Þjóðviljinn - 05.06.1986, Side 5
Síðasta bréfið heim
eftir Gunnar Kára Magnússon
Við getum aldrei kallað það
íslandföðurland, sem
leggur allt á vogarskálar
gróðahyggju á kostnað
manngildis og menningar
Aðfari: Það kemur stundum
fyrir að maður óskar þess að hafa
látið einhver þau orð falla í
ákveðnu samhengi sem hefðu
getað áorkað einhverju fyrir ein-
hvern. Hjálpað honum til að
breyta öðruvísi en hann gerir
seinna meir, hjálpað einhverjum
til að taka rétta ákvörðun.
Ég og fjölskylda mín, kona og
þrjú börn, fluttum til Svíþjóðar
þann 15 febrúar s.l. Með réttu
hefði ég átt að skrifa þessa grein
þá til þess að segja réttu orðin á
rétta augnablikinu. En lífið er
ekki svona leikrænt. Þeir eru yfir-
leitt fáir sem heyra hin vængjuðu
kveðjuorð.
Úr þessu skal samt bætt hér og
raktar ástæður þess að við yfir-
gefum nú fsland í annað sinn og
núna að öllum líkindum fyrir fullt
og allt.
Heimkoma:
Hoppað á milli
leigjuhjalla
Við fluttum aftur til íslands
1982, eftir að hafa dvalið í Sví-
þjóð frá 1977 við vinnu og nám.
Þá áttum við tvö börn.
Við höfðum engar sérstakar
væntingar við heimkomuna, ætl-
uðum ekki að leggja landið að
fótum okkar eða neitt þess hátt-
ar, heldur vonuðumst við eftir að
geta fengið vinnu við okkar hæfi
og keypt íbúð eða hús sem hent-
aði okkur.
í Reykjavík hírðumst við fyrsta
sumarið í lítilli 2ja herbergja
íbúð, sem kunningjafólk okkar í
Svíþjóð átti. Þaðan urðum við að
vera farin fyrir haustið, því þau,
eins og við, hugðu á heimflutn-
ing. Ætlunin var því í byrjun að
leita okkur að hentugu leiguhús-
næði þaðan. Fljótlega komumst
við að því að Reykjavík og ná-
grenni bauð ekki upp á neitt sem
heitir hentugt leiguhúsnæði,
nema þú sért ríkur, eða eigir ríka
að. Veraldlegur auður af því tag-
inu var ekki og er ekki til í okkar
fjölskyldum. Hefðum við verið
barnlaus, hefði sjálfsagt verið
lítið mál að setjast upp hjá öðrum
hvorum foreldra okkar. En því er
nú þannig háttað á landinu bláa
að börn eru dragbítur á fátækum
foreldrum.
Þú skalt samt ekki halda, les-
andi góður, að við höfum haft
minna til að lifa af en aðrir. Það er
ekki rétt en við vorum hluti af
þeim aragrúa fólks á svipuðu reki
og við erum sem hafa ekki nóg.
Þrátt fyrir það að við hefðum lagt
nótt við dag í vinnu.
Eftir að hafa búið í ferðatösk-
unum þetta fyrsta sumar lá leiðin
út á land þar sem okkur bauðst
kennsla og leiguhúsnæði á því
sem við töldum viðráðanlegu
verði. Reyndar kom í ljós að
óeðlilega dýr hitaveita var á
staðnum, sem leiddi til þess að
leigan var ekki mikið undir því
sem hún gerist í Reykjavík, eða
gerðist þá.
Á þessum stað, Vestmanna-
eyjum, dvöldum við í ríflega þrjú
ár, kynntumst hressu fólki og leið
eftir atvikum vel. í eitt og hálft ár
bjuggum við í tveimur leiguíbúð-
um. Þegar okkur var sagt upp
seinna húsnæðinu, var þriðja
barnið á leiðinni og okkur var far-
ið að lengja eftir húsnæði sem við
gætum kallað heimili.
Ég var þá kominn í þokkalega
vel launað starf sem ég hefði get-
að hugsað mér að sinna til ævi-
loka, þó vinnudagurinn væri oft á
tíðum langur. Við ákváðum að
slá til og kaupa íbúð.
