Þjóðviljinn - 11.06.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Síða 2
_________________FRÉTTIR_______________ Sjálfstœðisflokkurinn Ákall til Davíðs Hugmyndin um Davíð kitlar. Morgunblaðið „óþægilega hreinskilið“ Mikill titringur er nú í Sjálf- stæðisflokknum eftir að Morgunblaðið opinberaði þá skoðun ýmissa áhrifamanna að nauðsynlegt sé orðið að stokka upp í þingliði flokksins í Reykja- vík og kalla Davíð Oddsson til for- ystu. Þá hefur þrálát umfjöllun blaðsins um ósigur flokksins í kjördæmi Þorsteins Pálssonar vakið óánægju meðal stuðnings- manna hans. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans telja þeir sem kenndir hafa verið við svonefnt flokkseig- endafélag að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi ekki efni á öðru en að nýta sér forystuhæfileika Davíðs í komandi kosningum og þeirri Tónlist Úthlutað hjá Ármanni Mist Þorkelsdóttir fékk hinn árlega styrk í gær var úthlutað úr tónlistar- sjóði Ármanns Reynissonar. Viðurkenningu úr sjóðnum hlaut að þessu sinni Mist Þorkelsdóttir tónskáld að upphæð 150 þúsund krónur. Ætlun Mistar er að semja óp- eru fyrir börn og hyggst hún nota verðlaunaféð til þess að vinna að þeirri hugmynd. f frétt frá sjóðs- stjórn segir að með þessari viður- kenningu vilji úthlutunarnefndin leggja áherslu á gildi frumsköp- unar í tónmenningu okkar Is- lendinga. Hjallasel Fimm seldar Sala á parhúsum borgarinnar heldur að glœðast - Reykjavíkurborg hefur tekist að selja fimm íbúðir af átján í parhúsunum við Hjallasel, sem eru ætlaðar öldruðum. Nokkrir mánuðir eru liðnir síð- an íbúðirnar voru fyrst auglýstar til sölu, en lengi framan af tókst ekki að selja eina einustu þeirra. íbúðirnar eru tæplega 70 fermetr- ar að stærð, en söluverð þeirra er á fjórðu miljón króna. ríkisstjórn sem flokkurinn kann að verða aðila að á næsta kjörtím- abili. Innanbúðarmaður sem gjörþekkir til mála kvaðst þó halda að tíminn til stefnu væri full naumur. Þeir aðilar sem Þjóðviljinn ræddi við í gær virtust síður en svo andsnúnir hugmyndinni um Da- Langþráð tónlistarhús liggur nú fyrir á teikniborðinu. Dóm- nefnd sú sem skipuð var til þess að velja úr 75 tillögum sem bárust í viðamikilli samkeppni um tón- listarhús, hefur lokið störfum og kynnt niðurstöður sínar. íslenskur arkitekt bar sigur úr býtum. Dómnefnd var sammála um að tillaga Guðmundar Jóns- sonar væri best til byggingar fall- in, hún samhæfði best kröfur um hagnýt atriði eins og hljómburð og starfsaðstöðu og hins vegar listræna hönnun. Eða með orð- um dómnefndar: „Skýr heildar- mynd og traustvekjandi út- færsla“. víð Oddsson, a.m.k. hvað varðar forystu á þinglista flokksins í Reykjavík. Hins vegar voru við- mælendur Þjóðviljans svolítið undrandi á Morgunblaðinu að setja þetta opinberlega inn í um- ræðuna. Greinilegt var á þeim aðilum sem rætt var við að ofanígjafir Það er tekið skýrt fram að tón- Iistarhúsið er hugsað sem bæði alhliða og alþjóðlegt, þ.e. að það sé fyrir allar tegundir tónlistar og að það standist ýtrustu kröfur flytjenda sem áheyrenda. Klass- ísk músik, djass og popp, - öll á þessi músik að eignast sitt heimili í hinu nýja tónlistarhúsi að óper- um ógleymdum. Óperusöngvarar hafa ein- hverjir sem kunnugt er gagnrýnt fyrirhugað hús. Að sögn Ár- manns Arnar Ármannssonar for- manns dómnefndar, er sú gagnrýni sumpart á misskilningi byggð, t.d. að ekki verði hljóm- sveitargryfja í húsinu, vegna þess Morgunblaðsins í garð Þorsteins Pálssonar mælast illa fyrir jafnvel hjá þeim sem telja formanninn áróðurslega mjög veikan fyrir flokkinn. Ónafngreindur þing- maður orðaði það svo að menn væru hreinilega gáttaðir á Morg- unblaðinu. -g.sv. að hér væri verið að vinna að al- hliða tónlistarhúsi en ekki húsi sem væri sérhannað