Þjóðviljinn - 11.06.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Síða 3
FRETTIR Fiskirœkt Álarækt úr sögunni? Frumvarp landbúnaðarráðherra dagaði uppi hjáþingflokki Sjálfstœðisflokksins. Óvístað það verðifluttánœsta þingi Svo virðist sem hugmyndir manna um að koma hér upp álarækt hafl verið drepnar í fæð- ingu. Landbúnaðarráðherra hafði gefið áhugahópi ádrátt um Humarveiðin Góður afli Eyjabátar langt komnir með sinn kvóta. Hornafjarðar- bátar afla vel og allt að 80% afaflanum í l.flokk Humarvertíðin sem hófst í maí hefur hvarvetna gengið vel. Sem dæmi má nefna að Vestmanna- eyjabátar eru flestir langt komnir með sinn kvóta og hefur humar- inn sem þeir hafa veitt verið stór og góður. Hornfirðingar hafa einnig aflað ágætlega að sögn Sverris Aðalsteinssonar hjá frystihúsinu á Höfn. Sverrir sagði að bátarnir hefðu verið með þetta frá 1300 kg. og uppí 1800 kg. í róðri sem þætti ágætt. Humarinn sem veiðist er góður og var meðaltalið við í mati þann 6. júní 57% í 1. flokk og 39% í 2. flokk en humar er flokkaður eftir stærð. Sverrir sagði að matið hefði hjá einstaka bátum farið uppí 80% í 1. flokk. Kvóti Hornafjarðarbáta nem- ur 200 tonnum sem skiptist milli 16 báta, sem veiðarnar stunda. Kvótanum er skipt milli bátanna eftir sömu lögmálum og þorsk- kvótanum hjá fiskiskipunum. Sá bátur sem hefur hæstan kvóta af humri hefur 20 tonn. -S.dór Skagaströnd Vantar vinnuafl og húsnæði Það er óhætt að segja að Skaga- strönd sé mikið uppgangspláss, en okkur vantar vinnuafl og hús- næði. Við þurfum ekki að kvarta yfir atvinnuástandinu, sagði Sig- fús Jónsson fráfarandi sveitar- stjóri á Skagaströnd í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það er mikið um að fólk hafi áhuga á að flytjast hingað, en get- ur það ekki vegna þess að það er nær ekkert húsnæði að fá hérna. Ef það bjóðast góðar íbúðir til sölu fara þær á svipuðu verði og í Reykjavík,“ sagði Sigfús. Miklar framkvæmdir eru í gangi á Skagaströnd um þessar mundir. Það er verið að dýpka höfnina, ný sundlaug verður tekin í notkun innan skamms og framkvæmdir við viðbyggingu leikskóla eru að hefjast. En það er ekki nóg með að Skagstrendinga vanti húsnæði og vinnuafl, þeir eru einnig að verða sveitarstjóralausir, því Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur á Akureyri hafa ákveðið að ráða Sigfús sem bæjarstjóra þar. —gg innflutning á glerál en til þess þurfti lagabreytingu. Frumvarp ráðherrans þar um var hinsvegar svæft hjá þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, vegna þess að ákveðnir þingmenn lögðust alfarið gegn því. „Hjá okkur stendur þetta mál eiginlega engan veginn. Það er ekkert sem við getum gert eins og mál standa í dag. Ef frumvarpið Itilefni af 80 ára afmæli verka- mannafélagsins Dagsbrúnar hefur verið ákveðið að veita styrk úr styrktarsjóð félagsins að upp- hæð 2.5 miljónum til uppbygg- ingar hjúkrunar- og vistheimilis- ins Skjóls sem áætlað er að rísi í Laugarásnum. Að sögn Halldórs Björnssonar varaformanns Dagsbrúnar er það hefð að veita styrki úr sjóðnum á tímamótum í sögu félagsins. Styrkirnir hafa oftast runnið til Verið er að koma fyrir frysti- búnaði í togaranum Júlíusi Havsteen frá Húsavík og er áætl- að að kostnaður við breytinguna muni verða um 15 miljónir króna. Kristján Ásgeirsson útgerðar- stjóri Höfða á Húsavík sagði í samtali við blaðið í gær að Júlíus kæmist að öllum líkindum til veiða á ný eftir tíu daga. Hann hefur stundaA rækjuveiðar nú verður endurflutt og kemst í gegn á næsta þingi má vera að við för- um af stað aftur, en við erum al- veg við það að hætta við allar hugmyndir um álarækt," sagði Árni Gunnarsson ritstjóri en hann var einn í hópi manna sem sóttu um leyfi til álaræktar. Menn á Sauðárkróki