Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 8
Kjörstaðir viö borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík þ. 31. maí 1986 veröa þessir: Álftamýrarskóli Árbæjarskóli Austurbæjarskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Langholtsskóli Laugarnesskóli Melaskóli Miðbæjarskóli Sjómannaskóli Ölduselsskóli Auk þess veröa kjördeildir í Elliheimilinu „Grund”, Hrafnistu og aö Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kjörfundur hefst laugardaginn 31. maí, kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl. 23.00. Athygli er vakin á því, aö ef kjörstjórn óskar skal kjósandi sanna, hver hann er, með því aö framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Yfirkjörstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Austurbæjarskólanum og þar hefst talning at- kvæöa þegar aö loknum kjörfundi. . Yfirkjörstjórnin í Reykjavík Guðmundur Vignir Jósefsson Helgi V. Jónsson Þorsteinn Eggertsson Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboö- um í lagningu holræsa í fyllingu noröan Sætúns milli Höföatúns og Kringlumýrarbrautar. Verk þetta nefnist Sætúnsræsi II. áfangi. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriðjudaginn 3. júní nk. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 2580Q; Líkamsrækt J.S.Br Hraunberg Kerfi I: Fyrir kpnur á öllum aldri, flokkar sem hæfa öllum. Kerfi II: Framhaldsflokkar. Þyngri timar. Kerfi III: Aerobic J.S.B., okkar útfærsla af þrektimum með góðum teygjum. Eldfjörugir púltimar fyrir ungar og hressar. Innritun í síma 79988 Allir finna flokk við sitt hæfi hjá Ný og glæsileg aðstaða. Sturtur — sauna — Ijós. ILLVILJINN 1. árgangur vjí-jr, A leynifundi um ábyraa afstöðu Eg, Skaði, hefi stundum tekið þátt í því með félögum mínum í Sjálfstæðisflokkn- um þegar mikið liggur við að ráða góðum ráðum um meðferð vandamálanna. Það var til dæmis ég sem lagði það til að Davíð og þeir strákar töluðu alls ekki við þetta minnihlutakraðak núna í kosningaslagnum. Og hefur gefist vel. En svo var kallað til skyndi- fundar í Valhallarstofu þréttán (sem innanhússmenn kalla trobb- úlskotbakkann). Ég var þar mættur, DV-ritstjórinn sem við köllum DV og Morgunblaðsrit- stjórinn sem við köllum M, og Hugmyndafræðingurinn, sem við köllum HF. Það var talað um Haf- skipsmálið og ég hóf máls á því að það væri dapurlegt að þessir efni- legu drengir okkar væru lágt lagðir. - Svona á ekki að tala, sagði M. argur. Þetta er ekki okkar rnál þannig séð. Gleymið því ekki, að þetta mál er hafið upp yfir pólitík eða þá að það er fyrir neðan hana, sama er mér hvort er. - Já, andæfði ég, en eigum við að fara að afneita félögum okk- ar?... - Ekki orð meira um það, sagði M. Hitt er annað að hrægammar á Þjóðvilja og Helgarpósti eru að vaka yfir okkur og það verður að líta mjög alvarlegum augum. Meira að segja Kaffibauna -Tím- inn er eitthvað að geifla sig, gerp- ið þetta. - Aðalmálið er, sagði HE, ekki einstakir framkvæmdamenn. Ég legg til að aðalmálið sé sú bölvun, að hér séu ríkisbankar. Ef ég væri einkabanki þá hefði ég aldrei lán- að eyri. - Satt segirðu, sagði DV. Mér finnst eins og Útvegsbankinn sé í þessu dæmi einskonar gamall hórkarl, sem er að hella brenni- víni lánafyrirgreiðslu ofan í ungar og óreyndar fermingarstúlkur hjá Hafskip. Hver stenst svoleiðis? Ég bara spyr. Hægan hægan, sagði M. Aðgát skal höfð. Við höfum einatt átt góða drengi í þeim banka, hvort hann nú heitir ríkisbanki eða ekki.. -En mér finnst, hélt M. áfram, það sé rétt samt að vekja athygli almennings á ytri aðstæðum í þessu máli. Það eru ekki breyskir einstaklingar sem máli skipta, kæru vinir, heldur þær aðstæður sem verða þeim að fótakefli. - Hvaða marxistabull er þetta, sagði HF gramur. Félagslegar að- stæður! Ekki nema það þó. - Engan æsing, sagði M. Ég er ekki að meina einhvurn sænskan félagsmálahnút, heldur blátt ásamt lögfræðileg umhverfis- vandamál viðskiptalífsins. - Nú skil ég ekki, sagði ég, Skaði. - Jú sjáðu til, sagði M. Ungir og efnilegir stjórendur fyrirtækja eru rétt eins og Rauðhetta á leið í gegnum skóginn að finna ömmu sín, sem er náttúrlega tákn og ímynd hefðbundins öryggis og réttláts auðs. Hún þarf að brjótast í gegnum þennan skelfi- lega frumskóg laga og reglugerða og verður alveg áttavillt og veit ekki hvar rétt leið er og hvar röng og allsstaðar sitja úlfar í leyni, skiptaráðendur, blaðamenn og jafnvel lögguúlfar, og allt vill þetta illþýði tefja framsókn Rauðhettu í heila hafskipahöfn. - Snall ertu, sagði DV. - Skjótum úlfinn! sagði ég hrif- inn. - Öldungis rétt, sagði HF. Friedman hefði ekki orðað það betur. Það er í okkar löggjöf allt- of mikið af laumukommúnískum viðskiptafjandskap og jafnvel eldgömlum kristnum fordómum gegn gróða... - Stopp! sagði M, engar öfgar hér! - Ókei, sagði HF. En ég fer ekki ofan af því, að við búum til vitlaust siðgæði. Auðgunarglæp- ir, segja menn. Hvaða rugl - framboð er framboð, eftirspurn er eftirspurn, þjónusta er þjón- usta. Ég var að lesa það einmitt hjá Mountstone, að svokallaðar mútur eru ekkert annað en sjálf- sagður fingur á hinni ósýnilegu hönd markaðarins sem gerir okk- ur frjálsa. - Amen, sagði DV. Mig sundlaði dálítið af að heyra þessa lærðu menn og sagði si sona og eiginlega alveg út í hött: - Verst hvað það er stórt mál þetta Hafskipsmál. Alltof alltof margar miljónir. Svo ætlaði ég að vera skondinn og þjóðlegur og bætti við: - Dýr mundi Flokkurinn allur ef svo skildi hver limur! Þetta hefði ég ekki átt að segja. Þremenningarnir litu á mig ískaldri fyrirlitningu og sögðu ekki neitt. 'SSlÐÁ- ÞJÖÐVILJI^N MfðVikudagúf 2ð."fhir 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.