Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 10
I Guðmundur Baldursson, fyrsti og eini íslendingurinn sem er atvinnuknattspyrnumaður á Möltu Gengur vel hjá Senglea en mútugreiðslur setja leiðinlegan svip á knattspyrnuna á Möltu að ég þyrfti ekki þeirra skítugu peninga GuðmundurBaldurssoner25 áragamall Reykvíkingur, nánar tiltekið Arbæingur og því Fylkismaður að uppruna. Ferill hans sem knattspyrnu- maður skar sig ekki úr á neinn hátt uns hann gerðist sl. haust atvinnumaður á Miðjarðar- hafseynni Möltu, fyrstur ís- lendinga. Þargerði hann samning við 1. deildarliðið Senglea Athletic og lék með því við góðan orðstír sl. vetur og verður væntanlega á sama stað næsta keppnistímabil. Eftir því sem undirritaður hef- ur séð á maltverskum blaðagrein- um er Guðmundur mikils metinn þar í landi og talinn einn besti knattspyrnumaður sem nú leikur á eynni. Malta hefur löngum ver- ið áþekk Islandi að styrkleika í knattspyrnunni og landsleikir þjóðanna árin 1982 og 1983 bera því vitni — Möltubúar unnu 2-1 á Sikiley en íslendingar 1-0 á Laugardalsvellinum í Evrópu- keppni landsliða. Svipaður styrkleiki Er þá lítill munur á því að leika á íslandi og Möltu? Gefum Guðmundi sjálfum orðið: „Það er svipaður styrkleiki í þessum tveimur löndum, hvor þjóðin myndi líklega sigra hina á heima- velli. Félagsliðin á Möltu eru þó ívið betri en heima og þar er hálf- atvinnumennska í fjórum deildum. Leikmenn gera samn- inga við liðin en vinna þó venju- lega fulla vinnu með auk þess sent þeir fá greitt fyrir að leika. Ég er þó algjörlega atvinnumaður, knattspyrnan er mitt lifibrauð.“ Pað vakti nokkra athygli sl. haust að um leið og Guðmundur var útnefndur Stjörnuleikmaður Þjóðviljans í 2. deild, með Breiðabliki, gifti hann sig malt- verskri stúlku og flutti utan. Það voru talsverð viðbrigði fyrir ís- lendinginn. Mikill ferðamanna- straumur „Möltubúar eru vinalegasta fólk sem ég hef kynnst. Þeir dýrka útlendinga og vilja allt fyrir þá gera, enda byggist innkoma ríkisins að mestu á ferða- mönnum. Eyjan er hlaðin hótel- um, íbúar hennar eru 365 þúsund en rúmlega 500 þúsund ferða- menn koma þangað á ári og mað- ur verður var við þá alla daga. Ég bý rétt hjá gömlu musteri, þar sem fólki var víst fórnað ásamt fleiru fyrir guðina á sínum tíma og straumurinn þangað er mikill. Nálægðin við Sikiley og Ítalíu er greinileg og mikil áhrif þaðan merkjanleg. Eg er ekki frá því að Mafían illræmda komi eitthvað við sögu. Bresku áhrifin eru að sjálfsögðu mikil, lifnaðarhættir minna um margt á Bretland. Bretar voru með herstöðvar á Möltu til ársins 1979, og flestir tala ensku jafnhliða þjóðtung- unni, maltversku, sem er senni- lega mjög skyld arabísku. Hún er a.m.k. ótrúlega ólík ítölskunni. Annars eru menn hér mjög ítal- skir í sér og halda t.d. stíft með ítölum í heimsmeistarakepp- ninni. Margt gamaldags Ég hélt að þarna væri einhver fátækt en almennt virðist fólk hafa það gott. Einungis eigin- maðurinn vinnur úti, konan sér um heimilið og þau heimili sem ég hef komið inná eru mjög fall- eg. Lífsstandardinn virðist því vera ágætur. Annars er margt gamaldags þarna, stundum virð- ist maður vera kominn langt aftur í tímann. Selt úr hestvögnum á útimörkuðum og þannig hefur það örugglega verið óbreytt síð- ustu 100 árin. Margir góðir Hvað knattspyrnuna sjálfa varðar kom mér mjög á óvart hversu marga góða leikmenn Möltubúar eiga. Ég get nefnt hinn unga Carmel Busuttil sem leikur með tvöföldu meisturun- um Rabat Ajax. Honur er líkt við Diego Maradona og alls ekki að ástæðulausu. Hann er sóknart- engiliður sem skorar mikið af mörkum. Möltubúar missa sjald- an leikmenn úr landi, ég held að engir leiki með evrópuskum lið- um þótt margir ættu fyllilega heima í þeim herbúðum. Þetta er sennilega vegna þess að félögin gera mjög vel við sína menn og þeir njóta mikillar virðingar. Knattspyrnumenn á Möltu eru þjóðhetjur þegar þeir standa sig. Mesti munurinn á félögunum á Möltu og hér heima er sá hve mikið er gert þar fyrir leikmenn. Þeim er sýnd mikil virðing og allt fyrir þá gert. Hér heima æfir maður og spilar en fær litla um- bun fyrir erfiðið, eins og það skipti litlu máli. Allir þurfa hrós og hvatningu og leika betur ef þeir fá slíkt. Ég er viss um að sum íslensk félög eru ríkari en félögin á Möltu þrátt fyrir þetta. Maður fær um 100 krónur í aukagreiðslu fyrir hverja æfingu, það er ekki mikið en þó um 2000 krónur á mánuði og það munar um slíkt. