Þjóðviljinn - 31.05.1986, Síða 13

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Síða 13
KOSNINGAR ‘86 14% ákváðu sig á kjördag ÓlafurP. Harðarson: Samkvæmt niðurstöðum kosningarannsóknar 1983 tóku 14% kjósenda ákvörðun á kjördag um hvað skyldi kjósa. 40% ungafólksins óráðið síðustu vikunafyrir kjördag. Sýnirað kosningabaráttan skiptir málifram á síðasta dag og mikilvœgi þess að ná til ungafólksins Ólafur Þ. Harðarson: Flokkstryggðin virðist fara minnkandi. Hin fjölmörgu óháðu framboð bera t.d. vott um það. Vegir kjósenda eru ekki með öllu órannsakanlegir, þ.e.a.s. ekki eftir að skoðanakannanir komu til sögunnar jafnvel þó þær gefi aðeins vísbendingu. Undanfarnar vikur hefur niður- stöðum skoðanakannana rignt yfir þjóðina og menn dunda sér við að spá um úrslit kosninganna á grundvelli þeirra. Það sem einkennir flestar þessar niðurstöður er hversu hátt hlutfall þeirra sem óákveðnir eru er, þrátt fyrir það að kosningar séu á næsta leiti þegar skoðanakönnunin er gerð. I leit að frekari upplýs- ingum um hóp hinna óá- kveðnu hittum við að máli Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræð- ing, en hann hefur staðið að framkvæmd skoðanakannana um kosningahegðun fólks. Við spurðum hann fyrst hvort nokkrar upplýsingar lægju fyrir sem gæfu vísbendingu um það hvenær hinir óá- kveðnu tækju ákvörðun um hvað þeir ætluðu að kjósa. - í kosningarannsókn sem ég stóð fyrir eftir Alþingiskosning- arnar 1983 spurðum við rúmlega 1000 kjósendur um ýmis atriði varðandi stjórnmál. Við spurð- um m.a. hvenær þeir hefðu ákveðið hvað þeir þeir ætluðu að kjósa. í ljós kom að um 14% sögðu að þeir hefðu ákveðið sig á kjördag en samtals voru það 30% sem sögðu að þeir hefðu tekið ákvörðun um hvað þeir ætluðu að kjósa síðustu 7-8 dagana fyrir kosningar. Þetta þýðir ekki nauðsynlega að fólk sé algjörlega óráðið fram á síðasta dag. Margir eru að velta vöngum yfir 2-3 flokkum, hvort þeir eigi að kjósa sinn gamla flokk eða kannski skipta. Það er afskaplega athyglisvert að skoða hvernig ólíkir aldurs- hópar svara þessari spurningu. 23% yngstu kjósendanna (20-23 ára) sögðust hafa ákveðið sig á kjördag og samanlagt yfir 40% kjósendahóps sögðust hafa tekið Daaskrár- Sjónvarp. Við leitum að þáttagerðarfóikí Fóiki sem getur komið fram á skjánum, í beinni og óbeinni útsend/ngu samið kynningar og unnið að gerð sjónvarps- þátta bœði eftir eigin handriti og annarra. Efþú hefur trú á sjáifum þér í þetta starf, getur unnið sjáifstœtt og ert drífandi og dug/egur sendu okkur þá uþþiýsingar um þig. Ef við teijum að þú komir tii greina sem dagskrár- gerðarmaður, eftir að hafa skoðað þœr uppiýsingar og efni sem þú sendir inn, þá munum við ka/ia á þig í prufutöku og gefa þér kost á að spreyta þig tii reynsiu. Óskað er eftir að menn útbúi um- sóknir um þetta starf eftir eigin höfði, t.d. á myndsnœ/dum. Umsóknum skai sk/iað fyrir6. júní t/i sjónvarpsins. Umsóknum veitt móttaka á símaaf- greiðs/u Sjónvarpsins, Laugavegi 176. R/kiSUTVARP/Ð ákvörðun í síðustu vikunni fyrir kosningar. Ef við lítum hins vegar á elsta aldurshópinn (70-83 ára) þá sögðust 2Vi% þessara kjósenda hafa ákveðið sig á kjördag og samtals eru það rúm 5% í þessum hópi sem segjast ákveða hvað Íeir ætla að kjósa síðustu vikuna. þessum aldurshópi sögðu 87% að þeir hefðu ekki hugleitt að kjósa aðra flokka en þann sem þeir kusu, þetta gilti einungis um þriðjung yngstu kjósendanna. Þetta sýnir okkur kannski ekki síst að kosningabaráttan skiptir auðvitað heilmiklu máli og að það gildir alveg fram á síðasta dag. Þetta sýnir líka að flokkarnir ættu ekki hvað síst að reyna að ná til unga fólksins þar sem það er miklu óráðnara en það eldra. Er munur á kosningahegðun fólks í sveitarstjórnarkosningum og Alþingiskosningum? Er t.d. hreyfanleiki milli flokka meiri í sveitarstj órnarkosningunum? - Það eru ekki til nákvæm gögn um það en þó er ýmislegt sem gefur vísbendingu um það. Við þykjumst vita að almennt tal- að hafi flokkstryggð minnkað. Það er ljóst að fólk hefur alltaf gert talsvert af því að kjósa öðru- vísi í sveitarstjórnarkosningum en Alþingiskosningum. Kosn- ingaúrslit borgarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík er ljóslifandi dæmi um það en þar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn yfirleitt haft meira fylgi en í Alþingiskosning- unum. Hins vegar þykir mér ekki ólík- legt að flokkstryggðin fari enn minnkandi, en fjölgun óháðra framboða í fjölmörgum kaup- stöðum ber kannski vott um það. Fyrir fáeinum árum taldist óháð framboð til undantekninga. Þetta bendir til þess að tök flokkanna séu veikari en áður og er kannski til marks um það að vaxandi brestir séu að koma fram í núver- andi flokkakerfi. —K.Ól. VEGAGERÐIN Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: 1. Styrking Siglufjarðarvegar í Skagafirði 1986. (50.000 m3, 5 km). Verki skal lokið 10. september 1986. 2. Héraðsdalsvegur um Stapasneiðing 1986. (7000 m3, 0,8 km). Verki skal lokið 30. sept. 1986. 3. Mölburður á Skagavegi í Skagafirði. (2000 m3, 6 km). Verki skal lokið 30. júní 1986. Útboðs- gögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. júní nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 16. júní 1986. Vegamálastjóri. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Skólaskrifstofu Reykjavíkur, óskareftirtilboðum í eftirfarandi: 1. Viðgerðir á Réttarholtsskóla, tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 11. júní n.k. kl. 11. 2. Viðgerðir á Tjarnargötu 12, tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 11. júní n.k. kl. 14. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 3. júní n.k. gegn kr. 5.000.- skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útför fööur okkar Kristjáns Júlíussonar fv. vigtarmanns við Reykjavíkurhöfn sem andaöist 25. maí sl., fer fram mánudaginn 2. júní kl. 10.30 frá nýju kapellu í Fossvogi. Þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð í Kópavogi njóta þess. Börnin

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.