Þjóðviljinn - 11.06.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Page 15
Akureyri Seikomark? Glœsileg hjólhestaspyrna Nóa ísjö marka leik spyrnu, beint uppí þaknet Eyjam- arksins. ÍBV tók forystuna eftir aðeins 72 sek. þegar Ómar Jóhannsson var einn á markteig eftir fyrirgjöf Bergs Ág- ústssonar og skoraði af öryggi, 0-1. Árni Stefánsson skallaði í stöng Eyjamarksins á 30. mín. en síðan kom Hlynur Birgisson inná sem vara- maður og skoraði með sinni annarri snertingu, 1-1, eftir góðan undirbún- ing Halldórs. Jónas Róbertsson kom síðan Þór yfir úr vítaspyrnu eftir að Karl Sveinsson hafði brotið á Sigur- óla Kristjánssyni. Fyrri hálfleikur var nánast einstefna að marki fBV. Seinni hálfleikur hófst með marki Nóa en Ingi Sigurðsson svaraði fljót- lega fyrir IBV, lék á Árna og skoraði með lausu skoti. Þór komst í 4-2 þeg- ar Halldór sendi á Jónas sem tók bolt- ann niður og skoraði með föstu og öruggu skoti. Síðan var Jóhann Ge- orgsson felldur í vítateig Þórs og skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni, 4-3. Eyjamenn pressuðu nokkuð í tokin en fengu ekki færi á að jafna. —K&H/Akureyri Eftir markaleysið í 1. deild undan- farið var leikur Þórs og ÍBV í gær- kvöldi þægileg tilbreyting. Þórsarar skoruðu 4 mörk, höfðu áður gert 3 í 4 leikjum, og ÍBV skoraði 3, hafði áður gert eitt í 4 leikjum. Og eitt þessara marka, það sem Nói Björnsson skoraði fyrir Þór í byrjun seinni hálfleiks, hlýtur að koma til greina þegar dómarar velja Seiko-markið. Kristján Kristjánsson tók hornspyrnu, Halldór Áskelsson nikkaði boltanum inní markteiginn þar sem Nói kastaði sér á bakið og skoraði með glæsilegri hjólhesta- Mjólkurbikarinn Naumt hjá Víkingum Víkingar lentu í vandræðum með Stjörnuna í 2. umferð Mjólkurbikars- ins í knattspyrnu í gærkvöldi. Birkir Sveinsson kom Garðbæingum yfir, Jón Bjarni Guðmundsson jafnaði og Atli Einarsson skoraði sigurmark Víkinga á lokamínútunni, 2-1. ÍK vann Hauka 3-0 í Hafnarfirði með mörkum Þóris Gíslasonar, Jó- hanns Pálmasonar og Gunnars Þ. Guðmundssonar. Fylkir vann HV 9-0 í Árbænum. Óskar Theodórsson 4, Orri Hlöðv- ersson 2, Gunnar Orrason 2 og Haf- steinn Eggertsson gerðu mörkin. Víkverji vann Skotfélag Reykja- víkur 2-0 með mörkum Tómasar Sölvasonar og Viðars Hilmarssonar. f 4. deild vann Hrafnkell Hugin 1-0 á Seyðisfirði og Höfðstrendingur og Svarfdælir skildu jafnir á Hofsósi, 1- 1. — VS ö Wj PCÖOO Leikirnir á HM í gær, úrslit, stöður, markaskorarar og liðsuppstillingar: A-riðill: Argentina-Bulgaría 2-0 (1-0) Olimpico, Mexikóborg, 10. júní Dómari: Ulloa (Costa Rica) Áhorfendur 63,000 1-0 Valdano (3.), 2-0 Burruchaga (77.) Argei tlna: Pumpido, Cuciuffo, Brown, Ruggeri, Garre, Giusti, Batista (Enrique 46.), Burruchaga, Borghi (Olarticoechea 46.), Maradona, Valdano. Bulgaria: Mikhailov, Sirakov (Zdravkov 70.), A.Markov, Dimitrov, Yeliaskov, Sa- dkov, Mladenov Velitchkov 52.), Yordan- ov, P.Markov, Petrov, Getov. ftalía-S.Kórea 3-2 (1-0) Þór-ÍBV 4-3 (2-1) * * * . Þórsvöllur (gras), 10. júní Dómari: Sveinn Sveinsson * Áhorfendur 774 0-1 Ómar Jóhannsson (2.), 1-1 Hlynur Birgisson (36.), 2-1 Jónas Róbertsson (41. víti), 3:1 Nói Björnsson (47.), 3-2 Ingi Sigurösson (51.), 4-2 Jónas Ró- bertsson (67.), 4-3 Jóhann Georgsson (76. víti) Stjörnur Þórs: Baldvin Guömundsson * « Halldór Áskelsson * » Jónas Róbertsson * Hlynur Birgisson * Nói Björnsson * Siguróli Kristjánsson * Stjörnur ÍBV: Bergur Ágústsson * Hörour Pálsson * Arnljótur Davíösson í dauðafæri við mark Breiðabliks en skýtur framhjá. Mynd: Ari. Kópavogur Fjörugt og Framsigur Stílhreint mark Guðmundar Torfasonar réð úrslitum Rokið og rigningin léku stórt hlu- tverk í Kópavoginum í gærkvöldi þeg- ar Framarar sigruðu Breiðablik með stílhreinu marki Guðmundar Torfa- sonar í lok fyrri hálfleiks. Grimmi- legar hryðjur regns riðu öðru hvoru yfír leikmenn og áhorfendur og gerðu mönnum sannarlega ekki létt að leika knattspyrnu. Samt sem áður var leikurinn fjöru- gur og góðu spili brá fyrir hjá báðum A rgentína-Búlgaría Tvö skallamöifc og efsta sæti Tvö glæsimörk frá Jorge Valdano og Jorge Burruchaga tryggðu Argent- ínumönnum sigur í A-riðli heimsmeistarakeppninnar í gær. Þeir mæta nú liði númer 3 í C, D, eða E riðli í 16-liða úrslitunum á mánudag- inn og mestar líkur eru á að það verði Uruguay eða Skotland. Mestu pressunni var létt af Argent- ínumönnum eftir aðeins 3 mínútur þegar Valdano skoraði með hörku- skalla eftir góða fyrirgjöf frá Claudio Borghi. Þetta dró tennurnar úr Búlg- örum og fátt markvert gerðist næsta klukkutímann, nema hvað Diego Maradona lék listir sínar af og til. Og það var hann sem lagði upp seinna markið, hann braust upp vinstri vænginn og sendi knöttinn á Burruc- haga sem kom á fleygiferð og skallaði af krafti í mark Búlgara, gersamlega óverjandi fyrir Mikhailov markvörð. Búlgarir eiga samt þokkalega möguleika á að komast áfram. Það gera þeir ef Uruguay og Skotland gera jafntefli, ogeinsef Alsír og N.ír- land tapa fyrir Spáni og Brasilíu. Mótherjar Búlgara gætu þá vel orðið hinir sterku Sovétmenn. —VS/Reuter liðum. Blikarnir byrjuðu betur og áttu vel útfærðar skyndisóknir sem gáfu þó ekki mark. Þó munaði litlu á 12. mín. þegar Þórður Marelsson bjargaði á marklínu Fram. Tíu mín. seinna björguðu Blikarnir á línu, skalla frá Guðmundi Steinssyni. Síðari hluta fyrri hálfleiks náðu Framarar tökum á leiknum og Örn Blikamarkmaður þurfti oft að taka á honum stóra sínum til að aftra marki. Honum tókst það ekki á 40. mín. Pét- ur Ormslev lék upp kantinn og gaf glæsisendingu utanfótar þar sem Guðmundur Torfason var fyrir og af- greiddi knöttinn snyrtilega í netið. Fjórum mín. síðar komst Arnljótur Davíðsson einn innfyrir vörn Blik- anna í sannkallað dauðafæri en brást bogalistin og sendi knöttinn framhjá. Síðari hálfleikur byrjaði ekki glæsi- lega, regnið og rokið ágerðist og á tímabili var nánast vitavonlaust að leika knattspyrnu af viti. En Blikarnir lögðu allt kapp í sóknarleikinn, en sem fyrr tókst þeim ekki að koma knettinum í netið, og sköpuðu sér fá færi. Framarar voru nálægt því að skora á 75. mín. þegar Pétur Ormslev átti gott skot sem Örn varði en missti, og knötturinn hrökk í stöngina. Það má segja að iánið hafi leikið við Framarar 3 mín. seinna þegar Jón Þórir komst einn innfyrir Framvörn- ina en skaut rétt yfir markið. Það sem lifði leiks reyndu Blikar að sækja en Framarar beittu skyndisóknum og tvívegis varði Örn vel frá Gauta Lax- dal. —pv Breiðablik-Fram 0-1 (0-1) * * * Kópavogsvöllur, 10. júní Dómari Þóroddur Hjaltalín * * 0-1 Guðmundur Torfason (40.) Stjörnur Breiðabliks: Örn Bjarnason * Gunnar Gylfason * Magnús Magnússon » Jón Þórir Jónsson * Stjörnur Fram: Guðmundur Torfason » * Pétur Ormslev * Guðmundur Steinsson * Viðar Þorkelsson * Friðrik Friðriksson * Mexíkó Italía-S. Kórea Úrslit ráðast í B og F í kvöld Stórleikur framundan! Frakkland mœtir Italíu Puebla, 10. júnf Dómari: Socha (Bandaríkjunum) Áhorfendur 16,000 1-0 Altobelli (18.), 1-1 SH.Choi (62.) 