Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 6
Grunnskóli Ólafsvíkur Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Almenna kennslu, sérkennslu, tónmennt og íþróttir. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 93- 6293 og yfirkennari í síma 93-6251. Leikskóli Ólafsvíkur Forstöðumann vantar við leikskóla Ólafsvíkur. Fóstrumenntun æskileg. Nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni í síma 93-6153. Bæjarstjóri. Verðbréfamiðlun Með ákvæðum laga nr. 27/1986 um verðbréfa- miðlun er öllum er hafa með höndum rekstur verðbréfamiðlunar gert skylt að afla sér leyfis viðskiptaráðherra til að stunda viðskipti með verðbréf fyrir 1. ágúst næstkomandi. Af því tilefni vill viðskiptaráðuneytið beina því til fyrrgreindra aðila að afla sér tilskilins leyfis við- skiptaráðherra lögum samkvæmt. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu við- skiptaráðuneytisins. Viðskiptaráðuneytið Reykjavík 11. júlí 1986. Kennarar 2 kennara vantar að Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99- 6831. Forval Ætlunin er að bjóða út innanhússfrágang 3. áfanga skólahúss verkfræðideildar Háskóla ís- lands við Suðurgötu, sem er uppsteypt og frá- gengið að utan. Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram fari könnun á hæfni þeirra verktaka, sem bjóða vildu í verkið, áður en útboð fer fram. Er því þeim, sem áhuga hafa, boðið að taka þátt í forvali og munu 5-6 verktakar fá að taka þátt í lokuðu útboði, ef hæfir þykja. Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Útfylltum gögnum skal skilað á sama stað eigi síðaren þriðjudaginn 22. júlí 1986 kl. 11.00. Þeim bjóðendum, sem áhuga hafa verður sýndur vinnustaðurinn föstudaginn 18. júlí kl. 9.00- 12.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Innilegar þakkir fyrir samúö og vináttu viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa ■ Gísla Arasonar Sogavegi 132 Haraldur Gíslason Þórunn Guðmundsdóttir f Guðríður Gísladóttir Rafn Kristjánsson ■ Ari Gíslason r Sverrir M. Gíslason r barnabörn og barnabarnabörn. AWINNULÍF Framhald af bls. 5 ' leitt í stóran tank. Súrefnið hins- vegar streymir bara út í andrúms- loftið, þó áður hafi það verið selt. Sprengihætta af ammoníaki En sprengihættan stafar ekki af vetninu einu sér, né heldur köfnunarefnisverksmiðjunni sem stendur við hlið hinna fyrr- nefndu. Þar er köfnunarefnisins aflað með því að kæla loftið niður í mínus eitthundraðníutíuogsex gráður á selsíus, þá er það orðið fljótandi og er þá hitað á ný. Við það aðgreinist köfnunarefnið frá súrefninu sökum mismunandi þunga þessara tveggja efna. Súr- efnið er síðan, einsog í vetnis- verksmiðjunni, leitt útí andrúms- loftið aftur, en köfnunarefnið leitt í stóran geymi við hlið vetnis- geymisins. Þá fyrst verða þessi efni hættu- leg er þau koma bæði saman. Sá samruni verður í enn einni verk- smiðjunni og heitir ammoníak (NH3) eftir það. Er það og leitt í geymi og stafar af honum mest hættan. f fjórðu verksmiðjunni er svo framleidd saltpéturssýra (HN03) en hún er samsett af vetni, köfn- unarefni og súrefni. Þetta eru að- alefnin sem notuð eru við fram- leiðslu áburðar, en við þau er síð- an bætt ýmsum efnum, allt eftir því til hvers nota skal áburðinn. Vélvæðingin og vinnuaflið Afköst áburðarverksmiðjunn- ar eru mikil. Nefna má sem dæmi, að á venjulegum degi, Þeir feðgar Baldur og Smári voru ásamt Snorra að tengja tvær sýrudælur verksmiðjunni. Mynd: Sig. framleiðir hún rúmlega 110 tonn af saltpéturssýru og 30 tonn af ammoníaki. En einsog við þekkjum hafa af- kastamiklar verksmiðjur ekki bara kosti í för með sér. Nú stendur til að vélvæða þá deild verksmiðjunnar sem áburðurinn er settur í sekki. En ekki frekar en fyrri daginn til að stytta vinnu- dag starfsmanna, né til að bæta kjör þeirra, heldur til að segja tuttuguogfimm starfsmönnum upp. Einnig hefur komið til tals, að fækka á vöktum, í öðrum deildum verksmiðjunnar, en þá með þeim hætti að ekki verði ráðnir nýir menn í stað þeirra er láta af störfum fyrir aldurs sakir. Hér er ágætt að vinna f heimsókn okkar í vetnis- verksmiðjuna, hittum við á ung- an pilt sem hagrætt hafði sér mak- indalega í stól með bók í hönd. Sá hét Pétur Örn og heitir vonandi enn, myndlistarnemi fyrir norðan og afleysingamaður í áburðinum. Við spurðum hann hvort hann hefði ekkert annað að géra en lesa allan liðlangan daginn: „Jú, jú mikil ósköp. Maður þarf að ganga um allt og fylgjast með því að ekkert fari úrskeiðis, engin tæki biluð o.s.frv. Það eru alltaf einhverjar smábilanir hér svo það er nóg að gera. Þó maður tylli sér aðeins til að hvfla lúin bein er ekki þarmeð sagt að þetta sé ein- hver letigarður." Og svarið við sígildu launa- spurningunni var sígilt: „ Það fer eftir því við hvað þú miðar. Þetta er raunar mismunandi eftir verksmiðjum, þ.e.a.s. mismikil vaktavinna í boði.