Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 9
VIÐHORF Svar við athugasemd frá Félagsvísindastofnun í Pjóðviljanum 23. maí sl. birt- ist „athugasemd vegna greinar Gísla Gunnarssonar um skoð- anakannanir" (frá 21. maí) eftir Stefán Ólafsson og Ólaf Þ., Harðarson. Fyrst er að taka það fram að það er réttmæt gagnrýni á grein mína að ég hafi þar blandað sam- an Félagsvísindadeild og Félags- vísindastofnun og biðst ég afsök- unar á því. f grein minni 21. maí gagnrýndi ég fyrst og fremst tvö atriði í skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar, sem er á vegum Fé- lagsvísindadeildar Háskóla ís- lands). Ég taldi hæpið að elta uppi skoðanir þeirra „óákveðnu" með því að leggja fyrir þá nýjar spurningar og láta síðan svörin við nýju spurningunum mynda saman eina heild „ákveðinna" og „óákveðinna“ stuðningsmanna einstakra flokka. í öðru lagi og í beinu framhaldi af fyrsta gagnrýnisatriðinu taldi ég rangt að hafa skoðanakönnunina ekki leynilega og með leynilegu er átt við spurningamátann, ekki úr- vinnsluna. í athugasemdum sínum 23. maí svara talsmenn Félagsvísinda- stofnunar aðeins síðarnefnda gagnrýnisatriðinu og skilgreina leynilega skoðanakönnun þannig Gísli Gunnarsson skrifar Að öðru leyti er ég mjögsammála „athugasemdumu Stefáns og Ólafs. Það er t. d. mjög mikilvœgt að greina á milli skoðanakönnunar og kosningaspár líkt og þeir benda á að við úrvinnslu sé nöfnum ein- stakra þátttakenda haldið leyndum. „Svar“ af þessari gerð ruglar aðeins umræðu. Eftir stendur að ég er ósammála tals- mönnum Félagsvísindastofnunar um gildi viðtalsaðferðar við að leita uppi stjómmálaskoðanir; ég tel þessa aðferð ekki heppilega en þeir eru á öðru máli. Ég vísa á rök mín í fyrri grein og tel að þau hafi ekki verið hrakin og vil bæta hér nokkru við: í smáu samfélagi eins og því íslenska er meiri hætta á því en í stærri samfélögum að fólk vilji ekki segja frá stjórn- málaskoðunum sínum öðru vísi en með einhvers konar „kjör- kassaaðferð“. T.d. hafa margir vinstri menn ýmist orðið fyrir óþægindum eða þeir þekkja menn sem orðið hafa fyrir óþæg- indum í starfi eða á annan hátt vegna skoðana sinna. Mér finnst 5. athugasemd þeirra Stefáns og Ólafs hreinlega vera útúrsnúningur á ákveðnu atriði í grein minni og ástæðu- laust er að ræða það frekar. Að öðru leyti er ég mjög sam- mála „athugasemdum" Stefáns og Ólafs. Það er t.d. mjög mikil- vægt að greina á milli skoðana- könnunar og kosningaspár líkt og þeir benda á. Það er hæpið að bera saman úrslit kosninga og skoðanakannana líkt og dagblöð- in gera og ræða um fylgis- aukningu eða fylgistap einstakra flokka í kjölfar slíks samanburð- ar. Ég vil bæta því við að það er einnig hæpið að draga víðtækar ályktanir af mismunandi útkomu í skoðanakönnun tveggja ólíkra aðila líkt og t.d. Morgunblaðið gerði 24. maí sl. (þegar kannanir Hagvangs og Félagsvísindastofn- unar voru bornar saman). Skoð- anakönnun Félagsvísindastofn- unar er aðeins sambærileg við aðra skoðanakönnun sömu stofn- unar, sem framkvæmd er á sambærilegan hátt. Ég geri ráð fyrir að talsmenn Félagsvísinda- stofnunar séu sammála mér um þetta atriði. Stefán og Ólafur skýra frá því að