Þjóðviljinn - 01.08.1986, Síða 2
FRETTIR
Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar
Skattbyrðin
Svikamylla
Geir Gunnarsson:
Skatturinn notaður til
að halda kaupi niðri
Björn Þórhallsson: Áttum ekki von á
þessu.
Skattbyrðin
Skylda að
endurgreiða
Björn Þórhallsson:
Gerðum vitanlega
ekki ráðfyrir þessu
Eg tel ekki að þarna séu nein
svik á ferðinni, en það væri nú
drengilegra að laga þetta, sagði
Björn Þórhallsson varaforseti
ASI þegar Þjóðviljinn spurði
hann hvort hann teldi að ríkis-
stjórnin ætti að endurgreiða
skattaukann.
Auðvitað er hægt að breyta
þessu, sagði Björn. Þeir geta gert
það með bráðabirgðalögum. Það
er einfaldast af öllu í veröldinni
að lækka þetta, rétt eins og þeir
breyttu fyrirframgreiðslunum í
vetur miðað við breytta verð-
bólguspá.
Við áttum ekki von á þessu,
sagði Björn. Við gerðum vitan-
lega ráð fyrir því að skattbyrðin
yrði ekki aukin. En fyrst svona er
komið er eina rétta svarið að
lækka þetta. Það er einfalt mál að
gera það. Tæknilega er ekkert
sem hindrar það.
Björn kvaðst líta svo á að ríkis-
stjórninni bæri skylda til að
endurgreiða þessa ofteknu
skatta. Þeim ber siðferðileg
skylda til að leiðrétta þetta, sagði
Björn.
G.Sv.
Guðmundur Bjarnason: Ákveðið að
lagfæra þetta ekki.
Skattbyrðin
Geir Gunnarsson: Er þetta í sam-
ræmi við „þjóðarsáttina"?
Það versta í þessu er hvernig
þetta er notað, sagði Geir
Gunnarsson þingmaður Alþýðu-
bandalagsins er Þjóðviljinn
spurði hann álits á hinni auknu
skattbyrði.
Þessi hækkun mælist ekki inn í
kaupið, sagði Geir. Hins vegar
eru þessar umfram tekjur ríkis-
sjóðs að hluta til notaður til að
greiða niður vörur og lækka
þannig kaupið. Geir sagði að hér
væri því einskonar svikamylla
sett í gang.
Aðspurður kvaðst Geir ekki
minnast þess að skattvísitalan
hafi verið leiðrétt. Hins vegar
benti hann á að nú um stundir
ætti að vera alveg sérstakt sam-
komulag í gildi, svokölluð þjóð-
arsátt, um það að halda öllum
stærðum undir ákveðnum mörk-
um. Slíkur sáttmáli hefði ekki
áður verið uppi. Áður hefðu
ríkisstjórnir stjórnað uppá sína
ábyrgð, en nú stjórnaði ríkis-
stjórnin að nokkru leyti á ábyrgð
verkalýðshreyfingarinnar. Er
þetta í samræmi við þennan sátt-
mála?, spurði Geir.
Geir kvaðst líta svo á að kjarni
þessa máls væri sá að nú tæki
ríkisstjórnin viðbótartekjur af
fólki í beinum sköttum og notaði
hluta þeirra til að halda kaupi
niðri. Hins vegar hefði þessi ríkis-
stjórn gert ýmsar ráðstafanir í
þágu þeirra sem hafa tekjur sínar
af öðru en beinum vinnulaunum.
G.Sv.
Reykjavík - Þjórsárdalur
GAUKURINN §6
Feröir JVeTsMarmannahelg'na Upplyamga jr. ^
FÖSTUDAGUR 1.8.
Frá Reykjavík BSÍ
kl. 15.30, 18.30 og 20.30
Frá Selfossi kl. 16.30,20.00 og 21.30
LAUGARDAGUR 2.8.
Frá Reykjavík BSÍ kl. 14.00 og 21.00
Frá Seifossi kl. 15.00 og 22.00
SUNNUDAGUR 3.8.
Frá Reykjavík BSÍ kl. 10.30 og 21.00
Frá Selfossi kl. 11.30 og 22.00
MÁNUDAGUR 4.8.
Frá Reykjavík BSÍ kl. 21.00
FráSelfossi kl. 22.00
Frá tjaldstæðum í Þjórsárdal til Sel-
foss og Reykjavíkur.
FÖSTUDAGUR 1.8. kl. 03.15 að
loknum dansleik.
LAUGARDAGUR 2.8. kl. 18.00 og
03.15 að loknum dansleik.
SUNNUDAGUR 3.8. kl. 15.00, 17.00,
21.00 og kl. 03.15 að loknum dans-
leik.
MÁNUDAGUR 4.8. kl. 10.00, 12.00,
14.00, 16.00 og 17.00.
LANDLEIÐIR hf.
sími 20720
Skattbyrðin
Forkastanlegf
Jóhanna
Sigurðardóttir: Rétt
að krefjast
endurskoðunar
Kannski með
vilja gert
Guðmundur
Bjarnason: Hefði
sjálfsagt verið hægt
að leiðrétta
Þetta er auðvitað ekki í fyrsta
skipti sem það kemur fyrir að
það er ekki aiveg samræmi milli
skattvísitölu og hækkunar tekna,
sagði Guðmundur Bjarnason
þingmaður Framsóknarflokksins
í samtali við Þjóðviljann í gær.
