Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 12
___________POPP_
Listapopparar
Þrem skyndifundum var
skotiö á í sambandi við komu
bresku hljómsveitanna Lloyd
Cole and the Commotions,
Fine Young Cannibals og
Madness á Listapopp ’86. Sá
fyrsti var meö Lloyd Cole á
mánudag kl. 17.30 á Borginni,
meöan félagar hans í Com-
motions voru önnum kafnir að
skemmta sér í Bláa lóninu og
við náttúruskoðun. Sjálfur
sagðist hann hafa lítinn áhuga
á slíku, hefði meiri áhuga á
borgarmenningu áferða-
lögumsínum.
Lloyd Cole
er með eindæmum kurteis og vel
upp alinn maður - rólegur, frem-
ur alvarlegur, og allur af vilja
gerður að svara ómerkilegustu
spurningum poppskríbenta.
Hvernig líst honum á að spila á
konsert með Simply Red? Þekkir
hann þá sveit?
Hann gefur lítið út á það, segir
að hún sé „allt í lagi“, en virðist
ekki vilja fara nánar út í það.
Enda á eftir að koma í ljós að
Simply Red er ekki líkleg til vin-
sælda á persónulegum grundvelli
í bransanum.
- Þú hefur sagt aö enda þótt
hljómsveit þín skarti nafni þínu í
titlinum sé hún eins og Bítlarnir
að því leyti að það sé heildin en
ekki einstaklingarnir sem gildi. Af
hverju nefnirðu Bítlana sem
dœmi?
- John Lennon og Paul
McCartney urðu aldrei eins góðir
sitt í hvoru lagi eins og Bítlarnir
voru sem hljómsveit. Ég mundi
heldur ekki vera í hljómsveit ef
ég héldi að ég gæti gert þetta allt
sjálfur.
- Hvernig stendur á að músík
ykkar minnir mig á sjöunda ára-
tuginn, Bítlatímabilið, enda þótt
ég geti ekki bent á neina ákveðna
hljómsveit í því sambandi?
Mér finnst við ekki spila líkt og
gert var þá, en að vísu notum við
sömu tegund af gíturum og Bítl-
arnir og Byrds á þeim tíma og
þeir hafa náttúrulega sérstakt
sánd - gæti verið skýringin. Hins
vegar er gamall Presley-keimur
af sumum lögunum okkar.
(Nú berst ómur af einu laga
Lloyd Cole utan úr eldhúsi og
hann biður Salvöru Nordal,
framkvæmdastjóra Listahátíðar,
blessaða að lækka í útvarpinu) -
„Ég er orðinn svo leiður á að
heyra þetta, en mér finnst allt í
lagi að spila þessi lög á hljóm-
leikum. Én þau eru samt í mestu
uppáhaldi hjá manni sem maður
spilar sjaldnast, t.d. Her last
thing. Svona til tilbreytingar
breyti ég textunum, en yfirleitt
fer maður að nota upphaflegu út-
gáfuna aftur.
Lloyd er spurður hvað honum
finnist um að hafa verið líkt við
Lou Reed sem söngvara.
- Ég held að það eina sem er
líkt með okkur er að hvorugur
getur sungið. Hann er líka meira
inni í götulífinu en ég, ég er alinn
upp á bókasafni.
- Fylgistu vel með þvísem erað
gerast í poppmúsik?
- Já, ég kaupi plötur - sel þær
reyndar flestar aftur. Mér finnst
Prince mjög góður, og Tom Wa-
its, annars er ég eiginlega hættur
að nefna hann af því að það er
komið í tísku. Af eldri hljómlist-
armönnum get ég nefnt Staple
Singers, A1 Green, Miles Davis
þegar Gil Evans var með honum
og svo T. Rex af áttunda áratugn-
um. Égerekki mikiðinníklassík,
fæ stundum lánaðar plötur hjá
vinum mínum. En mér líkar vel
við Árstíðir Vivaldis og píanó-
verk Chopins. Annars á ég ekki
mikið af plötum, söngvarinn í
Simply Red á örugglega fleiri
plötur með James Brown en mín-
ar plötur samanlagt.
- Hvenœr er von á nœstu plötu
frá ykkur?
- Á næsta ári, nema hvað við
gefum kannski út eitt nýtt lag í
júlí. Músik okkar er að verða
heldur óheflaðri og fleiri í hljóm-
sveitinni farnir að syngja og á
næstu plötu ætlum við ekki að
hafa neina aðstoðarhljóðfæra-
leikara - ætlum að gera allt sjálf-
ir. Okkur mistekst örugglega, en
langar samt að reyna, segir Lloyd
og brosir dulítið. Héðan förum
við til Glasgow eftir sex mánaða
hljómleikaferð til að æfa meira.