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir íslensk félög að taka það upp. Hœtta þegar rignir! Það eru aðeins notaðir tveir vellir fyrir keppnina í úrvals- og 1. deild, sinn fyrir hvora deild. I 1. deild er leikið á laugardögum, tveir leikir í senn, þannig að hálf- ur mánuður er á milli deilda- leikja. Leikir úrvalsdeildarinnar fara síðan fram með sama sniði á sunnudögum og aðsóknin er geysilega mikil þar, um 10 þús- und manns koma að meðaltaii og sjá leikina tvo. Liðin í tveimur efstu deildunum leika á grasi, hin á leirvöllum. Þegar rignir, sem er sjaldan, hætta menn að æfa og leikjum er frestað, það þarf ekki nema smá úrkomu til þess og þetta þótti mér skrýtið. En leirvellirnir verða óleikhæfir á svipstundu þegar rignir og bað er sjálfsagt upphaflega ástæðan því grasvellirnir eru tiltölulega ný- komnir. Völlurinn sem úrvals- deildin er leikin á er t.d. splunk- unýr og glæsilegur, að ítalskri fyr- irmynd, og rúmar 60 þúsund áhorfendur. Annars er aðstaða til æfinga frekar léleg, Senglea hef- ur þrjá grasvelli til að æfa á og líka leirvelli en æfingasvæðið er stórt. Keppnistímabilið er frá ágúst framí apríl. Fyrirkomulagið er þannig að 8 lið leika í úrvalsdeild og 8 í 1. deild en fleiri í neðri deildunum. Tvö lið færast á milli deilda en við í Senglea misstum af úrvals- deildarsæti, lentum í 3. sæti 1. deildar. Munurinn á milli deildanna er sáralítill, við töpu- ðum t.d. fyrir Rabat Ajax 0-1 í bikarnum en þeir eru bæði deildar- og bikarmeistarar. Bu- suttil sagði mér eftir leikinn að það væru ekki nema svona tvö lið í úrvaldsdeildinni betri en við. Traust félag tapa leikjum. Guðmundur fékk slíkt tilboð fyrir einn af úrslita- leikjum 1. deildarinnar. Haft var samband við hann í gegnum skyldmenni eiginkonu hans og honum boðnar 50 þúsund íslen- skar krónur fyrir að taka því ró- lega í leiknum. „Ég sagði að ég þyrfti ekki á þeirra skítugu pen- ingum að halda og lagði mig enn meira fram en ella um að vinna leikinn. Þeim hefur þar með skilist að ekki þýddi að reyna að múta mér. Margir leikmenn þig- gja aldrei mútur og þeir eru kall- aðir „góðir leikmenn“ eða bara „leikmenn". Fimm vildu vinna, sex vildu tapa! Það eru forráðamenn félag- anna sem standa fyrir þessu en það er erfitt að sanna eitthvað og því viðgengst þetta. Allir vita af þessu en ekkert er gert. Stundum taka lið sig saman og neita öllu mútufé og í þeim tilfellum fá leik- menn örugglega hærri upphæðir frá sínum félögum fyrir vikið. Það er einkcnnilegt að leika á fullu og senda síðan á samherja sem alltaf missir boltann! í einum mikilvægum leik var þetta svo slæmt að 5 okkar vildu vinna leikinn, hinir 6 fengu borgað fyrir að tapa honum. Þrír okkar voru frammi, ef maður fann ekki hina tvo varð maður að reyna að fara í gegn uppá eigin spýtur. Boltinn tapaðist um leið og gefið var á einhvern sexmenninganna. Þessi mútumál eiga örugglega sinn þátt í að árangur landsliðs Möltubúa er ekki uppá marga fiska. Það hlýtur að hafa áhrif þegar menn leggja sig ekki alla fram í leikjum. Dómarar flækjast örugglega inní þetta líka. í einum leiknum var ég með „yfirfrakka“ á mér og hann sparkaði mig niður hvað eftir annað, aftan frá og alla vega, en aldrei var neitt dæmt. Loks hefur dómarinn séð að þetta var komið útí öfgar og dæmdi mér aukaspyrnu! Ég býst við því að atvinnuleysi eigi sinn þátt í hve menn eru ginn- keyptir fyrir mútufé. Margir knattspyrnumenn hafa enga at- vinnu aðra og lífið er því erfitt, allir aukapeningar