Þjóðviljinn - 16.07.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
Friðarleikarnir
Góður sigur
á Pólverjum
ísland vann 22-21 í spennandi leik
íslenska landsliðið í hand-
knattleik sigraði Pólverja 22-21 í
þriðja leik sínum á Friðarleikun-
um í Moskvu i gær. Nokkuð
óvænt þar sem fáir fastamanna úr
HM-liðinu eru með í förinni en
Pólverjar eru heldur ekki með sitt
sterkasta lið.
Leikurinn var jafn allan tím-
ann, staðan 11-11 í hálfleik. ís-
land komst í 22-20 undir lokin,
Pólverjar svöruðu 22-21 þegar 17
sekúndur voru eftir en íslenska
liðið hélt boltanum út leik-
tímann.
Sigurður Sveinsson skoraði 8
mörk, Geir Sveinsson 3, Valdim-
ar Grímsson 3, Þorbergur Aðal-
steinsson 3, Hilmar Sigurgíslason
2, Júlíus Jónasson 2 og Jakob Sig-
urðsson 1. Guðmundur
Hrafnkelsson átti mjög góðan
leik í íslenska markinu.
íslenska liðið hvílir í dag en
mætir b-liði Sovétmanna á morg-
un og Tékkum á föstudaginn.
—VS
Vopnafjörður
KA á toppinn
Einherji-KA 0-2 (0-0) ★ ★ ★
KA er á ný í efsta sæti 2. deildar
eftir góðan sigur í opnum, fjörugum
og skemmtilegum leik á Vopnafírði í
gærkvöldi. Mikil barátta einkenndi
leikinn, af beggja hálfu, en samt
sýndu þau mjög góða kafla. Einherjar
töpuðu þarna sínum fyrsta heimaleik
en með sigri væru þeir nú í öðru sæti
deildarinnar. Leiknum var lýst í gegn-
um síma beint í félagsheimili KA á
Akureyri og Þormóður Einarsson,
fyrrum þjálfari Einherja, fór á kost-
um í lýsingunni.
Einherjar byrjuðu af geysilegum
krafti, Helgi Ásgeirsson og Gísli Da-
víðsson áttu skot framhjá í byrjun, en
3. deild
Austri
vann Val
Austri vann Val frá Reyðarfirði 1-0
í nágrannaslagnum í NA-riðli 3.
deildarinnar í knattspyrnu á Eskifirði
í gærkvöldi. Bjarki Unnarsson
skoraði sigurmark heimamanna um
miðjan síðari hálfleik. Austri siglir nú
lygnan sjó um miðja deild með 11 stig
úr 8 leikjum en Vaiur er illa staddur, í
næstneðsta sæti með 4 stig en tvö lið
falla nú úr riðlinum niður í 4. deild.
—VS
síðan náði KA undirtökunum og réði
gangi leiksins framað hléi. Árni Þór
Freysteinsson átti þrumuskot í þver-
slá á 8. mínútu, og hann skaut fram-
hjá úr dauðafæri á 31. mín. Á milli
fóru tvær aukaspyrnur á besta stað í
súginn hjá KA.
Á 52. mín. skallaði Tryggvi Gunn-
arsson á mark Einherja en Hreggvið-
ur Ágústsson sýndi ótrúlega mar-
kvörslu. Á 60. mín. sneri Tryggvi í
eitt af örfáum skiptum á gæslumann
sinn, Ólaf Ármannsson, og skoraði
fyrra markið, 0-1.
Næsta korterið sótti Einherji stans-
laust. Torfi Halldórsson, hinn ungi
markvörður KA, stóð þá vel fyrir sínu
og varði m.a.a frá Kristjáni Davíðs-
syni í góðu færi. Stefán Guðmunds-
son skaut í varnarmann KA þegar
markið var opið rétt á eftir.
En á 75. mín. náði KA sókn. Hregg-
viður greip háan bolta en KA-maður
stjakaði við honum þannig að hann
datt útfyrir teig með boltann. Auka-
spyrna dæmd á Hreggvið fyrir hendi,
mjög umdeilt, og uppúr henni
skoraði Hinrik I'órhallsson, 0-2. Ein-
herji pressaði stíft það sem eftir var
og oft var darraðardans í vítateig KA.
Torfi varði mjög vel skalla frá Baldri
Kjartanssyni og á 88. mín. sendi Páll
Björnsson boltann framhjá Torfa en
of laust og varnarmaður náði að
bjarga í horn.
Maður leiksins: Torfi Halldórsson,
KA.
—vs/Vopnafirði
Frjálsar
Fyrsta áttatíu
metra kastið?
Sigurður og Einar í sviðsljósinu í
Laugardalnum í kvöld
Einar Vilhjálmsson og Sigurð-
ur Einarsson, bestu spjótkastarar
íslendinga og tveir af þeim
fremstu í heiminum í dag, verða í
sviðsljósinu á frjálsíþróttamóti á
vegum FRÍ á Laugardalsvellinum
íkvöld. Kl. 19.15 hefstspjótkasts-
keppnin sem væntanlega verður
einvígi þeirra á milli og spurning-
in er hvort annar hvor eða báðir
ná að kasta nýja spjótinu í fyrsta
skipti yfir 80 metra.
Sigurður hefur vinninginn enn
sem komið er, hefur kastað 79,44
metra en Einar 79,20. Fyrir viku
síðan náði Bandaríkjamaðurinn
Tom Petranoff besta heimsár-
angrinum með nýja spjótinu er
hann kastaði því 85,38 metra.
Á mótinu keppa nokkrir til
viðbótar af bestu frjálsfþrótta-
mönnum landsins, svo sem
Oddur Sigurðsson og Aðalsteinn
Bernharðsson. Pá verða meðal
þátttakenda um 20 Svíar frá Smá-
löndum og Skáni. Mótið tekur
tvo daga, keppt í kvöld og annað
kvöld. —VS
Akranes ^
Naumur sigur IA
Það munaði engu að botnlið
Eyjamanna hirti sitt fyrsta stig á
útivelli í gærkvöldi. I fjörugum og
skemmtilegum leik á Akranesi í
gærkvöldi hélst staðan 0-0 allt þar
til þrjár mínútur voru til leiksloka
að Valgeir Barðason skallaði í
mark ÍBV eftir gullfallega send-
ingu Hafliða Guðjónssonar. ÍA
vann 1-0, loksins sigur eftir þrjá
tapleiki í röð.
Eyjamenn voru fyrri til að
ógna. Ómar Jóhannsson átti fall-
egt skot af 25 m færi á 16. mín.
sem Eyjamaðurinn í marki ÍA,
Birkir Kristinsson, varði vel. Á
25. mín. lék Viðar Elíasson upp
allan völl óáreittur en þrumaði
rétt yfir Skagamarkið.
í A sótti í sig veðrið, Alexander
Högnason var aleinn á vítateig á
30. mín. en skaut framhjá. Guð-
björn Tryggvason var í góðu færi
á 34. mín. en gerði slíkt hið sama.
Hann var síðan sloppinn í gegn-
um vörn ÍBV á 42. mín. en skaut
ekki þegar besta færið var á og
síðan varði Þorsteinn Gunnars-
son frá honum.
Eyjamenn hófu seinni hálfleik
ÍA-ÍBV 1-0 (0-0) * * *
Akranesvöllur, 15. júlí
Dómari Þorvaröur Björnsson * * *
1-0 Valgeir Barðason (87.)
