Þjóðviljinn - 05.06.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Page 4
Viðskiptabann á Suður-Afríku Við höfum verið minnt á Suður-Afríku með ýmsum hætti undanfarna daga. Það berast nýj- ar fregnir af því ofbeldi sem á undanförnum 20 mánuðum hefur kostað um 1600 manns lífið og eru flestir þeirra blökkumenn, sem fallið hafa í átökum við lögreglu og nú síðast við afríska bófaflokka, sem taldir eru ganga erinda hinna hvítu valdhafa. Við höfum frétt af árás suðurafr- ískra hersveita á meintar bækistöðvar ANC, Afríska þjóðarráðsins, í þrem grannríkjum, sem virðast ekki hafa átt að gegna öðrum tilgangi en stöðva samningaumleitanir um einhverskonar friðsamlega þróun, sem nefnd á vegum Sam- veldisins breska reyndi að koma á. Og frændur okkar Danir hafa í trássi við vilja ríkisstjórnarinn- ar, samþykkt á þingi algjört viðskiptabann á Suður-Afríku - m.ö.o. þeir hafa fyrstir Evrópu- þjóða orðið við tiimælum Desmonds biskups Tutus og fleiri þeirra andstæðinga kynþáttakúg- unar í Suður-Afríku sem telja efnahagslegar refsiaðgerðir gegn valdhöfum einu færu ieiðina til afnáms apartheid án mikilla blóðsúthellinga. Eins og oft áður eru menn fyrst og fremst að velta því fyrir sér hvort efnahagslegar refisað- gerðir gegn minnihlutastjórninni í Pretoríu séu framkvæmanlegar og hvort þær dugi til og sumir beita mikilli úrtölulist í því sambandi og segja kannski sem svo að slíkar aðgerðir geri aðeins illt verra. Og stjórnir Breta og Bandaríkj- anna hafa með ýmsum hætti þvælst fyrir tillög- um um samræmdar og róttækar refsiaðgerðir m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sagan sýnir reyndar, að það er erfitt að stilla ríki saman til refsiaðgerða - enda gerir mark- aðshyggjan, sem stýrir Vesturlöndum, í raun- inni alls ekki ráð fyrir því að svo sé gert. En á hitt er að líta að ástandið í Suður-Afríku er mjög sérstætt og einmitt þess eðlis að efnahagslegar refsiaðgerðir, einnig þær sem gloppóttar eru, geta borið árangur. Og hafa reyndargert það að nokkru leyti. Hið ótrygga ástand í Suður-Afríku og for- dæming umheimsins á minnihlutastjórninni hefur leitt til þess, að nokkrar refsiaðgerðir eru af stað farnar. Varðar þá mestu um takmarkanir lánafyrirgreiðslu til Suður-Afríku. Þær hafa og valdið því, að erlend auðfélög, sem eiga miklar fjárfestingar í Suður-Afríku, hafa neyðst til að hugsa sitt ráð upp á nýtt. Auðfélög þessi komu til landsins með sitt fjármagn í þeim augljósa tilgangi að raka saman skjótfengnum og mikl- um gróða á réttlausu og ódýru vinnuafli blökku- manna. En nú sjá þau - vitanlega ekki af mann- úðarástæðum heldur vegna sinnar hagsmuna- gæslu - að þau verða að breyta til, gera eitthvað sem kannski bjargaði einhverju af þeirra fjár- festingum eftir að kynþáttakúgunarkerfið hryn- ur. Og því var það, að þessir kapítalistar tóku í fyrra upp leynilegar viðræður við ANC, Afríska þjóðarráðið, um framtíð landsins - meðan stjórn Bothas telur enn allar slíkar viðræður jaðra við landráð. Það er stundum sagt sem svo að það verði að gefa hvíta minnihlutastjórninni svigrúm til að leysa málin hægt og í áföngum. