Þjóðviljinn - 11.06.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Blaðsíða 14
FRA LESENDUM Byggingaframkvœmdir r á Dalbrautarreitnum Olögmætar framkvæmdir Lágmarkskrafan hlýturað verasú, að ólögmœtar byggingaframkvœmdir áfriðuðu útivistarsvœði verði stöðvaðar hið fyrsta á meðan borgaryfirvöld hafa ekki gert grein fyrir fyrirœtlunum sínum og kynnt öllum hagsmunaaðilum, þ.e. einkum íbúumhverfisins, hvað vakirfyrir borgarstjórn varðandi Dalbrautarreitinn Bréf frá íbúa á Kauðalæk, Laugarneshverfi Enn einu sinni hefur borgar- stjórn Reykjavíkur uppi tilburði við að brjóta landslög, að þessu sinni skipulags- og byggingarlög, og sýna íbúum borgarinnar van- virðu, að þessu sinni íbúum Laugarneshverfis norðan Sund- laugavegar. Skömmu fyrir kosningar mættu verktakar til staðar og hófu að girða af u.þ.b. 5000 fer- metra grasi gróið útivistarsvæði á horni Dalbrautar og Sundlauga- vegar. Eldsnemma morguns mættu síðan stórar vinnuvélar á svæðið og hafa nú grafið stóra og djúpa grunna á svæðinu. Um er að ræða útivistarsvæði, samkv. staðfestu aðalskipulagi enda svæðið hluti af svæði fyrir opinbera þjónustu og útivist í tengslum við mjög þéttbýlt og fjölmennt íbúasvæði norðan Sundlaugavegár, sem að öðru leyti afmarkast af umferðaræðum og iðnaðarhverfum. Á svæðinu eru m.a. há fjölbýlishús við Kleppsveg og Laugarnesveg og skiptir fjöldi íbúa á svæðinu þús- undum. Hvergi annars staðar á þessum hluta Laugarneshverfis er gert ráð fyrir óbyggðum útivistar- svæðum nema á Dalbrautar- reitnum ef undan eru skildir nokkrir illa búnir leikvellir í órækt innan um fjölbýlishús. Brjóta staðfest skipulag Eftirgrennslan mín hefur leitt eftirfarandi í ljós og er það skýring á hinum ólögmætu fram- kvæmdum sem áður er um getið: Ákveðið hefur verið af hálfu Reykjavíkurborgar að brjóta staðfest aðalskipulag og þar með skipulags- og byggingarlög með því að samþykkja og heimila framkvæmdir við byggingu tveggja fjölbýlishúsa á horni Dal- brautar og Sundlaugavegar og eru húsin ætluð öldruðu fólki. „Ákveðið" var að gefa skít í úti- vistargildi svæðisins og sniðganga lögboðna kynningu á tillögu að breyttu skipulagi gagnvart íbúum hverfisins skv. 17. gr. Skipulags- laga, þá að gerð yrði ný tillaga að deiluskipulagi og kynna þá til- lögu sérstaklega með opinberum hætti, eins og segir í skipulags- reglugerð. Núer ljóst að gæðingafyrirtæk- inu Ármannsfelli var úthlutuð 5000 m2 lóð af útivistarsvæði okk- ar til byggingar tveggja stórhýsa í gróðaskyni. Húsin verða samtals á 13. þúsund rúmmetrar á stærð og allt upp í 5 hæða há, svo eigi er um að ræða hús, sem falla hið minnsta að því umhverfi, sem þau koma til með að standa í. Húsin eiga að standa þétt við umferðargöturnar Dalbraut og Sundlaugaveg þannig að umferð- arhávaði verður ærandi á efri hæðum þess. Þótt enn liggi ekki fyrir frá hendi borgarinnar tillaga að nýju/ breyttu deiliskipulagi Dal- brautarreitsins í heild, hvað þá tillaga að breyttu aðalskipulagi svæðisins hafa framkvæmdir nú þegar hafist að fullu hjá verk- takagæðingum íhaldsins. Heyrst hefur að Reykjavíkur- borg ætli sér alls ekki að kynna umræddar breytingar fyrir íbúum hverfisins, eins og lagaskylda kveður á um, hvað þá að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi með lögformlegum hætti. Minnt skal á, að vegna þrýst- ings frá íbúum var Reykjavíkur- borg knúin til þess að láta auglýsa álíka breytingu á aðalskipulagi á síðasta kjörtímabili, þegar annar gæðingur, eigandi Kjötmiðstöðv- arinnar, átti að fá úthlutað „undir borðið" annarri