Þjóðviljinn - 16.07.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Page 13
HEIMURINN Bretland /Sovétríkin Skuldamál Rússakeisara leyst Bretland og Sovétríkin hafa gert tímamótasamning um lausn á deilum landanna um skuldir ogskuldabréf rússneska keisaradœmisins enþað mál hefur lengi komið í vegfyrir eðlileg samskiptiþjóðanna sem telja Rússa hafa skuldað sér. Gegn þessu samþykkja Sovét- menn að leggja niður kröfur sínar á hendur Bretum sem námu tveimur milljörðum punda. Pær snerust um skemmdir sem Bretar unnu í landinu þegar þeir blönduðu sér í borgarastyrjöld- ina sem geisaði eftir rússnesku byltinguna. Sovétmenn hafa þar til nú ætíð neitað að viðurkenna skuldir og skuldabréf rússneska keisara- dæmisins. Bankamenn segja það þetta séu mikil tíðindi og hafi mikið að segja fyrir heimsmark- aðinn. Nú komist rússneskir bankar inn á verðbréfamarkaði í Lundúnum en það hafa þeir ekki getað hingað til vegna deilna um skuldabréf rússneska keisara- dæmisins. Fjárhæðin sem látin verður breskum kröfuhöfum, afkomendum þeirra og hand- höfum keisaralegra skuldabréfa í té, nemur 45 milljónum sterlings- punda. Þá munu Bretar endur- greiða Sovétríkjunum 2,65 milljónir sterlingspunda af reikningi sendiráðsins en sú upp- hæð var fryst í Lundúnum árið 1917. Líbanon Israelsmenn syna styrk sinn Israelskar herþotur rufu hljóðmúrinn yfir Beirut í gœr, stuttu eftir árásirþeirra á búðir Palestínumanna í fjöllunum austur afBeirut ir Palestínuaraba í Sídon með Beirut — Israelskar herflugvél- ar rufu í gær hljóðmúrinn í lág- flugi yfir Beirut, tæpum sólar- hring eftir að ísraelsmenn gerðu loftárás á búðir Palest- ínumanna í fjöllunum suð- austur af Beirut. Fjórir létust og tólf særðust í arásinni. Herþotur ísraelsmanna flugu tvær og tvær saman, fram og til baka um suðurhluta Líbanon í dögun í gær. Síðar um daginn flugu þær yfir Beirut á meira en hljóðhraða. Líklegt er talið að ísraelsmenn hafi verið að „svara fyrir“ það að herbíll ók á jarð- sprengju á „öryggissvæðinu" svo- nefnda í S-Líbanon með þeim af- leiðingum að þrír ísraelskir her- menn særðust. Þá réðust ísrael- skar herþyrlur á flóttamannabúð- þeirn afleiðingum að tveir létust og átta særðust. Árásarherferð- irnar hafa vakið mikla reiði með- al leiðtoga múhameðstrúar- manna í Líbanon. Þeir saka fsra- elsmenn um að reyna að gera að engu 12 daga gamlar öryggisað- gerðir Sýrlendinga í vesturhluta Beirut. Sýrlendingar hafa sent 500 manna öryggissveitir inn í hverfi Múhameðstrúarmanna í Beirut til að stöðva sveitir vopnaðra manna sem ekki hafa leyfi til að bera vopn. Sýrlenskir fjölmiðlar og ýmsir líbanskir stjórnmála- menn hafa lýst yfir þeirrri von sinni að aðgerðir Sýrlendinga geti orðið forboði varanlegs friðar í Líbanon en þar hefur borgara- styrjöld nú staðið yfir í 11 ár. Gorbatsjof og Thatcher munu að sögn fréttaskýrenda vaxa mjög í áliti eftir að skuldamál keisaradæmisins hafa verið leyst. Myndin er frá fundi þeirra í Bret- landi á síðasta ári. Átök í Beirút. Austurríki Wiesenthal höfðar mál á hendur Kreisky Vín — Fyrrum kanslari Austurríkis, Bruno Kreisky, mætti ekki í dómsal í gær vegna meiðyrðamáls sem Simon nasistaveiðari Wiesen- thal hefur höfðað á hendur honum. Ástæðan fyrir málshöfðuninni er sú að Kreisky mun hafa sagt við blaðamann að hann gæti sannað að Wiesenthal hefði unn- ið með nasistum. Wiesenthal lifði af fjögur ár í einangrunarbúðum nasista Kreisky átti í apríl síð- astliðnum viðtal við blaðamann fréttatímaritsins Profil í Austur- ríki og ætlaðist Kreisky ekki til að þessi ummæli yrðu í viðtalinu. Þau birtust samt sem áður og Wi- esenthal höfðaði umsvifalaust mál á hendur honum fyrir meiðyrði. Málið hefur hins vegar ekki komið fyrir rétt fyrr en nú þar sem Kreisky naut til skamms tíma þinghelgi þar sem hann sat á austurríska þinginu. Bruno Weis dómari við borg- arréttinn í Vín sagði í gær að hvorki Kreisky né Wiesenthal