Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 5
SUNNUDAGSPISnUL Nú er Erlendur Patursson horfinn af sjónarsviði. Það er stundum sagt að atburðir gerist á íslandi eftir öðru almanaki en á megin- landinu. Og þetta á enn frekar við um Færeyjar. Þjóðin var enn smærri en hin íslenska, Danmörk nær, dönsk áhrif sterkari, minn- imáttarkennd smáþjóðar enn erfiðari viöureignar. Svo fórað Erlendurvarð fremstur í flokki þeirra manna, sem þurftu að gera allt í senn - vinna að verk- efnum skyldum þeim sem brýn voru á dögum Skúla Thoroddsens og Þjóðvilj- ans gamla og svo verkefni Sósíalistaflokks og Þjóð- viljans nýja - að viðbættum þeim vanda, sem þjóð- menning mjög lítilla samfé- laga er í stödd á hávaðatím- um alþjóðlegs f jölmiðla- galdurs. 14. september Árið 1946, þann 14. septemb- er, var haldin þjóðaratkvæða- greiðsla í Færeyjum, um framtíð- arsambandið við Danmörku. Þá gerðust þau merku tíðindi, að meirihluti Færeyinga greiddi at- kvæði með aðskilnaði frá danska ríkinu. Þeim vilja var svo ekki fylgt eftir - danska stjórnin brá á það ráð að láta efna til nýrra kosninga til iögþings Færeyja, og niðurstaðan varð sú eftir „yfir- þyrmandi áróður og hótanir" (orðalag Erlendar) að nýr meiri- hluti fékkst á þingi Færeyinga sem var tilbúinn til að semja um þá málamiðlun sem kallar lands- menn „sjálfstjórnarþjóðfélag innan danska ríkisins". Færeysk stjórnmál hafa allar götur síðan snúist um þessi heimastjórnar- lög, um endurskoðun þeirra, um túlkun á einstökum atriðum, um það hvaða mál skuli teljast sér- færeystog hver sameiginleg. Og allar götur síðan var Erlendur Patursson fremstur í flokki þeirra, sem aldrei sættu sig við Erlendur, Fœreyjar var mikill atkvæðamaður um nor- ræna samvinnu, ekki síst á sviði menningar, og átti drjúgan þátt í því að Norræna húsið í Þórshöfn var reist. Og svo þótti Erlendi Paturssyni það líka góðs viti, að hann var nýkominn frá stofn- fundi vestnorræns þingmanna- ráðs.sem ætlar sér að efla sam- vinnu Grænlendinga, íslendinga vissar hliðstæður við klassíska ný- lendupólitík - ríkið leggur út fyrir vissum kostnaði en verslunin og einstakir kapítalistar græða. En það var annað sem Erlendi þótti lakara og þar með er komið að tilteknum þætti í stöðu Færey- inga, sem svipar til þess sem við íslendingar eigum við að glíma. Þetta er „aronskan14 - sú tilhnei- ging að láta aðra borga, auka sér þægindi - gegn því að menn afsali sé þeirri reisn að þora að standa á eigin fótum. Dönsku peningarnir, sagði Er- lendur, fara mestan part (95%) til að reka okkar heilbrigðiskerfi og skólakerfi og ýmsa félagslega þjónustu - til helminga við okkur sjálfa. Mér finnst það ósiðlegt að Fær- eyingar láti aðra þjóð borga vegna gamals fólks, sjúklinga og æskufólks okkar. Okkur ber skylda til að gera þetta sjálfir. Þessi tilhögun kemur helst til góða efnameira fólki í Færeyjum, fólki sem ekki vill borga sína skatta. Hún er um leið óréttlát gagnvart Dönum. Æ það er ríkis- sjóður sem borgar, segja menn - en ég svara: Hver er ríkissjóður? Hann er danskir skattgreiðend- ur. Þetta finnst mér óhæf tillögun, sagði Erlendur. Hún virkar á okkur sem svefnpilla og gengur þvert á margvíslegar yfirlýsingar um að við eigum að sækja fram til aukins efnahagslegs sjálfsstæð- is... Þessi orð segja margt um vin okkar Erlend Patursson. Og í þeim birtist afstaða sem brýnt er að sem flestir smáþjóðarmenn haldi trúnað við í bráð og lengd í heimi, þar sem auðveldir pening- ar geta orðið þeim háskalegri en vopnavald. málamiðlunina og gerðu hinar ýtrustu kröfur til fulls sjálfstæðis. Áfangar Erlendur Patursson kom hing- að í fyrrahaust og flutti erindi um ráttarstöðu Færeyja í Norræna húsinu. Ég hitti hann þá að máli, og spurði hann, hvort það hefði ekki valdið honum vonbrigðum,; að ekki hefur enn í dag tekist að ná samstöðu í Færeyjum urn að fylgja eftir þeim sjálfstæðisvilja sem lýst var fyrir réttum fjörutíu árum. Allir liöfum við beðið okkar ósigra, sagði Erlendur. En hann vildi minna á það, að Færeyingar hefðu líka átt góða daga. Ekki aðeins fjórtánda