Guðmundur var spurður hvort
ekki hefði verið rétt að leiðrétta
skattvísitöluna þegar ljóst var að
hún gæfi ranga mynd af þróun
tekna. Hann svaraði:
Það hefði sjálfsagt verið hægt
að taka slíka ákvörðun, en á-
kvörðunin var sem sagt hin að
gera það ekki, þannig að ég hef
ekki meira um þetta að segja. í
þessu hefur kannski legið sú
ákvörðun að þeir sem hefðu haft
verulega tekjuaukningu borguðu
eitthvað hærri skatta.
Guðmundur Bjarnason sagði
að þessi mál hefðu ekki verið
rædd í æðstu stofnunum flokksins
og vildi hann því ekki tjá sig frek-
ar um þau.
G.Sv.
Jóhanna Sigurðardóttir: Nær að taka
af hörku á skattsvikum.
Það er Ijóst að þessi aukna
skattbyrði gengur þvert á all-
ar yfirlýsingar Sjálfstæðisflokks-
ins í skattamálum, sagði Jóhanna
Sigurðardóttir þingmaður Al-
þýðuflokksins í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Með þessu, sagði Jóhanna,
hefur Sjálfstæðisflokkurinn svik-
ið öll loforð um skattalækkun,
ekki einasta afnám tekjuskattsins
heldur hafa þeir líka aukið skatt-
byrðina um allt að tuttugu prós-
ent milli ára.
Við skulum athuga það að
tekjuskattur er fyrst og fremst
launamannaskattur, þannig að
hér þarf ekki að vera um hátekju-
fólk að ræða sem fær injög aukna
skattbyrði milli ára, heldur fólk
með miðlungs laun sem er að
bæta sér upp lágu launin með
mikilli yfirvinnu.
Ég tel, sagði Jóhanna, að það
væri nær fyrir ríkisvaldið að taka
af hörku á skattsvikum í stað þess
að auka sífellt skattbyrðina hjá
launafólki.
- Hefði verið eðlilegt að
leiðrétta skattvísitöluna í vor?
Auðvitað er það forkastanlegt
að skattvísitalan skuli ekki hafa
verið leiðrétt þegar fyrir lá hvert
stefndi. Ég tel rétt að krefja ríkis-
valdið um endurskoðun þannig
að skattbyrðin aukist ekki milli
ára.
G.Sv.
Eg segi nú eins og Halldór As-
grímsson: Bein skal hver
bryðja sem biður um hval og
spik með.
Alþýðuflokkurinn
Furðuleg
vinnubrögð
Þorsteins
Þingflokkur
segir skattahœkkun
ríkisstjórnarinnar
ganga í berhögg við
febrúarsamningana
Þessi skattahækkun gengur í
berhögg við samkomulag að-
ila vinnumarkaðarins og ríkis-
stjórnarinnar frá 28. febrúar þar
sem samið var um hóflegar launa-
hækkanir gegn fyrirheitum um
skattalækkanir, segir í samþykkt
sem þingflokkur Alþýðuflokksins
sendi frá sér í gær vegna tekju-
skattshækkunar ríkisstjórnar-
innar uppá 800 miljónir.
í samþykkt þingflokksins segir
að ríkisstjórnin hafi vitað hvert
stefndi í apríl sl. og þá hafi verið
ráðrúm til að leiðrétta skattvísi-
töluna en það ekki verið gert. Þá
sé með þessari skattlagningu
brotið gegn samþykkt Alþingis
frá því vorið 1984 um afnám
tekjuskatts af almennum launa-
tekjum í áföngum. Krefst þing-
flokkurinn þess að skattvísitala
verði endurskoðuð þannig að
skattbyrðin aukist ekki á milli
ára.
„Þingflokkurinn lýsir furðu
sinni á viðbrögðum fjármálaráð-
herra, sem fyrst lætur sem þessi
skattlagning hafi komið mjög á
óvart en segir þjóðinni síðan að
búið sé að verja henni til launa-
hækkana nokkurra starfsstétta og
niðurgreiðslan á lambakjöti“,
segir í samþykkt þingflokks Al-
þýðuflokksins. -Ig.
Heimsmeistaraeinvígið
Aftur jafntefli
Biðskák Kasparoffs og Karp-
offs frá því á miðvikudaginn var
tefld áfram í gær. Þeir félagar
léku hratt enda sjálfsagt búið að
tæma stöðuna I herbúðum beggja
um nóttina.
Biðleikur svarts var:
41. ... Hf2+
42. Kd3 - Kd6
Riddari svarts og peð varna hvíta
kónginum að komast fram á borðið.
Það hefur engan tilgang að leika ridd-
aranum, og peðaframrás á drottning-
arvæng stöðvast fljótt, t.d. 43. a4
Hxh244. b5 Kd745. bó Hb2oghvítur
kemst ekkert áfram.
43. Ha7+ - Ke6
44. Hh7 - e4+
45. Kc3 - Rb5+
46. Kc4 - Rxa3+
47. Kd4 - Hxh2
Nú dugar ekki 48. Rxg4 Hd2+ og
riddari hvíts fellur.
48. Hh6+ - Kd7
49. Rd5 - h4
Bindindismótið Galtalækjarskógi
Verslunarmannahelqin
1.—4. ágúst 1986
litlu breytt þótt hvítur tæki með peði í
næsta leik.
50. Hxh4 - Hxh4
51. gxh4 - g3
52. Rf4 - Rc2+
Hér var samið um jafntefli. Þótt hvít-
ur vinni peð eftir 53. Kxe4 Rxb4 54.
Kf3 Ke7 55. Kxg3 er engin leið að
koma h-peðinu upp í borðið.