Stjörnur |A:
Alexander Högnason * *
Guðbjörn Tryggvason * *
Sigurður B. Jónsson * *
Birkir Kristinsson *
Hafliði Guðjónsson *
Heimir Guðmundsson *
Sigurður Lárusson *
Stjörnur ÍBV:
Jón Bragi Arnarson * *
Ingi Sigurðsson *
Þórður Hallgrimsson *
Þorsteinn Gunnarsson *
með látum og þau stóðu í þrjár
mínútur. Þá tóku heimamenn við
og sóttu nær látlaust það sem eftir
var. Alexander var felldur á víta-
teig eftir að hafa sloppið í gegn og
þar var Þorvarður heldur fljótur
að flauta því Valgeir fékk boltann
í dauðafæri. Á 60. mín. reyndi
Jóhann Georgsson skot á mark
í A úr aukaspyrnu utanaf kanti og
var glettilega nærri því að hitta í
hornið nær.
Ólafur Þórðarson var í dauða-
færi á 68. mín. með Þorstein
markvörð ÍBV víðsfjarri en skaut
í blindni og beint í bakið á varnar-
manni. Hörður Jóhannesson
kom inná á 75. mín. og átti strax
skalla sem Þorsteinn varði vel.
Árni Sveinsson var í dauðafæri á
78. mín. eftir fallegan undirbún-
ing Guðbjörns og Alexanders en
skaut framhjá. Guðbjörn og
Hörður léku í gegn en á örlagast-
undu skildi Guðbjörn boltann
eftir og ekkert varð úr.
Valgeir Bar&ason tryggði ÍA sigur
með sínu sjötta marki í 1. deild í sum-
ar.
Pólland
Mótherjar Fram
í mútumáli!
GKS Katowice, mótherjar
Fram í Evrópukeppni bikarhafa í
haust, eru eitt sex liða sem pólska
knattspyrnusambandið hefur
refsað fyrir „óíþróttamannslega
framkomu“. Liðin voru ásökuð
um að hafa hagrætt úrslitum
leikja í lok síðasta keppnistíma-
bils en ekki var þó sannað að um
mútur hefði verið að ræða.
Refsingin er fólgin í því að fé-
lögin sex mega ekki selja leik-
menn sína úr landi og þau geta
því orðið af umtalsverðum tekj-
um. Hin félögin eru Ruch Chorz-
ow, Lechia Gdansk, Baltyk
Gdynja, Motor Lublin og LKS
Lodz. Frétt um þetta barst frá
pólsku fréttastofunni Pap en ekki
var tekið fram hvort Knatt-
spyrnusambandi Evrópu hefði
verið tilkynnt sérstaklega um
málið. Ruch Chorzow fékk
viðbótarrefsingu, fær ekki að
ferðast útfyrir landamæri Pól-
lands í eitt ár. —VS/Reuter
Á 85. mín. óð Ómar Jóhanns-
son, sem hafði verið daufur í
seinni hálfleiknum, upp völlinn
og inní vítateig Skagamanna.
Hann þrumaði á markið, en beint
í samherja sem var að reyna að
forða sér! Sennilega hefur hann
forðað marki og þá er eins víst að
stigin þrjú hefðu farið til Eyja. í
staðinn hóf ÍA sókn sem endaði
með marki Valgeirs sem áður var
lýst. Síðustu tvær mínúturnar
pressaði ÍBV stíft, í fyrsta skipti í
leiknum, og þá átti Ingi Sigurðs-
son fyrirgjöf sem sveigði innað
marki, boltinn stefndi í fjærhorn-
ið en Birkir sveif á eftir honum og
blakaði honum yfir slána. Skaga-
menn vörpuðu öndinni léttar og
fögnuðu sigri andartökum síðar.
