Þjóðviljinn - 16.07.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Page 3
FRÉTTIR Kjaradómur BHMR Kom mér á óvart Asmundur Stefánsson: Sérkennilegt að sérkjarasamningur skuli notaður til almennra hœkkana Mér kom það á óvart að með sérkjarasamningi skuli vera gengið til almennrar hækkunar umfram það sem gerst hefur hjá almennu verkafólki, sagði As- mundur Stefánsson forseti ASÍ þegar Þjóðviljinn innti hann álits á úrskurði Kjaradóms um sér- kjarasamning BHMR og ríkisins. Ég gerði ekki ráð fyrir því, sagði Ásmundur, að það yrði nein sérstök hækkun á launum BHMR-manna og finnst satt að segja nokkuð sérkennilegt að sér- kjarasamningur skuli notaður til almennra hækkana eins og þarna er greinilega gert. Aðspurður um áhrif kjara- dómsins benti Ásmundur á að samningar Alþýðusambandsins væru bundnir til áramóta en sagði að auðvitað ýtti hann undir meiri kaupkröfur þegar þar að kæmi. G.Sv. Rannsóknaleiðangur Hafísinn hamlar Ólafur Halldórsson leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni: Hafísinn hefur lokað afstórum svœðumfyrir okkur og þar með hefur dregið úr gildi leiðangursins Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið við þorskmælingar út af Vestfjörðum síðan 24. júní en að sögn Ólafs Halldórssonar fiskifræðings, sem er leiðangursstjóri hefur hafisinn sett mikið strik í reikninginn. „Við höfum ekki komist yfir mjög stórt svæði sem við ætluð- um að rannsaka, vegna hafíss," sagði Ólafur í samtali við Þjóð- viljann í gær. Hann var spurður hvernig gengið hefði að nota bergmáls- mælingar við þorskrannsóknirn- ar, en bergmálsmælingar eru not- aðar við stofnmælingu á síld og loðnu. Ólafur sagði að erfitt væri að glöggva sig á því vegna þeirra miklu truflana sem orðið hefðu vegna hafíssins. Hann sagðist þó verða betur í stakk búinn til að svara þesu þegar leiðangursgögn hefðu verið skoðuð eftir að í land kemur. Leiðangrinum líkur á morgun, fimmtudag. -S.dór T Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum / f ^ FÖRUM VARLEGA! ■!>; t|w- r? ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Brúarsmiðirnir frá v. Jakob Böðvarsson, Sigurður Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Höskuldur JónssonogStefánÁrnasonátilvonandibrúyfirHoltsáí Svarfaðardal. í baksýn er gamla brúin. Mynd -yk. Vegagerð 40 árí tovarsmíði egar útsendari Þjóðviljans átti leið um Svarfaðardal fyrir skömmu rakst hann á hóp glaðbeittra brúarsmiða sem voru að binda járn í gólfið á nýrri brú yfir Holtsá. Verkstjórinn í hópnum sem gerður er út frá Vegagerð ríkisins á Akureyri kvaðst heita Jakob Böðvarsson. Þetta er 40. sumarið sem hann starfar við brúarsmíði hjá Vegagerðinni, þar af hefur hann verið verkstjóri frá því í kringum 1970. Jakob kvaðst ekki vera farinn að hugleiða það neitt alvarlega að draga sig í hlé og reiknaði með að halda áfram að vinna hjá Vegagerðinni a.m.k. ti! 75 ára aldurs ef hann héldi til þess heilsu og starfsþreki. Það hefur löngum þótt vera nokkur ævintýraljómi yfir brúar- smiðum, sérstaklega fyrr á árum þegar þetta voru stórir hópar manna sem lágu úti allt sumarið. Þeim bar saman um það, félögu- num sem ég ræddi við að þetta væri nú breytt og mesti ævintýra- blærinn farinn af. Nú eru öll stærri verkefni í brúarsmíði boðin út og sagði Jakob að þetta væru aðallega ræsi og smábrýr sem þeir byggðu auk viðhaldsverkefna, og var ekki laust við að greina mætti eftirsjá í rödd hans. Annars voru þeir