Þjóðviljinn - 16.07.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Side 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 16 júlí 1986 miðviku- dagur 157. tölublað 51. örgangur DJÖÐVIUINN MENNING IÞROTTIR HEIMURINN Hafskipsmálið Agreiningur um Albert Þórir Oddsson rannsóknarlögreglustjóri: Sé ekki að við þurfum að rannsaka þessa þœttifrekar. Bragi Steinarsson saksóknari: Þœttirnir eru allir órannsakaðir Verulegur ágreiningur virðist nú upp kominn milli Rannsóknarlögreglu ríkisins og ríkissaksóknara. Fyrr í þessum mánuði sendi RLR til saksóknara þrjá þætti er vörðuðu tengsl Al- berts Guðmundssonar iðnaðar- ráðherra við Hafskipsmálið. Síð- astliðinn föstudag voru þessir þættir endursendir rannsóknar- aðilum með þeim orðum að ákæruvaldið teldi þá standa í slík- um tengslum við hið órannsakaða Hafskipsmál að ekki væri mögu- legt að taka þá til sjálfstæðrar af- greiðslu. Þórir Oddsson settur rann- sóknarlögreglustjóri segir að hann telji ekki ástæðu til að rann- saka þessa þætti frekar, enda hafi engin fyrirmæli borist þar að lút- andi frá saksóknara. Bragi Steinarsson saksóknari kveðst hins vegar ekki skilja yfirlýsingu rannsóknarlögreglustjóra þess efnis að þessir þættir séu þegar fullrannsakaðir. Um yfirlýsingu rannsóknarlög- reglustjóra segir saksóknari m.a. í viðtali við Þjóðviljann í dag: Til hvers heldur hann að við séum að endursenda þetta. Þessir þættir eru allir órannsakaðir. Ennþá eru allir endar lausir í þessum þremur þáttum. Rannsóknarlögreglustjóri seg- ir hins vegar: Varðandi þessa þrjá þætti, þá sé ég ekki að við þurfum að kafa sérstaklega ofan í þá frek- ar, enda sé ég ekki nein rannsóknarfyrirmæli þar að lút- andi. Ég held að þetta hljóti að vera einhver misskilningur. Eins og Þjóðviljinn hefur greint frá, varða þeir þrír þættir sem hér um ræðir, í fyrsta lagi viðtöku Alberts Guðmundssonar á gjaldeyri, 5 þúsund dollurum, í maí 1983. í öðru lagi viðtöku hans og framsal á 117 þúsund króna tékka í febrúar 1984. Og í þriðja lagi milligöngu hans um af- hendingu á 120 þúsund krónum til Guðmundar J. Guðmunds- sonar alþingismanns. G.Sv. Sjá viðtöl á bls. 2 Bruna- varnar- átaki lokið Undanfarnar vikur hafa brunavarnaræf- ingar verið haldnar víð- ast hvar um landið undir kjörorðinu „Brunavarnarátak ’86“. Var ætlunin að vekja fólk til umhugs- unar um þýðingu brunavarna, á heimil- um og í fyrirtækjum og eru menn í alia staði ánægðir með árangur- inn, að sögn Inga R. Helgasonar, forstjóra Brunabótafélags ís- lands, en auk þess áttu aðild að átakinu slökkviliðsmenn, Brunamálastofnun og Storebrand í Noregi. Hþjv. Miðstjórn AB. Fimm á fund Guðmundar Miðstjórn ályktar um „hœttur“ sem fylgja ,hagsmunaböndum“ eftir tíu tíma fund í fyrrinótt u m ellefuleytið í gærmorgun gekk fimm manna sendinefnd miðstjórnar Alþýðubandalagsins á fund Guðmundar J. Guð- mundssonar og kynntu honum „umræður sem farið hafa fram um mál hans“ á miðstjórnarfund- inum í fyrrinótt og á fram- kvæmdastjórnarfundi í síðustu viku. Svavar Gestsson formaður flokksins sagði fyrir hönd nefnd- arinnar eftir fundinn með