Þjóðviljinn - 22.06.1986, Side 8
Sport og
veiðifatnaður
SEXTIU OG SEX NORÐUR
Fisfatnaöurinn
loftræsti er vindþéttur
og vatnsfráhrindandi.
Laufléttur og lipur.
Litir:
Rauöur, appelsínugulur.
brúnn. blár og grænn.
Einnig hentugur
klæönaður
fyrir hestamen
Vatnsþéttur
meö
loftræstingu.
• Síkkanlegur faldur á jakka.
• Innfeld hetta í kraga.
• Rennilás á buxnaskálmum.
Sjóbúðin
Grandagarði 7 - Reykjavík
sími 16814 - Heimasími 14714
Höfum
opnað
stærstu sérverslun lands-
ins með sportveiðivörur.
Valin merki — Vönduð vara
— Kynningarverð
Eitthvad fyrir
alla, konur sem
karla.
Veiðivon
vonin sem
bregst.
Verslunin
Langholtsvegi 111
104 Reykjavík ) 687090
VEIÐI
Alveg á við tveggja vikna frí að fara einsamall í veiði að kvöldlagi. Mynd Sig.
Sigurður Sigurjónsson leikari og veiðimaður
Það er stutt í
villimanninn
Fer aðallega í silung, en stelst í laxinn endrum og eins.Til hábor-
innar skammar hvað það er dýrt að veiða lax hér á íslandi
Ég er búinn að stunda
þetta í býsna mörg ár og
það er eins og þessi veiði-
della aukist með árunum,
maður espist upp, sagði
Sigurður Sigurjónsson
leikari í samtali við Þjóðvilj-
ann, en hans aðaláhugamál
utan leikaraskapur er sil-
ungsveiði.
„Ég fer nær eingöngu í silung,
hef bara ekki ráð á því að fara í
lax, þótt ég reyni að stelast í það
endrum og eins. Það er bara svo
svívirðilega dýrt að veiða lax á
íslandi. Það er tii háborinnar
skammar.
Yfirleitt fer ég í veiðivötnin í
nágrenni Hafnarfjarðar, Meðal-
fellsvatn, Gíslholtsvatn, Hlíðar-
vatn og Kleifarvatn. Svo fer ég
svolítið um landið, hef gert tals-
vert af því að veiða urriða í Laxá í
Laxárdal. Það verður líklega
hápunkturinn í sumar. En það er
auðvitað yfir allt annað hafið
þegar maður kemst í lax.“
Hvað er það sem dregur þig út í
þetta?
„Ja, ef ég gæti nú útskýrt það,
þá væri þetta nú ekki svona. Það
er náttúrlega útiveran og kannski
einveran, sem ég þarf mikið á að
halda. Maður er ekki alveg í friði
alls staðar í starfi, svo það er gott
að komast burt frá því um stund
og slappa af. Líklega er þetta
ekkert annað en afslöppun, en
það er líka stutt í villimanninn í
okkur."
Ertu fluguveiðimaður?
„Ég þykist nú vera kominn
alfarið út í fluguna. Maðkurinn er
á undanhaldi og ég stefni ótrauð-
ur að því að útrýma honum innan
tveggja ára.
Það er nú allur gangur á því
hvort það bítur á hjá mér. Þetta
svona kemur í gusum. Mér hefur
gengið býsna vel í vor með sjó-
birtinginn, en ég er varla byrjað-
ur á silunginum í sumar. Ég fer að
leggja í hann svona hvað úr
hverju.
Ég á mér mína veiðifélaga og til
allrar hamingju hefur konan
áhuga á þessu líka og fer með
mér. Stundum fer ég einn að
nóttu til eða að kvöldlagi. Það er
alveg ógleymanlegt að standa við
þetta að kvöldlagi í góðu veðri.
Alveg á við tveggja vikna sumar-
frí.“
Svoþú ert ekkert að leggja þetta
á hilluna?
„Nei, ég er sko hreint ekki á
leið með að hætta. Þetta er mitt
aðaláhugamál,“ sagði Sigurður
og virkaði sannfærandi.
—gg
Sérverslun
fyrir
flugu-
veiðmenn
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN