Þjóðviljinn - 16.07.1986, Side 5
„Menn endast hér lengi," sögðu járnsmiðirnir í Áburðarverksmiðjunni, þegar við litum inn hjá þeim. Fyrir miðju er „Enginn letigarður hér“, Pétur Örn í vetninu. Mynd: Sig.
Guðmundur Jónsson vaktstjóri en aðrir frá vinstri talið: Hörður, Lárus, Ólafur og Guðjón. Mynd: Sig.
Áburðarverksmiðjan
„Þið gætuð
verið frá
KGB
Það var lítið um að vera, í
Áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi, þá við Sigurður Ijósm-
yndari litum þar við. Aðeins
helmingur starfsfolksins var
við vinnu, því undanfarna tvo
mánuði hefur áburðar-
framleiðslan legið að mestu
niðri. í stað hennar er nú verið
að yfirfara allar verksmiðjurn-
Við tókum eftir því að allir ferðuð-
ust á milli húsa á hjólum, enda
ærnar vegalengdir sem sumir
þurfa að fara daglega. „Við feng-
um hjólin fyrir aðeins örfáum
árum, nú gæti maður ekki hugsað
sér að labba,“ sagði Magnús B.
Magnússon og knúði stálfákinn
iljum. Mynd: Sig.
„Indælt að vera búinn í vinnunni,
þegar maður fer úr henni". Sig-
urður Davíðsson hliðvörður.
ar, hreinsa vélarnar og bæta
við búnaði.
Fyrsti maðurinn sem við
mættum var ábúðarmikill
vörðurinn við hliðið, Sigurður
Davíðsson. Við spurðum hann
hvað hann væri að gera.
Sjái ég bunga
„Ég hleypi þeim bflum inn sem
erindi eiga, og út jafnvel líka. Ég
vigta þá bíla sem eru að sækja
áburð, svo þeir reyni nú ekkert
að ljúga um hve mikinn áburð
þeir fengu. Nú, og svo passa ég að
hér séu engir óviðkomandi að
sniglast,“ segir hann og glottir
framan í okkur Sigurð. „Bungi
fötin þeirra óeðlilega mikið, þá
geri ég mínar ráðstafanir. Maður
veit nú aldrei, þið gætuð verið frá
KGB!“
En hvað um launin?
„Það fer nú allt eftir því við
hvað þú miðar. Þau eru góð mið-
að við launin fyrir þá vinnu sem
ég vinn á vetrurn. En ég er líka
kennari... Fyrir 40 stunda vinnu-
viku hér, fæ ég það sama og fyrir
50-55 stunda vinnuviku í kennslu
og eru þó hvorki verkefni né
vandamál sem maður tekur með
heim úr þessari vinnu. Ætli það
síðastnefnda sé ekki einmitt
ástæða þess að ég vinn hér sumar
eftir sumar. Það er þægileg til-
breyting að vera búinn í vinnunni
þegar maður fer úr henni.“
Hergagna-
verksmiðjan
En þó við kynnum að vera frá
KGB, hleypir Sigurður okkur
inní þessa, svo oft umtöluðu,
verksmiðju. Hér á árum áður,
stóðu miklar deilur um áburðar-
verksmiðjuna og gætir stundum
enn. Sósíalistar héldu því t.a.m.
fram, að til væri leynisamningur
við Bandaríkjastjórn um að á ó-
friðartímum, tæki herinn hana
yfir og notaði til framleiðslu á
sprengjum, enda hefði hún alla
burði til slíkrar iðju.
Guðjón Guðmundsson járnsmiður, með stykki úr túrbínu sýruverksmiðjunnar, sem þeir voru að hreinsa á verkstæðinu.
Mynd: Sig.
En hvaða burðir eru það?
Hvernig verður áburður til?
Hversvegna er þessi sprengi-
hætta, af verksmiðju sem vinnur
það þarfa verk að framleiða
áburð handa Móður Jörð? Við
fengum Guðmund Jónsson til að
leiða okkur í allan sannleik um
það, en hann hefur verið vakt-
stjóri í verksmiðjunni frá því hún
var sett á stofn árið 1953.
Verksmiðjurnar í áburðinum
eru fjórar. Það er vetnisverk-
smiðjan þarsem vatn er klofið
með rafmagni og vetnið síðan
Frh. á síðu 6
Miðvikudagur 16. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5