Þjóðviljinn - 11.07.1986, Side 6
MINNING
Sjúkraliðar - athugið
Viö Sjúkrahúsið á Egilsstöðum eru lausar 3-4
stöður sjúkraliða, nú þegar eða frá 1. sept. nk..
Fljótsdalshérað er fagurt bæði sumar og vetur,
flugvöllur er við bæjardyrnar og skíðaland í Fjarð-
arheiði skammt undan. Við höfum grunnskóla,
menntaskóla og tónlistaskóla á staðnum, svo
eitthvað sé nefnt.
Er ekki tilvalið að breyta til og prófa að búa úti á
landsbyggðinni?
Hugsið málið og leitið nánari upplýsinga, það
kostar ekkert.
Hjúkrunarforstjóri, sími 97-1631.
Skrifstofan, sími 97-1386.
s ' N
Þegar komið er af vegum með
bundnu slitlagi tekur tíma
að venjast breyttum aðstæðum
í { { FÖRUM VARLEGA!
%
Bændur athugið
Frestur til að skipta réttindastigum áunnum til
ársloka 1983 með maka eða sambýlismanni,
sbr. lög nr. 50/1984, rennur út 1. ágúst 1986 og
verður ekki framlengdur frekar.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu sjóðsins og
formönnum búnaðarfélaganna um land allt.
Lífeyrissjóður bænda,
Bændahöllinni v/Hagatorg,
sími 91-18882.
DJÓÐVILJINN
blaðið
sem
vitnað
erí
Viðgerða- og
ráðgjafarþjónusta
leysir öll vandamál húseigenda. Sér-
hæfðir á sviði þéttinga og fl.
Almenn verktaka.
Greiðslukjör. Fljót og góð þjónusta.
Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin.
Guðrún
Eiríksdóttir
Fœdd 8. júlí 1915 - Dáin 4. júlí 1986
Þau leiðu mistök urðu við
vinnslu blaðsins í gær að hálft
höfuðið var skorið af Óðni litla
frá Gufunesi á Landsbyggðarsíð-
unni þar sem myndin birtist. Við
birtum því myndina aftur í fullri
og réttri stærð en það er Þóra
Þrastardóttir, ungfrú Reykjavík
1986 sem heldur svo blíðlega um
Óðin litla.
Myndina tók Sigurður Sig-
mundsson og er henni allra náðs-
amlegast stolið úr tímaritinu
Eiðfaxaeins ogsagðií mynda-
texta í blaðinu í gær.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur
f dag kveðjum við Norðfirð-
ingar hinstu kveðju Guðrúnu
Eiríksdóttur, Þiljuvöllum 21,
Neskaupstað. Guðrún var fædd
að Apavatni í Grímsnesi 8. júlí
1915, dóttir hjónanna Eiríks Ás-
mundssonar frá Apavatni og
Guðbjargar Jónsdóttur frá
Hólmi í Landeyjum.
Lengst af sínum búskap bjuggu
þau Eiríkur og Guðbjörg í
Stokkseyrarhreppi, fyrst á Grjót-
bakka og síðar að Helgastöðum á
Stokkseyri. Þau Guðbjörg og
Eiríkur eignuðust 6 börn, 4 dætur
og 2 syni og var Guðrún elst
þeirra systkina. Þau eru nú öll
látin nema yngsta systirin Ingi-
björg sem búsett er í Kópavogi.
Á unglingsárum Guðrúnar var
mikil fátækt á íslandi.
Heimskreppan svokallaða, sem
lagðist með fullum þunga á ís-
lenskt athafnalíf um og upp úr
1930, gerði að engu vonir og áætl-
anir flestra unglinga úr alþýðu-
stétt um langskólanám og fram-
tíðarstörf. Svo held ég að hafi
einnig verið með Guðrúnu, því
hún var gædd sérlega góðum gáf-
um. Að vísu ræddi hún ekki
mikið um það fremur en annað
mótlæti, sem henni mætti á lífs-
leiðinni, en sjálfsmenntun henn-
ar og viðhorf fannst mér benda til
þess að hugur hennar hafi á ung-
lingsárum þráð meiri menntun,
en hún átti kost á.
