Þjóðviljinn - 11.06.1986, Side 4

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Side 4
LEHDARI Lúxemborgarar í heimsókn Stórhertogahjónin af Lúxemborg eru í opin- berri heimsókn á íslandi. í hófi þeim til heiöurs komst Vigdís Finnbogadóttirforseti m.a. svo að orði, að skugga hafi aldrei borið á tengsl íslend- inga og Lúxemborgara og eru það orð að sönnu. Við höfum átt veruleg samskipti við þetta litla land á krossgötum germanskrar og latneskrar menningar - og kannski hafa þau verið fremur farsæl ekki síst vegna þess að um tvö smáríki er að ræða - íbúar ríkjanna tveggja ekki nema um 600 þúsundir samtals. Sam- skiptin við Lúxemborgara gætu reyndar minnt á þá vísu, sem ekki er of oft kveðin - að það er eðlilegt og nauðsynlegt að íslendingar leiti jafn- an samstarfs og samvinnu við hin gæfulegri smáríki. Það er altént skárra en aö risarnir séu að kippa smáþjóðum einni og einni undir sína arnarvængi, þar sem þau mega vart mæla fyrir ótta eða tillitssemi. Jón stórhertogi komst svo að orði í svarræðu sinni, að íslendingar og Luxemborgarar ættu væntanlega sameiginlega þá smáþjóðar- þrjósku sem lýsir sér í einkunnarorðum hans fólks: „Við viljum áfram vera þeir sem við erum." í þeim tilvistarvanda að týnast ekki í „heimsþorpinu" erum við íslendingar allmiklu betur settir en frændur okkar í flugsamgöngum. Þeir sitja klemmdir milli stórra ríkja sem oftar en ekki hafa farið með hernaði yfir þeirra litla land, móðurmál þeirra er heimilismál meðan menntun og fjölmiðlun fara fram á þýsku og frönsku. Sumum gæti virst sem erfitt væri að koma höndum yfir þann sérleika sem Lúxemb- orgarar eigna sér. En allt um það: Sjálf þessi Austurríki hefur beðið nokkurn hnekki: Kurt Waldheim sigraði í seinni umferð forsetakosn- inga þar. En eins og margtekið hefur verið fram í fréttum, hafa staðið á þessum fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna mörg spjót vegna fortíðar hans. Engar sönnur hafa verið á það færðar, að Waldheim hafi tekið þátt í athæfi sem kenna má til stríðsglæpa. Hitt er víst, að hann hefur á árum heimsstyrjaldarinnar haft meiri og riánari vitneskju um margvísleg óhæfuverk en honum hefur sjálfum þótt hollt að viðurkenna. Að minnsta kosti hefur hann gert sitt besta til að leyna ákveðnum köflum úr lífi sínu - sú viðleitni hefur náttúrlega haft hinar verstu afleiðingar fyrir mannorð hans. Stuðningsmenn Waldheims höfðu fyrst skír- viljayfirlýsing, að vera áfram við sjálfir - er góðra gjalda verð, það er hún sem ætti að vera hornsteinninn í alþjóðahyggju smáþjóða í öllum heimshornum. áb. skotað til þess að hann var þekktur maður á alþjóðlegum vettvangi: „Kjósið manninn sem heimurinn teystir," sögðu þeir. Þegarsvo á dag- inn kom að „heimurinn" vantreysti Waldheim, þá sneru þeir blaðinu við gjörsamlega: Nú var haft hátt um það að það væru Austurríkismenn einir sem veldu sér forseta en ekki einhverjir vafasamir útlendingar. Og úrslit kosninganna sýna, að þessi áróður hreif. Og því miður benda þau þá um leið til þess, að þeir hafi mikið til síns máls, sem segja, að Waldheimmálið sýni að Austurríkismenn hafi aldrei þorað að gera það upp við sig, hvern þátt þeir sjálfir áttu í þeim hörmungum sem nasisminn stórþýski leiddi yfir heiminn. -áb. Waldheim var kosinn KUPPT OG SKORIÐ Efasemdir um stöðu Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins hafa farið vaxandi í kjölfar kosningaúrslitanna um síðustu mánaðamót. Meðal á- hrifamanna eru sífellt fleiri þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að fá Davíð Oddsson til for- ystu, jafnvel þótt mjög skammt kunni að vera til kosninga. Morgunblaðið viðrar þetta stöðumat í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnudag. Það vekur athygli að blaðið skuli nú opna málið með þessum hætti því hingað til hefur þótt heppílegra að halda þessum vangaveltum í innsta hring. Þykir líklegast að með þessum skrifum vilji Morgunblaðið kanna við- brögð sjálfstæðismanna. Erfiður línudans Ráðahópurinn í kringum Morgunblaðið og Geir Hall- grímsson hefur aldrei fyrirgefið Þorsteini það bráðlæti að hefja sóknina að formannsembættinu áður en Geir tilkynnti opinber- lega að hann gæfi ekki kost á sér. Hugmyndafræðingur hópsins, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, lýsti því þá þegar yfir að næsti formaðurfengi ekki þá vigt, þann status, sem fyrri formenn hefðu notið. Þessi áhrínsorð