Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Stjómin gagnrýnd undir rós
í leiðara Morgunblaðsins í gær er fjallað um
Háskóla íslands. Þar er minnt á að skólinn á í
haust 75 ára starfsafmæli og sagt að hann hafi
„umfangsmiklu forystuhlutverki að gegna í víg-
búnaði þjóðarinnar", „til varnar og sóknar á
sviði íslenzkrar menningar og hagsældar, eða
með öðrum orðum“ segir Morgunblaðið „í
skjaldborg okkar um stjórnarfarslegt, menning-
arlegt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar".
Hér er fagurbrynhosulega talað.
Síðar í Morgunblaðsleiðaranum er rætt um
aðbúnað háskólans og komist að þeirri niður-
stöðu að almenningsálitið sé sá óvinur sem
helst standi í vegi fyrir vexti og viðgangi æðstu
menntastofnunar þjóðarinnar. Fáist þeir fé-
lagar, háskólinn og almenningur, til að standa
saman, falli allt í Ijúfa löð, fræðsla eflist, og
rannsóknir, böls batnar alls, mun Baldur koma.
Morgunblaðið þarf stundum að lesa með
svipuðum stækkunarglerjum og sovétmenn
lesa Prövdu, en þó þarf ekki lengi í að rýna til að
sjá að hér er verið að gagnrýna ríkisstjórnina.
Það er bara verið að tala undir rós.
Ríkisstjórn hægriaflanna hefur nefnilega
reynst háskólanum og öðrum menntastofnun-
um í landinu svo óþægur Ijár í þúfu að horfir til
stórvandræða. Fjárveitingar til rannsókna hafa
verið skornar stórlega niður, og námskeiðum í
háskólanum hefur fækkað að mun. Hvað eftir
annað hafa menntamálaráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins og Morgunblaðs ráðist að námslána-
kerfinu og síðast en ekki síst er vert að minna á
þá sendingu forsætisráðherra til háskólakenn-
ara og annarra háskólamenntaðra manna að
séu þeir ekki ánægðir með kjör sín hjá ríkinu eigi
þeir bara að fara annað.
Það er þessi lítilsvirðing stjórnvalda við hlut-
verk menntunar og þekkingar í landinu sem
Miðstjórn Alþýðubandalagsins kom saman í
fyrrakvöld og ræddi stjórnmálaviðhorf og at-
burði síðustu vikna, og einkum þann vanda sem
flokkurinn hefur verið settur í við svokallaða
Guðmundarmál. í lokaályktun fundarins er ekki
fjallað um æskileg viðbrögð einstakra manna í
því máli. Hin almenna afstaða miðstjórnarinnar
er pó skýr og ótvíræð.
I ályktuninni segir meðal annars:
„Miðstjórn Alþýðubandalagsins minnir á að
höfuðhlutverk flokksins er að beita sér gegn
auðhyggjunni og afleiðingum hennar hvar sem
þær birtast, ekki síst þeirri spillingu sem afhjúp-
ast nú í Hafskipsmálinu og málum fleiri stórfyrir-
tækja.
Hafskipsmálið hefur varpað skýru Ijósi á eðli
auðvaldsþjóðfélagsins og afleiðingar þeirrar
efnahagsstefnu sem er kjarni frjálshyggjunnar.
Morgunblaðið hlýtur að vera að tala um.
Menn muna að í öðrum löndum var einusinni
stundað að segja Albanía en eiga við Kína.
Moggi hefur tekið upp enn frumlegra felumál
með því að tala um almenningsálit en eiga við
ríkisstjórnina.
-m
Það hefur einnig leitt í Ijós þær hættur sem
geta fylgt því að trúnaðarmenn launafólks og
sósíalískrar hreyfingar tengist hagsmunabönd-
um við forráðamenn auðfyrirtækja og áhrifa-
mikla einstaklinga í forystusveit íhaldsaflanna.“
Málefni Guðmundar J. Guðmundssonar hafa
að undanförnu leitt til þess að hægriflokkar og
hægrifjölmiðlar hafa reynt að koma Alþýðu-
bandalaginu í varnarstöðu vegna Haf-
skipsmálsins, sem snýst um fjármálamisferli og
viðskiptavillimennsku tengdri íhaldinu í landinu.
í lok miðstjórnarályktunarinnar er blásið til
sóknar og hvatt til (Dess „að allar stofnanir og
trúnaðarmenn Alþýðubandalagsins helgi sig
baráttunni gegn þeirri efnahagslegu og
stjórnmálalegu spillingu sem Hafskipsmálið
hefur afhjúpað."
-m
Gegn spillingu
KLIPPT OG SKORIÐ
Oddur Ólafsson á Tímanum,
var að leggja út af jörfagleði
sumarhelga með tilheyrandi lík-
amsmeiðingum og náttúruspjöll-
um. Hann minnti á það, að slíkar
uppákomur hjá úngu fólki ættu
ekki síst rætur í vissu öryggisleysi
sem þeir eldri gerðu sér ekki
grein fyrir sem skyldi, svo vanir
sem þeir væru því að segja að
ungt fólk byggi nú við velsæld og
fengi alit upp í hendurnar. Tíma-
maður segir svo:
„Gleymist ekki, að nú er unga
fólkinu att út í illþolandi sam-
keppni. Menntakerfið skilur hafr-
anafrá sauðunum og staglast er á
því, að þeirsem ekki munistanda
sig þar muni lítils eiga að vœnta á
framabraut vinnumarkaðarins....