- Hafið þið tekið þátl í ein-
hverju af því ýmislega hjálpar-
starfi semfylgt hefur í kjölfar Live
Aid?
- Við gerum það ef við getum,
en látum slíkt samt ekki hafa
áhrif á skipulagningu í sambandi
við hljómsveitina. Við munum til
dæmis spila á konsert í Bretlandi
gegn aðskilnaðarstjórninni í
Suður-Afríku nú í júní og höfum
komið fram á hljómleikum á veg-
um Red Wedge (samstarf popp-
ara og Verkamannaflokksins
breska) og fyrir umhverfisvernd-
arsamtök Green Peace... já er
það ekki skemmtilegt fyrir ykkur
íslendinga að það eina sem flestir
útlendingar vita um ykkur fyrir
utan hverina er að þið veiðið
hvali.
- Hvernig verða myndböndin
ykkar til?
Þegar við vorum búnir með
plötuna áttuðum við okkur á að
við höfum gleymt því atriði og
einbeittum okkur því ekki nóg að
því. Við viljum ekki gera fleiri
léleg. Brand new friend og Lost
weekend voru ágæt, en Forestfire
lélegt. Við höfum alltaf verið
miðja vegu á milli þess að sýna
sögu og að spila lagið sjálfir. Það
er svoddan hálfkák að það
gengur ekki upp. Mér finnst Dur-
an Duran myndböndin best... ég
er að hugsa um að leika Mad Max
í næsta myndbandi okkar.
- Stýrið þið þeim sjálfir?
- Yfirleitt í samstarfi við kvik-
myndafólk, en Perfect Skin var
okkar hugmynd og Rattlesnakes
að mestu.
- Spilið þið eingöngu lög aj
plötunum ykkar á hljómleikun-
um?
- Það fer eftir því hvar við
erum. Ef fólk þekkir okkur mjög
vel og bíður eftir einhverju nýju
þá spilum við mikið það sem ekki
hefur verið gefið út. En ef við
þekkjum ekki áheyrendur og þeir
kannski ekki okkur spilum við
mest lög af plötunum okkar. Það
fólk yrði fyrir vonbrigðum ef það
gæti ekki keypt á plötu það sem
það heyrði á hljómleikum.
- Hvernig leggjast öll þessi
ferðalög í þig?
Þau eru frekar óskemmtileg,
þægilegra að sofa heima, og mað-
ur á ekkert stabílt heimilislíf. En
svona er að vera í popphljóm-
sveit, segir þessi ópoppstjörnu-
legi séntilmaður og brosir litlu,
hæglátu brosi. -A
Fine Young Cannibals
eru heldur ekki í neinum popp-
stjörnuleik, helst að söngvarinn
fagurlega skapaði, Roland Gift,
taki slíkri meðhöndlan af jafnað-
argeði. Hann hefur líka reynslu
af að vera nektardansari. Móðir
hans er frá Hull þar sem hann er
alinn upp að hluta, en hann hefur
líka búið í Manchester og
London, þar sem hann er enn.
Þeir David Steele bassaleikari og
Andy Cox gítarleikari eru báðir
frá Manchester en ætla að flytja
til London, eins og reyndar Lloyd
Cole líka. Virðist vera þægilegra
þegar menn eru farnir að meika
það í poppinu, kannski meiri von
um heimilislíf af einhverj u tagi að
búa í sjálfri Mekka poppsins.
Hinar ágætu ungu mannætur
eru mjög vinalegar, en á annan
hátt en hinn háskólagengni og
bókmenntalega lærði Lloyd
Cole. Þeir leyfa sér að vera leiðir
á blaðamönnum, sem finna
áhugaleysið og viss deyfð mynd-
ast á þessum litla fundi. Þó eru
allir í góðum fíling, eins og sagt
er... „Þetta er eins og að bíða
eftir lest,“ segir David...
Og meðan lestin er á leiðinni
skiptast væntanlegir farþegar á
orðum, þó eins og þeir eigi ekki
samleið... líkar ágætlega og rúm-
lega það hverjum við annan en
anna>- hópurinn er feiminn við
það sem hinn er hræddur um:
leiðinlegar spurningar. Enda eru
Fine Young Cannibals ekki
komnir til Islands sem popp-
hljómsveit - að vísu í skjóli þess
titils, en þeir komu til að sjá
landið sjálft, slepptu að koma
fram á stórkonsert á Þýskalandi,
sem þeim leiðist heldur vel, bara
til að berja sögueyjuna augum og
fótum. Þeir urðu strax yfir sig
hrifnir af Bláa lóninu - „það
furðulegasta sem við höfum lent
í“ - og hugsuðu gott til glóðarinn-
ar með áframhaldandi náttúru-
skoðun.
- Við förum í frí þegar við för-
um héðan á fimmtudag (þeir voru
hér frá sunnudegi til
fimmtudagsins 19.) og undirbú-
um okkur undir næstu plötu. En
það eru að minnsta kosti 6 mán-
uðir í hana, við hættum ekki á að
senda neitt óvandað frá okkur.
- Hvað vissu þeir um ísland
áður en þeir komu?
- Bara að hér væru sjóðandi
leirpyttir og étið mikið af fiski.
(Hér má bæta inní að David og
Andy kynntust þannig að sá fyrr-
nefndi var fisksali en hinn kokk-
ur, sem keypti hráefni frá fyrr-
nefndum... Svo stofnuðu þeir
hljómsveitina The Beat, sem þeir
vilja sem minnst tala um: „Við
bara hættum og það er eins og að
rifja upp gamlan sjúkdóm að tala
um það“. En samt sem áður)...
- The Beat var pólitísk hljóm-
sveit á vissan hátt... er ekki svo
með ykkur líka?
- Jú, að vissu leyti, en það má
ekki verða of mikið, þá nenna
sumir ekki að hlusta á mann. Eins
og þegar Blue varð vinsælt, það
lag er á móti bresku ríkisstjórn-
inni. Þá ætlaði pressan að kaffæra
okkur með pólitískum spurning-
um, hvað okkur fyndist um hitt
og þetta. Það varð ekkert betra
en þessar venjulegu heimskulegu
poppspurningar.
- Hvernig stóð á að þið spiluðu
Suspicious Minds inn á plötu?
- David dreymdi að Presley
kom til hans og sagði honum fyrir
verkum.
- Hlustiði mikið á popp í dag?
- Við förum ekki mikið á
hljómleika eða umgöngumst fólk
í þessum bransa - við erum ófé-
lagslyndir. En mér líkar vel við
Prince og stundum Whitney
Houston - hún hefur gott sánd,
og svo Charlie Parker, en hann er
náttúrulega engin ný bóla svo
þann passar kannski ekki inní
þessa upptalningu, segir Andy.
- Þið David eruð dálítið líkir,
eru þið nokkuð skyldir? spyr
undirrituð af einskœrum œtt-
frœðiáhuga.
- Nei, þetta er bara gamla sag-
an af því þegar hundurinn fer að
líkjast húsbónda sínum, segir
Andy, en getur þess ekki hvor er í
hvaða hlutverki, enda líklega'
óráðið þar sem einstakur sósíal-
ismi virðist ríkja með þeim fé-
lögum.
- Og fyrst þessir indœlu rnenn
hafa meiri áhuga á náttúruskoðun
á Islandi heldur en að spila á stór-
konsertum, finnst þeim þá ekki
voðalega leiðinlegt að vera í
poppgrúppu?, ... þeir lenda ekki
á hverjum degi á svo óvenjulegu
landi sem íslandi...
- Fyrir utan ísland hefur okkur
líkað mjög vel á Ítalíu og Finn-
land var líka nokkuð gott - og svo
er þetta líf meira en að vera í
hljómsveitinni - þetta er spurn-
ing um að hafa sköpunargáfuna
sífellt í lagi. Auðvitað er þetta oft
leiðinlegt líf, en það hefur sína
jákvæðu hápunkta. Og ég vona
að við eigum eftir að koma hing-
að aftur, að minnsta kosti til að
fara í húðmeðferð í Bláa lóninu.
-A
Madness
er hljómsveit hvorki ung né
gömul, svona um það bil 8 ára.
Söngvararnir tveir, Suggs og
Carl, eru 25 og 27 ára og búnir að
þekkjast frá unglingsárum. Þeir
urðu þreyttir á að bara drekka og
stela saman, þannig það þeir
gengu í hljómsveit og eru þar
enn. Undirrituð fékk mjög stutt
rabb við þá í Laugardalshöllinni
eftir að þeir höfðu verið þar í
„sándtjékki“ og áttu í vændum
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júní 1986