Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING BREIÐHOLT HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Félagsvísindastofnun 66.4% telja G-listann helsta andstæðing Sjálfstæðisflokksins Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands fyrir Pjóðviljann leiðir íIjós: 66.4% þeirra sem taka afstöðu líta á Alþýðubandalagið sem helsta andstœðing Sjáifstœðisflokksins í kosn- ingunum. 8.1% nefna Alþýðuflokkinn. 5.4% Framsóknarflokkinn og5.4% Kvennalistann helsta andstæðing Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosn- ingunum. Þessi niðurstaða fékkst úr skoðanakönnun Félagsvísind- astofnunar Háskóla íslands, sem framkvæmd var fyrir Þjóðviljann um sl. helgi. Spurt var: „Hvaða flokkur eða listi telurðu að sé helsti andstæð- ingur Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórnarkosningunum?" Langflestir nefndu Alþýðu- bandalagið eða 66.4% én næst- flestir Alþýðuflokkinn eða 8.1%. Tafla yfir svarið lítur svona út: smM1 Brosad ti! vegfarenda > *' i 4 Þeir sem Fjöldi Hlutföll taka afstöðu Alþýðuflokkur 38 6,2 8,1 Framsóknarflokkur 25 4,1 5,4 Alþýðubandalag 310 50,4 66,4 Kvennalisti 25 4,1 5,4 Flokkur mannsins 3 0,5 0,6 Annað 20 3,3 4,3 Enginn 13 2,1 2,8 Allir jafnt 33 5,4 7,1 Neita að svara 9 1,5 Óvissir 139 22,6 Samtals 615 100% 100% Yfirgnæfandi meirihluti kjós- enda í Reykjavík, eða 66.4% telja G-lista Alþýðubandalagsins Hafskipsmálið Endur- skoðandi neitar Þjóðviljinn hefurfyrir því heimildir að Helgi Magnússon endurskoðandi Hafskips neiti við yfirheyrslur að hafa uncLirritað suma reikninga sem nafn hans erskráð undir. Játningar að byrja að koma. Einum sexmenninganna hefur verið sleppt úr varðhaldi. Hann mun hafa reynst rannsóknarlögreglunni mjög hjálplegur Rannsókn Hafskipsmálsins hjá rannsóknarlögreglunni miðar vel að sögn rannsóknarlögreglu- stjóra. ÞjóðviJjinn hefur fyrir því heimildir að Helgi Magnússon endurskoðandi Hafskips h.f. neiti við yfirheyrslur að hafa undirrit- að suma þá reikninga sem notaðir voru til að sýna fram á styrka stöðu Hafskips h.f. á sinni tíð, en nafn hans er undir reikningun- um. Þá hefur Þjóðviljinn líka fyrir því heimildir að þeir Björgólfur Guðmundsson forstjóri og Ragn- ar Kjartansson stjórnarformaður séu byrjaðir að játa við yfÍT- heyrslur. Það fylgdi sögunni að þeir hefðu fallið saman eins og það er kallað hjá lögreglunni, þegar játningar fara að streyma. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri sagði að hann gæti ekki tekið undir þetta orðalag, það væri ofsagt að játn- ingar lægju fyrir. Hann sagðist aftur á móti neita að svara því hvort Helgi Magnússon endur- skoðandi héldi því fram við yfir- heyrslur að hann hefði skrifað nafn sitt undir ákveðna reikninga. Þess má geta að Sigurþór Guð- mundsson, sem úrskurðaður hafði verið í varðhald til 11. júní nk. mun hafa verið rannsóknarlögreglunni svo og skiptaráðendum hjálplegur við að upplýsa málið og var honum sleppt úr varðhaldi í fyrrakvöld -S.dór Athygli vert er að 31.8% kvenna er óviss í afstöðu sinni en einungis 13% karla. 38,8% ungs fólks á aldrinum 18-24 ára nefnir Al- þýðubandalagið sem helsta and- stæðing Sjálfstæðisflokksins, en 27.2% er óviss í afstöðu sinni. í aldurshópnum 35 til 44 ára er fólk ákveðnara í afstöðu sinni: 70% nefna Alþýðubandalagið en einungis 9% eru óvissir í afstöðu sinni. -«g Sjá bls. 4 og 7 Á rsreikn ingarnir Leynimakk í Granda Borgarstjóri neitar að sýna samþykkta reikninga fyrr en eftir kosningar. Grandi á hausnum? Borgarstjóri ætlar ekki að leggja reikninga Granda fyrir sl. starfsár fram í borgarráði fyrr en eftir kosningar. A fundi borgarráðs í gær óskaði Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins eftir því að reikningar Granda fyrir 1985 sem samþykkt- ir voru á aðalfundi Granda fyrr í þessum mánuði yrðu lagðir fram í borgarráði en Davíð Oddsson neitaði að verða við þeirri ósk. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans gekk rekstur Granda mjög illa á sl. ári og fyrstu mánuði þessa árs. Upplýsti borgarstjóri á fundi borgarráðs í gær að rekstur- inn hefði gengið frekar illa en á- standið skánað nú síðustu mán- uði. A fundi borgarráðs óskaði Kristján Benediktsson einnig eftir að lögð yrði fram skýrsla um rekstur Granda það sem af er þessu ári. Lýsti borgarstjóri því yfir að slík skýrsla yrði lögð fram um miðjan næsta mánuð. -lg- Sjá leiðara bls. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.