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að þeir valds- herrar hafa margoft vísað frá öllum möguleikum á slíkri „áfangaþróun". Nú á seinni misserum með því að stofna „heimalönd", gerviríki blökkumanna og flytja þangað nauðuga um þrjár milljónir manna, og með því að reyna að deila og drottna: freista Indverja og kynblend- inga með nokkrum sérfríðindum. Ef stormur borgarastríðs skellur á með feiknalegum blóðs- úthellingum, þá er svo uppskorið sem til var sáð. En með því að slíkt blóðbað er ótrygg ávís- un á frelsi og mannréttindi í framtíðinni, þá er réttast að leggja sem best eyru við orð þeirra sem í Suður-Afríku vilja afnema misrétti og kúg- un með friðsamlegri aðferðum. Og sem fyrr segir: þeir biðja okkur hina að stilla saman kröft- um til að einangra valdhafana á alþjóðlegum vettvangi og gera þeim þar með ófært um að halda kúgunarkerfi sínu til streitu. -áb. KLIPPT OG SKORIÐ Hræðsluáróður Á lokaspretti kosninganna hef- ur hræðsluáróðurinn alla jafna gefist Sjálfstæðisflokknum eink- ar vel. Og svo fór í þeirri orrahríð sem nú er afstaðin, að líklega skilaði hann níunda manni flokksins í friðarhöfn borgar- stjórnarinnar. Sannleikurinn var nefnilega sá, að kosningabarátta flokksins var óvanalega klaufa- lega rekin frá upphafi, og augljóst að þar var um vélað af óreyndum gæðingum. Sjálfstæðisflokkurinn fór til að mynda inn í síðustu viku kosning- anna án þess að hafa til reiðu nokkurt það sprengiefni sem alla jafna þarf til að halda dampinum á lokasprettinum. Vinstra megin höfðu menn tekið áhættu, lögðu það undir að skoðanakönnun um Ölfusvatnsmálið myndi skila mikilli andstöðu borgarbúa. Svo reyndist vera, kosningabarátta Pjóðviljans og stjórnarandstöð- unnar hafði náð því máli „í gegn“, mikill meirihluti borgar- búa var á móti kaupunum. Neyöaropiö En Sjálfstæðisflokkurinn fór hins vegar allslaus inn f lokavik- una, og átti þar að auki þann mikla afleik að leggja ekki í við- ræður við aðra flokka á D V fund- inum. Þau mistök, ásamt niður- stöðum könnunarinnar sem Fé- lagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Þjóðviljann um Ölfus- vatnsmálið skapaði feiknalegan skjálfta í taugakerfi íhaldsins í Reykjavík. Raunar engu minni en þann sem íhaldið bjó til á sín- um tíma í sprungusveimum á Rauðavatnsheiðum. Þegar í þvílíkar nauðir var komið, var auðvitað aðeins eitt ráð. Mogginn. Og neyðarópið sem gamli góði Mogginn rak upp síðustu dagana var átakanlegt. En það skilaði árangri. Myndin sem Mogginn birti af hinum örfá- menna útifundi íhaldsins, þar sem Ölfusvatni rigndi úr himnun- um yfir íhaldið á Lækjartorgi, hafði gífurleg áhrif. „Ætliði að láta ástandið vera svona á kjör- degi?“ voru skilaboð myndarinn- ar. Pravda Davíð Oddsson og Geir Hall- grímsson voru líka látnir gráta í kór á síðum blaðsins og gott ef ekki blikaði á tár á hvörmum geð- fellds íhaldsunglings sem fékk að halda ræðu, Arna Sigfússonar. Hræðsluáróðurinn gekk. íhaldið tók við sér. Hætti við að sitja heima, fór og kaus þrátt fyrir að Davíð hefði misst geislabauginn. Hætti við að kjósa kratana, og aumingja Bryndís sem var búin að vinna svo vel tók skellinn. Neyðaróp Morgunblaðsins síð- ustu dagana nísti inn í merg Reykjavíkuríhaldsins. Meiri- hlutinn, sem auðvitað var aldrei í hættu nema í taugaveikluðum hugum kjörstjóra íhaldsins, bjargaðist. En það sem tapaðist við þetta var hins vegar ásýnd Morgunblaðsins. Blaðið hefur ástundað að telja þjóðinni trú um að í rauninni væri það ekki lengur flokkslegt málgagn Sjálfstæðis- flokksins. Eftir þessa kosninga- baráttu verður aldrei hægt að telja nokkrum hugsandi manni trú um það. Kosningabaráttan skilaði Morgunblaðinu nokkrum áratugum aftur í tímann. Flokkurinn hefur aftur eignast Prövdu. Niðurlæging Þorsteins Það vakti athygli í fréttum Morgunblaðsins af kosningaúr- slitunum, hvernig blaðið gerði sér far um að niðurlægja Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðis- flokksins. Að vísu hefur Morgun- blaðið ekki farið giska dult með þá skoðun sína, að ráðherradóm- ur Þorsteins hafi ekki skilað því sem til var ætlast. En Morgun- blaðið hefur ævinlega sýnt foring- ja flokksins ákveðna lágmarks- kurteisi. Hún er r.