Þjóðviljinn - 31.05.1986, Side 3
Símaskráin
VIÐ KJÓSUM MENN
OG MÁIEFNI
Eyjólfur Högnason,
skrifstofustjóri: Upp-
lagið 130þúsund. Yfir
100 þúsund símnotendur
hérálandi
Um 190 tonn af pappír fara í
símaskránna sem símnotendur
eru að fá í hendurnar þessa daga.
Prentun hennar er að ljúka núna
en enn er eftir að binda inn hluta
af upplaginu sem er 130 þúsund
eintök.
Eyjólfur Högnason, skrifstofu-
stjóri á Símstöðinni í Reykjavík,
sagði við Þjóöviljann að árlega
væru mjög miklar breytingar á
númerum og ykjust þær árlega.
Nú eru yfir 100 þúsund símnot-
endur í landinu og er skráin 720
blaðsíður af stærð eða 56 síðum
stærri en í fyrra.
Enn er óljóst hver heildar-
kostnaður við útgáfu verksins
verður þar sem það er enn í
vinnslu, en í fyrra stóðu auglýs-
ingar undir kostnaði af útgáf-
unni.
Þorgeir Baldursson hjá Odda,
sem prentar símaskránna, sagði
að um 190 tonn af pappír færu í
útgáfuna. Pappírinn er fenginn
frá Noregi í ár en var frá Finn-
landi í fyrra.
Þorgeir var spurður að því
hvort ekki borgaði sig að endur-
vinna pappír hér á landi. Sagði
hann að sú hugmynd hefði verið
könnuð af og til en niðurstaðan
ætíð orðið sú að það borgaði sig
ekki. Hinsvegar hefur fyrirtækið
Hringrás safnað pappír undan-
farin ár, hakkað hann og selt til
útlanda, en samkvæmt nýjustu
fréttum er fyrirtækið að gefast
upp á útflutningnum þar sem
magnið er of lítið til að hann
borgi sig. —Sáf
Osló
íslenskt leikrit
f rumsýnt á hátíð
Leikritið Vatnsberarnir eftir
Hcrdísi Egilsdóttur var frumsýnt
í Hövik við Osló um síðustu helgi
á mikilli menningarhátíð sem þar
var haldin.
Það er leikfélagið Bærums
barne- og ungdoms teater sem
flutti verkið við góðar undirtekt-
ir. Vatnsberarnir verða á næstu
vikum fluttir í ýmsum skólum í
Osló og Bærum. Þýðendur eru
þau Guðjón Ólafsson og Gunn
M. Vormvárk og er það hluti af
lokaverkefni þeirra til embættis-
prófs í sérkennslufræðum. -v.
Yfirlýsing
Við vorum
fleiri
I tilefni af grein kvenna úr
Kvennaframboðinu, sem nú
styðja Kvennalistann vil ég taka
eftirfarandi fram:
Það er ekki rétt að Borghildur
Maack hafi nokkurn tíma starfað
með eða verið félagi í Kvenna-
framboðinu, samkvæmt upplýs-
ingum starfsmanns. Þó ég hafi
ekki opinberlega tjáð mig um að
ég vildi ekki að yrði boðið fram, -
þá er ég þeirrar skoðunar ásamt
mörgum öðrum, að ekki væri rétt
að bjóða fram. Enda var það
samþykkt á félagsfundi.
Sigríður Kristinsdóttir
sjúkraliði
Aðalsfeinn Bergdal
leikari
Ásgerður Búadóttir
myndlistarmaður
Bríet Héðinsdóttir
leikari
Bubbi Morthens
tónlistarmaður
Einar Kárason
rithöfundur
Geirharður Þorsteinsson
arkitekt
Gretar Reynisson
myndlistarmaður
Guðbjörg Thoroddsen
leikari
Guðlaug Maria Bjarnadóttir
leikari
Guðmundur Ólafsson
leikari og rithöfundur
Guðrún Gísladóttir
leikari
Gunnar Reynir Sveinsson
tónskáld
Helga E. Jónsdóttir
leikari
Helgi Björnsson
leikari og söngvari
Inga Bjarnason
leikstjóri
Jakob Þór Einarsson
leikari
Jón Hjartarson
leikari
Jón Reykdal
myndlistarmaður
Jónína Guðnadóttir
myndlistarmaður
Karl Ágúst Úlfsson
leikari og rithöfundur
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
leikari
Ólafur Jóhann Sigurðsson
rithöfundur
Ólafur Haukur Símonarson
rithöfundur
Olga Guðrún Árnadóttir
rithöfundur
Pétur Gunnarsson
rithöfundur
Sigrún Edda Björnsdóttir
leikari
Sigrún Valbergsdóttir
leikstjóri
Sigurður Karlsson
leikari
Snorri Hjartarson
skáld
Steinunn Jóhannesdóttir
leikari og rithöfundur
Svava Jakobsdóttir
rithöfundur
Xryggvi Emilsson
rithöfundur
Úlfur Hjörvar
þýðandi
Vigdís Grímsdóttir
rithöfundur
Þórhallur Sigurðsson
leikstjóri
Þorlákur Morthens
myndlistarmaður
Þórunn Sigurðardóttir
leikari og rithöfundur
Þorsteinn frá Hamri
skáld
Þorsteinn Ö. Stephensen
leikari
Þráinn Bertelsson
kvikmyndagerðarmaður
vm KJÓSUM
UM ÚFSSTEFNU
Laugardagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3