Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Blaðsíða 20
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA laugardagur 17. maí 1986 109. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Fatlaðir Skólar fá vonda einkunn Skýrsla um aðstöðufyrirfatlaða ígrunnskólum Reykjavíkur: Aðstaðan nánastengin. Guðrún Jónsdóttir: Gengurfram af mér. Guðrún Ágústsdóttir: Réttindi fatlaðraþverbrotin hvað eftir annað að er fljótsagt að aðstaða fyrir fötluð börn í grunnskólum borgarinnar er nánast engin. Það hafa orðið mörg alvarleg slys í skólabyggingum undanfarin ár, og sums staðar er þetta þannig að maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður sér það, sagði Steinunn Harðardóttir þjóðfélagsfræðingur í samtali við Þjóðviljann í gær. Steinunn hefur unnið skýrslu fyrir svæðisstjórn um málefni fatlaðra um aðstöðu fyrir fötluð börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún heimsótti skólana og kynnti sér aðstöðuna, og niðurstöður hennar eru þær að aðstaðan sé mjög bágborin. Hún hefur gefið skólunum einkunn hverjum fyrir sig og flestir fá þeir mjög slaka einkunn. Skýrslan hefur verið kynnt í borgarkerfinu og á borgar- stjórnarfundi á fimmtudags- kvöldið tók Guðrún Jónsdóttir málið upp. Guðrún sagðist að vísu ekki hafa búist við glæsi- legum lýsingum þegar hún las þessa skýrslu, en þetta hafi alveg gengið fram af henni. „Réttindi fatlaðra í þessum efnum eru hvað eftir annað þver- brotin. Það getur ekki verið of dýrt að tryggja fötluðum aðgang Klipping Gífurlegar verðhækkanir Venjuleg karlaklipping hœkkar um 60% meðan almennir kauptaxtar hœkka um32%. Mikill verðmunur. Hárþurrkun frá 0 og upp í250 krónur. Pvotturfrá 70 til 220 krónur Venjuleg klipping karla á höf- uðborgarsvæðinu hefur hækkað að mcðaltali um 60% síðan í jan- úar í fyrra, en á sama tíma hefur almcnn hækkun kauptaxta verið 32%. Þetta kemur fram í verð- könnun Verðlagsstofnunar hjá rúmlega 50 hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu um mán- aðamótin. Verðlagsstofnun kannaði verð á svo kallaðri formklippingu fyrir karla og fyrir börn og er meðal- hækkun á klippingu fyrir börn ör- lítið lægri eða 57%. I Ijós kemur að lægsta verð hefur hækkað mun meira en hæsta verð. Mikill verðmunur var á þessum stofum. Hæsta verð fyrir barna- klippingu var 480 krónur, en lægsta verð var 350 krónur. Karl- aklipping kostaði frá 350 til 595 og munar þar 70%. Mismunur á hæsta og lægsta verði fyrir hár- þvott var 214%. Hársnyrtistofurnar tóku allt að 250 krónur fyrir létta hárþurrkun í lok klippingar, en flestar gerðu þetta endurgjaldslaust. —gg að stofnunum borgarinnar," sagði Guðrún Agústsdóttir á fundinum. Steinunn sagði í gær að enn ætti eftir að vinna að nánari útfærslu á tillögum til úrbóta, en ljóst væri að vfða þyrfti að kosta talsverðu til til að gera skólana aðgengilega fyrir fatlaða. —gg Hverfisstjórn til borgarráðs Þetta fyrirkomulag er við lýði víða á Norðurlöndum og er þar talin mikilsverð útvíkkun á lýð- ræðinu, sagði Adda Bára Sigfús- dóttir borgarfulltrúi m.a. þegar hún mælti fyrir tillögu sinni í borgarstjórn um stofnun hverf- isstjórnar í tilraunaskyni. Til- lögunni var vísað til borgarráðs og því ekki tekin endanleg af- staða til hennar fyrr en að kosn- ingum loknum. -gg TSWAD TCWA Ul\Kiuv 1 r.KKA -ÁNÞESS AÐKORT SÉ SÝNT Til þæginda fyrir viðskiptavini og afgreiðslufólk ábyrgist Iðnaðarbankinn alla tékka að upphæð allt að 3.000 krónum sem útgefnir eru á tékkareikninga í Iðnaðarbankanum af reikningseigendum. Ábyrgðin er gagnvart þeim sem taka við tékkum frá reikningseigendum í góðri trú og framselja bönkum eða sparisjóðum. Iðnaðarbankinn kappkostar að þeir einir hafi tékkareikninga hjá bankanum sem eru trausts verðir í viðskiptum og treystir því jafnframt að afgreiðslufólk sýni eðlilega varkámi við mótttöku tékka. -Mt’rn Þanki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.