Þjóðviljinn - 31.05.1986, Side 8
MENNING
Söngveisla
Til heiðurs
Kristni
Kristinn Hallsson óperusöngvari
veröur sextugur miðvikudaginn 4.
júní. i tilefni þess, honum til heiöurs
munu allir fremstu söngvarar lands-
ins halda honum söngveislu í Þjóð-
leikhúsinu það kvöld.
Kvöldskemmtunin liefst á því að
einn af bestu vinum Kristins Helgi
Sæmundsson rithöfundur ávarpar af-
mælisbarnið en síðan koma fram í
þessari röð eftirtaldir listamenn:
Þuríður Pálsdóttir og Guðmundur
Jónsson, Magnús Jónsson, Elín Sig-
urvinsdóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðmundur
Guðjónsson, Halldór Vilhclmsson,
Einar Markússon, Júlíus Vífill Ing-
varsson og Kristinn Hallsson, Sieg-
linde Kahmann og Sigurður Björns-
son, Kristinn Sigmundsson, Kristján
Jóhannsson, Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Már Magnússon, Ólöf
Kolbrún Harðardóttir og Garðar
Cortes, Kristinn Hallsson, Karlakór-
inn Fóstbræður og Kristinn Hallsson.
Undirleik annast: Agnes Löve,
Anna Guðný Guðmundsdóttir, Cat-
herine Williams, Jónas Ingimundar-
son, Jórunn Viðar, Lára Rafnsdóttir
og Sigfús Halldórsson.
Söngveislan hefst stundvíslega kl.
20 í Þjóðleikhúsinu. Aðgöngumiðar
verða til sölu í Þjóðleikhúsinu á
venjulegum afgreiðslutíma og kosta
500 krónur.
Tónlist
Onnur plata
frá Kristjáni
Ekkert sparab til hljómplötu Kristjáns með
íslenskum lögum. Kemur út á hljómplötu,
snœldu og leisidiski. Framundan: „Petta
típíska stórtenórdebútt í Lincoln Center“
Kristján Jóhannsson
stórsöngvari syngur í ágúst inná
nýja hljómplötu og veröa á henni
íslensksönglög eingöngu. Frá
nýju plötunni var sagt á
blaðamannaf undi í gær og kom
þar fram aö ekkert veröur til
sparað, og valinn maður haföur í
hverju rúmi.
Hljómplatan veröur tekin upp
í hljóðveri CBS-fyrirtækisins í
London, eins af þekktustu tón-
listarfyrirtækjum í heimi, og und-
irleik annast Sinfóníuhljómsveit
Lundúna undir tónsprota norska
stjórnandans Karsten Andersen.
Hann var um árabil aðalstjórn-
andi Sinfóníuhljómsveitar fs-
lands og þekkir vel til íslenskrar
tónlistar. Þekktur breskur upp-
tökumaður, Mike Ross, gerir sér
ferð frá New York til að taka upp
plötuna, sem verður fyrsta ís-
lenska platan sem jafnframt kem-
ur út á snældu og leisidiski.
Þorsteinn Hannesson söngvari
er listrænn ráðunautur við val á
lögunum og aðra umsjón með
plötunni. Hann sagði á blaða-
mannafundinum í gær að lagaval
væri ekki fullfrágengið en nefndi
meðal annars tónskáldin Sigfús
Einarsson, Sigvalda Kaldalóns,
Þórarin Guðmundsson og Emil
Thoroddsen, - „það er skylda
hvers söngvara að syngja ein-
hvern tíma allt standard-
repertúarið," - en á fundinum
tók Kristján söngelskum löndum
vara fyrir að búast við hefð-
bundnum flutningi laganna á
plötunni: „hér hefur það verið
alltof mikið þannig að einhver
einn syngur lag, - og þá er það
orðið þannig að allir aðrir apa
það eftir,“ - „mörg af þessum ís-
lensku iögum er mjög van-
sungin“.
Efni plötunnar verður sótt úr
ýmsum tónáttum, en útsetningar
Listahátíð
Flamenco
Á sunnudag og mánudag dansar
og leikur í Broadway flamenco-
flokkurfrá Spáni urfdir stjórn Ja-
vier Agra. Um listgreininaflam-
encoerfjallaðás. 10-11 ísunnu-
dagsblaði, en í hópnum sem
hingað kemur eru aö sögn frægir
listamenn:
Dansmærin Rosa Durán ólst
upp í Madrid og var ekki nema
fimm ára þegar fjallað var um
dans hennar í dagblöðum í Ma-
drid. Hún hefur hlotið ýmiskonar
viðurkenningu fyrir dans sinn;
verðlaun frá Leikhúsi þjóðanna í
París, fengið þjóðarverðlaun
Kennaraskólans í flamenco-
fræðum o.fl. Hún kennir nú flam-
enco við akademíuna í Madrid. -
Gítarleikarinn Perico Del Luna
hefur komið fram á leiksviðum
Evrópu og Ameríku og hlotið
mikið lof. Leikur hans er talinn
mjög upprunalegur og í nánum
tengslum við spænska hefð í gít-
arleik. Með í hópnum er einnig
ungur gítarleikari sem hlaut 1.
verðlaun fyrir gítarleik frá Kenn-
araskólanum í flamenco-fræðum
í Jerez de Frontera 1984. Hann er
talinn einn efnilegasti konsert-
gítarleikari Spánar.