fyrir óperu- sýningar. Að sjálfsögðu væri hægt að setja upp óperusýningar í húsinu, en þó ekki margar í einu eins og hægt er í sérhönnuðum óperuhúsum. Bjartsýnustu menn áætla að húsinu verði lokið árið 1990, en áætlaður kostnaður er um 400 miljónir. Nú er verið að koma á fót svokölluðum hönnunarhópi, sem vinna mun með arkitektin- um Guðmundi Jónssyni að loka- tillögum um hönnun og gerð hússins. -pv Verðlaunatillaga Guðmundar Jónssonar að hinu nýja tónlistarhúsi. Menning Vagga tónlistar á teikniboröinu Tillaga Guðmundar Jónssonar best fallin til byggingar Námsgagnastofnun Gagnrýni svaraðmeð sýningu Námsgagnastofnun sýnir námsgögn sem stofnunin hefur látið gera fyrirgrunnskólanema. Sýningin svar við gagnrýni á stofnunina. Sýning á námsgögnum, sem Námsgagnastofnun gefur út fyrir grunnskólanemendur og á kennslutækjum sem Skólavöru- búðin hefur á boðstólum, opnar í dag að Laugavegi 166. Ástæðan fyrir þessari sýningu er óvægin gagnrýni á námsefni, sem stofn- unin býður upp á, í Morgunblað- inu nýverið. A blaðamannafundi, sem Námsgagnastofnun efndi til í gær, kom fram að þessi gagnrýni hefði verið algjörlega órökstudd og því hefði verið ákveðið að setja upp þessa sýningu svo fólk gæti sjálft gengið úr skugga um hvort gagnrýnin eigi við rök að styðjast. Stofnunin býr við mjög þröng- an fjárhag, t.d. gerði fjárhagsá- ætlun stofnunarinnar ráð fyrir að hún þyrfti 130 milljónir á yfir- standandi ári, en fékk á fjár- lögum 85,5 milljónir. Þvf verða ýmis verkefni að sitja á hakanum. Þrátt fyrir þennan þrönga fjár- hag þykir það námsefni og þau námsgögn sem stofnunin hefur látið gera, vera til fyrirmyndar og jafnt erlendir sem innlendir sér- fræðingar sem hafa skoðað náms- gögnin eru á einu máli um, að það sæti furðu að svo fámenn þjóð sem íslendingar eru, geti boðið upp á námsgögn af þessum gæð- um. Sýningin er opin daglega frá kl. 13 - 18 og lýkur henni 16. júní. —Sáf Já, hugmyndin um Davíð kitlar! Aflabrögð Þorskaflinn kominn yfir 180 þús. tonn Mikil aukning á botnfiskafla, humar og hörpudiski Þorskafli bátaflotans í maí var réttum tveimur þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra en það sem af er árinu er heildar- þorskaflinn hjá bátaflotanum orðinn ríflega 13 þús. tonnum meiri en í fyrra. Hjá togurunum var þorsk- aflinn í maí hins vegar ríflega 2.200 tonnum meiri en í maí í fyrra og heildarþorskafli togar- aflotans orðinn hvorki meira né minna en nær 16 þús. tonnum meiri það sem af er árinu en 5 fyrstu mánuði ársins í fyrra. Heildarþorskaflinn er orðinn rí- flega 182 þús. tonn en var rúm- lega 153 þús. tonn á sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur annar botnfiskafli aukist um nær 9 þús. tonn. Þá hefur rækjuaflinn aukist um 2.300 tonn og er kominn í tæp 10 þús. tonn og einnig hefur hörpu- diskaflinn aukist um tæp þúsund tonn. -Ig- Bolungarvík íhaldið ræðir við krata Kristinn H. Gunnarsson: Aldrei nein heilindi hjá krötum í viðrœðun- um við okkur Sjálfstæðisflokkurinn í Bol- ungarvík ákvað í gær að ganga til viðræðna við Alþýðuflokksmenn um myndun nýs meirihluta á staðnum. Áður hafði slitnað upp úr viðræðum Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og óháðra. í fram- haldi af því óskaði Alþýðubanda- lagið eftir viðræðum við Sjálf- stæðisflokkinn. - Það virðist allt stefna hér í meirihluta íhalds og krata. Við gerðum okkur vonir um að hægt yrði af mynda meirihluta með krötum og óháðum en kratar sýndu því aldrei neinn áhuga, sagði Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins. Hann benti á að yrði að sam- starfi íhalds og krata þá hefði sá meirihluti á bak við sig atkvæði 319 Bolvíkinga en hinir flokkam- ir atkvæði 324 Bolvíkinga. -»g-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.