Þjóðviljinn - 01.08.1986, Side 3
FRÉTTIR
Hvalamálið
Höfum ekki bratið samninginn
Halldór Ásgrímsson telurl6% rýrnun og31,4% bein og
innyfli til innanlandsþarfa. Segir ekkert meira um þau
blaðaummæli sín að veiðarnar hefjist aftur 20. ágúst
Við höfum ekki brotið alþjóða-
samþykktir um hvalveiðar,
sagði Halldór Ásgrímsson við
Þjóðviljann í gær. Hann heldur
utan til Bandaríkjanna í næstu
viku til viðræðna við viðskipta-
ráðherrann þar vestra, sagði - í
DV í gær að hvalveiðarnar hæfust
aftur 20. ágúst, og vildi ekkert um
það segja frekar við Þjóðviljann.
- Ég hef ekkert meira um það
að segja, sagði Halldór um DV-
ummæli sín, og endurtók þau orð
þegar hann var spurður hvort úr-
slit viðræðnanna vestra mundu
hafa áhrif á ákvörðun hans um
haustveiðar.
í ljós hefur komið að ráðuneyt-
ið telur bein og spik til þéirra
hvalafurða sem neytt er innan-
lands, og er þannig reiknað út að
íslendingar neyti meirihluta hval-
afurðanna hér heima. Skýrsla frá
Hval hf. var kynnt Bandaríkja-
mönnum 17. júlí, og segir þar að
53% hvalsins sé innanlands-
neysla, 47% flutt út. Þessi skýrsla
hefur verið kölluð beinaskýrsla.
Halldór kvaðst ekki kannast
við neina beinaskýrslu. Hitt væri
annað, sagði ráðherrann, að áður
en ýfingarnar hófust hafi verið
búið að vigta sex hvali, hvern í 33
pörtum, og væri sú vigt hluti
rannsókna. Vigtinni hafi verið
skipt í þrjá flokka.
I einum flokknum sé annars-
flokkskjöt og spik sem flutt er til
Japan, og hafi þessi flokkur num-
ið 27,3% hvalþyngdarinnar. í
næsta flokki séu bestu hvalkjöts-
bitarnir og rengi, samtals 25,3%,
og sé innanlandsneyslan um 20%
af þessum flokki. í þriðja flokkn-
um sem ekkert er fluttur út séu
haus, bein og flest innyfli, sam-
tals 31,4% hvalþyngdar. Þau 16
prósent sem eftir standa sé
vökvatap og rýrnun.
í alþjóðasamþykktum sé
veiddur hvalur skilgreindur sem
hvalur kominn að skipshlið, og sé
því minnihluti hvalafurða fluttur
út.
Halldór var spurður hvernig
hann þýddi „local consumption" í
hvalveiðisamþykktinni frá
Malmö. Halldór sagðist leggja
orðin „should primarily be utiliz-
ed for local consumption" þannig
að hvalinn ætti fyrst og fremst að
nota til innanlandsþarfa. Hann
tók þó fram að í stofnsamningi
Hvalveiðiráðsins frá 1946 stæði
að það væri skylda að nýta afurð-
irnar, og þetta hefði þá verið sett
inn að kröfu umhverfisverndar-
manna. Þessi skylda hvfldi á okk-
ur samkvæmt samningum.
- Þannig að þú telur að íslend-
ingar hafi ekki brotið í bága við
stofnsamninginn og síðustu sam-
þykktir?
Nei. Ég tel að við höfum ekki
gert það, sagði Halldór.
Samkvæmt upplýsingum Hall-
dórs um vigt hvalanna sex eru
flutt út 47,5% hvalþungans við
skipshlið; 27,3% annarsflokks-
kjöt og spik og 20,2% gott kjöt.
Til innanlandsþarfa, „local cons-
umption", fara 52,5%; 5,1% gott
kjöt, 31,4% hausar, bein og inn-
yfli og 16% rýrnun.
-m
Verslunarmannahelgin
Upplýsingamiðstöð
starfrækt
Börní beltumfá glaðningfrá lögreglunni
Fyrir og um verslunarmanna-
helgi mun Umferðarráð og
lögreglan um allt land veita þeim
börnum viðurkenningu sem sitja í
bflbeltum eða barnabflstólum.