það er margt í könnun Félags- vísindastofnunar,sem enn þá sé óbirt og annað sé óunnið. Síðan ég skrifaði grein mína með gagn- rýni á könnunina 16. maí sl. hafa mörg ný atriði verið birt úr henni og þau eru flest mjög forvitnileg. Það fer ekki milli mála að skoð- anakönnun Félagsvísinda- stofnunar er miklu betur fræðilegar unnin en aðrar skoð- anakannanir hér á landi hingað til. Ég efast ekki um að stofnunin muni að fremsta mætti gera fræðilegan samanburð á könnu- ninni og kosningunni 31. maí. Sá samanburður verður án efa fróð- legur. Þessi skoðanakönnun Fél- agsvísindadeildar er sú fyrsta af sinni gerð og væntanlega munu fleiri koma síðar á grundvelli þeirra reynslu, sem nú er fengin. Niðurlagsorð greinar minnar frá 16/21. maí sl. voru því of nei- kvæð. Þótt ég hafi ákveðnar at- hugasemdir fram að færa um á- kveðin atriði í framkvæmd könn- unarinnar er rangt að telja á þeim forsendum einum að könnunina hefði ekki átt að gera. Það þarf að sjá skóginn fyrir trjánum og þeg- ar á heildina er litið verður að telja margnefnda skoðanakönn- un Félagsvísindastofnunar vera fræðilegt framlag, sem ástæða er til að fagna. 26. maí 1986 Gísli Gunnarsson Hver er hvað í kvennabaráttu og hvað er hvurs? Guðrún Jónsdóttir og Hjördís Hjartardóttir skrifa Kvennaframboð og Kvennalisti eru tvö ólík öfl. Meðan það W~ i ■ 1 hefurekki vafistfyrir llr#s'% Kvennaframboðinu að vera heiltísinni afstöðu til málefna, hefur Kvennalistinn H itjSjk wÆtA B \ i oftlega orðið ber að ájÉ V» Jl xíy\U RVT.-áJ IÉ því að stíga einskonar framsóknarvals Eins og margoft hefur verið skýrt frá í fjölmiðlum, býður Kvennaframboðið ekki fram lista til borgarstjórnar í Reykjavík í þessum kosningum. Þessi ákvörðun var tekin af þeim hópi kvenna sem starfaði að borgar- málum fyrir Kvennaframboðið á liðnu kjörtímabili. í framhaldi af þessari ákvörð- un gengu nokkrar Kvennafram- boðskonur til liðs við Kvennalist- ann og taka þátt í sveitafstjórnar- kosningum á hans vegum. Hins vegar var meirihluti Kvenna- framboðskvenna á móti fram- boði núna, þar eð endurtekning á þeirri aðgerð væri ekki rétta leiðin í kvennabaráttu að sinni. Framsoknarvals Kvennaframboð og Kvenna- listi eru tvö ólík öfl. Meðan það hefur ekki vafist fyrir Kvenna- framboðinu að vera heilt í sinni afstöðu til málefna, hefur Kvennalistinn oftlega orðið ber að því að stíga einskonar framsóknarvals. Framsóknarvals er annars dansaður þannig að herrann leggur hægri hönd um mitti dö- munnar og daman vinstri hönd á öxl herrans. Þau snúa hvort að öðru og haldast í hendur með lausu höndunum. Þá hefst hinn eiginlegi vals. Sporin eru einföld, eitt skref til hægri og eitt skref til vinstri og eru þau endurtekin meðan lagið endist. Eins og áður er að vikið, hefur hópur kvenna starfað með báð- um hreyfingunum. Þess eru fjöl- mörg dærni að sama ntanneskjan starfi í fleirri en einni hreyfingum án þess að þeim sé þar með rugl- að saman. Við undirritaðar höf- um t.d. starfað í Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar og Sam- tökum kvenna á vinnumarkaðn- um og aldrei orðið þess varar að neinn ruglaði þessum félögum saman þrátt fyrir það. Kvenna- hvað? Saklausum borgurum