hefðu mætt fyrir rétt í gær og mál- inu yrði frestað til hausts. „Dr. Kreisky er á heilsuhæli og herra Wiesenthal er erlendis“, sagði dómarinn. Lundúnum — Sovétmenn og Bretar hafa gert samning sín í milli um skuldir sem þjóðirnar hafa krafist af hvorri annarri frá því á fyrri hluta þessarar aldar. Samningurinn er talinn marka tímamót í samskiptum þjóðanna. Samningurinn þýðir að sovésk- ar eignir sem Bretar yfirtóku vegna þess að Sovétmenn hafa neitað að greiða skuldir frá keisaratímabilinu, verða nú „af- frystar" og þeim útdeilt meðal þeirra sem hafa undir höndum keisaraleg skuldabréf og þeirra Noregur/Fiskeldi Lokuð svæði í norskunt fjörðum Osló — Norska umhverfis- málaráðuneytið hefur hvatt til til þessa að komið verði á lok- uðum svæðum gagnvart fisk- eldisstöðvum í norskum fjörð- um, við ósa góðra silungs- veiðiáa. Ráðuneytið hefur óskað eftir því við norska náttúruverndar- ráðið að það sjái um að undirbúa tímatöflu fyrir slíkar lokanir. Ástæðan fyrir þessum fyrirhu- guðu lokunum er sú að hætta er talin á að sýking breiðist út frá fiskeldisstöðvunum í silung sem gengur upp í árnar. Einnig óttast Norðmenn hættuna af því sem nefnt er „erfðafræðileg meng- un“. Hún getur átt sér stað þegar villtur silungur úr ánum blandast silungum úr eldisstöðvunum þannig að genasamsetning breytist. Þetta mál er nú mikið rætt í Noregi og umhverfismálaráðu- neytið hefur tilkynnt að þetta mál skuli hafa forgang svo tilvist hins villta silungs verði tryggð. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /.ril1rn hjörleifsson'R E U 1 E R Soweto Ibúum hótað brottflutningi íbúum sem neitað hafa að borga leigu ímótmœlaskyni viðstefnu stjórnvalda eða segjast ekki þoraþað af ótta við hefndaraðgerðir róttceklinga, hefur nú verið dlkynnt að þeir verðifluttir af heimilum sínum borgiþeir ekki húsaleiguskuldir sínarfyrir daginn ídag Frá Soweto. íbúum var tilkynnt í gær að þeir yrðu fluttir á brott úr hverfinu með valdi ef þeir borguðu ekki húsaleiguskuldir sínar. Jóhannesarborg — Stjórn Sow- eto hverfisins í útjaöri Jóhann- esarborgar hótar nú að láta flytja þúsundir íbúa hverfisins nauðuga á brott ef þeir borga ekki húsaleigu. fbúar fóru að hvatningu and- stæðinga kynþáttaaðskilnaðar- stefnunnar í S-Áfríku og neituðu að borga húsaleigu. Svartir fréttamenn á svæðinu sögðu í gær að einnig hefðu margir íbúar í Soweto neitað að borga skuldir sínar af ótta við hefndir róttækl- inga. Fjölmargir hópar sem berjast gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn- unni skipulögðu þetta „leigu- borgunarverkfall“ í síðasta mán- uði og kröfðust þess þá að her- sveitir færu úr Soweto og bæjar- ráðið segði að sér. Svartir íbúar Soweto líta á bæjarráðið sem full- trúa stjórnvalda. íbúar þeir sem hafa ekki borgað eru svo margir að bæjarráðið segist ekki hafa fengið nema 76.000 dollara fyrir júní miðað við þá 190.000 dollara sem sem venjulega koma inn. Bæjarráðið reyndi að fá íbúa til að borga í pósti, sagði að þannig myndu róttæklingar ekki vita hverjir borguðu leigu. íbúar sögðu hins vegar að róttækli- ngarnir myndu komast að því með því að þvinga starfsmenn ráðsins til að segja frá hverjir hefðu borgað. Þetta endaði með því að bæjarráðið tilkynnti að ef íbúar borguðu ekki skuldir sínar í dag, yrðu þeir fluttir á brott með valdi. Bæjarráðin hafa verið mjög óvinsæl, mjög lítil kosningaþátt- taka var þegar þau voru kosin. Hópar sem berjast gegn kyn- þáttaaðskilnað arstefnunni hafa mjög beint spjótum sínum gegn þeim allt frá því 1984. Borgaraleg óhlýðni hefur valdið því að sum bæjarráð í landinu hafa orðið nær því óvirk. Þá hafa sumir bæjar- ráðsfulltrúar verið myrtir á grimmilegan hátt af herskáum unglingum og sumir fulltrúanna hafa sagt af sér störfum sínum af ótta við árásir. Víða lifa þeir í sérstökum búðum sem sveitir hermanna verja. Miðvikudagur 16. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.