Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Rafmagnsveita Reykjavíkur Innheimtumönnum hótað Fjármálastjórinn segir innheimtumenn sinna illa starfi sínu. Starfsmaður veitunnar: Vœri nœr að gefa skýringar á stórskuldum ýmissa fyrirtœkja. Borgarstjóri látinn stöðva lokanirmeðan miskunnarlaust er lokað í blokkunum Eg held að yfirmönnum Raf- magnsveitu Reykjavíkur vaeri nær að gefa viðhlítandi skýringar á því hvers vegna sum stórfyrir- tæki hér í borginni hafa komist upp með að skulda stórfjárhæðir sem Rafmagnsveitan hefur síðan tapað að fullu, í stað þess að ráð- ast með þessum hætti að inn- heimtumönnum fyrirtækisins og kenna þeim um slælega inn- heimtu, sagði einn af starfsmönn- um Rafmagnsveitunnar í samtali við Þjóðviljann. Nokkrir af innheimtumönnum veitunnar fengu á dögunum mjög harðort hótunarbréf frá Eiríki Briem fjármáiastjóra Rafmagns- veitunnar. í bréfinu segir m.a.: Kennarasambandid Mótmæla styttingu skolaskyldu Stjórn Kennarasambands ís- lands varar við hugmyndum um styttingu skólaskyldunnar, en Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra reifaði í síðustu viku hugmyndir um styttingu skólaskyldunnar og skólaársins. í ályktun frá KÍ segir að stytt- ing skólaskyldu dragi úr almennri menntun í landinu og bent er á að skólaskylda í nágrannalöndunum sé 9 ár. Síðan segir orðrétt: „Verði af styttingu skólaskyldu munu unglingar á hinu viðkvæma gelgjuskeiði standa frammi fyrir afdrifaríku vali og ábyrgð sem þeir hafa ekki þroska til að axla.“ Þá segir að þessi ráðstöfun komi verst niður á barnmörgum fjölskyldum þar sem þetta hafi í för með sér stóraukinn kostnað fyrir foreldra. Einnig er hætta á að unglingar sem erfiðast eiga uppdráttar verði fyrstir til að hverfa frá námi en þeir sem flosna úr námi 13 ára hafa litla sem enga atvinnumöguleika, slíkt iðjuleysi gæti leitt til ó- reglu, fíkniefnaneyslu og annarra félagslegra vandamála. Því var- ar stjórn Kl við hugmyndum menntamálaráðherra. —Sáf Háskólanám á Akureyri Verði undjr- stjórn HÍ Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga um háskóla- nám í hjúkrunarfræði á Akureyri sendi frá sér ályktun þar sem segir m.a. „Fundurinn... leggur áherslu á mikilvægi þess, að fag- leg umsögn Námsbrautar í hjúkr- unarfræði verði lögð til grund- vallar ákvarðanatöku varðandi hugsanlegt háskólanám í hjúkr- unarfræði á Akureyri. Fundurinn ítrekar, að slíkt nám verði alfarið undir beinni stjórn Námsbrautar í hjúkrunarfræði í Háskóla ís- lands, ef af verður.“ „Samkvæmt tölulegum upplýs- ingum sem liggja fyrir um afköst þín við lokanir, hringingar og undirritun yfirlýsinga svo og upp- lýsingum um yfirferð um þau svæði sem vinnufyrirmæli segja til um, er óhjákvæmilegt að gera alvarlega athugasemd við ó- fullnægjandi afköst þín og við- veru. Ekki verður séð, að ítrek- aðar ábendingar deildarstjóra viðskiptadeildar um nauðsyn aukinnar virkni við innheimtu. hafi haft teljandi áhrif á afköst þín. Verði ekki gjörbreyting á viðveru og vinnuafköstum af þinni hálfu er óhjákvæmilegt að grípa til frekari aðgerða,“ segir í bréfi fjármálastjóra til inn- heimtumanna. „Það er dæmigert af yfir- mönnum að kenna okkur um slæ- lega innheimtu á sama tíma og fjölmörg stórfyrirtæki þurfa ekki annað en að hringja í toppana eða jafnvel borgarstjórann til að láta hætta við lokunaraðgerðir. Ég veit líka ekki betur en Raf- magnsveitan hafi gert 10 miljón króna kröfu í þrotabú Hafskips vegna vangreiddra rafmagns- reikninga. Það væri fróðlegt að fá skýringu á þeirri skuldasöfnun og hver gaf þá gjaldfresti. Nú er þetta glatað fé. Á sama tíma er lokað miskunnarlaust í blokkun- um og jafnvel lokað úti í götum,“ sagði starfsmaður Rafmagns- veitunnar. Samtök kvenna á vinnumarkaði Konur kjósi ekki íhaldið