Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 14
Leiklist Svört sólskin Norræn leiklistarhátíð áhuga- manna verður í Reykjavík 22,- 26. júní og koma þá leikhópar fráöllum Norðurlöndum hing- að og leika listirsínar. Þrír hópar verða fulltrúar íslands að þessu sinni; Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Galdra- Loft eftir JóhannSigurjóns- son, HugleikursýnirSálir Jón- anna eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdótturog Leikfélag Kópavogs sem frumsýnir nýtt leikrit eftir Jón Hjartarson - Svört sólskin. Jón var tekinn í viðtal um þetta nýja verk sitt. Ógnin sem vofir yfir „Tildrögin voru nú þau að ég vann með Leikfélagi Kópavogs í fyrra, var að leikstýra leikþætti sem ég samdi fyrir um 9 árum og heitir Vals. Þau komu síðan að máli við mig og báðu mig um að skrifa verk og höfðu þá strax í bakhöndinni að það yrði flutt á þessari hátíð. Nú er það svo að hátíðin er með þau tilmæli til hópanna að þau grafi eitthvað í menningararf síns lands. Ég hef lengi haft áhuga á að nálgast stóra spurn- ingu sem við höfum lengi verið alltof kærulaus gagnvart, þótt slysið í Kænugarði hafi aðeins kveikt í fólki. Ég á við hina miklu ógn sem vofir yfir okkur öllum. Nú eru mennirnir orðnir svo flinkir og tæknivæddir að þeir geta farið sér að voða í einu vet- fangi. Váin um gereyðingu hvílir miklu þyngra á fólki annars stað- ar í Evrópu. Við íslendingar erum kannski svona óforbetran- lega bjartsýnir, sem er auðvitað gott útaf fyrir sig. Samt mega menn ekki loka augunum þegar slík ógn hangir yfir okkur. Það er hins vegar erfiðara að finna leiðir til að bregðast við. Þegar maður reynir að gera sér í hugarlund þessa ógn, þá verður hún svo yfirþyrmandi að orð ná ekki yfir. Það er að minnsta kosti ekki fýsilegt að skálda lýsingu á þeirri ömurlegu framtíð sem biði okkar ef þetta gerðist. Heimur- inn er orðinn eins og óviti sem getur farið sér að voða hvenær sem er. „Litla ísöld“ Nú, ég greip tækifærið og fór að gramsa í þjóðsögum og þjóð- trú okkar íslendinga og ákvað að nota að hluta til ákveðið skeið í íslandssögunni sem eins konar uppistöðu, það er síðasta áratug 17. aldar, sem stundum hefur verið kölluð „litla ísöld“. Þetta var mikil hörmungatími, eldgos og fádæma harðindi. Mannleg niðurlæging varð ótrúleg, sér- staklega þegar við bættist þetta grimma réttarfar sem þjóðin bjó við. Þetta tímabil, eymdarganga almennings á íslandi má skoða sem áminningu um hvernig nátt- úran getur umhverfst. Náttúruleg harðindi og ómanneskjulegt stjórnarfar haldast þarna að.. „Það varð auðvitað heilmargt, en til dæmis þessi þjóðtrú um álfabyggðir. Fantasíurnar um hulinn heim inni í klettum og hól- um sem menn heilluðust jafnvel af og gengu í björgin. Ég leyfi mér að leika mér dálítið með þetta. Annars vil ég helst ekki rekja nákvæmlega hvað ég nýti úr þessum mikla arfi. En auk álfa- sagnanna eru það þó einkum hálfgerðar goðsögur, sagnir og sagnadansar um hetjur, riddara og þeirra dáðir.