Þjóðviljinn - 11.06.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Síða 16
MVfWYMtWAR* Miðvikudagur 11. júní 1986 129. tölublað 51. örgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsimi: 681663. Hvalveiðar Bandaríkjamenn í viðbragðsstöðu Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater: Mikið tilfinningamál hjá Bandaríkjamönnum. Niðurstöðu Alþjóða hvalveiðiráðsins beðið. Rök Islendinga ekki náð eyrum almennings í Bandaríkjunum. Óvíst um viðbrögð Hvalveiðar eru geysilegt tilfinn- ingamál hjá mörgum Banda- ríkjamönnum. Þeir telja hvalina að mörgu leyti mannlega og eru sannfærðir um að hvalir hugsi mikið. Hvalveiðarnar eru því mjög viðkvæmt mál hér og niður- stöðu Alþjóða hvalveiðiráðstefn- unnar beðið áður en ákveðið verður hvernig bregðast skuli við hvalveiðum Islendinga i vísinda- skyni, ef af þeim verður,“ sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater í Bandaríkjunum við blaðamann Þjóðviljans í gær. Magnús sagði að Bandaríkja- menn hefðu gert alvarlegar at- hugasemdir við hrefnuveiðar Norðmanna, en enn hefði ekki verið amast við íslendingum, enda var hvalveiðum frestað fram yfir ráðstefnuna. Sagðist hann ekki vilja vera með neina spádóma um hver við- brögðin yrðu ef íslendingar ákvæðu að halda áfram veiðum þó svo að niðurstaða ráðstefn- unnar yrði sú að þeim bæri að hætta þeim. Taldi Magnús að íslendingar hefðu nýtt stofninn af skynsemi og að allur rekstur Hvalstöðvar- innar hefði verið til fyrirmyndar, t.d. hefði fyrirtækið tekið það upp að sjálfsdáðum að ráða vís- indamenn til rannsókna. Þá gæti Garðabær Vildu útiloka Alþýðu- bandalagið Sjálfstœðisflokkurinn sýnir lýðrœðisást sína. Vildibandalag við krata og framsókn um að útiloka Alþýðubandalag frá öllum nefndum Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins í Garðabæ boðuðu bæjarfulltrúa Alþýðuflokks og Framsóknarflokks á sinn fund um síðustu helgi og óskuðu eftir samstarfi við þessa flokka um kjör í nefndir bæjarins. Megintilgangurinn með sam- starfinu átti að vera að útiloka Alþýðubandalagið frá því að fá mann kjörinn í nokkra nefnd bæjarins, en flokkurinn fékk 17.3% atkvæða bæjarbúa í ný- liðnum kosningum. Sjálfstæðismenn hafa hreinan meirihluta í Garðabæ, en minni- hlutaflokkarnir hafa staðið sam- an að kjöri í nefndir bæjarins. Þetta samstarf vildu íhaldsmenn ekki sjá við nefndakjör bæjar- stjórnar n.k. mánudag. Bæjar- fulltrúar Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks höfnuðu báðir þessu tilboði íhaldsins. -Ig. bann við hvalveiðum við ísland raskað jafnvæginu í hafinu en við eigum allt okkar undir því að stofnarnir á miðunum séu skynsamlega nýttir. Það væru því mörg og haldgóð rök fyrir áfram- haldandi veiðum á hval hér á landi. Þessi rök hafa hinsvegar ekki Tekjur okkar af erlendum ferðamönnum voru þrír og hálfur miljarður króna f fyrra og allt útlit til að þær verði mun meiri í ár. Birgir Þorgilsson, ferðamála- stjóri, sagði við Þjóðviljann í gær, að talsverð aukning hefði verið á komu erlendra ferðamanna til landsins fimm fyrstu mánuðina, eða 13,5%. Mest hefur aukning ferðamanna frá Hollandi verið eða 60% og frá V-Þýskalandi 56%. Ekki hefur verið gerð nein spá yfir hversu mikil aukningin verði í ár, enda erfitt að gera það við þessar aðstæður þar sem mörg atriði geta haft áhrif á straum ferðamanna hingað. T.d. höfðu