Húsnœðisvandrœðin hvíla eins og
farg á þeim sem ekki eiga efnaða
að, og framtíðin er óljós og áreið-
anlega ekki björt í augum þeirra
sem ekki eygja möguleika innan
hátœkni og hugbúnaðarvísinda
stœrðfrœðisnillinganna. Búsetu-
röskun og atvinnulífsbyltingar
bœta ekki úr skák. Afleiðingin er
firring".
Hin nyja
stéttaskipting
Oddur Ólafsson hefur um
margt rétt fyrirsér. Þeirsem ung-
ir voru á fyrstu árunum eftir stríð
fóru kannski á mis við ýmsan
munað, en þeir höfðu með sér þá
öryggiskennd sem fylgdi því, að
samfélagið beið eftir þeim. Þeir
voru í landi þar sem ótal verkefni
voru óleyst og enginn virtist þurfa
að kvíða verkefnaskorti nema þá
hann legði út í þeim mun sjald-
gæfara nám.
Sú kynslóð sem nú vex úr grasi
býr aftur á móti við þá þverstæðu,
að allir vilja eiga hana að sem
neytendur, sem kaupendur vöru
og þjónustu, en um leið vísa allar
framtíðarspár til þess, að það sé
aðeins þörf fyrir útvalda sem
vinnuafl. Þegar menn svo hafa '
verið að kvarta yfir því, að til
dæmis í háskólanum sé námsár-
angur lélegur og margir falli fyrir |
borð, þá eru það að líkindum
rangar áherslur að kenna um
vondum mennta- og fjölbrautar-
skólum eða almennu sleni kyn-
slóðar. Mestar líkur eru á því, að
einbeitni ungs fólks í sókn á á-
kveðin framtíðarmarkmið fari á
tvist og bast fyrst og fremst vegna
þess, að menn vita að þeir eru „í
geymslu“ og það er ekki beðið
eftir nema fáum til starfa.
Við erum á leið inn í nýja teg-
und stéttaskiptingar, þar sem
andstæður fara harðnandi milli
þeirra sem hagnast geta á hag-
ræðingu og tæknibyltingu og
þeirra sem hrekjast út í horn í
þeirri þróun.
Af tonlistarvali
í útvarpsrýni um síðustu helgi
var hér í blaðinu kvartað yfir of
stórum skömmtum af klassískri
músík í hljóðvarpi. Þar sagði
m.a.:
„Tónlistarvalið er alltof öfga-
kennt. Pað er eins ogþessir menn-
ingarráðunautar haldi, að ef fólk
er ekki á kafi í klassík, þá hljóti
það að vera mjög upptekið af
vinsœldalistum unglinga".
Klippara datt sem snöggvast í
hug, að það væri gaman að skoða
þetta nánar með nákvæmri
skoðun á dagskrá, en það væri
sjálfsagt ekki auðhlaupið að því
að skipta upp útvarpsmúsík í ung-
lingapopp, miðaldrapopp, „vin-
sæl létt lög“, sígræningja, létta
klassík, háklassík og framúr-
stefnumúsík. Við vitum hinsveg-
ar að þetta er allt á ferðinni í út-
varpinu. Við vitum líka, að hlust-
endur gera yfirleitt ekki neina
slíka úttekt, heldur láta eitthvert
tiltekið músíksvið skera sig í
hlustir og kvarta yfir því.
Að stækka eyrað
En Klippara sýnist það reyndar
óþarft að fara enn af stað með
umkvörtun um ofurveldi sígildrar
tónlistar. Sannleikurinn er vitan-
lega sá, að útvarpið hefur aldrei,
frá því það tók til starfa, aðhyllst
það „lýðræðissjónarmið“ að
flytja tónlist í réttum hlutföllum
við eftirspurn. Þegar útvarpið tók
til starfa hafði þorri almennings
svosem enga hugmynd um klass-
íska músík, (sem almennt gekk
undir nafninu „aríur") og fussaði
og sveiaði yfir menningarvið-
leitni útvarpsins í ótal lesenda-
bréfum. En sem betur fór hélt
útvarpið sínu striki og tókst þar
með að „stækka“ verulega eyrað í
þjóðinni.
Hér er nefnilega um grundvall-
aratriði að ræðá. Einkaútvarp á
íslandi, sem ætlaði sér að lifa á
auglýsingum, mundi líkast til
aldrei útvarpa sígildri tónlist,
nema þá einstaka sönglagi í með-
ferð vinsæls söngvara. Ríkisút-
varp er hinsvegar menningar-
stofnun samkvæmt skilgreiningu
og það þýðir að það getur ekki
sóst eftir einskonar tölfræðilegri
aðlögun dagskrár að hlustenda-
könnunum. Hver maður sitt at-
kvæði er góð regla í pólitík en í
menningarmálum er hún annað-
hvort skaðleg eða óframkvæman-
leg - nema hvorttveggja sé.
Hitt getur svo verið, að á okkar
dögum sé hver og einn orðinn svo
„hljómvæddur" að hann geti spil-
að fyrir sjálfan sig það sem hon-
um helst líst hvenær sem honum.
sýnist og þar með geti útvarp alls
ekki haft þau áhrif, til góðs eða
ills, sem það áður gat frá sér
dreift.
ÁB
DJÓÐVIIJINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Afgrelðslustjóri: Hörður Jónsson.
Ritstjórar: Arni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Petursdóttir.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Bjornsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Blaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- Clausen. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans nf.
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Simvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. verð í lausasölu: 40 kr.
Utlit: Sævar Guðbjörnsson.'Garðar Sigvaldason. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mónuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. júlí 1986