Þjóðviljinn - 11.06.1986, Page 5
FRETTIR
Bjarni Einarsson minjavöröur á
Akureyri og Eyjafjaröarskattholiö,
tæpra 300 ára gamal. Á innfelldu
myndinni sést hluti tréristunnar
sem er efst á skattholinu. Þar
sjást heldri menn í líkfylgd.
Akureyri
Hvað er í kistunni?
Minjasafninu á Akureyri berst merkileg gjöf
Minjasafninu á Akureyri hefur
borist merkilegur gripur.
Það er skatthol sem talið er vera
íslenskt að uppruna, smiðað og
málað í kringum árið 1700.
Að sögn Bjarna Einarssonar
minjavarðar er mjög líklegt að
skatthol þetta hafi verið staðsett í
Eyjafirði frá því það var smíðað.
Gefandinn er Kristbjörg Sigurð-
ardóttir frá Torfufelli í Eyjafirði,
sem nú dvelst á vistheimilinu
Hlíð á Akureyri. Hafði skatthol-
ið verið í eigu forfólks hennar, en
nú taldi Kristbjörg að tími væri til
kominn að setja það á safn.
Ahugamenn um þessa hluti, bæði
norðan og sunnan heiða hafa vit-
að af gripnum í langan tíma, en
eigandi ekki viljað láta lausan.
Rósaflúr sem málað hefur ver-
ið á framhliðar hefur varðveist
óvenju vel. Ofan við framhurð er
trérista; fjórskipt lágmynd sem
sýnir jarðarför. Þessa mynd taldi
Bjarni vera einstaka í sinni röð.
Fyrsta myndin sýnir prest með
Biblíu í hönd, en á eftir honum
ganga tveir karlmenn, líkast til
aðstoðarmenn hans. Þá kemur
kistan, burðarmenn og ekkjan
grátandi með þrjú börn sér við
hlið. Á þriðju myndinni má sjá
höfðingja ásamt karlmönnum
sem greinilega eru virðingar-
menn í sinni sveit, og loks koma
konurnar með krókfald á höfði í
skósíðum hempum, svörtum.
Karlmenn eru klæddir mittissíð-
um jökkum í lokbuxum, síðhærð-
ir og skegglausir eins og þá var
lenska. Klæðnaður er allur sam-
kvæmt Evróputísku í kringum
1700, en þá lögðu Spánverjar lín-
una í þeim efnum.
Ekki er ósennilegt að þessi lág-
rnynd sýni jarðarför einhvers
heldri manns í kringum árið 1700,
eða skömmu áður en skattholið
var smíðað. En hver var smiður-
inn og hver var eigandi þessa
„Eyjafjarðarskatthols", og hver
er í kistunni?
Bjarni minjavörður telur þetta
einhvern merkasta grip safnsins -
ef ekki þann merkasta. Ástæð-
una fyrir því hve tré og málverk
hefur enst vel telur Bjarni vera
þá, að skattholið hefur alla tíð
verið meðal manna.
Um síðustu aldamót stóð til að
setja það upp á háaloft, sagði
hann, en sem betur fer var horfið
frá því. Hefði það verið gert, væri
skattholið ekki hér í dag.
Þess má að lokum geta að
Minjasafnið á Akureyri er opið
alla daga frá kl. 13.30 til 17.00
GA
Tónskólinn
Vetrarstarfi lokið
Vetrarstarn Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar lauk með
skólaslitum í sal Hagaskólans
föstudaginn 23. maí s.I. í skólan-
um í vetur stunduðu nám 585 ne-
mendur.
102 stigpróf voru þreytt í aðal-
greinum auk prófa í kjarna-
fögum. Tveir nemendur útskrif-
uðust frá skólanum, þau Jórunn
Þórey Magnúsdóttir og Daníel
Þorsteinsson sem bæði stunduðu
nám í píanóleik. Kennaradeild
var stofnuð við skólann s.l. haust
og luku tveir nemendur fyrri
hluta kennaraprófs, þau Hall-
dóra Aradóttir á píanó og Sæ-
mundur Rúnar Þórisson á gítar.
Kennarar héldu 119 tónfundi yfir
veturinn og tónleikar voru 19,
þar af tvennir utan Reykjavíkur.
Við skólaslitin var skólanum
færð gjöf. Nótur og kennslugögn
Söngfélags Verkalýðssamtak-
anna síðar Alþýðukórsins. Það
var Gestur Pálsson sem afhenti
gjöfina fyrir hönd nokkurra gam-
alla söngfélaga. Skólastjóri þakk-
aði gjöfina fyrir hönd skólans og
Sigursveinn D. Kristinsson flutti
stutt ávarp af þessu tilefni. Skóla-
stjóri Tónskólans er Sigursveinn
Magnússon og yfirkennari er
Guðrún Guðmundsdóttir.
Akureyri
Upplýsingar
til ferðamanna
Nýlega var haldinn aðalfundur
Félags íslenskra rithöfunda,
en í því eru menn sem ekki telja
sig eiga samleið með Rithöfunda-
sambandinu og vilja hafa annað
stéttarfélag út af fyrir sig. Valda
því mestu deilur um stjórn
Launasjóðs rithöfunda.
í frétt um aðalfundinn segir
m.a.:
í skýrslu stjórnar var gerð
grein fyrir þeim málum sem nú
eru efst á baugi. Samningar eru
hafnir við bókaútgefendur og
viðræður hafa farið fram við
Ríkisútvarpið.
Flugleiðir
Samstarf
við
bílaleigur
Bílaleiga Flugleiða hefur gert
samkomulag við bflaleigur víðs
vegar um landið um samvinnu
hvað varðar útleigu á bílum og
annarri þjónustu við viðskipta-
vini fyrirtækjanna. Ennfremur
munu bílaleigurnar samræma
reglur og leiguskilmála, sem og
miðla upplýsingum og vinna að
markaðsmálum á erlendum vett-
vangi.