“ Leiður á spaugi - Þú talaðir um að verkið sé hugsað sem eins konar áminning. Skoðar þú leikhúsið fyrst og fremst sem „tœki til áminningar, tœki til þess að vekja áhorfandann til meðvitundar“ eins og ýmsir merkir leikhúsmenn gerðu og gera? „Ég á nú erfitt með að staðsetja mig á einhverjum pósti í þeim efnum. Leikhús leitast alla jafna við að skoða umhverfi sitt, samfélag, sögu og að gagnrýna og skopast. Allt þetta vekur til um- hugsunar. Hingað til hef ég meira samið í skopstíl, revíur og annað slíkt. En ég er búinn að fá á- kveðna leið á spaugi í bili. Það er auðvitað gott útaf fyrir sig, en spaug verður meiningarlaust ef það er ekki sprottið uppúr ein- hverri alvöru. Mér finnst alltof mikið um meiningarlausa fyndni í fjölmiðlum, ekki síst í sjónvarpi. Sjónvarpið hefur síðustu misser- in, þ.e.a.s. íslensk framleiðsla, einkennst full mikið af aulalegri nærbuxnafyndni. Þetta er okkar sterkasti miðill og það er grátlegt að hann skuli ekki vera notaður betur.“ - Hefurðu gengið lengi með þessa hugmynd, þ.e. að tengja þarna saman fortíð og ófyrirsjá- anlega framtíð? „Hugmyndin hefur nú þróast smám saman. Ég hef unnið að þessu leikverki í rúmlega ár og allan tímann verið að grauta í þjóðsögunum og slíku. Það hefur öll manns aukaorka farið í þetta, því ég hef verið að leika í allan vetur. En þetta hefur verið skemmtileg vinna og gaman að starfa með þessum hópi sem er blanda af ungu fólki og reyndari kröftum, þótt flestir hafi nú tal- sverða reynslu af að leika. Það er engin atvinnuleikari með. Og þessi hátíð er mjög merkileg. Þarna koma hópar frá öllum Norðurlöndunum, líka frá Á- landseyjum, Færeyjum, Græn- landi og Samabyggðum. Mest er þetta áhugafólk, þótt margir hóp- arnir séu á mörkum þess að vera atvinnuleikhús. Mér finnst af- skaplega mikil von í fólki sem nennir að koma saman og velta fyrir sér mikilvægum mannlegum spurningum, nennir að skapa.“ Frumsýning á Svört sólskin verður í kvöld 21. júní, en sýning- in í tengslum við hátíðina verður 27. júní og er sýnt í Iðnó. Leik- stjóri er Ragnheiður Tryggva- dóttir, tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, leikmynd gerir Gylfa Gíslason og lýsingu hönn- uðu Lárus Björnsson og Egill Arnarson. í aðalhlutverkum eru Eggert Kaaber og Margrét Sæ- berg Sigurðardóttir. -pv Jón Hjartarson leikari og leikritahöfundur. Kjarnorkuveturinn yrði engu F síður harður og ekki að efa að öll ft þessi velferð, siðalögmál og 0 mannlegt umburðarlyndi myndi rc allt brenglast, ef nokkur lifði af. S Ég nota þetta sem áminningu u, og við blandast þjóðtrú og forspá vi Völuspár er notuð sem eins kon- V ar stef. Nafnið - Svört sólskin - er til dæmis sótt í Völuspá, 41. er- indi þar sem segir: st Fyllist fjörvi feigra manna, rýður ragna sjöt rauðum dreyra. Svört verða sólskin um sumur eftir, veður öll válynd. Vituð ér enn - eða hvað? Atburðarásin er eiginlega í stuttu máli ferðalag ungs manns gegnum óræða tíma. Því þótt ég miði ákveðna kafla við þennan afmarkaða tíma, þá reyni ég að halda tímanum óræðum. Leitast við að svipta áhorfandann því ör- yggi að hann viti nákvæmlega hvar og hvenær atburðirnir ger- ast.“ - Og hvað varð nú einkum á vegiþínum íþessu gramsi gegnum þjóðsögur og þjóðtrú? I leikritinu eru tengd saman söguleg fortíð íslendinga - og brugðið á leik með álfasögur í því skyni - og hin ófyrirsjáanlega framtíð sem við blasir. Myndir: Ari. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.