Guð- mundi að hann teldi ekki ástæðu til að skýra frá umræðunum. Á maraþonfundi miðstjórnar AB. sem hófst um áttaleytið í fyrradag og lauk tæplega sex í gærmorgun var að lokum sam- þykkt ályktun þarsem meðal ann- ars segir að Hafskipsmálið hafi leitt í ljós „þær hættur sem geta Fiskvinnslan Þýðir ekkert að tala um þetta Soffanías Cecilssonformaður Samtakafiskvinnslustöðva: Við erum búnirað gefast uppá að tala um þetta ástand við ráðamenn Eg veit ekki til þess að neitt raunhæft sé verið að gera til að leysa vanda fískvinnslunnar í landinu og við erum búnir að gef- ast uppá að tala við yfírvöld um þetta mál, það er ekki til neins, sagði Soffanías Cecilsson í Grundarfírði, en hann er for- maður Samtaka fiskvinnslust- öðva, er Þjóðviljinn innti hann eftir því hvað væri að gerast varð- andi hinn hrikalega vanda fisk- vinnslunnar í landinu. Soffanías sagðist ekki skilja það hvernig þær fiskvinnslur sem skulda fé, færu að því að halda rekstrinum gangandi. Hann sagðist sjálfur vera með gamalt og gróið skuldlaust fyrirtæki, bæði báta og vinnslu, en samt væri það á mörkunum að endar næðu saman. „Þess vegna er það mér fullkomlega óskiljanlegt hvernig þeir fara að, sem skulda, hvað þá þeir aðilar sem eru stórskuldug- ir,“ sagði Soffanías. Hann sagði ennfremur að nauðsynlegt væri að fá mann í sjávarútvegsráðuneytið sem skilur það að fiskistofnar hrynja ekki vegna veiða, heldur af nátt- úrunnar hendi. Mann, sem ekki lætur það gerast sem átti sér stað í Grundarfirði í fyrravetur, þegar Grundarfjarðarbátum var bann- að að veiða fisk sem var alveg upp við bryggju vegna þess að kvóti þeirra var búinn, en bátum frá Vestmannaeyjum leyft að veiða hann uppí landsteinum í Grund- arfirði og sigla með hann til Eyja, þar sem hann var orðinn sund- urmarinn og ónýtur þegar honum var landað. Loks sagði Soffanías að hann teldi gengisfellingu nú gagnslausa þar sem engar birgðir af fiski væru til í landinu, auk þess sem gengisfelling væri alltaf bráða- birgðalausn. - S.dór. fylgt því að trúnaðarmenn launa- fólks og sósíalískrar hreyfingar tengist hagsmunaböndum við forráðamenn fyrirtækja og áhrifamikla einstaklinga í for- ystusveit íhaldsaflanna“ og þar- sem talið er brýnt að „allar stofn- anir og trúnaðarmenn Alþýðu- bandalagsins helgi sig baráttunni gegn þeirri efnahagslegu og stjórnmálalegu spillingu sem Hafskipsmálið hefur afhjúpað.“ Þá var þeim Svavari Gestssyni, Ragnari Arnalds, Ólafi Ragnari Grímssyni, Önnu Hildi Hildi- brandsdóttur og Guðna Jóhann- essyni falið að ganga á fund Guð- mundar J. Guðmundssonar. Um 40 ræður voru fluttar á fundinum, sem að mestu snerust um „Guðmundarmálið“ en einn- ig um vinnubrögð innan flokks- ins, átök fylkinga innan hans, yf- irlýsingar forystumanna í fjöl- miðlum, um kjaramál og pólit- íska valkosti í næstu framtíð. Kristín Á. Ólafsdóttir lýsti í gær ánægju sinni með að mið- stjórnin hefði ályktað, Svavar Gestsson sagðist ekki túlka álykt- unina sem kröfu til Guðmundar J. um afsögn. Ekki náðist í Guð- mund í gær. - m. Sjá SÍÖU 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.