Að upplifa
fáránleikann
Það var margt sem við töldum
mæla með því að við keyptum
þetta hús, húsnæði á staðnum lá
almennt fleiri tugum prósenta
undir því sem almennt gerist og
gengur á höfuðborgarsvæðinu,
og við töldum okkur, og gátum
reyndar, staðið í skilum á þeim
lánum sem hvfldu á húseigninni,
svo og þeim sem við þurftum að
taka.
Á það skal bent, og getur kann-
ski lagst okkur til lasts að núver-
andi ríkisstjórn var þá fyrir
allnokkru búin að afnema verð-
bætur á laun. Forsætisráðherra
var meira að segja búinn að fá
klapp á bakið erlendis fyrir að
vera kraftaverkasæringamaður á
verðbólgudrauginn.
Það voru líka raunsæismenn í
vinahópi okkar sem bentu okkur
á að þetta væri glórulaust fyrir-
tæki. Vaxtabyrðin væri svona og
svona há og verðbótaþátturinn
gæti farið með allt til andskotans.
Við skelltum ekki beinlínis skoll-
aeyrum við aðvörunum þeirra,
fannst þeir frekar svartsýnir,
héldum að hið fáránlega ástand
sem ríkti í húsnæðismálum ís-
lendinga gæti ekki gengið til
lengdar.
Líklegast erum við með þeim
ósköpum fædd að trúa ekki fár-
ánleikanum fyrr en við upplifum
hann sjálf.
f næstum þrjú ár böxuðum við
áfram, eitt skref upp og tvö nið-
ur.
Óteljandi eru aukasnúningarn-
ir sem voru lagðir inn til að redda
hinum og þessum víxlinum, víxl-
um sem smátt og smátt fengu
hærri dráttarvexti eftir því sem
súpan jókst að vöxtum, ef svo
mætti að orði komast.
Fjölskyldan hittist orðið aðeins
við matarborðið á kvöldin og
yngsta barnið hélt greinilega að
ég væri einhver gestur, sem því
var ekkert alltof vel við.
Stundum, á kvöldin þegar
börnin voru farin að sofa, sátum
við hjónin og veltum því fyrir
okkur hvort þetta væri virkilega
það sem við vildum. Bæði héld-
um við í vonina, „að hlutirnir
hlytu að lagast því þetta gæti bara
ekki gengið svona lengur“. En
það gekk svona alltof lengi.
Ríkisstjórnin fór aftur úr okkar
svörtustu vonum. Við lásum um,
sáum og heyrðum um, allskonar
sukk og svínarí sem stjórnmála-
menn okkar leyfðu sjálfum sér og
öðrum á kostnað þjóðarinnar.
Svínarí sem lýsir svo lágkúru-
legum hugsunarhætti að hann
varðar örugglega við lög. En-
hverjir eiga að dæma dómarana?
Hófleg bjartsýni okkar breyttist í
argasta vonleysi.
Útflutningur
á hugviti
Svo kom að því hjá okkur eins
Framhald á bls 6
Kjamorkan
eftir Bjarna Hannesson
Einhversstaðar verða vondir
að vera: Er setning úr íslenskum
þjóðsögum er flaug um huga
minn þegar ég frétti af afstöðu
meirihluta borgarstjórnar
Reykjavíkur gagnvart þeirri hug-
mynd að lýsa Reykjavík ásamt
hafnarsvæði kjarnorkuvopna-
laust svæði, en hvar eiga þeir að
vera?
Slíkt fyrirhyggjuleysi og óbein
velvild gagnvart ógeðslegasta
vopnabúnaði sem til er hlýtur að
teljast af hinu illa og fór ég því að
hugleiða hvert væri „siðgæði"
slíkra manna sem settu sig á móti
slíkri gerð.
Siðgæði svokallaðra sjálfstæð-
ismanna hefur verið mér ætíð
nokkur ráðgáta og ætla ég að taka
2-3 dæmi sem viðmið,annað gam-
alt og byggist á reynslu minni úr
mínu heimahéraði, þar átti ég
marga sjálfstæðismenn að kunn-
ingjum og þótti þeir vera með
skikkanlegt siðgæði, en svo lenti
ég í því að vinna hjá sjálfstæðis-
manni einum á sveitabæ og tók
eftir því að lamb eitt er sjálfstæð-
ismaðurinn átti var á beit við
heimahús og var auðsjáanlega
mjög illa þjáð, benti ég eiganda
lambsins á þetta og spurði hvers-
vegna hann aflífaði ekki lambið,
var eigandinn fljótur til svars og
sagði að lamb þetta hefði orðið
afvelta og veiðibjalla kroppað
talsvert í það, en hann hefði einga
„list“ á að éta kjötið beint út úr
veiðibjöllunni og ætlaði sér að
láta lambið gróa sára sinna áður
en hann æti það, því að sárin voru
það stór að vonlaust var að
skrokkurinn yrði tekinn inn í slát-
urhús.
