Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Blaðsíða 6
200 + 35 Dansað w i Víkinni Afmælissýning Þjóð- dansafélagsins í Gamla bíó Þjóödansafélag Reykjavíkurá 35 ára afmæli í ár, Reykjavík er 200 ára. Þaö hlaut aö enda meö dansi: á fimmtudagskvöld verður afmælissýning í Gamla bíói. Á sýningunni verða færðir upp nokkrir dansar sem sýna hluta þeirrar danshefðar sem hér hefur ríkt í tvær aldir, ekki síst í dans- staðnum Reykjavík, - fyrst og fremst gömlu dansarnir og fyrir- rennarar þeirra, söngleikir og dansar frá og um eftir 1800. Þá verður gefið örlítið sýnishorn frá endurreisn vikivaka og söng- dansa á millistríðsárunum og eftir 1950. Félagar úr Dómkórnum að- stoða við söng, og nokkrir eldri borgarar á gömludansalínunni sýna gömul og ný tilbrigði. Og þarna verða líka þekktir dansarar á borð við Diddu og Sæma rokk. Afmælishátíð Þjóðdansafé- lagsins hefst klukkan hálf níu. Ljóð á Borg- inni „Bestl vinurljóösins“ býöurtil skáldavöku á Hótel Borg íkvöld og hefst fjölbreytt dagskrá klukkanníu. Þar lesa úr verkum sínum Ijóð- skáld úr öllum áttum og flestum kynslóðum: Ari Gísli Bragason, Birgitta Jónsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Guðjón G. Guð- mundsson, Kristján Hrafnsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Pétur Gunnars- son, Sigfús Daðason, Sigurður Pálsson, Þorsteinn frá Hamri, Þór Eldon og Þórarinn Eldjárn. Hrafn Jökulsson kynnir skáld- skap þeirra Jóns Thoroddsen og Jónasar Guðlaugssonar og Bjarni Tryggvason syngur og leikur nokkur lög. Kynnir verður Viðar Eggertsson. MENNING Tónlist Hálft í hvoru gefur út Götumynd Hljómsveitin Hálft í hvoru mæöist í mörgu þessa dagana. í gær kom út þriöja hljómplata flokks- ins, á morgun, fimmtudag, heldur hann tónleika á Hótel Borg og fyrri partinn í júní leggja fjórmenn- ingarnir land undir fót til að leika og syngja fyrir landann. Síðast en ekki síst heldur hljómsveitin fimm ára afmæli sitt hátíðlegt um þessar mundir. Raunar er aðeins einn eftir af upphaflegu sveitinni, Gísli Helgason. Með honum skipa Hálft í hvoru núna eiginkona hans, Herdís Hallvarðsdóttir, og þeir Guðmundur Benediktsson og Hannes Jón Hannesson, allt þrautreynt fólk úr bransanum. Nýja platan nefnist Götumynd og hefur að geyma tíu lög. Þau eru samin af hljómsveitinni, öll nema eitt sem er írskt þjóðlag og annað sem er eftir Inga Gunnar Jóhannsson, fyrrverandi sam- verkamann. Textar eru margir eftir hljómsveitarfólkið en einnig eftir Iðunni Steinsdóttur, Rúnar Hafdal Halldórsson, Vatnsenda- Rósu, Patrick McKenna og Ás- geir Ingvarsson. Flest eru lögin af ætt þjóðlaga þótt sveitin vilji ekki gangast við því að vera þjóðlaga- sveit, segist reyna að skapa sér eigin stíl. Til stendur að kynna Götu- mynd á tónleikum á næstunni. Þeir fyrstu verða á Hótel Borg annað kvöld, fimmtudag, kl. 21 en þann 9. júní leggur Hálft í hvoru upp í tónleikaferð um landið. í morgunkaffi á gær sem vin- um, vandamönnum og blaða- mönnum var boðið til var frá því greint að platan Ástarjátning sem Gísli Helgason gaf út í fyrra hefði nú selst í 6 þúsund eintökum. Platan var gefin út til styrktar bókaútgáfu á blindraletri og hal- aði inn uþb. eina miljón sem, ásamt með jafnstóru framlagi ríkisins, rennur til kaupa á vélum til að prenta bækur á blindraletri. —ÞH Hljómsveitin Hálft í hvoru í gróandanum. Neðst er Herdís Hallvarðsdóttir, Gísli Helgason stendur við hlið hennar en uppi í trénu húka þeir Guö- mundur Benediktsson (tv.) og Hannes Jón Hannesson. Bókmenntir Meðal Ijóðskálda á Borginni í kvöld: Sigfús Daðason. Myndin er af Sigfúsarmál- verki Baltasars frá 1977, - og Baltasar er ekki allfjarri skáldunum, sýnir nú teikningar í Gallerí Gangskör á Bernhöftstorfu. Kvennadagskrá lýkur í Hlaðvarpanum Menningardagskrá um konur og bókmenntir lýkur nú í vikunni í Hlaðvarpanum á Vesturgötu. í kvöld fjallar Ragnhildur Richter um verk Ástu Sigurðardóttur og Guðrún Gísladóttir les úr verk- um hennar, annað kvöld, er ljóðakvöld þar sem skáldin Vil- borg Dagbjartsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Vigdís Gríms- dóttir, Nína Björk og Ingibjörg Haraldsdóttir (a.m.k.) lesa upp. Hlaðvarpakvöldunum lýkur svo á föstudag með dagskrá helgaðri Jakobínu Sigurðardóttur, leikar- ar lesa úr verkum hennar, og um- ræður um þau á eftir. Alla dagana er sögustund fyrir börn kl. 17.15, en kvölddagskrár hefjast kl. 20.30. Sýning Kristján á Mokka Á Mokka við Skólavörðustíg sýnir Kristján Fr. Guðmundsson 20 vatnslitamyndir og tvö olíu- málverk. Þetta er þriðja einka- sýning Kristjáns en hann var um árabil listaverkasali hér í borg, lengst af á Týsgötu 3. Síðan hann lét af störfum fyrir aldurs sakir hefur hann fengist við listmálun. Sýning Kristjáns er opin út jún- ímánuð. BORGARSKRÁJIN Gulabókin semaUirfaókejpsíhaust Þúsundir fyrirtælgaveróa meó, hvað með þitt fyrirtæki ? ’j r itaB.Ofgartgni 29, sími 622229. .i-töUestisi'Hbgatp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.