ú fokin út í veður og vind. Morgunblaðið sá nefnilega ástæðu til að geta þess sérstaklega í aðalfrétt blaðsins af kosningunum á forsíðu, að tapið hjá Sjálfstæðisflokknum hefði verið mest á því svæði, sem kjör- dæmi Þorsteins Pálssonar tekur meðal annars til. Auðvitað vakir ekki nema eitt fyrir Morgunblaðinu með þessu. Blaðið er að leggja áherslu á, að Þorsteinn er veikur formaður. Hann tapar mestu fylgi. Hinn harðrökrétta niðurstaða er að- eins ein: það þarf að skipta um formann. Pravda á auðvitað sinn Gor- batsjef. Og þess verður skammt að bíða að hann verði leidur á stall. Þangað til mun Morgun- blaðsklíkan leyfa Þorsteini að rykfalla áfram í ráðuneytinu, sem hann virðist sjálfur hafa kosið sér að pólitískri gröf. Nýr tími Það gerist ekki ýkja oft, að menn geti sagt með nokkurri vissu að tilteknu pólitísku skeiði sé lokið. En það má staðhæfa, að niðurstöður kosninganna í síð- ustu viku staðfesta að framrás frjálshyggjunnar er lokið. Um skeið er viðbúið að eins konar pólitískt tómarúm taki við. Það er einmitt upp úr slfku á- standi sem hægt er að byggja stökkpall fyrir nýja pólitíska val- kosti, vegna þess að undir slíkum kringumstæðum verður eftir- spurn eftir þeim í þjóðfélaginu. í slíku ástandi er hægt að færa mið- punkt umræðunnar í þjóðfé- laginu til. Frjálshyggjan svipti á sínum tíma miðju stjórnmála á íslandi vel til hægri. Nú er að skapast ástand, sem gerir kleift að leiðrétta þá skekkju. Frjálshyggjan sem hugmynda- kerfi hefur gengið sjálfri sér til húðar á landinu, og mótaður vinstri valkostur gæti einmitt við þessar aðstæður mótað farveg fyrir pólitíska umræðu næstu ára. Þessvegna er nauðsynlegt að menn noti nú tímann til að setja fram hugmyndir og ræða fleti hugsanlegrar vinstri samvinnu. -ÖS DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóöinsson. Ritstjórnarfulltrúí: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: G’aröarGuöjónsson, Guölaugur Arason (Akureyri), Ing-, ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.; Gíslason, Möröur Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, SiguröurÁ. Friö-I þjófsson, Víöir Sigurösson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guöbjörnsson, Garöar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdótfir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríöur Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guöbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. reiöslustjóri: Hörður Jónsson. reiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. leimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. lyrsla, afgreiösla, ritstjórn: jmúla 6, Reykjavík, sími 681333. llýsingar: Sföumúla 6 símar 681331 og 681310. arot oa setnlno: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Holgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 5. Júnf 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.