2-1 Altobelli (72.), 3-1 Altobelli (82.), 3-2 Huh (89.) Ítalía: Galli, Cabrini, Collovati, Scirea, Vierchowod, Bagni (Baresi 67.), De Nap- oli, Di Gennaro, Conti, Altobelli, Galderisi (Vialli 88.). S.Kórea: Oh, KH.Park, KR.Cho, Jung, YJ.Cho, SH.Choi, CS.Park, Cha, JS.Kim (Chung 46.), Huh, Byun (JB.Kim (70.). Lokastaðan í A-riðli: Argentína...............3 2 1 0 6-2 5 ftalía..................3 1 2 0 5-4 4 Búlgaria................3 0 2 1 2-4 2 S.Kórea.................3 0 1 2 4-7 1 Leikir í dag B-riðill: Mexikó-írak B-riðill: Belgía-Paragyay F-riðill: Pólland-England F-riðill: Marokkó-Portúgal Markahæstir: Sandro Altobelli, Italiu.............5 Preben Elkjær, Danmörku..............4 Jorge Valdano, Argentlnu.............3 Heimsmeistarar gegn Evrópu- meisturum — ekki er það amalegur leikur sem bíður okkar næsta þriðju- dagskvöld. Italir unnu Suður-Kóreu 3-2 í gær en verða samt að sætta sig við annað sætið í A-riðli heimsmeistarakeppninnar í Mexíkó og að leika við Frakka í 16-liða úrslit- unum. Alessandro Altobelli er nýja stór- stjarnan í ítalskri knattspyrnu — tek- inn við af Paolo Rossi. Hann skoraði öll þrjú mörk ítala í gær, hefur því gert 5 mörk í keppninn — eða öll mörkin sem heimsmeistararnir hafa skorað! Og Altobelli hefði gert 4, hann skaut í stöng úr vítaspyrnu 10 mín. fyrir hlé. Soon-Ho Choi jafnaði óvænt fyrir Kóreubúana með glæsi- marki af 25 m færi en Altobelli svar- aði fljótlega tvisvar, 3-1. Jung-Moo Huh skoraði síðan annað mark Suður-Kóreu rétt fyrir leikslok og sá til þess að Asíubúarnir geta snúið til síns heima með sæmd — þeir skoruðu í öllum leikjunum, gegn Argentínu, Búlgaríu og Ítalíu og fengu eitt stig. —VS/Reuter I kvöld ráðast úrslit í tveimur riðlum heimsmeistarakeppninn- ar í Mexíkó, í B og F-riðli. í B- riðlinum leikur Mexíkó við írak og Belgía við Paraguay og í F- riðlinum leikur Pólland við Eng- land og Marokkó við Portúgal. I B-riðli er staðan þessi: Mexikó..................2 1 10 3-2 3 Paraguay................2 1 10 2-13 Belgía..................2 10 13-32 Irak....................2 0 0 2 1-3 0 Mexíkönum dugir jafntefli við írak til að tryggja sig í 16-liða úr- slitin og Paraguay sömuleiðis jafntefli við Belgíu. Hinsvegar ættu 3 stig að duga Mexíkó og Paraguay hvernig sem allt fer til að komast áfram og sömuleiðis ætti Belgíu að nægja jafntefli til að fá uppbótarsæti. írak á meira að segja möguleika með sigri á Mexíkó en með 3 fastamenn í leikbanni eru sigurlíkur liðsins gegn gestgjöfunum litlar. I F-riðli, markalausa riðlinum, beinast augu flestra að Englend- ingum. Þeir þurfa helst að sigra Pólverja en þó gæti jafntefli dug- að til að ná 3. sæti og uppbótar- sæti í 16-liða úrslitum, ef Mar- okkó tapar fyrir Portúgal. Staðan í riðlinum er þessi: Pólland................2 110 1-03 Portúgal...............2 10 11-12 Marokkó................2 0 2 0 0-0 2 England................2 0 110-11 Ef England sigrar Pólland og Marokkó gerir jafntefli við Por- túgal verða öll liðin jöfn með 3 stig og þá ræður markatala úrs- litum. Spennan er gífurleg þarna því allar þjóðirnar geta unnið riðilinn og allar hafnað í neðsta sæti. Miklar líkur eru á að lið númer 3 úr þessum riðli komist áfram. Miðvikudagur 11. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15 —VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.