Þeir sem taka bíl á leigu hjá
Bílaleigu Flugleiða í Reykjavík
geta skilið bílinn eftir hjá hvaða
bílaleigu sem er aðili að
samkomulaginu án aukagjalds og
öfugt.
Bílaleiga Flugleiða hefur þegar
undirritað samkomulag við eftir-
taldar bílaleigur: Bílaleigan Örn,
Akureyri, Bílaleiga Sauðár-
króks, Bílaleiga Húsavíkur, Bfla-
leiga Þráins Jónssonar, Egils-
stöðum, Bílaleiga Hornafjarðar,
Höfn, Bílaleiga Siglufjarðar,
Bflaleigan Hvolsvelli og Bfla-
leigan Nes, Borgarnesi. Við-
ræður standa yfir við bílaleigur á
fsafirði og Vestmannaeyjum.
í sumar hefur Bílaleiga Flug-
leiða yfir að ráða samtals 145 bíl-
um af ýmsum gerðum, flestum
nýjum eða nýlegum.
Allmiklar umræður urðu um
Launasjóð rithöfunda, en eins og
kunnugt er eru tekjur sjóðsins
hluti af söluskatti af bókum sem
ríkissjóður innheimtir. Fram
kom að þessi tekjustofn ríkis-
sjóðs nam um 140 miljónum
króna, en framlag til Launasjóðs
er aðeins um sjö miljónir króna.
Á fundinum kom fram almenn
óánægja félagsmanna með
stjórnun Launasjóðs rithöfunda.
Einnig komu fram tillögur til úr-
bóta.
Samþykktar voru laga-
breytingar sem kveða skýrar en
Verðlagsstofnun hefur gert
samanburð á verði fjöl-
margra vörutegunda í 11 stór-
mörkuðum á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
í síðasta tölublaði Verðkönn-
unarstofnunarinnar er birt úr-
vinnsla á könnuninni og birt verð
á 114 mismunandi tegundum af
nýlendu-, hreinlætis-, pappírs- og
snyrtivörum. f öllum tilvikum var
um að ræða sömu merki að sykri
undanskildum.
Helstu niðurstöður eru þær að
verslanirnar Fjarðarkaup og
áður á um stöðu Félags íslenskra
rithöfunda sem stéttarfélags, sem
gætir hagsmuna félagsmanna
gagnvart útgefendum og fjöl-
miðlum og annist kjarasamninga
vegna hugverka félagsmanna.
Sveinn Sæmundsson var
endurkjörinn formaður Félags ís-
lenskra rithöfunda næsta ár. Aðr-
ir í stjórn eru: Ármann Kr. Ein-
arsson, Baldur Óskarsson,
Gunnar Dal, Indriði Indriðason,
Indriði G. Þorsteinsson, Ingimar
Erlendur Sigurðsson.
Vörumarkaðurinn voru oftast
með lægst verð vöru eða samtals í
26 tilvikum en Kostakaup lenti í
öðru sæti með lægsta verð í 22
tilvikum. Fjarðarkaup var aldrei
með hæsta verð. Hólagarður
reyndist hins vegar oftast með
hæsta verðið eða í 52 tilvikum.
Ef lagt er saman verð á vörun-
um 114 í hverri verslun kemur í
ljós að heildarmunurinn er mest-
ur 10%. Að mati Verðlagsstofn-
unar er heildarmunurinn á verði í
þeim verslunum sem það var
lægst svo lítill að hann er varla
marktækur.
Ferðamálafélag Akureyrar
mun í sumar reka upplýsingamið-
stöð fyrir ferðamenn, fimmta
sumarið í röð. Undanfarin tvö
sumur var upplýsingamiðstöðin
til húsa í Turninum við göngu-
götuna, en hann hefur nú verið
tekinn til annarra nota.
í sumar verður upplýsingamið-
stöðin til húsa í Ánni, húsi Lions-
klúbbsins Hængs, sem stendur
við Skipagötu gegnt Pósthúsinu.
Upplýsingamiðstöðin verður
opin frá miðjum júní til ágúst-
loka.
í fyrravor var gaf Ferðamálafé-
lagið út glæsilegan, mynd-
skreyttan Akureyrarbækling
með korti yfir Akureyri. Þessi
bæklingur kemur út í byrjun júní,
nú með nýju og skýrara korti.
Ferðamálafélagið hvetur alla
sem bjóða fram einhverskonar
þjónustu, að senda upplýsingar
til félagsins, eða hafa samband
við starfsmenn upplýsingamið-
stöðvarinnar í síma 96-25128 eftir
miðjan júní.
Ráðherrafundur EFTA
Aukin samskipti við EB
Aráðherrafundi EFTA-
Fríverslunarsamtaka Evrópu
sem haldinn var fyrir helgi áttu
ráðherrarnir viðræður við Willy
Clercq meðlim stjórnarnefndar
Evrópubandalagsins EB sem er
ábyrgur fyrir utanríkistengslum
og viðskiptastefnu þess um aukin
samskipti EFTA og Evrópu-
bandalagsins.
A fundinum var ákveðið að
hefja viðræður sem allra fyrst
milli sambandanna tveggja en
markmiðið með þeim er að vinna
að því að samræma og einfalda
Iög og reglur sem gilda um við-
skipti þeirra þjóða senr eiga aðild
að samtökunum.
-K.ÓI.
Verðkönnun
Ódýrast í Fjarðarkaupum
og Vörumarkaði
Verslunin Hólagarður reyndist oftast með
hœsta verðið
Viðvikudagur 11. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5