Guðrún varð sem sagt eins og
flestir unglingar þá, úr alþýðu-
stétt, að fara að heiman og leita
sér atvinnu. Leiðir flestra lágu þá
til verstöðva landsins, á vetrar-
vertíðir á Suðurlandi og norður
eða austur á sumrin.
Hingað réði Guðrún sig sumar-
ið 1937 til Gísla Bergsveinssonar
útgerðarmanns og þá réðust ör-
lög hennar, því hér kynntist hún
Karli L. Marteinssyni, ættuðum
úr Vaðlavík í Helgustaðahreppi.
Árið 1940 stofnuðu þau heimili
hér í Neskaupstað og bjuggu hér
allan sinn búskap. Ég geri ráð
fyrir því, að það hafi verið mikil
viðbrigði fyrir Guðrúnu og nokk-
urt átak að koma hingað úr hinu
sunnlenska víðlendi í innilokun
fjarðarins með fjöllin svo nálægt,
há og hrikaleg. En Guðrún varð
mikill Norðfirðingur og dáði meir
en flestir aðrir sem ég hefi kynnst
fegurð og skjól fjallanna og frið-
sæld fjarðarins.
Þau Guðrún og Karl, eða
Gunna og Dalli, eins og þau voru
jafnan kölluð í daglegu tali, voru
ákaflega samhent og áttu fallegt
og friðsælt heimili.
Árið 1958 réðist Guðrún til
starfa við Fjórðungssjúkrahúsið
Neskaupstað og tók þá fljótlega
að sér starf forstöðukonu þvotta-
hússins og gegndi því starfi til árs-
ins 1982, að hún varð að hætta
vegna heilsubrests.
Þegar Guðrún réðist til starfa
við sjúkrahúsið var margt þar í
mótun og þá ekki síst þvottaað-
staðan, sem var vægast sagt mjög
svo frumstæð og léleg. En Guð-
rún tók á öllum erfiðleikum með
festu og einstökum dugnaði og
ósérhlífni. Hún var einstaklega
raunsæ manneskja og tók hlutina
og verkefnin til úrlausnar án hiks
né orðagjálfurs. Hún fylgdist vel
með þróun og uppbyggingu
sjúkrahússins og hafði á þeim
málum brennandi áhuga og það
varð henni þung raun er hún varð
að hætta þar störfum.
Þau Guðrúnog Karl eignuðust
tvö börn, Eirík og Elísabetu, sem
bæði eru búsett hér á Norðfirði.
Árið 1961 gerðust þau Gunna
og Dalli ásamt börnum sínum ná-
grannar okkar hjóna og barna
okkar hér að Þiljuvöllum 21. í
alla staði reyndust þau okkur
traustir og góðir grannar og okk-
ur og börnum okkar góðir vinir.
Karl lést árið 1980.
Þau hjónin voru ósérhlífnar
baráttumanneskjur, sem skipuðu
sér í hóp framsækinnar og rót-
tækrar baráttusveitar, sem barist
hefur fyrir uppbyggingu þessa
bæjar og betra mannlífi og sem
vissulega hefur skilað árangri.
Fyrir það ber þeim heiður og
þökk okkar allra.
Síðan Karl lést, hefur Guðrún
að mestu verið ein í íbúð sinni hér
að Þiljuvöllum 21, nema hvað
skyldmenni og barnabörn hafa
dvalið hjá henni við og við, henni
greinilega til mikillar gleði.
Öll söknum við Guðrúnar
mikið. Hún var hljóðlát og traust
manneskja og mikill vinur vina
sinna. Ég vil fyrir hönd stjórn-
enda og alls starfsfólks Fjórð-
ungssjúkrahússins votta henni
þökk og virðingu fyrir störf henn-
ar í þágu þeirrar stofnunar.
Við Guðrún og börn okkar
þökkum henni sambýlið og vin-
áttuna og vottum börnum henn-
ar, tengdafólki og barnabörnum,
systur og öðrum vinum og vanda-
mönnum innilega samúð.
Stefán Þorleifsson.
Eiðfaxi
Þóra
,09
Oðinn