sneið af Dal- brautarreitnum. Hundruð mót- mæla streymdu þá rétta boðleið frá íbúum hverfisins og umræddri árás á skólalóð Laugalækjar- skólans var hrundið af íbúunum sjálfum. Að þessu sinni er lengra gengið í ósvífninni. Því ekki hafa enn verið gerðar tillögur að breyttu skipulagi, hvað þá að borgin láti sér í hug koma að auglýsa það sem nú stendur til, eins og henni ber þó tvímælalaus lagaskylda til. Aldrað fólk velkomið Hér er ekki ýjað að því, að óhugsandi sé að finna lóðir fyrir byggingar aldraðra á Laugarnesi, enda aldrað fólk sannarlega jafnvelkomið í hverfið okkar og aðrir. Það sem hér er á ferðinni er miklu fremur sýnidæmi um mjög forherta afstöðu núverandi borg- aryfirvalda gagnvart hagsmunum fólksins í íbúðahverfum og ekki eingöngu siðferðisbrot heldur opinbert lögbrot, framið fyrir augum okkar allra. Tekið skal fram, að fyrir utan umrætt grænt útivistarsvæði á Dalbrautarreitnum er svæðið að langmestu leyti ætlað undir bygg- ingu opinberra þjónustustofnana og er því skipt milli Laugalækj arskólans/Fósturskól- ans, Dagvistunarstofnana, Vist- unarheimilis Reykjavíkurborgar og Barnageðdeildar Hringsins við Dalbraut. Engin trygging er fyrir því að innan umræddra lóða komi ekki fleiri mannvirki og til- heyrandi malbik. Gefið hefur verið í skyn, sem svar við gagnrýni á háhýsabyggingar áð- urnefndar á útivistarsvæði okkar, að stækkað verði útivistarsvæði austan við Barnageðdeildina, frá því sem nú er skv. aðalskipulagi. Og þar verði tryggðir möguleikar á skíðabrekku í framtíðinni. En þetta eru aðeins munnleg fyrir- heit, sem borgin neitar að láta staðfesta. Greiningastöðin sem aldrei kom Ýmsar merkilegar hliðar fleiri virðast vera á hinu furðulega svindlbraski Reykjavíkurborgar og Ármannsfells hf. í þessu til- viki. Þótt skipulagi hafi aldrei verið breytt af því tilefni var fyrir nokkrum árum teiknuð Greiningarstöð fyrir fötluð börn á horni Dalbrautar og Sund- laugavegar. Frestað var að byggja það hús, sem féll mjög vel að umhverfinu. Þó var ljóst, að ef til alvöruákvörðunar hefði komið um byggingu þess húss hefði aðal- skipulagi verið breytt með lögformlegum hætti. Nú er Ijóst, að engin greiningarstöð verður byggð fyrir fötluð börn á næstu árum og verður sú starfsemi víst áfram rekin í einbýlishúsi úti á Seltjarnarnesi! Reykjavíkurborg hefur nú rækilega undirstrikað afstöðu sína til fatlaðra með því að svipta stöðina fyrirheiti um lóð í ná- grenni barnageðdeildar, eins og um var sótt. En úthluta gæðing- unum, Ármannsfelli, lóð Greiningarstöðvarinnar undir borðið til byggingar forljótra, klossaðra fjölbýlishúsa, svo einkabraskarar megi hagnast rækilega á húsnæðiseklu gaml- ingja. (Dæmi eru um að 50 m2 „þjónustuíbúðir“ kosti á fjórðu milljón kr. eftir að Ármannsfell hefur skilað þeim af sér. - Dýr biti fyrir launafólk á eftirlaunum. Raunar eru bollaleggingar að taka auk umræddra 5000 m2 lóðar undir Ármannsfellströllin aðra rúmlega 3000 m2 af staðfestu úti- vistarsvæði okkar undir heilsu- gæslustöð án þess að nokkuð komi fyrir. Utursnuningur Öllum, sem komið hafa nálægt umhverfismálum í Reykjavík, hlýtur að blöskra hversu illa er víða farið með land. Stórir ógrón- ir og óbyggðir flákar lands liggja eins og tilviljanakennt innan um hverfi borgarinnar, engum til ánægju eða gagns. Þetta hefur verið til leiðinda og því kom upp stefnan: Þétting byggðar. En það er hreinasti út- úrsnúningur að kalla það því sak- lausa nafni „þétting byggðar“ þegar gróið útivistarsvæði í hjarta mjög fjölmenns íbúða- svæðis, er beinlínis tekið til ann- arra nota, t.d. úthlutað byggingabröskurum, jafnvel þótt staðfest aðalskipulag eigi að vera öllum aðilum trygging fyrir því, að slíkar breytingar fari eingöngu eftir opinberum löglegum leiðum og séu rækilega rökstuddar af Borgaryfirvöldum, séu þær á annað borð taldar æskilegar og nauðsynlegar. 