Þjóðviljinn - 31.05.1986, Síða 12
Hvemig fara kosningamar?
Jákvæð mál á oddinn
Ég þori engu aö spá um úrslitin en vona auðvitað að við fáum tvo
fulltrúa inn, sagði Jóhannes Guðmundsson kosningastjóri Alþýðu-
flokksins.
Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið fram?
í þessari baráttu höfum við lagt áherslu á jákvæð mál en ekki
neikvæð. Kaupleigumálin hafa verið sett á oddinn en það er lífsspurs-
mál fyrir fjölmarga að þau mál nái fram að ganga. Okkur sýnist að fólk
sé smám saman að átta sig á því um hvað kaupleigumálin fj alla. Annars
hefur þessi barátta verið mjög skemmtileg og lífleg. -K.Ól.
Ásrún Hauksdóttir og Jóhannes Guðmundsson.
Sigrún Sturludóttir.
Ekkert vonleysi í loftinu
Við erum sannfærð um að við fáum einn fulltrúa inn, sagði Sigrún
Sturludóttir kosningastjóri Framsóknarflokksins. Svo giska ég á að
Sjálfstæðisflokkurinn fái 9 fulltrúa kjörna, Alþýðuflokkurinn og
Kvennalistinn einn hvor og Alþýðubandalagið þrjá.
Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa farið fram?
Mér finnst hún nú ekki ólík því sem verið hefur að undanskildu því
að íhaldið hefur haldið sig í felum að þessu sinni. Að öðru leyti þá eru
baráttumál hinna flokkanna mjög svipuð, það eru bara áherslurnar
sem eru breytilegar.
Hefur starfið verið skemmtilegt?
Frábærlega skemmtilegt. Hér hefur ríkt góður andi og mikil barátt-
ugleði. Það er sem betur fer ekkert vonleysi í loftinu, við fáum okkar
fulltrúa inn. -K.Ól.
Bjartsýn á úrslitin
Við treystum á dómgreind borgarbúa og vonum að við höldum velli,
sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson kosningastjóri Sjálfstæðis-
flokksins. Við gerum okkur auðvitað ljóst að allt getur gerst. Við fáum
a.m.k. 8 fulltrúa kjörna en öðru vil ég ekki spá því ég er enginn
spámaður.
Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa verið?
Baráttan núna hefur einkennst af meiri málefnalegri fátækt en oftast
áður. Það hefur sjaldan verið jafn mikið af lygum í gangi og persónu-
legum árásum og svívirðingum á Davíð borgarstjóra.
En hefur þér ekki þótt þetta starf skemmtilegt?
Jú kosningabarátta er alltaf skemmtileg. Maður umgengst mikið af
fólki og við erum öll frekar bjartsýn á úrslitin. -K.ÓI.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
Metúsalem Þórisson ásamt félögum úr Flokki mannsins.
Við emm venjulegt folk
Ég spái Sjálfstæðisflokknum 8 fulltrúum, Alþýðuflokknum 2, Al-
þýðubandalaginu 3, Kvennalistanum 1 og okkur 1 fulltrúa, sagði Met-
úsalem Þórisson kosningastjóri Flokks mannsins.
Finnst þér kosningabaráttan hafa verið málefnaleg?
Ekki venju fremur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið látið sjá sig í
þessari baráttu og fjórflokkarnir hafa blekkt kjósendur með því að
látast vera ólíkir hver öðrum. Alþýðubandalagið talar um íhald og
íhaldið um komma en í raun eru þetta sama deildin í sama flokknum
sem kalla mætti Meinlausa Miðjuflokkinn.
Hefur baráttan annars verið skemmtileg?
Mjög skemmtileg. í Flokki mannsins er fullt af fólki sem er að taka
þátt í stjórnmálum í fyrsta skipti, og ef ekki hefði verið fyrir Flokk
mannsins þá hefði það aldrei komið í slaginn. Þetta er venjulegt fólk
sem á ekki upp á pallborðið hjá hinum flokkunum. -K.Ól.
Ekki karp um persónur
Ég vil engu spá sérstaklega um úrslitin, en ég vona að þau komi
öllum á óvart og okkur skemmtilega á óvarto verði öðrum þörf lexía,
sagði Kristín Árnadóttir kosningastjóri Kvennalistans.
Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa verið?
Hún hefur ekki verið málefnaleg þegar á heildina er litið. Við í
Kvennalistanum höfum ekki tekið þátt í þesu karpi um persónur en
lagt áherslu á málefnalega umræðu. Annars hefur þessi barátta verið
almennt séð mjög dauf og lítið áberandi út á við en mjög lífleg og
skemmtileg hér hjá okkur. -K.ÓI.
Kristín Árnadóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Kristín Blöndal og Magdalena Schram.
Kosningastjórarnir í Reykjavík teknir tali
12 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. maí 1986
I