náð eyrum almennings í Banda- ríkjunum heldur ráða tilfinning- arnar mestu um viðbrögð manna þar. Hvort B andaríkj astjórn gripi til einhverra ráðstafana vissi Magnús ekki, en almenningsá- litið getur vissulega haft áhrif á ákvarðanir stjórnarinnar. Það hryðjuverk í Evrópu og árás Bandaríkjamanna á Líbýu þau áhrif að Bandaríkjamenn sýna því lítinn áhuga að heimsækja Evrópu. Þá mun kjarnorkuslysið í Tsjernobil hafa haft svipuð á- hrif. Birgir sagði að þó ísland hefði vissa sérstöðu gagnvart hryðju- verkunum þá hefði kjarnorku- slysið haft óþægilegar eftirverka- nir sem snerta okkur. Newsweek birti kort af kjarnorkuskýi frá Tj ernobil og náði það yfir ísland. Hinsvegar lægir svona öldur yfir- leitt fljótt og hefur þegar orðið vart við aukningu fyrirspurna á ferðum til Evrópu í Bandaríkjun- um. Þá var hækkun Þorsteins Páls- sem er þó kannski alvarlegra er að einstaklingarnir og hópar grípa til eigin ráðstafana finnist þeim ástæða til. „Þetta er í alla staði mjög við- kvæmt mál, en ég vona bara að skynsemin ráði hjá öllum aðil- um,“ sagði Magnús að lokum. —Sáf sonar á flugvallaskattinum ekki til bóta og taldi Birgir að hún gæti átt þátt í að draga úr aukningu erlendra ferðamanna hingað til lands. Nú fara stærstu ferðamanna- mánuðirnir í hönd en í júní, júlí og ágúst koma um 56% erlendra ferðamanna til landsins. Sagði Birgir að þeir sem kæmu hingað væru fyrst og fremst náttúruunn- endur og útivistarfólk. Það sem þetta fólk kaupir eru einkum ullarvörur fyrir utan daglegar nauðsynjar. Margir erlendu ferðamann- anna eru í leit að ósnortinni nátt- úru og ferðast því um hálendið, en þar leynast oft hættur, sem hafa orðið ókunnugum að fjör- Húsnœðisstofnun Reglugerð / m r m r I Ekki er búist við að ný reglu- gerð um lánafyrirgreiðslu Hús- næðisstofnunar liggi fyrir, fyrr en einhvernlíman í júlímánuði. Katrín Atladóttir, forstöðu- maður Byggingasjóðs ríkisins, sagði við Þjóðviljann að reglu- gerðin færi líklega frá starfsnefnd Húsnæðisstofnunar undir næstu mánaðamót, en þá ætti félags- málaráðherra eftir að yfirfara hana og samþykkja. Lögfræðing- ur félagsmálaráðuneytisins fylg- ist með störfum nefndarinnar og því er ekki búist við að það taki ráðherra Iangan tíma að fara yfir reglugerðina. Að sögn Katrínar, strandar vinna nefndarinnar ekki á neinu sérstöku atriði og miðar vinnunni eðlilega áfram. tjóni. Lét Ferðamálaráð því gera aðvörunarbækling og er honum dreift til ferðamanna. í bæklingn- um er bent á helstu hættur sem eru á hálendinu og liggur hann frammi á öllum tjaldstæðum, hótelum og bílaleigum. Einnig fá þeir sem koma með bílaferjunum slíkan bækling. Þá var hafður vís- ir að löggæslu á hálendinu yfir páskana og gafst það vel. Að lokum var Birgir spurður að því hversu mörg skemmti- ferðaskip væru væntanleg til landsins í sumar. Sagði hann að þau væru annaðhvort 16 eða 17. í fyrra komu alls 10.000 manns með skemmtiferðaskipum hing- að til lands. —Sáf Sextán eða sautján skemmtiferðaskip munu koma til landsins í sumar. Ljósm. Sig. Túrisminn Tekjumar aukast sífellt Útlitfyrir metsumar. Tekjur ífyrraþrír og hálfur miljarður. Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri: Kjarnorkuslys, hryðjuverk og árás Bandaríkjamanna á Líuýu geta haft áhrifáfjölda erlendra ferðamanna hingað

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.