hafa ekki dulist okkur samviskusömum lesend- um Morgunblaðsins þann stutta tíma sem Þorsteins Pálssonar hef- ur notið við á stalli formanns. Við og við er formaðurinn snupraður með þeim hætti sem óhugsandi hefði verið á dýrðardögum Geirs Hallgrímssonar. Enginn láir því Þorsteini þótt hann hafi svolítið lent á hrakhólum í leit sinni að formannsímynd. Línudansinn milli ofurhugans unga og lands- föðurins ábúðarmikla, milli Kennedy og Ólafs Thors, getur verið giska pínlegur - ekki síst þegar vandlætingarfullt Morgun- blaðið stendur álengdar. Fotfestan Jafnhliða þessum erfiðu að- stæðum telja menn Þorstein sjálf- an hafa verið seinheppinn á stalli formanns. Bent er á að honum hafi tekist að klúðra ólíklegustu málum á sínum stutta formanns- ferli. Um þetta segir Albert Guð- mundsson í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær: „Það er afskaplega erf- itt að taka við svona stórum flokki og það má enginn búast við því að Þorsteinn Pálsson geti byrjað þar sem hinir formennirnir enduðu. Hann verður að byrja á að skapa sér og flokknum sitt andlit.“ Fleiri hafa brotið heilann um málið. f athyglisverðu viðtali BSRB-blaðsins við Styrmi Gunn- arsson ritstjóra lýsir hann annarri skoðun en Albert. Styrmir segir: „Þéir sem taka að sér forystu í stjórnmálaflokkum nú verða að ná fótfestu nánast samstundis til þess að ná tökum á störfum sín- um.“ Hér er um kalt mat að ræða sem vart verður misskilið. Þegar kosningaúrslitin lágu fyrir um síðustu mánaðamót kenndi Þorsteinn heimamönnum á einstökum stöðum um tap flokksins. Raunar mótmælti hann því að um tap hefði verið að ræða. Formaðurinn bar sig mannalega og lýsti sig nokkuð ánægðan með úrslitin. Þessi drýgindalega framkoma fór í taugarnar á Morgunblaðinu. í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnudag segir Styrmir Gunnarsson m.a.: „Það virðist vera komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að vera ánægðir með kosningaúrslit, hvernig svo sem þau eru.“ Styrkur Davíðs í þessu Reykjavíkurbréfi er farið lofsamlegum orðum um Da- víð Oddsson sem sagður er hafa staðið af sér mikinn mótbyr á Suðvesturhorninu. í beinu fram- haldi af umfjölluninni um hinn „geysilega pólitíska styrk“ sem Davíð er talinn búa yfir vindur ritstjórinn sér í vangaveltur um framboðslista flokksins í Reykja- vík fyrir komandi þingkosningar. Segir hann að vegur flokksins í þeim geti byggst mjög á því að menn dragi réttar ályktanir af kosningaúrslitunum. Sjálfur dregur hann ályktun: „Sam- kvæmt þeim tilgátum sem hér hafa verið settar fram, yrðu t.d. að verða töluverðar breytingar á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík í þingkosningun- um til þess að hann hefði mögu- leika á að ná árangri sem væri eitthvað í námunda við útkomu flokksins í borgarstjórnarkosn- ingum.“ Hér er þeirri skoðun opinber- lega komið á framfæri að nauðsynlegt sé orðið að kalla Da- víð Oddsson til forustu. Innan Sjálfstæðisflokksins var reyndar vitað að þessi væri skoðun ráða- hópsins. Opinber dagskipun svona fljótt ræðst einkum af því hve skammt menn telja vera til kosninga. Hugmyndin verður að komast í umræðuna strax. Ný armaskipan í framhaldi þessarar hernaðar- áætlunar er enn og aftur veist að Þorsteini Pálssyni. Morgunblað- ið heldur áfram að minna lesend- ur sína á ósigurinn í Suðurlands- kjördæmi og segir: „Þá væri það vanmat í meira lagi, ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þeim kjör- dæmum þar sem um verulegt tap er að ræða, litu ekki í eigin barm og hugleiddu rækilega stöðu flokksins í þessum kjördæmum.“ Enn á ný ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn að sjá okkur fyrir for- ystuvanda. Þeir bregðast okkur ekki fremur en fyrri daginn. Valtari Morgunblaðsins er far- inn af stað svo nú fer hver að verða síðastur að skipa sér í arm. Þeir sem ákafast vildu losna við Geir á sínum tíma heyrast nú muldra: Enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur. -g.sv. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-, ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-1 þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson Clausen. Simvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bllstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Olga Auglýslngar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 11. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.