félagar hinir hressustu og sögðust ætla að kaupa Þjóðvilj- ann næstu daga til að sjá sjálfa sig í blaðinu. -yk/Akureyri Mál Alberts Þættimir eni órannsakaðir Bragi Steinarsson saksóknari: Allir endar lausir Eg skil ekki yfirlýsingar rann- sóknarlögreglustjóra um að hann lfti svo á að þetta sé rannsakað. Til hvers heldur hann að við séum að endursenda þetta, sagði Bragi Steinarsson saksókn- ari í samtali við Þjóðviljann í gær. Það þarf, sagði Bragi, að sam- ræma þetta heildarrannsókn málsins. Það segir beint í okkar bréfi að það sé ekki hægt á þessu stigi að kveða á um það hvort höfðað verði refsimál á hendur Albert eða ekki. Rannsókn er ekki komin það langt að hægt sé að kveða á um það. Ennþá eru allir endar lausir í þessum þremur þáttum. Það þarf að skoða þá nánar og til þess er málið sent aftur. Það er hvorki hægt að taka út einstaka þætti eða mál einstakra manna. Það er brot á öllum reglum. Bragi sagði að verið væri að rannsaka það hvort, og þá að hve miklu leyti og hvernig Albert Guðmundsson tengdist brotum forráðamanna Hafskips í heild sinni, þar á meðal þau þrjú til- teknu atriði sem rannsóknarlög- regla hefði tekið út úr heildinni. Það er hvorki hægt, sagði Bragi, að aðskilja einstaka þætti eða einstaka menn úr slíkum heildarrannsóknum. Það er brot á öllum siðareglum. Menn eru og eiga að vera jafnir fyrir lögum. Þætti einstakra hugsanlegra sak- borninga er ekki hægt að skoða Hann talar um að hann hafi sent þetta til framhaldsrannsókn- ar. Eg held að þetta hljóti að vera einhver misskilningur, sagði Þór- ir Oddsson rannsóknarlögreglu- stjóri þegar Þjóðviljinn bar undir hann þau ummæli Braga Steinarssonar saksóknara að rannsókn á tilgreindum þremur þáttum Alberts Guðmundssonar í Hafskipsmálinu sé enn ekki lokið. Þórir Oddsson vitnaði til bréfs saksóknara frá því fyrir helgi og sagði: Ég sé ekki nein rannsóknarfyrirmæli í þessu bréfi heldur einungis ósk um það, að sér. Þjóðviljinn spurði Braga hvers vegna hann teldi RLR hafa sent hina tilteknu þrjá þætti til ákæru- valdsins. Hann sagði: Þetta er eitthvað sem þeir Mál Alberts þessi gögn verði sameinuð gögnum aðalmáls og að síðan verði þau skoðuð í einni heild þegar þau koma til baka. Ég sé ekki að hann sé að mæla fyrir um frekari rannsókn á einu eða neinu. Hann segir að vísu varðandi þá ferð sem Albert á að hafa farið að ekki sjáist að frekari rannsókn hafi farið fram í því sambandi, en ég sé ekki heldur í bréfinu að hann sé að mælast til þess að við gerum það. Rannsóknarlögreglustj óri kvaðst skilja þá afstöðu saksókn- bjuggu til sjálfir. Við afmörkuð- um ekki þessa þrjá þætti. Það er rannsóknarlöreglan sem útbýr þetta uppá sínar eigin spýtur. Þessir þættir eru allir ór- annsakaðir. G.Sv. ara að taka ekki ákvörðun fyrr en málið lægi fyrir í heild sinni og hægt væri að skoða einstaka þætti með hliðsjón af öðrum þáttum. Hins vegar sagði hann: En varð- andi þessa þrjá þætti þá sé ég ekki að við þurfum að kafa sérstaklega ofan í þá frekar, enda sé ég ekki nein rannsóknarfyrirmæli þar að lútandi. Aðspurður kvaðst Þórir Odds- son ekki eiga von á því að rann- sókn Hafskipsmálsins lyki í þess- um mánuði. G.Sv. Engin rannsóknafyrinnæli Þórir Oddsson rannsóknarlögreglustjóri: Sé ekki að viðþurfum að rannsaka þessa þœttifrekar J í 1 Bindindismótið Caltalækjarskógi i__________________________________ Verslunarmannahelgin 1.—4. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.