Þjóðviljinn - 11.07.1986, Page 16
DJOÐVIUINN JMIffWiriftJfftJlR*
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.
Föstudagur 11. júlí 1986
153. tölublað 51. örgangur
Byggðastofnun
Framsókn gegn byggðastefnu
Steingrímur J. Sigfússon: Prófraun á hvortmenn vildu breyta til. Niðurstaðanpunkturinn yfir i-ið
í andbyggðastefnu Framsóknar
Þeir stjórnarliðar og þá eink-
um framsóknarmenn sem lýstu
því yfir á þingi í vetur þegar þeir
felldu tillögur okkar Alþýðu-
bandalagsmanna um að flytja
Byggðastofnun og Þróunarfé-
lagið út á land, að réttara væri að
láta stjórnir þessara stofnana
taka þá ákvörðun, hafa nú sýnt og
sannað að þeim hefur aldrei verið
alvara með því tali sínu að rétt sé
að flytja stofnanir út á land, sagði
Steingrímur J. Sigfússon þing-
maður í samtali við Þjóðviljann í
gær.
Steingrímur sagði það athyglis-
vert að meirihluti stjórnar
Byggðastofnunar notaði það sem
röksemd gegn flutningi norður að
starfsfólkið vildi ekki flytja þang-
að. Sama stjórn hefði fellt í fyrra-
haust tillögu frá Geir Gunn-
arssyni um að þetta sama starfs-
fólk yrði ekki ráðið nema með
þeim fyrirvara að stofnunin yrði
hugsanlega flutt norður. - Það
starfsfólk sem er að vinna að
byggðamálum og telur sér ekki
fært að búa úti á landi er alls ekki
fært um að vinna að byggðamál-
um að mínu mati, sagði
Steingrímur.
Þessi tillaga í stjórn Byggð-
astofnunar var prófsteinn á það
hvort menn vilja breyta til. Nið-
urstaðan er punkturinn yfir i-ið í
andbyggðastefnu þessarar ríkis-
stjórnar, þar sem Framsóknar-
flokkurinn fer með forystu á
öllum sviðum byggðamála,"
sagði Steingrfmur J. Sigfússon.
-•g-
Jón Gunnar Ottósson: Ég hef unnið að rannsóknum á þessari lús undanfarin 3-4 ár og gengur vel. Mynd Ari.
Trjálús
Hætta á öðmm faraldri
Jón Gunnar Ottósson: Stofn lúsarinnar stœkkar ört. Mikilvægtað verja barrtrén
Eg tel að þessi fundur hafi verið
gagnlegur, þarna áttu sér stað
hreinskilnar og opnar umræður
um málið. Auðvitað geta stór-
kaupmenn ekkert hrakið okkar
tölur en þeir eru óánægðir með
ýmislegt og það var niðurstaða
fundarins að við förum saman í
þessi mál öll, sagði Georg Ólafs-
son verðlagsstjóri, en hann átti
fund með stórkaupmönnum í
fyrrakvöld um niðurstöður verð-
könnunar Verðlagsstofnunar í
Rcykjavík og í Glasgow.
Georg sagði að stórkaupmenn
hefðu bent á að skoða þyrfti
verðsamanburð hér á landi og í
fleiri löndum en í Skotlandi, og
sagðist hann í sjálfu sér vera því
hlynntur.
Þá sagði verðlagsstjóri að
bráðlega hæfist úrvinnsla á ann-
arri könnun sem Verðlagsstofn-
un hefur gert, svipuð þeirri sem
þegar hefur verið kynnt.
-S.dór
í júlí í fyrra spáði ég
haust-plágu , en fólk tók ekki
mark á því þá. Ég hef unnið að
rannsóknum á sambandi milli
stofnstærðar lúsarinnar og tíðarf-
ars undanfarin 3-4 ár og gengur
vel. Þessar plágur hafa komið
með millibilum síðan 1959. Það
er mikilvægt að fólk verji trén á
réttum tíma og með réttum efn-
um. Þá sjaldan hætta er á ferðum
til dæmis með Permasect, sem er
skaðlaust fólki og fuglum en er
mjög virkt á lúsina.
