Þjóðviljinn - 27.06.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.06.1986, Blaðsíða 15
Mexíkó Fernandez í bann Luiz Fernandez, sá snjalli og skapmikli miðjumaður, leikur ekki með í úrslitaleik Frakka við Belga um bronsverðlaun heimsmeistarakeppninnar á morgun. Hann fékk gult spjald gegn V.Þjóðverjum, sitt annað í keppninni, og fer því sjálfkrafa í eins leiks bann. —VS/Reuter |3. deild| Fylkir á toppinn Fylkir tók forystuna í SV-riðli 3. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að sigra ÍR 1-0 á Árbæjarvelli. Óskar Theodórs- son skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Fylkir er með 10 stig eftir 5 leiki, ÍR einnig 10 eftir 5 leiki en ÍK er í þriðja sæti með 9 stig eftir 4 leiki og mætir Ármanni á gervi- grasinu í kvöld. ÍR tapaði þarna sínum fyrsta leik í deildinni. —VS Svavarshlaupið Hannes sigraði Hannes Haraldsson úr Breiðabliki vann nokkuð óvænt- an sigur í fyrsta minningarhlaup- inu um Svavar Markússon sem var aðalgrein miðsumarsmóts KR á Valbjarnarvelli í fyrra- kvöld. Hann hljóp 1500 metrana á 3:57,50 mín. Guðmundur Sigurðsson, Breiðabliki, varð annar á 3:58,40 mín. og Steinn Jóhannsson, KR, þriðji á 4:07,60 mín. Keppendur voru átta og var sérstaklega boð- in þátttaka. —VS Frjálsar Meistaramót Meistaramót íslands, aðal- hluti, fer fram á Laugardalsvell- inum í Reykjavík dagana 5.-7. júlí. Mótið hefst kl. 14 laugardag og sunnudag og kl. 19 mánudag- inn 19. júlí. Pátttökutilkynningar þurfa að berast skrifstofu Frjálsíþrótta- sambands íslands eða Jóhanni Björgvinssyni, Unufelli 33, Reykjavík, á þar til gerðum skráningarspjöldum, í síðasta lagi sunnudaginn 29. júní. Þátt- tökugjald skal fylgja en það er 200 krónur á grein og 400 krónur fyrir boðhlaup. Ísland-Færeyjar Akranes íkvöld ísland og Færeyjar leika síðari landsleik sinn í kvennaknatt- spyrnu á Akranesi í kvöld og hefst hann kl. 19. ísland vann þann fyr- ri 6-0, í Kópavogi í fyrrakvöld, en það var fyrsti landsleikur fær- eysku stúlknanna. IÞROTTIR Sigurðarmálið Sigurður sýknaður! Harma niðurstöðuna, segir Gunnar dómari. Fyrra keppnisbann hans hinsvegar staðfest—Sigurður ólöglegur gegn Víði og stigamissir blasir við ÍBK. Dómstóll KSI felldi í gær úr gildi þann úrskurð héraðsdóm- stóls UMSK að Sigurður Björg- vinsson knattspyrnumaður úr ÍBK skyldi vera í keppnisbanni til áramóta. í dómsorðum segir að dómstóllinn telji að Sigurður sé búinn að taka út nægilega refs- ingu fyrir brot sitt þar sem Kefl víkingar hafi ekki notað hann í tveimur síðustu leikjum sínum í 1. deild. Hins vegar voru dæmdar vítur á Sigurð, sem mun þýða áminning. En dómstóll KSÍ staðfesti hins- vegar fyrri úrskurð héraðsdóm- stólsins um vikubann Sigurðar fyrir að mæta ekki þegar málið var tekið fyrir. Á meðan Sigurður var í því banni lék hann með ÍBK gegn Víði í 1. deild. Þann leik unnu Keflvíkingar en nú virðist ljóst að þeir missa stigin yfir til Víðismanna. Dómstóll KSÍ hefur tekið afstöðu sem hann hlýtur að standa við ef héraðsdómstóll íþróttabandalags Suðurnesja kemst að annarri niðurstöðu. Margir eru óhressir með að bann Sigurðar skuli vera fellt úr gildi. Málið er tilkomið vegna þess að Sigurður sparkaði í Gunnar Jóhannsson dómara í æf- ingaleik ÍBK og Breiðabliks þann 1. mars. „Ég harma þessa niðurstöðu. Mexíkó Brassar bestir! Með bestu útkomufyrir undanúrslit. Belgar áttundu og ' V. Þjóðverjar níundu Eftir þau óvæntu úrslit sem