hafa verið uppi með hugmyndir að fiskirækt margra aðila en að þessu sinni, sagði Halldór, var ákveðið að vel skoðuðu máli að hann færi allur til uppbyggingarSkjóls. „Það rík- ir algjört neyðarástand í vistmálum aldraðra og þess vegna finnst okkur brýnt að styrkja framkvæmdir þar að lút- andi. Við viljum líka með þessu hvetja önnur félög sem eiga styrktarsjóði til þess að leggja eitthvað af mörkum til málefnis- ::is,“ sagði Halldór. Vistheimilið, sem áætlað er að síðast liðin tvö ár og verður rækj- an nú fryst um borð, annars vegar til frekari vinnslu í landi, og hins vegar beint á markað, aðallega í Japan. Þetta fyrirkomulag gerir út- gerðina mun hagkvæmari að sögn Kristjáns og kemur vinnslunni í landi einnig til góða. Um 30 manns vinna við rækjuvinnslu á Húsavík. fyrir vatanfiska sunnan úr álfu, en til þess þarf samskonar leyfi og álaræktarmenn þurftu og því úti- lokað að fást um það að óbreyttum lögum. Það eina nýja í fiskiræktarmál- unum er risarækjueldi en til þess þarf ekki leyfi þar sem um sjávar- dýr er að ræða. verði fokhelt á þessu ári, mun rúma um 90 manns og 30 manns í dagvistarrýmum. Aðrir aðilar sem standa að uppbyggingu heimilisins er Alþýðusamband íslands, BSRB, Þjóðkirkjan, Sjómannadagsráð, Reykjavíícur- borg og Stéttarsamband bænda. - K.Ól. Guðni Franzzon og Ulrika Da- vidsson Listahátíð í dag Nútími í Norræna Einir tónleikar eru á dagskrá Listahátíðar í dag. í kvöld klukk- an 20.30 leika Guðni Franzson klarinettleikari og Ulrika Davids- son píanóleikari í Norræna hús- inu 7 verk eftir tónskáld af yngstu kynslóð íslenskra tónsmiða. Þessi ungu tónskáld eru Hákon Leifsson, Kjartan Ólafsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Haukur Tómasson, Lárus Hall- dór Grímsson, Hilmar Þórðarson og Guðni Franzson. Guðni hefur einleikarapróf héðan og auk þess próf úr tón- fræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík, en undanfarin tvö ár hefur hann stundað nám í Am- sterdam. Það hefur einnig Ulrika Davidsson gert, en hún hefur numið píanóleik víða um heim og lokið prófum með frábærum vitn- isburði. Sjá nánar viðtal við þau á bls. 7 Tónleikar Karlakór frá Noregi Fyrstu tónleikarnir í Dómkirkjunni annað kvöld Karlakórinn „Asker Manns- kor“ frá Noregi er nú í tónleikferð á Islandi og mun halda þrenna tónleika. Á fimmtudagskvöld 12. júní kl. 20.30 syngur kórinn í Dómkri- junni í Reykjavík og mánudags- kvöld 16. júní kl. 20.30 í Hafnarf- jarðarkirkju, en laugardaginn 14. júní kl. 16.00 verða verald- legir tónleikar í Norræana hús- inu. Stjórnandi kórsins er Folke Bengtsson. —gg Miðvikudagur 11. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Trimmdagar Sund er eitt besta heilsubótartrimmið Þjóðviljinn minnir á Trimm- dagana á Jónsmessu, 20. til 22. júní. Föstudagurinn 20. júní er dagur leikfiminnar, 21. júní er dagur sundsins og 22. júní er dag- ur gönguferða og skokks. Laugardaginn 21. júní verða sundstaðir opnir um allt land. Sundfélög og íþróttafélög hvert á sínum stað skipuleggja sundið. Engin lágmarks vegalengd, engin þátttökugjöld. Sólstöðugangan frá Þingvöllum fer fram sama dag. Sund er eitt besta heilsubótar- trimmið og sundstaðimir eru fyrir mig og þig. Þjálfunin örvar blóð- rásina, styrkir vöðvana og eykur þér bjartsýni. Taktu þér tak strax í dag og taktu síðan þátt í sundinu 21. júní. -S.dór Halldór Björnsson: Við viljum með styrkveitingunni hvetja önnur félög til þess að leggja eitthvað af mörkum til málefnisins. Ljósm: Ari Dagsbrún 2.5 miljón til Skjóls Halldór Björnsson: Það ríkir algjört neyðarástand í vistunarmálum aldraðra Húsavík Frystibúnaður í Júlíus Kostnaðurinn um 15 miljónir króna. Rœkjan fryst um borð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.