En hvað er hœgt að gera við
orminn sem herjar á brekkuvíði?
„Það er víðifeti sem aðallega
veldur skaða á brekkuvíði og
hann er að ljúka sér af núna og
kemur ekki aftur fyrr en næsta
vor. Til þess að koma í veg fyrir
skemmdir af hans völdum verður
fólk að hafa augun opin í seinni-
hluta maímánaðar og ef mikil
fjöldi af lirfum er á trjánum þarf
að verja þau og þá skiptir miklu
að nota rétt efni sem eru skaðlaus
öðrum en orminum, og nota efn-
in á réttum tíma.“
-vd
Isumar hefur orðið vart við
mikinn skaða á grenitrjám af
völdum lúsar sem herjaði á þau í
fyrrahaust og í vetur. Lúsin er
útbreidd um allt Suðurland og
austur á Seyðisfjörð. Að sögn
Jóns Gunnars Ottóssonar, sem
starfar að rannsóknum á þessari
lús á Rannsóknastöð Skógræktar
ríkisins á Mógilsá, hrundi stofn-
inn síðast í janúar en fer ört
stækkandi og er mikil hætta á ný-
Glasgow-könnunin
jum faraldri.
„Þessi lús er mjög háð tíðarfar-
ainu og er á kreiki allt árið. Eftir
hlýjan vetur er stofninn yfirleitt
stór og þá er mikil hætta á faraldri
líkt og núna sagði Jón Gunnar.
Hrekja ekki okkar tölur
Verðlagsstjórifundarmeðstórkaupmönnum. Georg Ólafsson:
Gagnlegurfundur. Von á annarri könnun bráðlega
Byggðastofnun
Yfirlýsingu
forstjórans
mótmælt
Geir Gunnarsson:
Ekki skoðun
stofnunarinnar sem
sett erfram í þessari
tilkynningu. Bókuð
mótmæli ístjórn
stofnunarinnar
„Ég lét bóka mótmæli við þess-
ari fréttatilkynningu sem send
var út í nafni Byggðastofnunar
eftir fundinn. Þetta er engin
ályktun stofnunarinnar og við
sem greiddum því atkvæði að
Byggðastofnun yrði flutt til Akur-
eyrar stóðum alls ekki að þessari
bókun.
Stofnunin hefur ekki þessa
skoðun sem fram kemur í frétta-
tilkynningunni,“ sagði Geir
Gunnarsson alþingismaður og
stjórnarmaður í Byggðastofnun í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Umrædd fréttatilkynning sem
send var til fjölmiðla í gær í nafni
stofnunarinnar var útbúin af for-
stjóra hennar Guðmundi
Malmquist og tók hann á fundi
stjórnarinnar í gær á sig alla
ábyrgð á þessari tilkynningu.
I áðurnefndri fréttatilkynningu
forstjórans segir m.a. að ein
helsta ástæðan fyrir því að ófært
sé að flytja stofnunina sé sú staðr-
eynd að núverandi starfsmenn
hennar muni ekki flytjast búferl-
um með stofnuninni. I fyrrahaust
þegar Geir Gunnarsson lagði
fyrst fram tillögu um að gerð yrði
könnun á mögulegum flutningi
Byggðastofnunar til Akureyrar
lagði hann einnig til, að starfsfólk
yrði ekki ráðið til stofnunarinnar
nema með þeim fyrirvara að hún
yrði hugsanlega flutt til Akur-
eyrar. Sú tillaga var þá felld af
meirihluta stjórnarinnar. -4g.
Fellahellir
Hjólaskautar
streyma inn
Fréttir Þjóðviljans bera árang-
ur. Nýlega sagði blaðið frá því að
félagsmiðstöðin Fellahellir í
Breiðholti hefur tekið í notkun
glæsilega hjólaskautahöll og var
fólk beðið um að selja eða gefa
félagsmiðstöðinni hjólaskauta
sem enginn notaði. Það stóð ekki
á fólki, hjólaskautar hafa streymt
til Fellahellis síðan og meira að
segja kom maður einn frá Akra-
nesi í bæinn með hjólaskautana
sína og sagðist vilja styrkja gott
málefni. SA.