út- sláttarkeppnin á heimsmeistara- mótinu í Mexíkó hefur haft í för með sér hefur mönnum víða um heim orðið tíðrætt um réttlæti þessa fyrirkomulags. Mörg af bestu liðum heims eru fallin úr keppni og nægir þar að nefna Brasilíu, Frakkland og Sovétríkin á meðan önnur hafa náð langt á jafnteflum og vítaspyrnukeppni. Það er fróðlegt að líta á árang- ur liðanna í Mexíkó í öðru ljósi, og meta hann eftir hreinum úrs- litum í leikjum. Þá kemur fram nokkuð önnur röð og sennilega raunsærri miðað við styrkleika en sú sem ræður úrslitum í Mexíkó. Hér kemur árangur þeirra 16 þjóða sem komust áfram úr for- keppninni. Leikir, sigrar, jafn- tefli, töp, markatala og árangur í prósentum þar sem liðin eru með 4-5 leiki. Undanúrslitum er sleppt til að fá mynd á stöðuna eins og hún var áður en þau hóf- ust og leikir sem útkljáðir voru með vítaspyrnukeppni eru reiknaðir sem jafntefli: 1. Brasilía.......5 4 1 0 10-1 90% 2. Argentína......5 4 1 0 9-3 90% 3. Frakkland......5 3 2 0 8-2 80% 4. Mexíkó.........5 3 2 0 6-2 80% 5. Danmörk........4 3 0 1 10-6 75% 6. Spánn..........5 3 1 1 11-4 70% 7. Sovétríkin.....4 2 1 1 12-5 63% 8. Belgía.........5 2 2 1 10-9 60% 9. V.Þýskaland....5 2 2 1 4-4 60% 10. England.......5 2 1 2 7-3 50% 11. Marokkó.......4 1 2 1 3-2 50% 12. Italía.........4 1 2 1 5-6 50% 13. Paraguay.......4 1 2 1 4-6 50% 14. Pólland........4 1 1 2 1-7 38% 15. Búlgaría.......4 0 2 2 2-6 25% 16. Uruguay........4 0 2 2 2-8 25% Eins og sést á þessu þurftu Vestur-Þjóðverjar ekki glæsi- legan árangur til að komast í und- anúrslit — vera taldir í hópi fjög- urra bestu liða í heimi. Jafntefli 1-1 við Uruguay, sigur 2-1 á Skot- landi, tap 0-2 gegn Danmörku, sigur 1-0 gegn Marokkó og jafn- tefli 0-0 við Mexíkó. Ef sigurinn á Frökkum er talinn með er árang- urinn samt aðeins 67% og liðið í 7. sæti. Á meðan vinnur t.d. Brasilía örugga sigra en fellur síð- an út á vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Það er vel hægt að taka undir þær raddir sem gagnrýna fyrirkomulag keppninnar og verða sífellt háværari — í Mexíkó verður ekki krýnt besta knatt- spyrnulið heims heldur það heppnasta. —VS Maradona Ofsóttur af Bríegel? Þökkum guði að Maradona er argentínskur, segir Bilardo. Værum í úrslitum efhann væri belgískur, segir Thys „Ég er hræddur um að Diego Maradona verði hreinlega ofsótt- ur í úrslitaleik heimsmeistara- keppninnar á sunnudaginn. Vestur-Þjóðverjar munu ekki leika jafn drengilega og Englend- ingar og Belgar og ég er viss um að Hans-Peter Briegel verður látinn reyna að stöðva hann með öllum brögðum,“ sagði Cesar Luis Menotti, fyrrum landsliðs- þjálfari Argentínu, í gær. , JJómarar eiga að vernda leik- menn sem eru snjallir með bolt- ann. í leiknum við England fékk sá fyrsti sem braut á Maradona gult spjald og þannig verður að bregðast við — annars eru dagar knattspyrnunnar taldir,“ bætti Menotti við. „Maradona er sá eini sem getur orðið verðugur arftaki mesta knattspyrnusnill- ings sem uppi hefur verið, Pele.