og illa upplýstu fjölmiðlafólki hefur orðið það á að rugla saman Kvennaframboði og Kvenna- lista. Það er í sjálfu sér ekki óeðli- legt að fólk rugli saman öllu þessu kvenna... kvenna..., sem upp hefur sprottið á undanförnum árum. Við trúum því hinsvegar ekki að konur sem starfa í þessum hreyfingum, hvorri um sig eða báðurn, séu ekki þaulkunnugar hinum ólíku áherslum og þeirn skilum, sem eru milli Kvenna- framboðs og Kvennalista. Það hefur því komið flatt upp á okkur að í kosningabaráttunni undanfarið, hafa talsmenn Kvennalista látið líta svo út sem um hina einu og sömu samhentu hreyfingu væri að ræða. Þó kastar tólfunum þegar Kvennalistakon- !ur stæra sig nú af baráttumálum þess á líðandi kjörtímabili og láta h'ta svo út sem Kvennalistinn hafi barist fyrir þeim í borgarstjórn. Nýjasta dæmið um þetta birtist í kjallaragrein Borghildar Maack í DV sl. mánudag. Þar segir m.a. að Kvennalist- inn hafi fyrir fjórum árum vakið athygli á ofbeldi gegn konum og staðið að stofnun Kvennaat- hvarfsins. Fyrir það fyrsta var Kvenna- listinn ekki til á þessum tíma. Langt er nú seilst í málefnafá- tæktinni, þegar pólitískur flokkur fer að eigna sér málefni eins og stofnun Kvennaathvarfsins. Að stofnun þess unnu konur úr öllum áttum og ólíkum stjórnmála- hreyfingum eins og kunnugt er. Ög landvinningarnir halda áfram. í þessari sömu grein og raunar víðar í málflutningi Kvennalistans, kemur fram að Kvennalistakonur eigna sér nú tillögu Kvennaframboðsins um kjarnorkuvopnalausa Reykja- vík. Skv. fyrrgreindri grein í DV mætti ætla að greinarhöfundur hafi flutt þessa tillögu í borgar- stjórn. Okkur vitanlega hefur Borghildur ekki einu sinni verið félagi í Kvennaframboðinu, hvað þá heldur að hún hafi tekið þátt í borgarmálastarfi þess. Já, stundum vildu allir Lilju kveðið hafa. Hið rétta í þessu máli er, að við undirritaðar sömdum og fluttum þessa tillögu og játum hér með að við það verk nutum við aðstoðar karlmanns og ekki annarra. Það vildi nefnilega til að núverandi frambjóðendur Kvennalistans voru ekkert áfram um að Kvennaframboðið legði fram þessa tillögu. Sögufalsanir Við konur höfum löngum búið við sögu, sem er fölsuð af körlum. Einn liður kvennabar- áttu er að ljóstra upp um þessar falsanir og hafa það sem sannara reynist. Það skýtur því skökku við þeg- ar sjálfskipaðir talsmenn kven- frelsis ganga fram fyrir skjöldu í fölsunum og það á sögu síðustu missera. Við sjáum ekki að tilgangurinn sé annar en að villa vísvitandi um fyrir saklausum kjósendum með því að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Miklu hefði nú verið affara- sælla fyrir Kvennalistann að koma til dyranna eins og hann er klæddur og skrifa þannig sína eigin sögu í stað þess að fara í leppana okkar Kvennafram- boðskvenna. Niðurstaða okkar er því þessi. Fyrst Kvennalistinn treystir sér til að umsnúa staðreyndum og hag- ræða hlutunum eftir því sem best hentar hverju sinni eins og hér hafa verið nefnd dæmi um, vakna óhjákvæmilega hjá manni spurn- ingar um eitt og annað. Guðrún Jónsdóttir og Hjördís Hjartardóttir eru félagar í Kvennaf ramboði. Miðvikudagur 28. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.