Doris Lessing
Sunnudaginn l.júníverðurdag-
skrá um breska rihöfundinn Doris
Lessing í lönó og hefst hún klukk-
an 16.00. Doris Lessing er
heimskunnurrithöfundurog hafa
bækur hennar verið þýddar á
fjöldatungumála. Dagskráiní
Iðnó er í umsjón Birgis Sigurös-
sonar rithöfundar. Magdalena
Schram flytur erindi um skáld-
konuna og verk hennar og leikar-
arnir Arnar Jónsson, BríetHéö-
insdóttirog Kristbjörg Kjeld lesa
úrverkum hennar. Sjálf spjallar
Doris Lessing um „gullöld skáld-
sögunnar" og svararfyrirspurnum
Doris Lessing ólst upp í Rhó-
desíu og gerast sumar sögur
hennar þar. En bækur hennar
spanna nær allt sem í mannlegu
lífi hrærist og dýpsti tónninn í
skáldskap hennar er afdráttar-
laus mannúð. Hún er mjög af-
kastamikill höfundur og kemur
lesendum sínum sífellt á óvart.
í tilefni komu hennar hingað til
lands kemur skáldsaga hennar
Grasið syngur út hjá Forlaginu en
áður hefur skáldsagan Minningar
einnar sem eftir lifði komið út á
íslensku.
Hver fær
verðlaunin?
Meö smásagnasamkeppni
Listahátíöar má segja aö allir
núverandi og verðandi
rithöfundar þjóðarinnar hafi verið
kallaðir til leiks; frá þeim bárust
370 smásögur í keppnina.
En hvaða þrjár sögur dæmdu
dómnefndarmenn bestar? Og
hvaða sögur verða gefnar út í
smásagnasafni því sem Almenna
bókafélagið gefur út og dóm-
nefndin hefur valið til útgáfu?
Svör við þessum spurningum
fást á opnunardegi Listahátíðar á
Kjarvalsstöðum.
Búrsjúladse
kemur ekki
Framkvæmdastjóm Listahátíöar
var tilkynnt í gær að gerski bass-
asöngvarinn Paata Búrsjúladse
hafi ekki fengiö ferðaleyfi hjá so-
véskum yfirvöldum, og veröi því
ekkert af fyrirhuguöum tónleikum
með Sinfóníuhljómsveitinni 6.
júní.
Umboðsmaður söngvarans í
Frakklandi sendi skeytið, og eru
engar frekari skýringar gefnar á
málinu.
Eitt málverka Tryggva: Sigríður Eyjafjarðarsól, frá 1929.
Kristján Jóhannsson með konu sinni, Sigurjónu Sverrisdóttur leikara: „Það reka sumir upp stór augu þegar ég syng þessi
lög".
laganna eru allar eftir Jón Þórar-
insson tónskáld, „og það er á eng-
an hallað þó að sagt sé að til þess
eru varla aðrir færari,“ sagði Þor-
steinn Hannesson.
Það stendur þannig breiðfylk-
ing tónlistarmanna að baki Krist-
jáni og er þó einn ótalinn, Björg-
vin Halldórsson, sem annast
tæknilega umsjón við gerð plöt-
unnar og er milligöngumaður við
erlenda flytjendur og upptöku-
menn; - hann var í svipuðu hlut-
verki við gerð fyrri plötu Krist-
jáns fyrir þremur árum.
Kristján kom í höfuðborgina
frá Akureyri þarsem hann hélt
tónleika fyrir almenning og sér-
staklega fyrir aldraða; - hann var
í gær inntur eftir söng hér syðra:
„Núna? Á Listahátíð? Ég veit
ekki hvort maður ætti að gera
þeim þann óleik!“. Hann er ann-
ars hvorteðer of önnum kafinn,
en lofaði hálfpartinn að syngja í
haust, þegar platan kemur út.
Haldi einhver ennþá að Krist-
ján sé ekki heimsfrægur er rétt að
líta á dagskrá hans framundan:
næst syngur hann í Tosca í Ohio,
síðan platan í London, þarnæst
„er komið að þessu típíska stór-
tendórdebútti í Lincoln Center“ í
New York-óperunni, La Bo-
heme, - og aftur í október í
Faust, þá til Milwaukee að syngja
í Tosca, síðan hingað heim og aft-
ur Tosca, eftir áramót til Chicago
í Grímudansleik þarsem þeir
skiptast á um tenórhlutverk
Kristján og félagi Luciano Pavar-
otti. Og er bókaður langt frammí
tímann.
Listasafn ASÍ
Verk Tryggva
Magnússonar
Viðskiptamennirnir Jón Karls-
son og Jónas Ólafsson hafa með
öðrum stofnað fyrirtækið Strand-
högg til útgáfunnar, en platan er
væntanleg á markað í nóvember,
- jólaplatan í ár.
í dag hefst yf irlitssýning á
verkum T ryggva Magnússonar í
Listasafni ASI viö Grensásveg.
T ryggvi er góökunnur, að
minnsta kosti eldri kynslóðinni og
munu flestir sem komnir eru af
unglingsskeiði minnastteikninga
þeirra sem hann gerði fyrir
skopblaðiö Spegilinn á árunum
1926-1949.
Færri minnast hans þó ef til vill
fyrir annað það sem finna má í
ævistarfi hans, en þar má helst
nefna málverk máluð eftir
minnum úr þjóðsögunum og
ævintýrum, landslagsmálverk,
portrett, teikningar í bækur og
síðast en ekki síst fornmannaspil-
in svokölluðu.
Á sýningunni verða frum-
myndir af á annað hundrað völd-
um teikningum úr Speglinum,
um 20 málverk, frummyndir af
fornmannaspílum auk sýnishorns
af öðrum verkum Tryggva.
í sýningarskrá skrifar Björn
Th. Björnsson um Tryggva og
myndlist hans.
Sýningin stendur til 22. júní og
er opin 16-20 virka daga, 14-22
um helgar.