“ Og einsog öllum öðrum sem við ræddum við fannst Pétri ágætt að vinna í áburðinum. Það virðist lengi hafa verið svo, því flestir þeir starfsmenn sem við hittum höfðu starfað þar frá upphafi eða því sem næst. Við vonum að mönnum líki þar og vel um alla framtíð. Hhjv. MINNING Sigurlaug Guðnadóttir Fœdd 31. október 1901 - Dáin 8. júlí1986. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.“ T.G. Einn gestanna, Sigurlaug Guðnadóttir, föðursystir mín, lagði upp í sína hinztu för þriðju- daginn 8.þ.m. áttatíu og fjögurra ára að aldri. Ekki mun fráfall hennar hafa komið þeim á óvart sem vissu hvernig heilsu hennar var háttað, en samt var haldið í vonina um að við mættum njóta samfunda við hana enn um sinn. Og þótt okkur sé ljóst að „eitt sinn skal hverr deyja“ er sérhver frestur hins óumflýjanlega okkur kærkominn. Ekki man ég fyrir víst hvenær ég sá Sigurlaugu í fyrsta sinn, hygg þó að það hafi verið sumarið 1930 að hún og maður hennar, Edvard Bjarnason bakara- meistari, hafi komið í heimsókn að Prestsbakka í Hrútafirði, sem var á þeim tíma heimili mitt. En ég man glögglega ilminn sem með þeim barst, ilm nýbakaðra vínar- brauða sem þau höfðu í farteski sínu. Slíkt „bakkelsi“ var okkur, mér og systkinum mínum, þá með öllu óþekkt. Og hvflíkt hnossgæti það var. Jafnvel löngu seinna kom vatn upp í munninn á mér við tilhugsunina eina. Ég fékk þá strax einskonar matarást á þeim hjónum og heimsóknir þeirra voru mér æ síðan mikið tilhlökkunarefni. Og ekki spillti það, þegar Ragnar sonur þeirra varð, „sumarstrákur“ á næsta bæ, Hrafnadal, og tók þátt í leikjum okkar, uppátækjum og „veiði- fcrðum", þegar aðstæður leyfðu. En þessi veruleiki lifir nú aðeins í minningum um löngu liðinn tíma. Ég kann lítt að rekja æviatriði Sigurlaugar frænku minnar. Hún var tvfburi og var á fyrsta árinu er móðursystir hennar og nafna, Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja í Glerárskógum í Hvammssveit í Dölum, og maður hennar, Magn- ús bóndi þar, tóku hana til sín og ólu hana upp sem sína eigin dótt- ur. Eftir að foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur vorið 1948 bar fundum okkar Sigurlaugar oftar saman en áður. Það sem ég man bezt úr fari hennar voru kvikar hreyfingar, tilsvör hennar og at- hugasemdir, fyndist henni eitthvað athugavert við það sem sagt var, og nær ótrúlegt minni um liðna atburði. Það hlýtur að hafa fengið mikið á hana er hún missti mann sinn í júní 1969, svo samrýnd sem þau hjón voru. En ég hygg að hún hafi sótt sér styrk í að raða saman brotasilfri minninganna um þær hamingjustundir sem hún hafði með honum átt. Sigurlaug hafði mikið yndi af ljóðum og kunni heilu ljóðabálk- ana utanað. Á síðustu stundum lífsins hafði hún yfir ljóð eftir Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli, sem hún hélt mjög upp á, m.a. Völuvísu, lokaljóðið í Landsvísum Guðmundar: „Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, enda skalt þú börnum þínum kenna frœði mín, sögðu mér það álfarnir í Suðurey, sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, sögðu mér það gullinmura og gleymmérei og gleymdu því ei: að hefnist þeim er svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn". Ég sá Sigurlaugu síðast á af- mælisdaginn hennar þann 31. október síðast liðinn. Þótt mér væri kunnugt um að heilsu henn- ar hefði hnignað varð það ekki greint af fasi hennar eða tali, hún var svo „lifandi" í allri fram- göngu. Þegar hún svo fylgdi mér til dyra, kvaddi mig og þakkaði mér komuna, taldi ég víst að ég ætti eftir að heimsækja hana á 85 ára afmæli hennar að ári liðnu. En svo fór að þetta varð hinzta kveðjustundin. Ég vil svo ljúka þessum hug- leiðingum með tveim erindum úr ljóðinu Þakkarorð eftir Guð- mund Böðvarsson, en það er einnig að finna í ljóðabók hans Landsvísum: Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu, einn um minningar, enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblœr friðar án yfirlœtis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. Með þökk fyrir samverustund- irnar. Torfi Jónsson 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.