8000 fermetrar af grænu grasi með möguleikum til trjáræktar m.m. þykja kannski engin ósköp hjá aðilum, sem standa í jarða- kaupum austur í sveitum og líta því stórt á sjálfa sig og heiminn. En ég hygg að mörgum sé líkt farið og mér af íbúum hverfisins okkar norðan Sundlaugavegar. Hver fermetri af opnu útivistar- svæði er okkur mikiívægur og ætti ekki að fórna neinum grænum bletti á svæðinu, án þess að mjög alvarlegar og brýnar þarfir séu á því. Þegar við bætast 5 hæða háir steypuklossar fyrir aldrað fólk (eins og slíkt byggingarlag hæfi því sérstaklega) og ótaldir fer- metrar af malbiki og bílastæðum á útivistarsvæði okkar, þá hlýtur fleirum en mér að blöskra. Framkvæmdir verði stöðvaðar Lágmarkskrafan hlýtur að vera sú, að ólögmætar byggingafram- kvæmdir á friðuðu útivistarsvæði verði stöðvaðar hið fyrsta á með- an Borgaryfirvöld hafa ekki gert opinberlega grein fyrir fyrirætl- unum sínum og kynnt öllum hagsmunaaðilum, þ.e. einkum íbúum hverfisins, hvað vakirfyrir borgarstjórn varðandi Dal- brautarreitinn. Verði gerð um það tillaga, að skipulagi Dalbrautarreitsins verði breytt á annað borð verði gerð tillaga að breyttu aðalskipu- lagi reitsins, þ.e. tillaga að breyttri landnotkun og hún aug- lýst á grundvelli 17. gr. skipulags- laganna, eins og venja er til og lög mæla fyrir um að gert sé í tilviki sem þessu. í öðru lagi verði hið fyrsta gengið frá deiliskipulagi að Dal- brautarreitnum í heild, þar sem fram komi einnig hvaða hugsan- legar breytingar á skipulagi liggja í loftinu, hverjar byggingarfyrir- ætlanir eru á svæðinu og hvort útiloka eigi alla útivistarmögu- leika á svæðinu eða ekki. Slík til- laga verði kynnt íbúum opinber- lega í 4 vikur, skv. skipulagsreg- lugerð frá 1985. Þorir Þjóðviljinn ekki? Sigríður Halldórsdóttir skrifar nú vikupistil um sjónvarpið. Þann 26. apríl harmar hún að fólk sé neytt til að háma í sig TV- supper meðan það glápir á barna- tíma. Ennfremur orðar hún ósk sína um barnatíma í sjónvarpinu á sunnudagsmorgnum. Auðvitað leyfist hverjum og einum að hafa sína skoðun. Mönnum er í lófa lagið að telja sjónvarpsgláp og TV-supper til heppilegrar andlegrar og líkam- legrar fæðu börnum til handa. í Bandaríkjunum t.d. glápa börn 4 stundir og 10 mínútur á dag (þetta er landsmeðaltal í því landi). Samt tekst þessari þjóð að koma sér upp svo myndarlegum forseta sem Reagan er. Það sann- ast því vel, hve góð áhrif sjón- varpið hefur á andlegan þroska heillar þjóðar. Hitt er svo annað mál, hvort skoðanir af því tagi, að íslensk börn ættu að fá aukaskammt af sjónvarpsnæringu, eigi erindi inn í fastan Þjóðviljadálk. Væri ekki réttara að vísa höfundum eins og S.H. til annarra fjölmiðla, þar sem skoðanir um ágæti sónvarps- ins falla eins og flís við rass að stefnu viðkomandi miðils. Mig langar að lokum að spyrja ritstjóra Þjv. hvort þeir hafi í hyggju að sitja aðgerðarlausir andspænis árás vitundariðnaðar- ins gegn fólkinu (auglýsingar, gervihnettir, vídeó, kapalsjón- varp ofl.), árás sem beinist ekki síst gegn eðlilegum þroska barn- anna? Eða þora þeir bara ekki að hafa skoðun á málinu til að styggja ekki háttvirta lesendur? Elías Davíðsson 2.5. 1986 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.