Samtök kvenna á vinnumark- aði hafa sent frá sér áskorun til kvenna um að kjósa ekki ríkis- stjórnarflokkana. í samþykkt sem tengihópur samtakanna sendi frá sér þann 25. maí segir að ríkisstjórnar- flokkarnir beri ábyrgð á fátækt fjölda fólks þar sem laun hafi ver- ið skert mjög á síðustu misserum og þar hafi konur orðið verst úti enda flestar á lægstu launatöxt- um. Samtökin hvetja konur til að hefna þess í héraði sem hallaðist á Alþingi og veita stjórnarflokk- unum ekki atkvæði sitt í komandi seitarstjórnarkosningum. Samtökin vekja athygli á því hversu stór atvinnurekandi Reykjavíkurborg er og að borg- ina skorti ekki fé fremur en ríkið, þó að stjórnvöld kjósi að verja því í þágu annarra en iaunafólks. Ing Unglingabókahöfundurinn Olga Guðrún Árnadóttir smellir kossi á verðlaunahafann í barnabókakeppninni, eiginmann- inn Guðmund Ólafsson. Sá litli lætur sér þó fátt um fárið finnast. Ljósm.: E.ÓI. Barnabókahöfundtar Guðmundur bestur Guðmundur Ólafs- son hlaut barnabóka- verðlaunfyrir bók sína Emil og Skundi íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gær en alls tóku 45 manns þátt í þessari keppni sem efnt var til af Verð- launasjóði íslenskra barnabóka. Verðlaunin hlaut höfundur bók- arinnar Emil og Skundi, Guð- mundur Ólafsson leikari. í verðlaunaskjalinu sem Ólafur Ragnarsson formaður stjórnar Verðlaunasjóðsins af- henti Guðmundi við athöfnina segir m.a. „Sagan er vel samin og skemmtileg. Persónusköpun er góð, söguhetjan trúverðug og bregst við vandamálum á trú- verðugan hátt. Söguþráður er spennandi og umhverfi allt rót- fast í íslenskum veruleika“. Verðlaunasjóðurinn var stofn- aður í tilefni af sjötugsafmæli barnabókahöfundar Ármanns Kr. Einarssonar og afhenti hann Guðmundi verðlaunaféð sem nemur 40 þúsundum króna. K.Ól. Sálfrœðideild skólanna Skortur á vistunarúiræðum Víðir Kristinsson: Skortur á starfsfólki og vistunarúrræðum. Vantar stefnumörkun á þessu sviði hér á landi Asálfræðideildum skólanna er bæði skortur á starfsfólki og vistunarúrræðum. Við erum sí- fellt í þeirri aðstöðu að þurfa að nýta okkur fjórða og fímmta besta úrræðið fyrir börnin því annað er ekki fyrir hendi, sagði Víðir Kristinsson forstöðumaður Sálfræðideildar skóla í Réttar- holtsskólanum. „Sérkennsluúrræðið sem við höfum þurft að nýta okkur mikið er langt frá því að vera fullnægjandi. í sérkennslubekkj- unum eru mjög blandaðir hópar sem eiga í mörgum tilfellum alls ekki saman s.s. vangefin börn, börn sem búa við erfiðar heimi- lisaðstæður en eru vel gefin, og geðveik börn. Oft leysast vanda- mál þeirra barna sem búa við erf- iðar heimilisaðstæður ekki nema þau komist í burtu frá heima- högunum. Þess vegna er mjög að- kallandi að komið verði á fót sól- arhringsvistun fyrir þessi börn í tegnslum við skólakerfið, eða nokkurs konar heimavistar- skóla,“ sagði Víðir. Víðir sagði jafnframt að það vantaði algjörlega ákveðna stefnumörkun á þessu sviði hér á landi. „Innan uppeldisfræðinnar eru í grófum dráttum tvær stefnur í gangi. Annar vegar blöndun þessara barna við aðra nemendur og hins vegar aðskilnaður. f orði kveðnu hér á landi telja rnenn sig fylgja sömu stefnu og í nágrann- alöndunum sem felst í því að nemendur séu sem minnst að- skildir. í raun er þessari stefnu ekki fylgt eftir nema að tak- mörkuðu leyti. Ef framkvæmd hennar ætti að takast sem skyldi þyrftu úrræðin innan skólanna að vera fjölbreyttari. Þessi stefna er dýrari í framkvæmd m.a. vegna þess að þessi lausn krefst fleira starfsfólks. Það er auðvitað engin lausn að hafa í sama skóla allar tegundir af vandkvæðum ef eng- inn er til þess að sinna þeim eins og raunin hefur verið,“ sagði Víðir Kristinsson að lokum -K.Ól. Mi&vikudagur 28. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.