september 1946. Hann nefndi sérstaklega verk- fallsátökin miklu árið 1954, en þá tókst Fiskimannafélaginu, sem Erlendur var formaður fyrir, að brjóta blað í kjarasögu færey- skra sjómanna. Hann nefndi í þriðja lagi 12. mars 1964 þegar Færeyingar fengu loks tólf mílna landhelgi - við höfðum lengi fyrir stækkun landhelginnar barist, sagði hann, og hún tafðist óeðli- lega lengi vegna þeirra ákvæða í heimastjórnarlögum sem leiða til þess að færeysk utanríkispólitík er ekki til. (Færeyingar fengu svo 200 mílna landhelgi árið 1977). í fjórða lagi nefndi liann 8. maí 1983, þegar Norræna húsið var opnað í Þórshöfn, en Erlendur Verk að vinna Erlendur hafði líka margt að segja um þann slag sem hann og fleiri góðir menn höfðu átt í um full yfirráð Færeyinga yfir hráefn- um í jörðu og á hafsbotni. Hann vonaðist til að enn einn „góður dagur“ bættist við líf sitt með sigri í því máli. En af því varð nú ekki, því miður. Erlendur var verkalýðsforingi, sósíalisti og friðarsinni og sætti sig aldrei við það að land hans hafði verið dregið inn í Nató. Hann var stjórnmálamaður sem aldrei missti sjónar á þeim mark- miðum sem hann hafði sett sér - og hann féll heldur ekki í deyfð og drunga þegar móti blés, eins og fram kom í spjallinu við hann í fyrrahaust: Það er alltaf verk að vinna. Einhver áfangi sem er meira en ómaksins vert að glíma við í nafni betri framtíðar. Til dæmis að taka höfðu Þjóðveldis- menn Erlendar komið því inn í stjórnarsáttmála skömmu áður, að unnið skyldi að því að allar kennslubækur í barnaskólum séu á færeysku, en þær eru margar á dönsku enn í dag. Peningar og stolt Við töluðum líka um þá pen- inga sem ríkissjóður Dana greiðir til Færeyja - þau útgjöld eru um hálfur miljarður danska króna nú, sagði Erlendur. En hann bað menn að athuga, að færeyskur útflutningur til Danmerkur er tiltölulega lítill, meðan meginhluti þess sem Fær- eyingar flytja inn kemur frá Dan- mörku. Það má reikna út, sagði hann, að útflutningur Dana til Færeyja valdi verðmæta- aukningu í danska þjóðarbúinu iem er um það bil tvöföld á við það sem rennur til Færeyja úr danska ríkissjóðnum. í þessu eru og Færeyinga, - ingu auðlinda. ekki síst um nýt- ÁRNI BERGMANN Aðeins frjálsar þjóðir geta verið vinir (Þjóðviljinn 17. sept. 1946) Þrem dögum eftir hina sögufrægu þjóðarat- kvæðagreiðslu í Færeyjum þann 14. september 1946, þegar sambandsslit við Dani voru samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu með 5633 atkvæðum gegn 5458, birti Þjóðviljinn eftir- farandi leiðara um „Skiln- aðarákvörðun Færeyinga”: „Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Færeyjum vekja óskipta samúð íslendinga. Fáir ættu bet- ur að geta skilið vilja Færeyinga til að vera sjálfstæð þjóð en við íslendingar, og hugur vor hlýtur að hvarfla til þeirra ára, er vér sjálfir börðumst fyrir skilnaði, þá er vér heyrum, hve tæpt stóð um úrslitin hjá frændþjóð vorri nú. En sá sjálfsákvörðunarréttur, sem færeyska þjóðin nú hagnýtir sér til að gerast sjálfstæð, mun kalla á meira en samúð Islend- inga í orði. Sé lífsbarátta íslenzku þjóðarinnar erfið, þótt hún búi við hin auðugustu fiskimið heims, er lífsbarátta Færeyinga ennþá erfiðari, þar sem fiskimið þeirra eru uppurin af enskum togurum. Og vel færi á því, að þessar tvær fámennu frændþjóð- ir, sem eiga líf sitt og afkomu undir fiskveiðum fyrst og fremst, gætu haft með sér samstarf í þess- ari lífsbaráttu. Undirtektir Dana undir ákvörðun Færeyinga eru með ágætum, þær sem enn hafa heyrzt. Og þegar oss íslendingum ber- ast um leið fregnir af síbatnandi undirtektum þeirra í handrita- málinu, þá fer ekki hjá því, að álit hinnar fornu sambandsþjóðar vorrar fari dagvaxandi í augum vorum. Þetta gefur gleðilegar vonir um, að vinátta þessara þriggja þjóða, Dana, Færeyinga og Is- lendinga, sé einmitt þessar vik- urnar að tengjast betur og varan- legar en nokkurn grunaði fyrr á tímum, að hugsanlegt væri. Sannast þá enn, að það eru að- eins frjálsar þjóðir sem geta verið vinir.” ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.