Siðleysið
Eftir þennan viðburð hef ég
verið ærið tortryggin og lítill vin-
ur flestra sjálfstæðismanna og
veiðibjalla og drep þær ætíð ef ég
get komið skoti á þær, en hins-
vegar eru því miður Sjálfstæðis-
menn „friðuð tegund“.
Þetta „grunnsiðgæði" sumra
sjálfstæðismanna rifjaðist upp
fyrir mér þegar hafnað var að
„friðlýsa“ Reykjavíkurborg
gagnvart kjarnorkuvopnum
ásamt kergu sjálfstæðismanna til
að greiða smáfjárhæð (6-700.
þús.kr.) til Kvennaathvarfsins,
það þurfti víst að drepa eina konu
og stórslasa aðra til að þeir gerðu
þessa sjálfsögðu skyldu.
Hinsvegar voru til 60-70. milj-
ónir kr til að kaupa kndsvæði
austur í Ölfusi af flokksgæðing-
um þó að allir viti að 50-100 ár
muni líða áður en nokkur „þörf“
sé fyrir þetta land og virkjanlegur
jarðhiti sé nær borginni og til-
lögur um að jarðhiti utan ákveð-
inna marka verði lýstur þjóðar-
eign liggi fyrir Alþingi, einnig má
minna á t.d. Hafskipsmálið, ís-
bjöminn ásamt fjölda dæma sem
„sanna“ að sjálfstæðismenn eru
gjamir á að vilja hirða ágóða með
sem fjölbreytilegustum ráðum en
láta þjóðina borga tapið, ef tap
verður, þessar áherslur lýsa vissu
gmnnsiðgæði, að mínu mati held-
ur ógeðslegu, vægast sagt og em
því ekki sjálfstæðismenn lengur
friðuð tegund í mínum huga þó ég
ætli að beita rituðu máli gegn
þeim fyrst um sinn og ætla ég að
vitna í orð borgarstjóra þegar
fyrir var tekin tillaga Kvenna-
framboðsins um kjarnorku-
vopnalausa Reykjavík, sem
fyrstu gerðar og ástæðu til þess
yfirlýsta markmiðs að „fækka“
þessari „siðgæðislausu tegund“
allveruleg á landi hér. „Davíð
Oddsson borgarstjóri. Herra
forseti. Vegna þessarar tillögu vil
ég flytja eftirfarandi tillögu: Hér
er um að ræða álitaefni, sem ekki
er í verkahring sveitarstjómar að
álykta um, þar sem það heyrir
undir utanríkisráðuneyti og Al-
þingi. Tillögunni er því vísað frá.
Stutt voru svörin hjá Davíð og
enn styttri í fréttaskýringu Morg-
unblaðsins daginn eftir. Þar stóð.
„Davíð Oddsson borgarstjóri
lagði til að málinu yrði vísað frá
vegna þess að það heyrði ekki
undir verkahring sveitarstjórna
að fjalla um utanríkismál heldur
undir utanríkisráðuneytið. Vald-
mörk sveitarstjórna væm sett í
lögum og ályktanir borgarstjórn-
ir um utanríkismál hefðu því enga
þýðingu“. Þarna fellir Morgun-
blaðið niður og breytir orðum
borgarstjórans um að þetta mál
heyri undir utanríkisráðuneyti og
Alþingi og „sannar“ enn einu
sinni þá iðju Morgunblaðsins að
stunda beina og óbeina frétta-
stýringu í þágu þess markmiðs að
hnýta fsland sem fastast við víg-
væðingarstefnu USA og vinna
skipulega að því að utanríkisráð-
herra verði einráður um afstöðu
íslands gagnvart erlendu hervaldi
þrátt fyrir að það ráðuneyti sé
margsekt um „bein“ og óbein
„föðurlandssvik“ í hermálunum.
Ógæfa íslands
Frá 1240-1262 er Gamli sátt-
máli var gerður unnu íslenskir að-
ilar skipulega að því að koma ís-
landi undir Noregskonung og allt
Framhald á bls. 6
Fimmtudagur 5. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5