Þjóðviljinn - 11.06.1986, Blaðsíða 6
Kópavogur
- Digranesprestakall
Aðalsafnaðarfundurveröurhaldinn í Safnað-
arheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn
12. þ.m. og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra á Skgaströnd er laust til
umsóknar.
Umsóknir berist skrifstofu Höfðahrepps fyrir
25. júní n.k. Nánari upplýsingar veita sveitar-
stjóri í síma 95-4707 og 95-4648 og oddviti í
síma 95-4719 og 95-4651.
Kennarar
Kennara vantar að Kirkjubæjarskóla á Síðu
Kirkjubæjarklaustri.
Meðal kennslugreina: íslenska og danska
eða kennsla yngri barna.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-7640
og formaður skólanefndar í síma 99-7618.
BSF Kópavogs
Aðalfundur
Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags Kópavogs
verður haldinn föstudaginn 13. júní 1986 kl. 20.30
í Þinghól Hamraborg 11 í Kópavogi.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Stjórnarkjör.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Atbygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir maí mánuð er
15. júní. Ber þá að skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts-
skýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Viðgerða- og
ráðgjafarþjónusta
leysiröll vandamál húseigenda. Sér-
hæföir á sviði þéttinga og fl.
Almenn verktaka.
Greiðslukjör. Fljót og góð þjónusta.
Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin.
/•JSrl .
ká' Utboð
Óskað er eftir tilboðum í tölvubúnað, samtals 50-100
vélar fyrir Fjárlaga- og Hagsýslunefnd til nota í Ríkis-
stofnunum. Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri og kosta
1000.- kr. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 16. júlí
n.k. kl. 11.00 f.h. að viðstöddum bjóðendum.
INNKAUPASTQFNUN RIKISINS
Borgartuni 7
FRETTIR
Hvanneyri
Mörg mál á stéttar-
sambandsþinginu
r
Iyflrgripsmikilli ræðu sem for-
maður stjórnar Stéttarsam-
bands bænda, Ingi Tryggvason,
flutti á aðalfundi stéttarsam-
bandsins, sem settur var á
Hvanneyri í fyrradag, gat hann
þess m.a. að tvö meginverkefni
lægju fyrir fundinum. Annar-
svegar skipting fullvirðisréttar til
framleiðslu búvara og hinsvegar
atvinnumál dreifbýlisins.
Samdráttur í sölu kindakjöts á
innlendum markaði taldi Ingi
Tryggvason vera eitt helsta
vandamál landbúnaðarins. Peir
sem önnuðust innanlandssölu
kvörtuðu undan því að kjötið
væri of dýrt, miðað við aðrar mat-
vörur og of feitt fyrir smekk
manna nú. Að öðru leyti væru
menn sammála um einstök gæði
íslenska dilkakjötsins.
í lok ræðu sinnar lýsti Ingi
Tryggvason yfir að hann myndi
ekki gefa kost á sér til for-
mennsku í stjórn stéttarsam-
bandsins að yfirstandandi kjör-
tímabili loknu.
Að lokinni ræðu formanns
fluttu á fundinum ávörp og árn-
aðaróskir Jón Helgason landbún-
aðarráðherra, Ásgeir Bjarnason
formaður stjórnar Búnaðarfélags
íslands og Lísa Thomsen á Búr-
felli fyrir hönd Kvenfélagasamb-
ands íslands.
Eftir hádegi hófust hressilegar
umræður, sem síðar verður vikið
að. Skipað var í nefndir og mál-
um vísað til þeirra. Fulltrúar á
fundinum eru nú fleiri en nokkru
sinni fyrr eða 64 og þó að aðstaða
til fundarhaldsins sé að flestu
leyti ágæt hér á Hvanneyri og að-
búnaður allur með ágætum, þá er’
sá annmarki á að vegna skorts á
gistirými mæta nú aðeins fáar
konur á fundinni gagnstætt því
sem verið hefur undanfarin ár og
þykir blaðamanni Þjóðviljans að
því sjónarsviptir. mhg/S.dór
Einn af Laugarvatnshópum Alþýðubandalagsins fyrir framan Héraðsskólann á Laugarvatni, sem er miðstöð sumardval-
arinnar.
Sumarbúðir Alþýðubandalagsins
Erlu með á Laugarvatn
í sumar?
Á Laugarvatni er allt við hend-
ina, íþróttasvæði, bátaleiga,
hestaleiga, silungsveiði og fleira
en miðstöð sumarbúðanna er í
Héraðsskólanum.
Eins og undanfarin sumur efnir
Alþýðubandalagið til orlofs-
dvalar á Laugarvatni í júlí. Mikil
þátttaka hefur verið í þessari
sumardvöl á Laugarvatni, enda
er þar gott að dvelja í glöðum
hópi og margt við að vera. Rúm
er fyrir um 80 manns.
Að þessu sinni hefur Alþýðu-
bandalagið til umráða vikuna
mánudaginn 21. júlí til sunnu-
dags 27. júlí.
Sumardvölin á Laugarvatni
hefur reynst góð afslöppun fyrir
alla fjölskylduna, unga sem
aldna, í áhyggjulausu og öruggu
umhverfi, þar sem fólk hvílir sig á
öllum húsverkum, en leggur alla
áherslu á að skemmta sér saman í
sumarfríi og samveru.
Dragið ekki að festa ykkur
pláss á Laugarvatni í sumar.
Komið eða hringið á skrifstofu
Alþýðubandalagsins að Hverfis-
götu 105, Rvík. Síminn er 17500.
Panta þarf fyrir 1. júlí og greiða
staðfestingargj ald.
Alþýðubandalagið
Búlgaríufélagið
Einstakt tækifæri
Búlgaríufélagið á Islandi efnir í
sumar til ferðar til Búlgaríu,
sem kalla má draumaferð, þar
sem boðið er upp á skoðunarferð
í eina viku um landið en síðan
gefst fólki kostur á 2ja eða 3ja
vikna dvöl á sólarströnd Búlgar-
íu.
Lagt verður af stað 2. ágúst
með flugi Flugleiða til
Kaupmannahafnar og þaðan til
Sofia með flugi Balkan Airlines,
búlgarska flugfélaginu.
Gist verður á fyrsta flokks hót-
elum allan tímann. í vikuferðinni
er fullt fæði innifalið íverðinu, en
á hótelinu á Gullnu ströndinni er
áætlað að matarmiðar, sem
fylgja, séu fyrir hálfu fæði.
Góð heilsuræktarstöð er rekin
í hótelinu og geta farþegar not-
fært sér þjónustuna þar að vild
gegn vægu verði.
Frá Gullnu ströndinni er boðið
upp á margar skoðunar- og
skemmtiferðir, m.a. til Istanbul.
Fararstjóri í ferðinni verður
Margrét Sigþórsdóttir, sem verið
hefur fararstjóri í Búlgaríu í mörg
sumur.
Nánari upplýsingar um ferðina
veita: sími
Margrét Sigþórsdóttir 41873
Sveinn Aðalsteinsson 41660
Skapti Ólafsson 41739
Hjördís Þorsteinsdóttir 53510
Hannes Helgason Söluskrifstofa Flugleiða 72573
Lækjarg./Kristín Guðmundsd. 690483
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Mlðvikudagur 11. júní 1986