eru vel þegnir. Það muna margir eftir því þegar Möltubúar töpuðu 12-1 á Spáni í Evrópukeppninni fyrir þremur árum. Spánn þurfti að vinna með þessum mun til að slá Hollend- inga út og það er á hreinu að þarna var eitthvað óhreint í poka- horninu." Hótanir frá Khaddafi og flugrán Malta er á miðju Miðjarðar- hafi, á þýðingarmiklum stað í hernaðarlegu tilliti, og ekki ýkja langt frá Líbýu. „Khaddafi hefur hótað að leggja eyna undir sig og ráða þar með öllu á hafinu og stjórn Möltu heldur vinskap við hann, sennilega til að halda friðinn. Við urðum ekki varir við árás Bandaríkjanna á Líbýu á beinan hátt en margir Möltubúar voru óttaslegnir, margir frá eynni unnu í Líbýu og fólk þyrptist útá flugvöll til að fá fregnir af sínum ættingjum. Ég held að enginn þeirra hafi látið lífið. Ég varð öllu meira var við flugránið fræga sl. vetur þegar egypska flugvélin var sprengd hérna á flugvellinum og 62 fórust. Ég fór útá flugvöll dag- inn eftir og sá úr 50 m fjarlægð þegar verið var að tína líkin út. Þetta var ljót aðkoma — brjálað- ir menn sem standa fyrir svona.“ Eins og þeir þekkja sem stunda sólarstrendur við Miðjarðarhaf er loftslag frábrugðið því sem gerist hérheima. „I vetur vareins og miðlungssumar á íslandi þegar kaldast var. Hitinn fór lægst í 8 gráður en maður fann mikið meira fyrir kulda þá en heima því loftið er svo rakt. Þegar ég fór til íslands 6. júní var hitinn 30 gráður og verður enn meiri í júlí og ágúst. Við byrjum að æfa aftur í júlí og það er hætt við að maður verði slappur í hitanum. Malta er sunnar en Spánn og sunnar en nyrstu oddar Afríku. Engin ósnortin nátt- úra Auðvitað saknar maður ís- lands. Hér er allt pakkað, ekkert til sem heitir ósnortin náttúra. Alls staðar er byggt, skil á milli borga eru ógreinanleg. Stærsta eyjan þar sem aðalbyggðin er, er ekki stærri en svona tvö Þingvall- avötn en geysilega þéttbýl. Mað- ur fer um eyna alla á þremur tím- um, þarna eru engin fjöll, engar ár og engin vötn — en hinsvegar fallegar sólarstrendur sem maður nýtir sér óspart. Kem heim nœsta vor Ég er nokkuð ákveðinn í að koma heim næsta vor og leika með íslensku liði næsta sumar. Hvert það lið verður er óráðið en auðvitað hefur maður sterkar taugar til Breiðabliks. Að sjálf- sögðu dreymir mann um að leika með landsliðinu en það er víst borin von meðan ég leik á Möltu. Það má segja að ég hafi alltaf ver- ið á vitlausum stað á vitlausum tíma með tilliti til landsliðs, fimm ár í Fylki og tvö ár hjá Breiðab- liki, annað þeirra í 2. deild, og svo hér á Möltu. En ég hef hug á að fara aftur út um haustið og leika áfram á Möltu, og þá von- andi í úrvalsdeildinni. —VS Aðeins tveir útlendingar mega leika með hverju liði og flestir eru Skotar eða Englendingar. Þegar ég kom út var kvótinn fullur hjá öllum liðum úrvalsdeildar, ég æfði með Hibernians og þeir komu mér í samband við Seng- iea. Nokkur lið úr úrvalsdeildinni hafa haft samband við mig en ég reikna með að leika áfram með Senglea. Félagið hefur staðið við allt og er mjög traust en það sama er víst ekki hægt að segja um mörg önnur. Nálægðin við Sikil- ey virðist of mikil, hugarfarið er þannig að það er nánast engu hægt að treysta sem sagt er. Ann- ars æfði ég með úrvalsdeildarlið- inu Zurrieq þegar keppnistímabi- linu var lokið. Þeir hafa misst annan útlendinginn sinn, ítala sem var dæmdur í 4ra ára bann fyrir að ráðast á dómarann í bika- rúslitaleiknum við Rabat Ajax, og ég býst við að þeir ræði við mig þegar ég kem út aftur. Það hefur ekki reynst mér erf- itt að vera útlendingur hérna. Ég er leikstjórnandi liðsins tek allar aukaspyrnur og vítaspyrnur og gengur allt í haginn og þegar þannig gengur er lífið auðvelt." Mútur landlœgar En það er eitt sem Guðmundur á erfitt með að sætta sig við. A Möltu er landlægt að múta leikmönum til að leika illa og 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júní 1986 Sunnudagur 22. júni 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.