Þjóðviljinn - 31.05.1986, Side 2
FRÉTTIR
Dagheimili
Helmingi lengri biðtími
Meðalbiðtími einstœðra foreldra eftir rýmifyrir börn sín hefur lengst um helming
frá árinu 1979 til 1985. Kristín Á. Ólafsdóttir: Enn eitt dœmið sem sannarþörfina á
dagheimilum fram yfir leikskóla. Sjálfstœðismeirihlutinn tekur ekki tillit tilþess
M eldra eftir rými fyrir börn
sín á dagheimilum borgarinnar
hafði árið 1985 lengst um helming
frá árinu 1979. Þá var meðalbið-
tími 3,87 mánuðir en árið 1985
var biðtíminn orðinn 7,82 mán-
uðir.
Á árunum 1979 til 1981 tókst
að minnka meðalbiðtímann í 3,20
mánuði en frá árinu 1982 hefur
biðtíminn lengst úr 3,53 mánuð-
um í 7,82 mánuði. Hér er aðeins
um meðalbiðtíma að ræða en
dæmi eru til um það að fólk þurfi
að bíður skemur eða lengur og þá
allt upp í 1 ár.
„Þessi þróun á sér stað á sama
tíma og kjaraskerðingin hefur
lagst með fullum þunga á launa-
fólk,“ sagði Kristín Á. Ólafsdótt-
ir varaformaður Alþýðubanda-
lagsins. „Eina björgin sem fólk
hefur haft er aukin vinna þannig
að dagvistun fyrir börnin verður
ennþá meiri spurning um lífs-
björg en áður. Þetta er enn eitt
dæmið sem sannar áherslu á leik-
skóla þrátt fyrir það að þörfin sé
rir dagheimilin,“ sagði Kristín
Ólafsjlóttir.
-K.ÓI.
%
Lægstu laun hækki mest!
Hvenær heyrði ég þessa setn-
ingu áður?
Gamli Digranesbærinn fundinn? Orri Vésteinsson, Einar Jónsson og Mjöll Snæsdóttir rannsaka nú það sem ef fil
vill er bæjarstæði Digranesbæjarins. Ljósm. Sig.
Digranes
Elsta bæjarstæðið fundið?
Framkvœmdum við íbúðarhverfiseinkar vegna fornleifarannsókna í Kópavogi.
Guðmundur Ólafsson, fornleifafrœðingur: Hérgœti verið komið upprunalega
bœjarstœðið á Digranesi
Starfsmenn Þjóðminjasafnsins
eru nú að rannsaka hól einn í
nágrenni gamla Digranessbæjar-
ins í Kópavogi. Eru uppi getgátur
um að í hól þessum sé að finna
minjar elsta bæjarstæðisins á
Digranesi.
Guðmundur Ólafsson, forn-
leifafræðingur, hefur yfirumsjón
með rannsókninni, sem er kostuð
af Kópavogskaupstað. Sagði
hann að Adolf Pedersen hefði
fundið þennan hól fyrir nokkrum
árum, skömmu áður en hann lést
og taldi Adolf að þarna hefði
upprunalegi Digranesbærinn ver-
ið staðsettur. Er hóll þessi tölu-
vert ofar en gamli Digranesbær-
inn stóð. Með uppgreftrinum nú
á að ganga úr skugga um hvort
tilgáta Adolfs er rétt, eða hvort
hér er um útihús að ræða, en þeg-
ar hefur komið í ljós að hóll þessi
er leifar af mannvirkjum, því
þegar uppgröfturinn hófst í fyrra-
dag komu fornleifafræðingarnir
strax niður á veggjahleðslu.
Á hólnum hafði verið komið
fyrir skilti um að hann væri frið-
lýstar minjar en þrátt fyrir það
hafði ekki verið tekið tillit til þess
er svæðið var skipulagt og átti að
leggja veg beint í gegnum hólinn.
Eru framkvæmdir þegar hafnar á
nýju íbúðarhverfi þarna en þeim
seinkar eitthvað vegna þessarar
rannsóknar.
Finnist þarna minjar bæjar-
húsa gætu þær verið frá miðöld-
um en elsta ritaða heimildin um
Digranesbæinn er frá 14. öld.
—Sáf
Verkamannafélagið Hlíf
Lægstu laun
hækki mest
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði hélt aðalfund
sinn á fimmtudaginn og segir þar
m.a.:
„Kjarasamningar verkalýðs-
hreyfingarinnarfrá 26. febrúar sl.
eru hvergi nærri því markmiði að
hver einstakur launþegi geti
sómasamlega fleytt sér áfram af
dagvinnutekjum sínum.
Kaup þeirra lægst launuðu er
svo vesældarlegt, að sólarhring-
urinn allur dugar ekki til þess að
ná tekjum sem til þarf til þess að
geta lifað mannsæmandi lífi.
Það eru hörð kjör sem þessu
fólki er gert að lifa við, þegar
jafnvel laun tveggja duga hvergi
nærri til framfærslu meðalfjöl-
skyldu.
Því er það, að Verkamannafé-
lagið Hlíf mun leita allra ráða til
þess að fá laun félagsmanna sinna
hækkuð, og þá mest þeirra sem
lægstu launin hafa.“ Síðan segir:
„Fráfarandi meirihluti í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar, bar ekki
einu sinni gæfu til að svara já-
kvætt beiðni verkalýðsfélaganna
um viðræður, hvað þá að vilja
semja um eðlileg mannsæmandi
lágmarkslaun fyrir þá starfsmenn
sem hjá bænum vinna.
Því skorar Verkamannafélagið
Hlíf á væntanlega bæjarfulltrúa í
Hafnarfirði, að hafa það sem sitt
fyrsta verk að loknum kosning-
um, 31. maí nk., að semja við
verkalýðsfélögin í bænum um
verulegar jcjarabætur. Með því
leggja þeir sitt af mörkum til að
útrýma fátækt úr landinu.“ -gg
FUJ og ÆFAB
Heimdallur rann á rassinn
jóðviljanum hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá
Æskulýðsfylkingu Alþýðubanda-
lagsins og Félagi ungra jafnaðar-
manna, undirrituð af Gísla Þór
Guðmundssyni f.h. ÆFAB og
Jóni B. Lorange f.h. FUJ:
„ÆFR og FUJ lýsa yfir undrun
sinni á ófaglegum vinnubrögðum
Heimdallar vegna áskorunar um
kappræðufundi, sem send var í
lok aprílmánaðar. Eftir mikla
undirbúningsvinnu félaganna
tveggja, þá virðist sem Heimdall-
ur hafi ekki getað farið eða þorað
í kappræður. Fagrar yfirlýsingar
um nauðsyn kappræðna milli
ungliðahreyfinganna virðast því
aðeins hafa verið innantóm orð.
Seinagangur og þvælingur um
fundartíma, fundarstað, fram-
bjóðendur o.s.frv., urðu til þess
að ekki varð mögulegt að halda
fund fyrir 31. maí nk.
ÆFR og FUJ geta ekki skilið
seinagang Heimdallar á annan
veg en að þeir hafi aldrei ætlað
sér í kappræður, og sannast þar
máltækið, að sjaldan fellur eplið
langt frá eikinni, því eins og
menn muna, þá neitaði Sjálfstæð-
isflokkurinn að mæta á DV-
fundinn."
Fyrir hönd ÆFR og FUJ,
Gísli Þór Guðmundsson
Jón B. Lorange
ÞAKMALNING SEM ENDIST
málning'f