—SV/Akranesi
Staðan
1. deild
Fram................11 8 2 1 25-6 26
Valur...............11 7 2 2 18-4 23
IBK.................11 7 0 4 14-14 21
lA..................11 5 2 4 17-10 17
KR..................11 3 5 3 13-9 14
Þór.................11 4 2 5 14-20 14
FH..................11 4 1 6 17-20 13
Víðir...............11 3 2 6 7-14 11
Breiðablik..........11 3 2 6 8-20 11
IBV.................11 1 2 8 9-25 5
2. deild
KA.................10 6 4 0 28-6 22
Selfoss............10 6 3 1 18-6 21
Víkingur...........10 6 1 3 28-10 19
Völsungur..........10 5 2 3 16-9 17
Einherji...........10 5 2 3 13-15 17
(Bl................10 3 5 2 19-14 14
UMFN...............10 3 2 5 15-21 11
KS.................10 2 3 5 14-16 9
Þróttur R..........10 2 2 6 16-22 8
Skallagrímur.......10 0 0 10 4-52 0
HM/ Körfubolti
Kanar
áfram
Bandaríkjamenn náðu að
tryg&ja sér sæti í 4-liða úrslitum
heimsmeistarakeppninnar I
körfuknattleik á Spáni með því að
sigra Júgóslava 69-60 í gær-
kvöldi. Sovétríkin eru eina ósig-
raða lið mótsins, vann Brasilíu
110-101 í fjörugum leik í gær-
kvöldi. Þessar fjórar þjóðir leika
nú til úrslita um heimsmeistarat-
itilinn.
Sovétmenn fengu 10 stig í A-
riðli, Brasilía 9, Spánn 8, fsrael 7,
Kúba 6 og Grikkland 5 stig.
Bandaríkin og Júgóslavía
fengu 9 stig í B-riðli, Italía 8,
Kanada 7, Argentína 7 og Kína 5
stig. —VS/Reuter
Kvennaknattspyrna
Svanhvít með 13 mörk
Miðnœturleikur í Mosfellssveit. Þrenna Stellu gegn Þór
Svanhvít Sveinsdóttir skoraði 3
mörk þegar Afturelding vann
Stokkseyri 8-2 í A-riðli 2. deildar
á fimmtudagskvöldið. Hún er nú
langmarkahæst í deildinni með 13
mörk í 7 leikjum.
Leikurinn hófst ekki fyrr en kl.
22.30 þar sem Stokkseyringar
héldu að hann ætti að fara frarn
19. júlí, en tvær dagsetningar eru
á honum í mótabók KSÍ. Anna
Sigurveig Magnúsdóttir skoraði 2
mörk, Aðalheiður Matthíasdótt-
ir 2 og Arna K. Hilmarsdóttir 1
fyrir Aftureldingu en Ingunn Al-
exandersdóttir og Þórey Gylfa-
dóttir svöruðu fyrir Stokkseyri.
Stokkseyri og Skallagrímur
gerðu síðan 0-0 jafntefli á sunnu-
daginn. Staðan í A-riðli er þessi:
Afturelding..........7 5 1 1 37-7 16
KA...................5 5 0 0 22-0 15
Grindavík............5 3 11 9-3 10
Skallagrímur.........5 2 1 2 2-12 7
Stokkseyri...........5 1 2 2 7-15 5
IR...................6 1 0 5 3-25 3
Grundarfjörður.......7 0 1 6 4-22 1
ÍBÍ vann Þór frá Þorlákshöfn
5-0 á ísafirði á laugardaginn.
Skíðakonan Stella Hjaltadóttir
skoraði 3 marka ÍBÍ, Steina Ól-
afsdóttir og Jóna Lind Karlsdótt-
ir eitt hvor. Staðan í B-riðli er
þessi:
Stjarnan..............5 5 0 0 24-3 15
Fram..................5 4 0 1 18-5 12
ÍBÍ...................5 2 1 2 13-5 7
ÞórÞ..................5 2 0 3 13-23 6
Selfoss...............6 1 1 4 9-26 4
FH....................4 0 0 4 3-18 0
Markahæstar í 2. deild:
Svanhvít Sveinsdóttir, Aftureldingu....13
Hrund Grétarsdóttir, Stjörnunni..........9
Anna S. Magnúsdóttir, Aftureldingu.......7
Iðunn Jónsdóttir, Stjörnunni.............6
Stella Hjaltadóttir, iBl.................6
—VS
Miðvikudagur 16. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15