Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 16
„Erum óhressir með að fá ekki að leika fyrsfa heimaleikinn á aðalvellinum,1' segir Magnús. Mynd Sig. Kópavogsvöllur Kalið tún Völlurinn kemurilla undan vetri. Meistaraflokkur ÍKfær ekki að leika þar á laugardaginn. Ekki leikurfyrr en Breiðablik leikur nœst heima að hefur enginn getað gefíð cinhlíta skýringu á því hvers vegna ástand vallarins er svona slæmt. Hann hefur komið mjög illa undan vetri og lítur nánast út eins og kalið tún, sagði Magnús Harðarson formaður ÍK í Kópa- vogi í samtali við Þjóðviljann í gær. Meistaraflokki IK í knatt- spyrnu hefur verið tilkynnt að það geti ekki leikið sinn fyrsta heimaleik á aðalleikvanginum í Kópavogi gegn ÍR á laugardag- inn vegna þess að völlurinn sé í slæmu ástandi. Ekkert verði því leikið þar fyrr en Breiðablik leikur næsta heimaleik sinn. Þessi tilhögun hefur vakið upp nokkra óánægju meðal stuðn- ingsmanna ÍK, enda var ætlunin að reyna að draga að áhorfendur á leikinn og bjóða upp á skemmtun bæði fyrir leikmenn og stuðningsmenn. „Það er rétt, við erum ekki hressir með þetta, sérstaklega vegna þess að þetta er okkar fyrsti heimaleikur," sagði Magnús um þetta. Þegar völlurinn var byggður fyrir nokkrum árum átti hann að verða einn besti grasvöllur lands- ins, en undanfarin ár hafa menn átt í nokkrum erfiðleikum með að halda honum í viðunandí á- standi. Völlurinn er upphitaður yfir veturinn og yfirbreiddur, en engu að síöur kemur hann illa undan vetri og kemur knatt- spyrnumönnum bæjarins ekki að þeim notum sem í upphafi var ætlað.“ -gg • • ílýtt frá HagkauP' GLÓÐVOLG Ferðamannaþjónusta Ferðamálaráð í fjársvelti að er mikill munur á því sem samkvæmt lögum á að veita til Ferðamálaráðs og því sem ríkis- valdið raunverulega lætur af hendi. Fjárskorturinn leiðir til þess að við getum ekki sinnt verk- efnum sem okkur er uppálagt að sinna samkvæmt lögum, sagði Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. Nú er farið að færast fjör í ferðamannaiðnaðinn bæði innan- lands og utan, en Ferðamálaráð á við þann vanda að stríða að ríkis- stjórnin hefur ekki verið reiðubú- in að veita fé til þessarar starf- semi eins og henni ber þó skylda til. „Samkvæmt lögum frá 1976 eiga 10% tekna fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að renna til Ferðamálaráðs. Áætlað er að tekjurnar á þessu ári verði 380- 400 miljónir króna og því ættum við að fá þar af um 38 miljónir. Ráðið hefur hins vegar aðeins 19 miljónir til umráða á þessu ári, og eru þar með taldar 5 miljónir sem við fáum til að standa undir rekstrarkostnaði, þannig að við fáum aðeins 14 miljónir af tekj- um fríhafnarinnar í stað 38. Ef menn ætla að byggja upp ferðamannaþjónustu sem atvinnugrein hér á landi, ganga svona vinnubrögð auðvitað ekki til lengdar. Við verðum að kynna hvað við höfum upp á að bjóða, fólk bíður ekki í röðum eftir því að fá að koma til íslands," sagði Birgir. Ilmandi glóðvolg brauð beint úr ofninum, allan daginn. ÖSA/SIA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.