“ Maradona fær að vonum gífur- legt hrós fyrir leik sinn gegn Belg- um í fyrrakvöld. „Við megum Leikbönnin Dómstóll KSÍ lítur á að það sé allt að því leyfilegt að ganga í skrokk á dómurum í æfingaleikjum. Þetta getur orðið til þess að enn fleiri dómarar hætti að dæma æf- ingaleiki. Það er hægt að áfrýja þessum úrskurði til dómstóls ISÍ en ég held að það yrði til lítils þar sem KSI-dómstóIIinn hefur unnið vel að þessu máli frá sinni hálfu,“ sagði Gunnar í samtali við Þjóð- viljann í gær. Rétt eina ferðina hefur fundist brotalöm í lögum og reglugerð- um íþróttahreyfingarinnar. Það er sjálfsagt mál að þeir sem taka að sér dómgæslu í æfingaleikjum njóti einhvers réttar ef þeir verða fyrir grófri áreitni eins og í þessu tilviki en lagalega séð eru þeir réttlausir. Helst fyrir þá að kæra til lögreglu, eins og Kristján Ingi Helgason, formaður knatt- spyrnudeildar ÍBK sagði í spjalli við undirritaðan í gær. Það virðist vera eina lausnin eins og staðan er í dag en hér þarf að leita ann- arra og farsælli leiða. —VS 1. deiíd Aganefnd náðist ekki saman í gær Aganefnd KSÍ náði ekki að koma saman í gær til að taka fyrir áfrýjun FH vegna leikbannsdóma Viðars Halldórssonar fyrirliða og Harðar Hilmarssonar aðstoðar- þjálfara FH. Hún mun koma saman í dag, væntanlega fyrir há- degi, og ákveða hvort hún taki áfrýjunina fyrir eða vísi henni frá. Banninu á að framfylgja í leik FH við Breiðablik í 1. deildinni í kvöld svo það er eins gott að ag- anefndin hafi hraðar hendur við afgreiðslu málsins. Eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær segir Viðar að leikbannsdómurinn hafi komið sér í opna skjöldu, hann hafi ekki haft hugmynd um að hann hafi lent á dómaraskýrslu Kjartans Ólafssonar um leik Þórs og FH, fyrir móðgandi ummæli í hans garð. —VS þakka guði að Maradona skuli vera Argentínumaður. Hann hef- ur allt til að bera til að vera besti knattspyrnumaður heims, hæfí- leika, aga og ákveðni,“ sagði Car- los Bilardo, þjálfari Argentínu. „Við töpuðum fyrir besta leik- manni í heimi. Með Maradona innanborðs er Argentína sigur- stranglegri aðilinn í úrslita- leiknum. Við værum komnir í úr- slit ef Maradona væri belgískur,“ sagði Guy Thys, þjálfari Belga. Maradona sjálfur vill sem minnst úr sjálfum sér gera. „Það eru liðsheildin og liðsandinn sem hafa komið okkur svona iangt. Pele var snjall en hann hafði snjalla samherja og það hef ég ^ líka. Athyglin sem ég fæ gefur öðrum í liðinu meira rými, og öfugt. Ég hefði aldrei skorað seinna markið gegn Englandi ef Burruchaga hefði ekki fylgt mér alla leið og dregið líka að sér varnarmenn. Ég var búinn að segja að ég hefði meiri trú á Vestur-Þjóðverjum en Frökkum og hafði rétt fyrir mér. En við munum sigra ef það er vilji guðs,“ sagði snillingurinn eftir leikinn í fyrrakvöld. Hann var sendur. í lyfjapróf strax að leik loknum og mætti því seint til að ræða við blaðamenn. —VS Mikið í húfi Fyrri hluta 1. deildarinnar á ís- landsmótinu í knattspyrnu lýkur um helgina, nánar tiltekið á mánudagskvöldið. Þá leika Fram og KR á Laugardalsvellinum en hinir fjórir leikirnir fara fram í kvöld og á morgun. í kvöld eru tveir þýðingarmikl- ir fallbaráttuleikir, fjögur neðstu liðin eiga innbyrðis leiki. ÍBV og Víðir leika í Eyjum og Breiðablik mætir FH í Kópavogi. í Keflavík freista heimamenn þess í kvöld að vinna sinn sjötta leik í röð. Hann hefst kl. 20 eins og hinir tveir. Á morgun mætast síðan stórveldin Valur og ÍA að Hlíðarenda kl. 14 en þau eru jöfn með 14 stig. Janus Guðlaugsson landsliðs- maður verður orðinn löglegur með Fram á mánudagskvöldið og reikna má með að hann leiki með í þessum mikilvæga leik. ____VS Föstudagur 27. Júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Verður beljakinn Briegel settur til höfuðs Maradona á sunnudaginn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.