Þjóðviljinn - 22.06.1986, Síða 19
Skrímslið í Jedi frá tilraunastigi til endanlegs forms.
Tölvutæknin gegnir nýju hlutverki í kvikmyndum og leikhúsi. Hér sjáum við hvernig tölvan „teiknar" eftir útlínum leikarans
og afraksturinn er fígúran lengst til hægri.
í kvikmyndum
HRARIK
RAFMAGNSVErTUR RlKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn-
ar starf fjármálafulltrúa á svæöisskrifstofu Raf-
magnsveitnanna á Egilsstöðum. Við erum að
leita að viðskiptafræðingi eða manni með
sambærilega menntun. Maður vanur fjármála-
stjórnun, áætlanagerð og almennu skrifstofu-
haldi kemur einnig til greina. Góð vinnuaðstaða.
Upplýsingar um starfið gefur rafveitustjóri Raf-
magnsveitnanna á Egilsstöðum.
Umsóknir ertilgreini menntun, aldur og fyrri störf
sendist deildarstjóra starfsmannadeildar fyrir 15.
júlí n.k.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
^srarik
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafvirkja
með aðsetur í Ólafsvík.
Reynsla í rafveiturekstri æskileg.
Upplýsingar um starfið veitir rafveitustjóri RARIK
í Olafsvík sími 93-6265.
Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf
sendist rafveitustjóra Rafmagnsveitna ríkisins
Stykkishólmi eða starfsmannadeild Rafmagns-
veitnanna fyrir 4. júlí 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 Reykjavík
Þeir sem stunda kvikmynda-
húsin vita að tækni í kvik-
myndum hefurgerbreystá
fáum árum. Ekki aðeins er
beitt sífellt fullkomnari vélum
og hljóðupptökutækjum, til að
festa atburði áfilmunni, held-
urhefurtæknibrellum hvers
konar fjölgað svo gífurlega að
mörgum þykir nóg um. Nú eru
menn verðlaunaðir fyrir
„special effects", þ.e. galdra-
brögð ýmiss konar sem villa
augað og sýna áhorfendum
veröld sem kvikmyndagerð-
armenn á fyrri hluta aldarinn-
ardreymdiekkium.
Fyrst árið 1902
Þó er það svo að „special ef-
fects“, eða bellibrögð, eins og
þau eru stundum kölluð á ís-
Íensku, eru ekki alveg ný af nál-
inni. Árið 1902 gerði franski
kvikmyndagerðarmaðurinn Ge-
orges Méliés myndina „A Trip to
the Moon“ og braut hún blað í
gerð tækni- og vísindakvik-
mynda. Næsta afrekið var „King
Kong“ árið 1933 og síðan mynd
Stanley Kubricks 2001: A Space
Odyssey, gerð árið 1968. Á átt-
unda áratugnum fór leikstjórinn
George Lucas af stað með Stjörn-
ustríð (Star Wars) og þar með var
hafin ný öld í kvik-
myndaiðnaðinum.
Nú rekur Lucas fyrirtækið
„Industrial Light and Magic“ og
er stórveldið í bransanum. Hann
réði til sín færustu menn á þessu
sviði og auk þess að gera þrjár
Stjörnustríðsmyndir hefur hann
séð um bellibrögðin í myndum
-íþjónustu
ímyndunarafls-
Ins.eðatilað
kœfa það?
eins og „E.T.“, „Poltergeist“ og
„Raiders of the lost Ark“ (Leitin
að týndu örkinni). Meðal nýjustu
myndanna sem ILM tók þátt í eru
„Cocoon", „Back to the future"
(Aftur til framtíðar) „Young
Sherlock Holmes" og „Explor-
ers", og fyrir þá fyrstnefndu hlaut
ILM sjöundu óskarsverðlaunin
fyrir „Special effects". Meira að
segja mynd eins og „Out of Afr-
ica" sem hér var sýnd nýlega
undir nafninu „Jörð í Afríku" er
ekki alveg laus við tæknibrögð.
Lestin sem ekur í gegnum Afr-
íkumerkurnar í upphafsatriðinu
er aðeins smálest, sem síðar er
felld inn í landslagsmynd með
sérstakri aðferð. Sú aðferð, er
nefnist „krómi“, er notuð, þegar
fella á hlut eða mannveru inn í
landslag, eða einhvern flöt, sem
erfitt er að „festa" viðkomandi á.
Sem dæmi má nefna hjólið í ET
sem flaug um himininn, þá er
barnið á hjólinu tekið á sérfilmu
þar sem bakgrunnurinn er allur í
bláum lit sem „eyðist" þegar film-
an er sett saman við aðra mynd
með himninum. Útkoman er
barnið á hjólinu fljúgandi um
himinhvolfið.
„Plottið og
persónurnar“
Þá eru oft notaðar mjög snögg-
ar klippingar með hægagangs-
myndum og einnig er hægt að
leika sér með of mikinn hraða til
að ná sérstökum áhrifum.
Tölvur eru notaðar í æ ríkara
mæli í kvikmyndum og leikhús-
um. „Leiser“tækni gerir einnig
mögulegt að myndgera persónur
sem ekki eru á sviðinu eins og nú
er gert í nýjustu söngleikjunum.
Þeir sem gagnrýna tæknibylt-
inguna í kvikmyndum spyrja
hvað orðið sé um „plottið og
persónurnar", - aðalatriðið hjá
góðum kvikmyndagerðar-
mönnum. „Hvað hefði Hitch-
cock gert við svona tækni í mynd-
um eins og „Glugginn á bakhlið-
inni?" Guði sé lof að hún var ekki
fyrir hendi á þeim tíma,“ segja
menn. Aðrir spá því að tækniald-
an muna líða undir lok, og innri
spenna fái aftur að ráða ríkjum í
kvikmyndum í stað spennandi
bellibragða. Víst er mikill vandi
að nota bellibrögðin rétt, þ.e. í
þágu „plotts og persóna". Því
eins og meistari George Lucas
segir: „Bellibrögðin hafa opnað
nýja frásagnartækni, víkkað
möguleikana til spennandi frá-
sagnar óendanlega. En þau á að
nota í þjónustu ímyndunar-
aflsins, - ekki öfugt.“
Sunnudagur 22. júni 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Byggðastofnun
Lögfræðingur
Byggðastofnun auglýsir starf lögfræðings við
stofnunina laust til umsóknar. Um er að ræða
krefjandi og fjölbreytilegt starf sem m.a. felst í
ráðgjöf og álitsgerðum ásamt ýmissi aðstoð við
fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri á lands-
byggðinni, auk innheimtustarfa. Laun greidd skv.
kjarasamningi S.Í.B. og bankanna.
Skriflegar umsóknir um starf þetta sendist
Byggðastofnun að Rauðarárstíg 25,105 Reykja-
vík, og mun með allar umsóknir farið sem trúnað-
armál.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Vistheimilið Seljahlíð auglýsir störf leiðbeinenda
við tómstundastörf heimilins. Menntun og
reynsla æskileg. Æskilegt er að umsækjendur
geti leiðbeint við hinar ýmsu greinar tómstunda-
starfs.
Upplýsingar gefur forstöðumaður félagsstarfs sr.
Gylfi Jónsson í síma 73633 milli kl. 10.30 og
12.00.
Starfsstúlkur vantar í hlutastarf í eldhús.
Upplýsingar gefur matsveinn Sigmundur Hafb.
Guðmundsson í síma 73633, frá kl. 13-14.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást
fyrir kl. 16.00 mánudaginn 30. júní.