NBC í Róm. Hann var færður í fangelsi í Tri- este í gær. Gareno kom á skrif- stofur RAI sjónvarpsstöðvarinn- ar ítölsku með kvikmyndafilmu sem hann sagði að sovéskur andófsmaður hefði tekið af brennandi kjarnaofninum í Tsjernóbíl. Hann var tekinn trúanlegur og myndin sýnd í ít- alska sjónvarpinu og síðar í bandarísku sjónvarpsstöðvunum ABC og NBC. Kvikmyndin var hins vegar tekin af verksmiðjum í Trieste, umluktum reyk. Upp komst um svindlið þegar símalín- ur frá Trieste til RAI urðu rauðg- lóandi, allir vildu leiðrétta mis- skilning. Tsjemóbíl skipti sköpum Nú virðist sú kaldhœðnislega staðreynd ætla að verða ofan á að kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl í Úkraínu á dögunum muni styrkja Grœningja svo mikið að þeir geti haft úrslitaáhrif á þróun mála á sambandsþinginu í Bonn Bonn — Það pólitíska úrfelli sem varð eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíls hefur valdið mikl- um breytingum á pólitískum horfum Græningja í V- Þýskalandi en landsþing sam- takanna hefst nú um helgina. Fyrr á árinu voru þessi stærstu samtök umhverfisverndarmanna í Evrópu á kafi í deilunt um stefnuskrá sína og skoðanakann- anir gáfu til kynna að þau hefðu ekki það fylgi sem þyrfti til að hafa fulltrúa á sambandsþinginu í Bonn. En nú hefur andstaða hjá Þjóðverjum aukist að mun gegn kjarnorkuverum og það kemur Græningjum til góða. Ljóst þykir að þeir fái mikið fylgi í kosning- um til þings í Neðra- Saxlandi í næsta mánuði. 9% kjósa Græningja Nýlega var gerð könnun meðal þjóðarinnar sem gaf til kynna að 69 % þjóðarinnar væru andsnúin stefnu stjórnarinnar um að bæta við kjarnorkuverum. Samkvæmt sömu skoðanakönnun vildu 54 % að lokað yrði kjarnorkuverum í V-Þýskalandi. Þá sagði einnig í könnuninni að 9 % myndu kjósa Græningja en þeir hafa löngum hvatt til þess að kjarnorkuverum landsins verði lokað. Græningjar mótmæla á flokksþingi „Tsjernóbíl er alls staðar,“ sagði talsmaður Græningja, Jutta Dittfurth, í síðustu viku. „Það koma þær stundir að maður óskar þess að hafa ekki haft rétt fyrir sér,“ bætti hún við. Búist er við að andstaðan við kjarnorkuver verði mál málanna á landsþing- inu um helgina. Þar verður mótuð stefna samtakanna fyrir SPD. Það verður ef til vill tekið betur á móti þeim næst. næstu sambandsþingkosningar sem haldnar verða snemma árs 1987. „Fulltrúar Græningja sem deila yfirleitt sín í milli um allt milli himins og jarðar eru hins vegar algjörlega sammála um taf- arlausa lokun allra kjarnorku- vera í V-Þýskalandi,“ sagði ný- lega í v-þýska tímaritinu Der Spi- egel. Kosningabandalag við jafnaðarmenn Undanfarna mánuði hefur ver- ið hart deilt í samtökunum um það hvort mynda eigi einhvers konar kosningabandalag við jafnaðarmenn fyrir kosningarn- ar. Sumir telja hins vegar að slíkt yrði banabiti samtakanna. Græn- ingjar í Hessen mynduðu nýlega samband við jafnaðarmenn og það hafa margir í hreyfingunni gagnrýnt harkalega. Þeir telja að með bandalagi við einhvern hinna hefðbundnu flokka hafi grunnhugmynd þeirra, um að samtökin skuli vera andflokks- leg, verið svikin. Tsjernóbílslysið hefur gert notkun kjarnorku að miklu hita- máli í kosningum til þings í Neðra Saxlandi. Skoðanakannanir þar gefa til kynna að ef til vill þurfi næsta stjórn þar að treysta á fylgi Græningja til að koma lögum í gegn. Skoðanakannanir gefa til kynna að ef jafnaðarmenn fá 44% atkvæða og Græningjar vinna með þeim gæti það leitt til þess að hægristjórnin í Bonn hefði ekki lengur meirihluta í efri deild sambandsþingsins í Bonn. Þar með væri kornin upp sú staða að jafnaðarmenn ættu möguleika á að koma í veg fyrir lagasetningu hægristjórnarinnar sambands- þinginu, æðstu löggjafarsam- kundu V-Þjóðverja. ERLENDAR FRÉTTIR HJÖRLEÍFSSOn/R £ U1E R Fleiri látnir Laugardagur 17. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.