Þetta er lítill glaðningur, kort
með ferðaleikjum og hollráðum,
rissblokk og Tópaspakki, en á
loki þeirra er ábending til fólks í
bflum: „Spennum beltin - sjálfra
okkar vegna“.
Umferðarráð og lögreglan
mun starfrækja upplýsingamið-
stöð um helgina og verður þar
safnað upplýsingum um hina
ýmsu þætti umferðarinnar og
annað sem ætla má að geti orðið
ferðafólki að gagni. í síma 27666
verður reynt að miðla upplýsing-
um eftir því sem tök eru á. Frá
föstudegi til mánudags verður út-
varpað frá upplýsingamiðstöð-
inni á báðum rásum útvarps og
fólk sem hefur útvarp í bflum sín-
um er hvatt til þess að hlusta á
þessa pistla því þar verður komið
á framfæri ýmsum fróðleik til
vegfarenda.
I gær voru tæplega 4000 bflar
hraðamældir í tengslum við átak
gegn hrað- og ölvunarakstri og
voru 83 kærðir vegna þessa. 261
bflstjóri var áminntur vegna
hraðaksturs og segja aðilar hjá
Umferðarráði að þessar tölur
bendi til þess að framför hafi orð-
ið í þessum málum.
-vd.
Lækjargata 4
HÍB hlutskaipara
Agreiningur um húshœð við Lœkjargötuna
Aborgarráðsfundi í gær lögðu
Sjálfstæðismenn í meirihluta
fram tillögu um að Hinu íslenska
bókmenntafélagi, Lögbergi hf. og
Eignamiðluninni hf. yrði gefið
fyrirheit um lóðina Lækjargötu
4. Málinu var frestað til næsta
fundar.
Bókmenntafélagið í bland við
tvö fyrirtæki Sverris Kristins-
sonar átti meðal annars við Ár-
mannsfell að etja um lóðina, og
virðist nú orðin samstaða í borg-
arráði um að setja félagið þar nið-
ur.
Málinu var frestað að beiðni
Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur. Guðrún Ágústsdóttir sagði
Þjóðviljanum í gær að hún styddi
HÍB og samstarfsmenn þess í
Lækjargötulóðarmálum, - hins
vegar þæfðist málið við það að í
samþykktu deiliskipulagi væri
gert ráð fyrir færri húshæðum en
menn væru að hugsa um nú, í
samræmi við ósamþykktar til-
lögur um miðbæjarskipulag.
Telja verður að húshæðarmál
séu þess valdandi að í tillögu
meirihlutans er talað um að gefa
fyrirheit, en ekki að úthluta lóð-
inni, þar sem við úthlutun hefði
orðið að ákvarða húshæð eftir
gildandi skipulagi. -m
Akureyri
Eyfirskir
ekki til
Grænlands
Tilboði í
skólabygginguna
hafnað. Pótti ofhátt
Tilboði eyfirskra verktaka í
smíði skólahúss í Julieneháb í
Grænlandi hefur verið hafnað og
er talið næsta ólíklegt að eyfirskir
verktakar fái verkefni í Græn-
landi að þessu sinni en þeir buðu
einnig í smíði sútunarverksmiðju
í sama bæ.
Eyfirskir verktakar áttu lægsta
tilboðið í skólabygginguna en þar
sem það var engu að síður þó
nokkru hærra en kostnaðaráætl-
un var ákveðið að hafna öllum
tilboðum.
-yk/Akureyri
Þriggja vikna ferð yfir Atlantsála
Þennan kappa, Henryk Wolski, hittum við fyrir í gær niðri á höfn. Hann er skipstjóri á þýsku skútunni New
Born og er hann ásamt þremur öðrum áhafnarmeðlimum nýkominn úr 3ja vikna ferð yfir Atlantsála. Ferðin
er liður í þjálfun skipverjanna, sem stunda nám við siglingaskóla í Cuxhaven undir stjóm Wolski. Kapparnir
halda austur um haf eftir nokkra daga. Ljósm. Ari.
Föstudagur 1. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3